Pressan


Pressan - 19.12.1991, Qupperneq 19

Pressan - 19.12.1991, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991 19 M Likil leit stendur yfir að mönn- um til að taka að sér að ritstýra væntanlegu dagblaði. Að minnsta kosti er búið að ræða við einn mann, Jón Orm Halldórsson. Hann var ákveðinn og sagði; nei takk. Enn eru nokkur nöfn á óskalistum þeirra sem vinna að útgáfunni, en ekki bú- ið að ræða við fleiri en Jón Orm . . . N I ú styttist óðum í að skipaður verði nýr dómari við Hæstarétt. Þrír sóttu um; Garðar Gíslason og Auður Þorbergsdóttir borgar- dómarar og Páll Sigurðsson pró- fessor. Garðar þykir líklegastur þeirra til að hljóta embættið. Það mun skemma fyrir Páli að hafa verið stjórnarformaður í Ávöxtun ... MT að eru skiptar skoðanir um hvort rétt sé að hafa tólf lið í fyrstu deild karla í handbolta. Þeir sem eru á móti þessu fyrir- komulagi benda á að mikill munur sé á bestu liðunum og þeim slökustu. Þessi munur á að gera að verkum að lítill áhugi er fyrir mörg- um leikjanna. Nýlegt og áþreifan- legt dæmi þessu til stuðnings er leik- ur Breiðabliks og FH, sem háður var um síðustu helgi. FH-liðið, sem hef- ur á að skipa stórstjörnum svo sem; Kristjáni Arasyni, Þorgiis Óttari Mathiesen og Hans Guðmunds- syni, er á toppi deildarinnar. Þrátt fyrir það greiddu aðeins tuttugu áhorfendur aðgang að leiknum. Þess ber að geta að sennilega laðar ekkert handboltalið eins marga áhorfendur að og FH .. . a hefur Ásgeir hvítaskáld sent frá sér sína fyrstu plötu og heit- ir hún „Rokið kemur". Eitthvað fór nafnið rangt í þá á DV; þegar DV kynnti plötuna var sagt að þetta væri rokkplata eins og nafnið benti til.. . NAD ÞAR SEM GÆÐIN HEYRAST 5420 GEISUSPILARI KR. 23.800,- 6325 KASSETTUTÆKI KR. 28.400 3020Í MAGNARI, 2X40 W. KR. 17.800 NAD er fjölþjóðlegt fyrirtæki stofnað og rekið af Hi-Fi sérfræðingum. Vegna eigin orðstírs og meðmæla ánægðra notenda auk stöðugs lofs gagnrýnenda í helstu fagtímaritum hafa NAD hljómtækin áunnið sér alheimsviðurkenningu fyrir gæði og gott verð. Markmið NAD er að framleiða hágæða hljómtæki sem þjóna sínum tilgangi. Allar tónstillingar eru einfaldar í notkun og hafa hagnýtan tilgang. Engin áhersla er lögð á tilgangslitla stillitakka og ljósbúnað sem hækka verð tækjanna, heldur gæði sem heyrast. NAD rekur fullkomna rannsóknarstofu í London og leitar einnig til heimsþekktra ráðgjafa um þróun hagnýtra nýjunga. Þetta samstarf ásamt þátttöku viðskiptaaðila frá meira en 30 löndum hefur gert NAD að brautryðjanda sem sameinar tæknilega fullkomnun og auðvelda notkun. Þegar þú velur NAD hljómtæki, fjárfestir þú í heyranlegum gæðum - ekki sjónhverfingum eða óþörfum stillitökkum - heldur í leiðandi hönnun, völdum framleiðsluhlutum, nákvæmu gæðaeftirliti og vandaðri og varanlegri smíð. Þess vegna eru NAD öðruvísi tæki. Ármúla 17, Reykjavík sími 688840, 685149, 83176 Sendum viðskiptamönnum okkar og öllum landsmönnum hugheilar jóla- og nýjárskveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu Grindavíkurbær Reykjavíkurhöfn Leturval Kaupfélag Steingrímsfjarðar Prentsmiðjan Oddi hf. GS varahlutir Búðahreppur Kassagerð Reykjavíkur Kaupfélag Suðurnesja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.