Morgunblaðið - 04.04.2004, Side 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 4. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 300 KR. MEÐ VSK.
LESTUR bóka og dagblaða er á
undanhaldi hjá börnum á aldrinum
10–15 ára og þó að sjónvarpið sé
ekki á undanhaldi er það ekki
lengur það sameiningarafl sem það
áður var. Netið er í mikilli sókn
hjá þessum aldurshópi, samkvæmt
könnun sem Þorbjörn Broddason,
prófessor við Háskóla Íslands,
kynnti á málþinginu „Börn og
sjónvarp á Íslandi“ sem Fé-
lagsfræðingafélag Íslands stóð fyr-
ir í gær.
„Það hafa orðið feikilega miklar
breytingar á boðskiptaháttum ung-
menna milli áranna 1997 og 2003, í
kringum aldamótin. Ég stilli því
þannig upp að sjónvarpið sé í raun
að fara sömu leið og útvarpið fór á
undan því og bækurnar þar á und-
an,“ segir Þorbjörn, í samtali við
Morgunblaðið, en hann hefur stað-
ið fyrir reglulegum rannsóknum á
fjölmiðlanotkun barna frá árinu
1968 meðal barna í Reykjavík, Ak-
ureyri og Vestmannaeyjum. Heild-
arúrtak í könnuninni í fyrra var
um 1.000 börn og var svörun 78%.
Tæplega þrjú
sjónvarpstæki á heimili
Í könnuninni sem framkvæmd
var á síðasta ári kom fram að 33%
10–15 ára barna höfðu enga bók
lesið, að skólabókunum und-
anskildum, síðustu þrjátíu daga
fyrir könnunina. Árið 1997 var
þetta hlutfall 27% og 18% árið
1991. Einnig hefur lestur dagblaða
minnkað mikið, 40% barnanna
sögðust lesa eitthvert dagblað dag-
lega eða nær daglega í fyrra, en
sex árum áður var hlutfallið 61%
og 68% árið 1991. Í könnuninni
kom einnig fram að sjónvarps-
tækjum á heimilum barnanna hef-
ur fjölgað mikið síðustu ár. Með-
alfjöldi tækja var 2,85 árið 2003,
2,15 árið 1997 og 1,73 árið 1991.
„Prentmiðlarnir verða verr úti,
við sjáum hvernig bóklestur hefur
hraðminnkað og dagblaðalestur
sömuleiðis. Það hafa orðið enda-
skipti á því. Í fyrstu könnunum las
svo til hvert einasta barn blað dag-
lega, en þegar fer að líða á kann-
anirnar sígur þetta niður á við.
Núna er eitthvert stærsta stökk
sem við höfum séð, undir helm-
ingur ungmennanna segist lesa
blað daglega eða næstum daglega
og fjórði hver segist ekki horfa
daglega á sjónvarp með fjölskyld-
unni, en þau horfa á sjónvarp engu
að síður,“ segir Þorbjörn.
Hann segir að sjónvarpið sé að
missa það sameiningarhlutverk
sem það hafi gegnt. Áður hafi fólk
safnast saman fyrir framan tækið
og horft í stórum dráttum á sömu
dagskrá. Bækur hafi í upphafi
prentlistarinnar sameinað fólk,
þegar lesið var upphátt úr bókum,
en eftir því sem bækurnar urðu út-
breiddari hafi þær orðið að tvístr-
unarafli, hver hafi farið að lesa
sína bók í hljóði. Útvarpið hafi þá
tekið við sameiningarhlutverkinu
og þá sjónvarpið, sem nú sé að
missa það.
Könnun um fjölmiðlanotkun 10–15 ára barna á Íslandi sýnir að lestur meðal barna minnkar
33% hafa ekki lesið bók síðustu 30 daga
!
"#$%
&
'
#!
(
&) #
!
**+ , **
**+ , **
**+ , **
-./ - /
0 /
./
,+/ /
'+ ,'
,'.
ANDSTAÐA trúarleiðtoga í Norður-Níger-
íu við bólusetningu gegn lömunarveiki hef-
ur valdið því að sjúkdómurinn hefur borist
til áður lömunarveikisfrírra svæða innan-
lands og nágrannalanda í Afríku upp á síð-
kastið. Lömunarveiki var landlæg í 125
löndum í heiminum árið 1988. Ötul barátta
Rótarý-hreyfingarinnar, ýmissa annarra fé-
lagasamtaka og stofnana, hefur skilað því
að sjúkdómurinn var aðeins landlægur í 6
löndum í heiminum í fyrra. Lömunarveiki
gekk síðast á Íslandi árið 1960.
Stríðsherrar lagt niður vopn
Íslenskir Rótarý-félagar eru að hleypa af
stokkunum söfnunarátaki í því skyni að út-
rýma lömunarveiki algjörlega á næsta ári –
á 100 ára afmæli hreyfingarinnar. Axel
Gíslason, formaður Rótarýsjóðsnefndar ís-
lensku Rótarý-hreyfingarinnar, minnir á að
baráttan sé ekki búin fyrr en hún sé búin.
„Andstaða við bólusetninguna á afmörkuðu
svæði í Norður-Nígeríu hefur valdið því að
lömunarveiki hefur aftur greinst á áður
lömunarveikisfríum svæðum og löndum í
grennd við Nígeríu. Lömunarveiki var og
gæti aftur orðið eitt af stærstu heilsufars-
vandamálum heimsins.“
Nýjustu fregnir Smitsjúkdóma- og vá-
nets herma að lömunarveiki hafi í fyrsta
sinn um nokkurt skeið greinst í borgunum
Anambra og Imo í Suðaustur-Nígeríu fyrr í
mánuðinum. Sömu heimildir herma að ísl-
amskir trúarleiðtogar í borginni Kano nyrst
í Nígeríu hafi hafnað bólusetningu á þeim
forsendum að bóluefnið ylli ófrjósemi.
Reuters
Heilbrigðisstarfsmaður bólusetur Peace
Olalude, 5 ára gamlan dreng í Lagos í Níg-
eríu, gegn lömunarveiki 24. febrúar sl.
Baráttan
ekki búin
fyrr en hún
er búin
Stefnt að/10
SVEITARSTJÓRN Bláskógabyggðar fékk
frumvarp forsætisráðherra um stækkun hins
friðhelga lands Þingvalla ekki til umfjöllunar.
Oddviti Bláskógabyggðar segir það óeðlilegt í
ljósi þeirra samskipta sem þurfi að vera milli
sveitarstjórnar, sem er skipulagsaðili á svæðinu
og Þingvallanefndar. Var sveitarstjórn ekki
heldur höfð með í ráðum þegar ríkisstjórnin
sótti um til UNESCO að koma Þingvöllum á
Heimsminjaskrá. Þar voru sett fram ný þjóð-
garðsmörk sem hafa hvorki fyrr né síðar verið
kynnt fyrir sveitarstjórninni frekar en ný þjóð-
garðsmörk samkvæmt nýja frumvarpinu.
Sveinn Sæland, oddviti Bláskógabyggðar,
segir að sveitarstjórnin telji tillögur að stækkun
þjóðgarðsins ekki óeðlilegar, „en það er ekki
gert ráð fyrir aðkomu sveitarstjórnar með nein-
um hætti að nefndinni. Við munum gera alvar-
legar athugasemdir við það.“
Ágreiningur hefur verið um nýtt vegstæði
Gjábakkavegar, sem liggur yfir Lyngdalsheiði,
milli Þingvallanefndar og sveitarfélagsins og er
sá ágreiningur óleystur.
Sveinn segir að ekki hafi ennþá fengist form-
leg afstaða Þingvallanefndar í málinu, sem sé
gagnrýnivert, en Þingvallanefnd hefur full um-
ráð yfir framkvæmdum á Gjábakkalandi sem
samkvæmt frumvarpi forsætisráðherra er inn-
an þjóðgarðsins. Sveitarfélagið vill fara með
veginn í gegnum Gjábakkalandið og hefur
skipulagsvinna, bæði sveitarfélagsins og Vega-
gerðarinnar, m.a. miðast við þá leið. Sú vinna er
að sögn Sveins hunsuð í umsókninni til
UNESCO. Tillaga að nýrri leið frá Vegagerð-
inni kom hins vegar fram í kjölfar umsóknarinn-
ar en í henni er sneitt hjá Gjábakkalandi og
lengist þá vegurinn.
Ekkert samráð haft við Bláskógabyggð um stækkun Þingvallaþjóðgarðs
Sveitarstjórnin sniðgengin
Heildarhagsmunir/6
FIMMTÁN fiskkör runnu af palli flutningabíls
eftir að bremsur bílsins biluðu í gærmorgun, og
dreifðist fiskur um gatnamót Breiðholtsbrautar
og Stekkjabakka. Að sögn lögreglu tók ökumað-
ur bílsins eftir því að bremsur bílsins virkuðu
ekki þegar hann hugðist stoppa á rauðu ljósi á
Breiðholtsbraut, og tók hann þá ákvörðun að
beygja inn Stekkjabakkann til að fara ekki yfir
gatnamótin á rauðu ljósi. Bílstjórinn náði ekki
beygjunni og fór yfir umferðareyju. Við hrist-
inginn opnuðust hliðardyr á bílnum og fimmtán
kör af fiski lentu í götunni.
Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar var köll-
uð út til að safna fiskinum saman. Áætlað er að
4,5 tonn af þorski og löngu hafi farið í götuna.
Morgunblaðið/Sverrir
Þorskurinn svamlaði í Breiðholti