Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.04.2004, Blaðsíða 64
FÓLK Í FRÉTTUM 64 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/662 0984 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 690 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Aron Jóhannes Leví Kristjáns. 436 6925 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 663 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Rakel Guðbjörnsdóttir 456 2595 696 2663 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Sigurgeir Jónasson 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 848 6475 Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Hún þykir örugglega al-veg „ekta“ frönsk, ener samt kanadísk,reyndar kanadísk- frönsk. Höfundurinn er einn sá virtasti í sínu heimalandi og þótt víðar væri leitað, Denys Arcand, sem á að baki vel metin kvik- myndaverk á borð við Jesús frá Montréal og Hnignun ameríska heimsveldisins. Nýja myndin hans, sem hefur rækilega njörvað nafn hans á ný í hugskot kvikmynda- unnenda um heim allan er einmitt framhald þeirrar síðarnefndu, heitir Innrás barbaranna (Les In- vasions barbares) og er einhver sú ánægjulegasta bíóupplifun sem undirritaður varð fyrir á Cannes- hátíðinni í fyrra og reyndar síðan þá. Vissulega er myndin gerð af menningarvitum og er um menn- ingarvita, uppfull af „gáfulegum“ samtölum um lífið, dauðann og stóra tilganginn með hvoru- tveggja, pólitíkina í víðu alþjóða- samhengi, vangaveltur um vel- ferðina, hvað á að felast og hvað í henni felst. Allt svo yfirmáta með- vitað, meðvirkt og viðeigandi. En munurinn á henni og öðrum slík- um er sá að þessi er alveg dæma- laust skemmtileg, einkar mannleg, hjartnæm, skynsöm og alveg hreint meinhæðin. Uppgjör feðga Myndin sækir heim sömu kostu- legu karakterana og gerðu Hnign- un ameríska heimsveldisins svo fína, og er háskólakennarinn kvensami Renée enn miðpunkt- urinn. En nú er farið að halla undan fæti hjá karli, hann liggur á dánarbeðinum og biður vini sína og vandamenn um að vera með sér þegar stundin rennur upp. En eiginkonan á þá óskina helsta að hann nái að sættast við son þeirra í tæka tíð. Málið er að sá ungi er gjörólíkur pabba, hefur valið hagnað framyfir huga, og þénar á einum mánuði það sem karlinn fær á heilu ári frá ríkinu. Og þar er ekki lokið andstæðum milli þeirra feðga því sonurinn hefur einsett sér að verða ekki sami kvennaflagarinn og pabbi, að koma ekki fram við konu sína af sömu vanvirðingu og karl faðir hans hafði gert við móður hans. Þannig svipar efninu sumpartinn til Big Fish Tims Burtons, en efn- istökin gætu ekki verið ólíkari. Nafnið eitt – Innrás barbaranna – er að sögn Arcands vísun í dauðann, eða þegar dauðinn knýr á dyr. Sumir falla í innrás barbar- anna – vísun í hryðjuverk 11. september – aðrir deyja annars- konar hetjudauða, sáttir við lífið og sjálfan sig, tilbúnir að fara, óhræddir og elskaðir, búnir að skila sínu. Margverðlaunuð Innrás Innrás barbaranna er 22. leik- stjóraverkefni Arcand á litríkum ferli sem spannar heila fjóra ára- tugi. Hann er ekki einasta kvik- myndaleikstjóri, heldur er hann ekki hvað síst annálaður sem handritshöfundur og fékk einmitt verðlaun í Cannes fyrir handritið að umræddri mynd. Hann er og leikari, klippari, tökumaður, hand- ritsráðgjafi – sem sé kvikmynda- gerðarmaður í víðustu merkingu orðsins. Og í heimalandi sínu er hann sannarlega „átorítet“. Innrás barbaranna hefur, sem fyrr segir, farið sigurför um heim- inn, síðan hún var frumsýnd í Cannes að viðstöddum blaða- manni. Þar byrjaði hún á að taka handritsverðlaun en síðan átti hún eftir að næla í þrenn Cesar- verðlaun, sem besta myndin, fyrir bestu leikstjórn og handrit. Evr- ópsku kvikmyndaverðlaunin, sér- stök verðlaun Screen-tímaritsins, féllu henni einnig í skaut, sem og stærstu verðlaun á kvikmyndahá- tíðinni í Toronto. Arcand er ekki allskostar óvanur því að hljóta vegtyllur því Jesús frá Montréal (1989) og Hnignun ameríska heimsveldisins (1986) áttu báðar sína spretti og nældu sér t.d. í stór verðlaun á Cannes-hátíðinni. Kom því vart á óvart hversu blíðar móttökur Arcand fékk er hann mætti á Cannes árið 2003. Þetta er skemmtilegur karl. Merkilega hlédrægur og minnti svolítið á kollega sinn Woody Allen að því leytinu til. Samlík- ingin við Allen nær lengra. Báðir eru fyrst og fremst sögumenn, þjóðfélagsrýnar og naflaskoðarar af Guðs náð. Og báðir kjósa þeir að tjá þessar hugrenningar sínar á gráglettnum, léttum og ljúfsár- um nótum sem auðvelt og þægi- legt er að finna til samsvörunar með. Gamlir kunningjar Þegar blaðamaður ræddi vð Arcand í Cannes lék honum for- vitni á að vita hvað olli því að hann fann hjá sér þörf til að end- urnýja kynnin við þessa gömlu fé- laga úr Hnignun ameríska heims- veldisins og fjalla um samband föður og sonar „Þessi hugmynd um manninn sem þarf að horfast í augu við dauðann og gera upp líf sitt er orðin tveggja áratuga gömul. Ég skrifaði nokkur handrit sem ég henti svo jafnharðan í ruslið því þau voru handónýt. En svo var það fyrir nokkrum árum sem mér datt fyrst í hug að tvinna þessa hugmynd saman við persónurnar í Hningnun ameríska heimsveldisins og þá skrifaði handritið sig bók- staflega sjálft. Ég þekkti þetta fólk orðið svo vel, líf þess og til- finningar. Ég var heppinn að leik- ararnir voru allir til í tuskið, vildu endurtaka leikinn, tuttugu árum síðar.“ Leikararnir, sem flestir voru með Arcand í viðtalinu, tóku und- ir það og sögðust þá hafa verið búnir að bíða lengi eftir að hann kallaði í þau á ný, bjuggust því allt eins við að þráðurinn yrði tek- inn upp að nýju. „Þetta eru persónur sem okkur þykir öllum mjög vænt um, enda svo einstaklega vel skrifaðar af Arcand. Ég held mér sé óhætt að fullyrða þó að við hefðum öll verið tilbúin að leika hvað sem er fyrir hann, bara til að fá tækifæri til að vinna með honum aftur,“ segir Rémy Girard, sá er leikur hinn dauðvona nafna sinn í myndinni. Hlátur og grátur Margir sáu Hnignun ameríska heimsveldisins sem gagnrýni á Bandaríkin og svo er að sjálf- sögðu einnig nú, enda síst minni ringulreið sem ríkir í heimsmál- unum nú á tímum. Arcand yppir öxlum og segist svo hvorki hafa gert myndina sem gagnrýni á Bandaríkin né stuðningsyfirlýs- ingu. „Bandaríkin drottna yfir heiminum og við erum öll þegnar ameríska heimsveldisins hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þannig er það bara. Það bitnar harkalegar á flestum öðrum en okkur í Kanada, svo mikið er víst.“ Innrás barbaranna er afar ljúf- sár og tilfinningarík kvikmynd og kallar fram bæði grát og hlátur hjá áhorfendum. Var það nokkuð sem Arcand bjóst við? „Já, eða nei, ekkert endilega. En það gleður mig að myndin skuli kalla fram svo ríkar tilfinn- ingar hjá áhorfendum. Það er megintilgangur með kvikmyndum að mínu viti. En jú, ég var búinn að átta mig á því að myndin hrærði upp í fólki, sjálfur táraðist ég í klippiherberginu og ég sá að leikararnir áttu stundum hálfbágt með sig. Það er skrítið hversu djúpt hreinasti skáldskapur getur snert mann. Maður skrifaði hand- ritið sjálfur, kann það utanbókar en tárast samt þegar kemur að viðkvæmum augnablikum í sög- unni. Þessi tilfinningasemi er al- veg ný fyrir mér, því fram að þessu hef ég fremur lagt lag mitt við að vera kaldhæðinn og jafnvel stundum svolítið grimmur.“ Engin dauðans alvara Denys Arcand, hinn kanadíski Allen, á tökustað. Uppgjör feðga. Rémy Girard og Stéphane Rousseau í hlutverkum sínum. Hlegið og grátið við dánarbeðinn. Rémy umvafinn sínum nánustu. Innrás barbaranna er íslenskt heiti myndarinnar sem hlaut Óskarinn í ár sem besta „erlenda“ myndin. Hún er kanadísk og því fer fjarri að Óskarsakademían sé fyrst til að kveikja á ágæti hennar. Skarphéðinn Guð- mundsson var á Cannes í fyrra þar sem sigurganga myndarinnar hófst og ræddi við leikstjóra og aðalleikara. skarpi@mbl.is Sýningar á Innrás barbaranna eru hafnar í Háskólabíói.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.