Morgunblaðið - 04.04.2004, Síða 66

Morgunblaðið - 04.04.2004, Síða 66
66 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 10.30. B.i. 16 ára. Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta mynd allra tíma kl. 8 og 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 8 og 10.30. (Píslarsaga Krists) HP. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Skonrokk „Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna“ Þ.Þ. Fbl. Sýnd kl. 5.50 og 8. Með ensku tali Sýnd kl. 1.30, 3.40 og 5.50. Með íslensku tali Páskamynd fjölskyldunnar Sýnd Í LÚXUSSAL kl. 4. Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á toppnum í USA! Upplifðu fyrsta stefnumótið...endalaust! Sýnd kl. 1.30 og 3.40. Fleiri börn...meiri vandræði! Sýnd kl. 1.40, 8 og 10.20. B.i. 16. Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta mynd allra tíma (Píslarsaga Krists) HP. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Skonrokk Sýnd kl. 1.30, 3.40 og 5.50. Með ísl. tali Ævintýrið eins og þú hefur aldrei upplifað það. Stórkostleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Leikin ævintýramynd eins og þær gerast bestar! SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Páskamynd fjölskyldunnar Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.20. Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á toppnum í USA! Upplifðu fyrsta stefnumótið...endalaust! ÆVINTÝRI ónytjungsins og iðju- leysingjans Hlyns eru viðfangsefni Stúdentaleikshússins að þessu sinni en í gær frumsýndi það leikritið 101 Reykjavík sem byggt er á sam- nefndri sögu eftir Hallgrím Helga- son. Verkið er sýnt í glænýju leik- húsi Stúdentaleikhússins, í gömlu húsnæði þvottahússins Grýtu og hefur leikhópurinn unnið dag og nótt við að breyta því í leikhús. Leikstjóri er Hjálmar Hjálmars- son en hann og leikhópurinn unnu í sameiningu að leikgerðinni. Hlynur býr enn hjá móður sinni þótt hann sé kominn yfir þrítugt og hangir á barnum öll kvöld, týndur í frum- skógi stórborgarinnar. Inn í líf hans kemur síðan eins og stormsveipur vinkona móður hans, áfengisráð- gjafinn Lolla, sem reynist svo vera aðeins meira en vinkona. „Verkið hentar hópnum vel. Svo er þetta góð saga og mikið af vel skrifuðum samtölum í henni sem ég taldi að hentuðu vel til leikflutn- ings,“ segir Hjálmar Hjálmarsson þegar hann er spurður hvers vegna þetta verk hafi orðið fyrir valinu. Hann bætir við að Hallgrímur Helgason sé í miklu uppáhaldi hjá sér og hafi verið síðan hann las Þetta er allt að koma. Gengið hefur á ýmsu við undirbúninginn, mikil orka hefur farið í að gera húsnæðið upp, en æfingar hafa gengið mjög vel, að sögn Hjálmars „Ég hef lagt áherslu á að frumkvæðið og sköp- unin hvað varðar húsnæðið, búninga og tónlist hafi komið frá leikurunum sjálfum. Húsnæðið er mjög spenn- andi og sýningin verður örugglega dálítið sérstök í þessu leikhúsi.“ Vigdís Másdóttir leikur áfengis- ráðgjafann Lollu, vinkonu móður Hlyns. „Lolla er algjör töffari, fynd- in, klár og lætur fólk ekkert vaða yf- ir sig,“ segir hún og bætir við að henni finnist mjög gaman að hafa fengið að spreyta sig á hlutverki Lollu. Hún segir að leikgerðin fylgi bók- inni mikið en síður kvikmyndinni. „Ég lofa því að þeir sem hafa lesið bókina verða ekki sviknir, við erum mjög trú henni.“ Vigdís er harðákveðin í að gerast leikkona og segir ekkert annað koma til greina. Hún hefur áður komið fram í skólaleikritum, verið að vinna í Brúðubílnum með Helgu Steffenssen, en einnig komið fram í auglýsingum. „Þetta er framtíðin, enginn vafi,“ segir hún að lokum. Stúdentaleikhúsið sýnir 101 Reykjavík Týndur í frumskógi stórborgarinnar Ónytjungurinn Hlynur tekur þátt í glaumi næturlífsins í miðbænum. Grýtuleikhúsið er til húsa að Keilugranda 1. Miðapantanir í síma 881-0155.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.