Pressan


Pressan - 19.12.1991, Qupperneq 16

Pressan - 19.12.1991, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 STYRMIR Gunnarsson er líklega þrætukóngur ársins en hon- um hefur, ásamt hinum rit- stjóra Morgunblaðsins, Malthíasi Johannessen, tek- ist að æsa upp alla sægreifa landsins. Hefur orðið úr þessu harkalegasta ritdeila sem blað allra landsmanna hefur staðið í. Frísklegasti angi þessarar deilu er uppi í Háskóla þar sem allskyns ofvitar eigast við. Öðrum megin er Hannes H. Gissur- arson en hinum megin þeir Þorvaldur Gylfason, Þórólf- ur Matthíasson og seðla- bankamaðurinn og hlaupa- gikkurinn Markús Möller. En við erum bókaþjóð og fyrir jólin þrætum við um bækur. f>að veit hann lllugi Jökulsson, sem gerði athugasemd við ritdóm um Fógetavald sitt í Morgun- blaðinu og fékk bara annan verri yfir sig úr Þjóðviljan- um. Já, svona getur lifið verið miskunnarlaust en enginn hefur fengið aö kenna eins á þvi eins og Þorsteinn Thorarensen en Fjölvaútgáfa hans fékk vondan dóm, bara eins og hún leggur sig. Vondi mað- urinn þar er Fridrik Rafns- son, bókmenntaráðunautur RUV (bókanaut eins og þeir eru stundum kallaðir), en Þorsteinn segir að hann hafi hent bókum Fjölva út í horn. Útvarpsráð hefur auðvitað lýst yfir stuðningi við sinn mann. — Og tal- andi um RÚV þá má vekja athygli á orðum Guönýjar Halldórsdóttur fyrir skömmu um leikara- stéttina. Guðný fékk að tjá sig hjá Arthúri Björguini Bollasyni (ekki margir sem fá að tjá sig þar) og greip tækifærið og sendi leikur- um tóninn fyrir fégræðgi. Það varð til þess að Gud- rún Alfreösdóttir svaraði og sakar Guðnýju um að vera liðhlaupi. Og talandi um fé- græðgi þá er Höskuldur Jónsson ösku- reiður þessa dagana út í Herbert Guömundsson, fræðslufulltrúa Verslunar- ráðs, sem sakaði Höskuld og sjoppuna hans um mútuþægni. En það eru ekki bara vökvar sem vekja deilur því nú þræta þeir Jón Sigurösson og Halldór Blöndal ákaft út af mjólkurdufti. Og Alþýðu- flokkurinn er tvímælalaust flokkur mánaðarins því hann er eini flokkurinn sem haldið hefur lífi í eilífri deilu kynjanna. Fyrst á milli Jóns Baldvins Hanni- balssonar og Jóhönnu Sig- uröardótlur og ekki síður á milli Guömundar Oddsson- ar annars vegar og Ólínu Þorvaröardóttur og Ragn- heiöar Davíösdóttur hins vegar. — Og deiluefnið; jú, auðvitað vændi. VILJA LÁTA HENDA HJÍNUN- UM UT AF HDTEL STEFANÍU Nú verður reynt að koma hjónunurirlngunni Árnadóttur og Stefáni Sigurðssyni út úr Hótel Stefaníu með aðstoð dómara. Ingunn hefur leigusamninga um hótelið og fasteignirnar. Þessum samningum hefur verið mótmælt og nú hefur verið lögð fram útburðarbeiðni. Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaöur lagdi í gær fram kröfu um að Ing- unni Árnadóttur, eiginkonu Stefáns Sigurðssonar, yrði gert að fara út úr húsnæði Hótels Stefaníu á Akureyri. Ástæðan er sú að leigusamn- ingi, sem Stefán gerði við eig- inkonu sína á sama tíma og fyrirtæki þeirra varð gjald- þrota, hefur verið mótmælt. Ferðamálasjóður og Byggðasjóður leystu allar fasteignir hótelsins til sín á nauðungaruppboði í október og ætla að greiða 54 milljónir fyrir. Lögmaður sjóðanna segir samninginn mála- myndagerð og að hann bindi ekki hina nýju eigendur eign- anna. Þess má og geta að leigu- greiðslur eru í vanskilum, en þær eru 500 þúsund krónur á mánuði. FURÐULEGUR LEIGUSAMNINGUR Þegar Hótel Stefanía var tekið til gjaldþrotaskipta lagði Stefán Sigurðsson fram óþinglýstan leigusamning um fasteignirnar. Samkvæmt honum var Ingunn leigutaki. Leigusamningurinn var óþinglýstur og var ekki þing- lýst fyrr en um einum mánuði síðar. Það merkilega við þennan samning er að Ing- unn og Stefán rugluðu saman tveimur hlutafélögum, sem þau áttu, þ.e.a.s. Hótel Stefan- íu, sem er félag um rekstur hótelsins og lausafé, og hins vegar Hafnarstræti 83, 85 og 88 hf., sem átti fasteignirnar sem hótelið er í. í leigusamningnum á milli Ingunnar og Hafnarstrætis hf. var ákvæði um að Ingunn hygðist kaupa allt lausafé. Þetta þótti furðulegt þar sem þriðji aðili, Hótel Stefanía, átti lausaféð og því átti það að vera hótelinu óviðkomandi. Þegar fasteignirnar voru boðnar upp var leigusamn- ingnum mótmælt. Lögmaður þeirra hjóna, Ásmundur Jó- hannsson, áfrýjaði uppboð- inu til Hæstaréttar. Það voru Byggðasjóður og Ferðamála- sjóður sem keyptu eignirnar, eins og áður sagði. Sjóðirnir vilja nú allt til vinna að fá full yfirráð yfir þessum eignum. Þess vegna er útburðarbeiðnin lögð fram. Verði hún tekin til greina verða Ingunn og Stef- án að yfirgefa hótelið. Þótt málinu verði skotið til Hæsta- réttar þurfa þau eigi að síður að yfirgefa hótelið. Telji þau sig skaðast af þessu verða þau að leita réttar síns í sér- máli. ÁFRÝJUNIN ÚR SÖGUNNI Sama dag og áfrýjunin var þingfest í Hæstarétti voru fyr- irtæki þeirra hjóna úrskurð- uð gjaldþrota. Þar með er for- ræði búsins komið í hendur bústjóra. Hann ætlar-ekki að halda áfrýjuninni til streitu og þar með kemur uppboðið ekki til meðferðar í Hæsta- rétti. ,,Það verður fallið frá áfrýj- uninni. Það þjónar engum til- gangi fyrir þrotabúið að halda þessu áfram," sagði Hreinn Pálsson, lögmaður og bústjóri beggja þrotabúanna. Heimildir PRESSUNNAR herma að búið sé að leita til Ingunnar um að gefa eftir leigusamninginn með góðu, það er á sem kostnaðar- minnstan hátt. Hún hefur ekki viljað semja um' eitt né neitt og þess vegna þarf að fara þessa leið, þ.e.a.s. að leita til dómstóla til að láta skera úr um réttmæti leigusamn- ingsins. ,,Þetta hefur verið heimild- arlaus notkun þeirra á eign- unum. Það verður að koma þessu fólki burt," sagði einn kröfuhafa. HÖFUM FORMLEGAR HEIMILDIR „Leigusamningurinn var til málamynda og er óskuld- bindandi fyrir uppboðskaup- anda," sagði Hróbjartur Jón- atansson, lögmaður Ferða- málasjóðs. Hann fer einnig með málið fyrir Byggðasjóð. ,,Það er til hans stofnað án samþykkis veðhafa og undir rekstri uppboðsmálsins, skömmu fyrir nauðungar- sölu. Af þessum ástæðum geta réttindi tengd þessum leigusamningi aldrei verið rétthærri en veðréttindi upp- boðskaupanda," sagði Hró- bjartur Jónatansson. Hróbjartur sagðist líta þannig á að leigusamningur- inn hefði ekki verið hluti af uppboðsskilmálum. Búið væri að samþykkja boð Ferðamálasjóðs og Byggða- sjóðs og þeir hirtu því arð af eignunum frá þeim degi sem boðið hefði verið samþykkt. Sjóðirnir hefðu borgað þann hluta kaupverðsins sem væri hægt að borga meðan málið væri á þessu stigi. Af þessum sökum taldi Hróbjartur að formlegar heimildir til að krefjast útburðar væru fyrir hendi. SAMA FÓLKIÐ Ingunn og Stefán hafa verið aðaleigendur beggja fyrir- tækjanna, Hótels Stefaníu hf. og Hafnarstrætis 83,85 og 88 hf. Þau eiga sæti í stjórn beggja fyrirtækjanna. Aðrir stjórnarmenn eru Jón Sig- urdsson og Ásbjörn Jensson. Stofnendur fyrirtækjanna voru Einar Árnason, lngunn Árnadóttir, Stefán Sigurðs- son, Einar Marinósson og 01- afur H. Jónsson. Hótel Stefanía og Hafnar- stræti 83,85 og 88 voru stofn- uð árið 1985. Stofnhlutafé í hótelinu var 500 þúsund krónur og 14,6 milljónir í fast- eignafyrirtækinu. Sigurjón Magnús Egilsson Hótel Stefanía viö Hafnarstræti á Akureyri. Lögmaður Ferðamálasjóös segir að leigusamntyngurinn hafi verið til málamynda og að þeir sem keyptu eignirnar á uppboði séu óskuldbundnir af samningnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.