Pressan - 19.12.1991, Side 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. DESEMBER 1991
31
um jólin
Leiðbeiningar um
jólapóstinn
sem Póstur og sími vill ekki birta
Þið haldið það sé einfalt
mál að senda jólakort. Það er
ekki svo. Jólakort segja nefni-
lega mikla sögu um sendand-
ann, stundum sögu sem hann
hefði helst ekki viljað láta
uppi. Maður getur nefnilega
komið upp um sig með jóla-
kortum. Jólakortasendingar
eru semsagt nákvæmnis-
vinna sem ber að gaumgæfa,
hvort sem einstaklingur eða
fyrirtæki á í hlut. Að öðrum
kosti getur farið illa.
Hugum að nokkrum leið-
beiningum um jólapóstinn
sem Póstur og sími hefur
svikist um að birta ár eftir ár.
Það er til dæmis hvenœr
maður sendir jólakortið. Alls
ekki of snemma, það er önn-
ur reglan. Það er öruggt að sá
sem fær jólakort í hendurnar
snemma í desember hugsar
með sér að sendandinn hafi í
raun ekkert þarfara að gera
en að senda jólakort. Eigi fyr-
irtæki í hlut er slík fljótfærni
næstum örugg vísbending
um að fyrirtækið hafi engin
verkefni og sé J>ví nánast far-
ið á hausinn. I slíkum tilvik-
um getur ótímabært jólakort
beinlínis alið á grunsemdum
og eftir það er fljótséð fyrir
endann á rekstrinum.
Sá sem sendir jólakort of
snemma getur líka virst óör-
uggur og fullur af efasemdum
um eigið ágæti og vinsældir.
Hann gefur í skyn að hann sé
fullkomlega vantrúaður á að
nokkur vilji senda sér jóla-
kort; hann vill semsagt gefa
viðtakandanum nægan tíma
til að svara meö öðru korti
fyrir jólin, svo ekki verði úr
hið vandræðalegasta mál. í
reynd er hann að heimta að
sér verði sent jólakort, sem er
náttúrlega argasti dónaskap-
ur.
Regla 1: Aldrei senda jóla-
kort sem berst fyrir 15. des-
ember.
Hin reglan er náttúrlega sú
að senda jólakortin ekki of
seint. Kunn er hrakfallasaga
ráðherra í einni af vinstri
stjórnum fortíðarinnar sem
steingleymdi að senda jóla-
kort, en vaknaði svo upp við
vondan draum daginn fyrir
Þorláksmessu. Enjjin kort
farin út, allt í óefni, pólitíski
ferillinn í voða. Svo ráðherr-
ann — við getum vel látið að
uppi að hann var í sjávarút-
vegsráðuneytinu — lét kaupa
Nokkur jólakortanna sem
myndasögublaðið „gispl" gef-
ur út. Jólasveinn á brimbretti
eftir Halldór Baldursson. Jóla-
sveinn að niðurlotum kominn
eftir Freydísi Kristjánsdóttur.
Alls konar jólasveinar eftir
Finn Jh. Malmquist. Englar
eftir Þorra Hringsson. Jolaball
eftir Jóhann Torfason.
kort og umslög í dauðans of-
boði, kallaði á konu sína til að
kvitta undir kortin, setti
starfslið ráðuneytisins frá
ráðuneytisstjóra niður í send-
il í að skrifa utan á umslög
langt fram á nótt; að því
búnu, ásjálfan Þorláksmessu-
dag, lét hann leigubílstjóra
keyra jólakortin út.
Þetta hefði ráðherrann bet-
ur látið ógert. Vinnubrögð af
þessu tagi bera í besta falli
vitni um sakleysislegar
gleymskuyfirsjónir, í versta
falli um algjört skipulagsleysi
og glundroða.
Regla 2: Aldrei senda jóla-
kort sem kemst í hendur við-
takanda á Þorláksmessu,
hvað þá eftir jól.
Tvær ofantaldar reglur get-
um við svo notað til að koma
okkur upp einni reglunni enn
og hún er náttúrlega þeirra
mikilvægust:
Regla 3: Jólakort skulu
send með þeim hætti að þau
berist viðtakanda á biiinu
18.—20. desember. Varla degi
fyrr, varla degi síðar.
í framhjáhlaupi er reyndar
rétt að geta þess að ekki er al-
veg víst að öll sund séu lokuð
þótt þessi tímasetning sé
runnin upp og engin jólakort
komin í póstinn. Jólakveðju-
árum þegar sama myndin
skreytti öll íslensk jólakort,
með örfáum tilbrigðum: kald-
ir hestar norpandi í vetrar-
haga.
Nú er fjölbreytnin meiri og
í raun vandasamt að gefa ráð.
Þó má kannski greina fáeina
megindrætti:
Jólakort með myndum af
englum, jólasveinum, jóla-
bjöllum, kirkjum og hrein-
dýrum eru úti.
Jólakort með myndum af
börnunum eða fjölskyldunni
eru ekki úti, en ekki inni
heldur. Varla getur talist ráð-
legt að senda slík kort nema
til allra nánustu skyldmenna,
en síður til vina og alls ekki til
kunningja, viðskiptavina eða
annarra óskyldra aðila.
Engum skal ráðlagt að
fylgja fordæmi sendiferðabíl-
stjórans sem dreifði út um all-
an bæ jólakorti með mynd af
sendiferðabílnum sínum.
Fyndin kort eru góð til síns
brúks, en ekki alltaf smekk-
leg á jólunum.
Ríkisstofnanir og stórfyrir-
tæki senda náttúrlega ekki
fyndin jólakort eða kort með
englamyndum. Þvert á móti
virðast stofnanir á borð við
Seðiabankann, Landsvirkj-
un, fjármálaráðuneytið og
þjónusta Ríkisútvarpsins get-
ur leyst ýmsan vanda í slíkum
neyðartilvikum og gæti þá
texti kveðjunnar verið eitt-
hvað á þessa leið:
„Sendum öllum lands-
mönnum til sjávar og sveita
bestu jóla- og nýárskveðjur.
Fjölskyldan Fákafeni 12“
Hvert mannsbarn hlýtur
þó að sjá að þetta getur tæp-
ast talist ráðlegt og þarf varla
að hafa fleiri orð um það.
Annað sem getur vafist fyr-
ir mörgum er hvers eðlis hún
á að vera myndin sem prýðir
jólakortið. Þetta var náttúr-
lega ekkert vandamál á þeim
Barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna.
Að lokum: Jólakortin sem
eru gefin út á vegum ,,gisp“,
sem er langþráð íslenskt
teiknimyndasögublað. Þau
eru náttúrlega full af englum,
jólasveinum og hreindýrum.
Þau eru fyndin, að minnsta
kosti sum hver. Þau koma svo
seint á markaðinn að næsta
vonlítið er að neinn fái þau í
hendur fyrr en í fyrsta lagi á
Þorláksmessu.
Þegar öllu er á botninn
hvolft skiptir það auðvitað
engu máli...
Eimskip hafa tilhneigingu til
að senda jólakort með mynd-
um sem eru ekki vitund jóla-
legar. Það þykir af einhverj-
um ástæðum virðulegt. Þetta
eru oftastnær eftirprentanir
af málverkum eftir stórmeist-
ara sem allir geta fallist á að
voru alveg ágætir; Kjarval,
Ásgrím, Gunnlaug Scheving,
en þó er Jón Stefánsson allra
vinsælastur, kannski af því
hann þykir svo stásslegur.
Viðtakandinn getur svo
ráðið hug fyrirtækisins, stofn-
unarinnar eða ráðuneytisins
til sín af því hvort undirskrift
forstjórans eða ráðherrans á
kortinu er fjölrituð ellegar
skrifuð með hans eigin hendi.
En úr því það eru jólin er þó
líklega kristilegast og í mestu
samræmi við anda jólanna að
senda jólakort frá einhverju
góðgerðarfélagi eða hjálpar-
stofnun — við getum nefnt
MATURINN HENNAR
MÖMMU
(löunn)
Muniði tímann þegar þjóðin
nærðist á plokkfiski, kál-
bögglum, kjötsúpu, steiktri
lifur, kjötbollum, brauðsúpu,
slátri og kleinum (og lét sér
vel líka)? Ef þið saknið
hans, þá er þetta bók fyrir
ykkur.
Hóras
í SKUGGA LÁRVIÐAR
HELGI HÁLFDANARSON
ÞÝDDI
(Vaka-Helgafell)
Helgi enn, plús höfuðskáld
Rómverja. Kvæði sem hafa
lifað 1500 árum lengur en
Snorri og 2000 árum lengur
en Jónas; Jónas kunni
ábyggilega sinn Hóras og
sennilega Snorri líka. Það er
til marks um lífsþróttinn að
menn hafa þóst sjá fleyg orð
úr Hórasi ganga aftur sem
setningar og tilsvör í ís-
lenskum fornritum. Ekki
bara fyrir fornmálafríkin . . .
Regnboginn
HOMO FABER
Öðrum fremur var þetta
myndin sem sló í gegn á
síðustu kvikmyndahátíð
Listahátíðar. Leikstjórinn
Volker Schlöndorff er einn
fárra sem lifðu af þýsku ný-
bylgjuna sem reið yfir fyrir
einum fimmtán árum. Hér
tekur hann merka skáld-
sögu sem enginn hefði að
óreyndu trúað að hægt væri
að filma og umbreytir henni
í ágæta kvikmynd.
Steinn Steinarr
LJÓÐASAFN
(Vaka-Helgafell)
„Það getur ekki sorglegri
sjón en baksvipinn á Steini
Steinarr þegar hann gengur
niður Bankastrætið í rign-
ingu,“ sagði Tómas Guð-
mundsson. Lykillinn að
Steini er ekki sá að hann
hafi verið formbyltingar-
maður, heldur var hann al-
þýðlegt og auðskilið skáld.
Þetta sannast best á því
hversu margþvæld og slitin
kvæði Steins eru orðin í
meðförum kynslóða af
óhörðnuðum unglingum.
Um fimmtíu áður óprentuð
Ijóð bæta svosem ekki
miklu við lífsverk Steins, en
sum eru þau skemmtileg,
forvitnileg og kannski má
nota sum til að komast yfir
stelpu.
Marguerite Yourcenar
AUSTURLENSKAR SÖGUR
THOR VILHJÁLMSSON
ÞÝDDI
(Mál og menning)
Thor er listaþýðandi. Yourc-
enar einhver merkasti rit-
höfundur Frakka á öldinni.
Þarna er plægður nýr akur
— því hvað vitum við svo-
sem um franskar nútíma-
bókmenntir?
Laugarásbíó
BARTON FINK
Aðalverðlaunamyndin frá
Cannes-hátíðinni síðastliðið
vor, nýjasta verk þeirra Co-
hen-bræðra (Blood Simple,
Raising Arizona) sem eitt
sinn voru taldir undrabörn á
sviði myndmáls. Bræðurnir
virðast hafa hrokkið fyrir
fullt og fast í það far að
gera annaðhvort gaman-
myndir eða blóði drifnar
glæpamyndir; þetta er gam-
anmynd.