Pressan - 19.12.1991, Síða 8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991
Dæmi eru um að nokkrar ríkis-
stofnanir og fyrirtæki hafi ár eftir ár
farið allt frá nokkrum tugum pró-
senta upp í nokkur hundruð prósent
fram úr fjárlögum síðustu ára. Þá
virðast nokkrar stærri stofnanir rík-
isins markvisst fara fram úr fjárlög-
um umfram aðrar stofnanir og
ákveðin ríkisfyrirtæki virðast á eng-
an hátt geta haldið áætlunum og
þurfa æ ofan í æ að sækja í ríkissjóð
það sem upp á vantar.
Meðal lítt áberandi stofnana sem
á síðustu sjö árum hafa farið allt í allt
meira en tvöfalt fram úr fjárlögum
eru Unglingaheimili ríkisins, Holda-
nautastöðin í Hrísey, Laxeldisstöðin
í Kollafirði og embætti Veiðistjóra.
Af stærri embættum má nefna að
Lögreglustjóraembættið á Keflavík-
urflugvelli, Lögreglustjórinn í
Reykjavík og Flugmálastjórn fara ár
hvert fram úr fjárlögum svo tugum
og hundruðum milljóna króna að
núvirði skiptir.
Nokkur fyrirtæki sem tilheyra
svokölluðum B-hluta fjárlaga eru
mikið vandamál fyrir ríkissjóð.
Þeirra á meðal er Skipaútgerð ríkis-
ins, sem nú er verið að falast eftir
gegn árvissum ríkisstyrk. Miðað við
reynsluna á árunum 1986 til 1989 er
dæmigerð útkoma hjá Skipaútgerð
ríkisins að tekjur reynast hvert ár 40
milljónum króna lægri en áætlað er
og útgjöld 30 milljónum hærri. Með
fjármagnsliðum hefur tap ársins
verið að meðaltali 120 milljónum
meira en áætlað var og framlag úr
ríkissjóði að meðaltali 45 milljónum
umfram það sem samþykkt hafði
verið.
PRESSAN hefur áður greint frá
því að ríkisframlög til Ríkisskips
1981 til 1990 námu samtals 2.430
milljónum króna að núvirði. Fram-
lagið í ár átti að vera 134 milljónir,
en í fjáraukalögum er gert ráð fyrir
100 milljónum til viðbótar. Heildar-
framlög frá 1981 fara þá upp í tæpa
2,7 milljarða.
A sama tímabili var rekstraraf-
koma með ríkisframlagi neikvæð
um 1.060 milljónir króna. Raun-
verulegur halli fyrirtækisins á þessu
tímabili var því samtals um 3,5 millj-
arðar króna.
í apríl sl. voru síðan felldar niður
vanskilaskuldir og dráttarvextir
Ríkisskips við ríkissjóð og ríkis-
ábyrgðasjóð frá umliðnum árum.
Þessi niðurfelling nam að núvirði
670 milljónum króna. Fram-
kvæmdastjóri Rikisskips er Gud-
mundur Einarsson.
Áburðarverksmiðja ríkisins er
annað ríkisfyrirtæki sem hefur ár
eftir ár komið mun lakar út en for-
sendur fjárlaga gerðu ráð fyrir. Á
dæmigerðu ári hjá Áburðarverk-
smiðjunni hefur með fjármagnslið-
um verið gert ráð fyrir 60 til 80 millj-
óna króna halla, en útkoman 1986
til 1989 reyndist að meðaltali 225
milljóna króna halli. Munar þar
mest um fjármagnskostnað. Á um-
ræddu tímabili áttu fjárfestingar að
vera að meðaltali 76 milljónir, en
reyndust um 100 milljónir króna á
ári. Framkvæmdastjóri Áburðar-
verksmiðjunnar er Hákon Björns-
son.
ÞREFALDUR HALLl VEGNA
OFFJÁRFESTINGAR
Svipaða sögu má segja af Síldar-
verksmiðjum ríkisins. Forsendur
fjárlaga hafa gert ráð fyrir að tekjur
umfram gjöld næmu að meðaltali
72 milljónum á ári, en útkoman
reyndist hallarekstur upp á 63 millj-
ónir að meðaltali. Og raunar meiri
vegna vaxtagjalda umfram vaxta-
tekjur, enda fjárfest meira en áætlað
var. Framkvæmdastjóri Síldarverk-
smiðja ríkisins (var) Jón Reynir
Magnússon.
Rafmagnsveitur ríkisins hafa
einnig fjárfest langt umfram það
sem áætlanir hafa gert ráð fyrir. Að
fjármagnsliðum slepptum var á ár-
unum 1986 til 1989 gert ráð fyrir að
hallinn yrði að meðaltali um 110
milljónir á ári, en hann reyndist þre-
falt meiri eða 318 milljónir. Með fjár-
magnsliðum átti hallinn að vera 390
milljónir að meðaltali, en reyndist
570 milljónir að meðaltali eða 2,3
milljarðar á fjórum árum. Árið 1989
gaf ríkið eftir um 3 milljarða í lán-
um. Rafmagnsveitustjóri er Kristján
Jónsson, en formaður stjórnar þessi
ár Púlmi Jónsson alþingismaður frá
Akri og fyrrum formaður fjárveit-
inganefndar.
MENNING SEM ER
PENINGALEGA ÚT í HÖTT
Tvær menningarstofnanir hafa ár
eftir ár komið langtum verr út en
áætlanir gerðu ráð fyrir, Þjóðleik-
húsið og Sinfóníuhljómsveitin. í
báðum tilfellum hafa áætlanir gert
ráð fyrir hallarekstri, sem mætt yrði
með ríkissjóðsframlagi.
Hjá Þjóðleikhúsinu var útkoman
1986 til 1989 að meðaltali sú, að í
stað áætlaðs 198 milljóna króna
halla á ári varð útkoman 330 millj-
óna halli. Framlag úr ríkissjóði átti
að vera 200 milljónir á ári, en reynd-
ist 335 milljónir. Þjóðleikhússtjóri
var Gísli Alfredsson.
Rekstrardæmi Sinfóníuhljóm-
Framúrakstur nokkurra ríkisstofnana 1986-1990
í milljónum króna að núvirði
Stofnun Fjárlög Útkoma Umfram Hlutf. Alls 5 ár
Lögreglustjórinn í Rvk. 749,0 924,0 175,0 23,4% 875,0
Flugmálastjórn 626,0 732,0 106,0 16,9% 530,0
Lögreglan á Keflavíkurfl. 201,0 264,0 63,0 31,3% 315,0
Tollstjórinn 182,5 215,0 32,5 17,8% 162,5
Skógrækt rík. 92,0 116,0 24,0 26,1% 120,0
Listasafn 83,0 95,0 12,0 14,5% 60,0
Borgarfógeti 82,0 104,0 22,0 26,8% 110,0
Rafm.eftirlit 70,5 90,0 19,5 27,6% 97,5
Borgardómari 60,0 70,5 10,5 17,5% 52,5
Skýringar: Framreiknaðar meðaltalstölur, þarsem reynslan á 5 árum er sýnd sem dæmi- gert eitt ár hjá stofnununum, en framúraksturinn i heild sýndur í aftasta dálki.
Kristján Jonsson, framkvæmdastjóri
Rarik. Að fjármagnsliðum slepptum var
á árunum 1986 til 1989 gert ráð fyrir að
hallinn yrði að meðaltali um 110 millj-
ónir á ári, en hann reyndist þrefalt meiri
eða 318 milljónir.
Guömundur Einarsson, framkvæmda-
stjóri Ríkisskips. Með fjármagnsliðum
hefur tap ársins verið að meðaitali 120
milljónum meira en áætlað var og fram-
lag úr ríkissjóði að meðaltali 45 milljón-
um umfram það sem samþykkt haföi
verið.
sveitarinnar er enn átakanlegra,
einkum vegna þess að ár hvert hafa
tekjuforsendur gjörsamlega brugð-
ist og gjöld um leið verið langt um-
fram áætlanir. Þar átti hallinn að
vera að meðaltali tæplega 100 millj-
ónir á ári, en útkoman reyndist hins
vegar 187 milljóna halli á ári eða
hátt í 800 milljónir á áðeins fjórum
árum. Framkvæmdastjóri Sinfóníu-
hljómsveitarinnar var Sigurdur
Björnsson, en stjórnarformaður á
umræddu tímabili Ólafur B. Thors,
forstjóri hjá Sjóvá-Almennum. Með-
al stjórnarmanna annarra var Hörd-
ur Sigurgestsson, forstjóri Eimskipa-
félagsins.
FÁEINUM STOFNUNUM HEFUR
TEKIST HIÐ ÓMÖGULEGA
Á títtnefndu tímabili er áberandi
að nokkrar stofnanir hafa snúið
blaðinu við til hins betra. Þannig
hefur rekstur og afkoma Pósts og
síma og útvarps og sjónvarps breyst
úr hallarekstri í hagnað. Tvö önnur
ríkisfyrirtæki má tiltaka þar sem
reksturinn virðist hafa verið með
ágætum á tímabilinu. Hjá Sements-
verksmiðju ríkisins voru tekjur um-
fram gjöld almennt vel yfir því sem
áætlanir gerðu ráð fyrir 1986 til
1989 og góður hagnaður af starf-
seminni ef undan er skilið árið 1989
þegar fjármagnskostnaður riðlaði
dæminu, enda fjárfest meira en
áætlað var. Hjá ríkisprentsmiðjunni
Gutenberg hafa tekjur umfram gjöld
sömuleiðis reynst hærri en áætlað
var, en fjármagnskostnaður þar
sömuleiðis dregið úr árangrinum.
Þetta eru þau tvö ríkisfyrirtæki sem
einkavæðingarsinnar vilja umfram
önnur selja.