Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRÍL 1992
5
TJ
X Ajá Félagi stórkaupmanna er nú
verið að undirbúa fundaröð þar sem
farið verður ofan í saumana á búða-
þjófnaði á íslandi. Heildartölur um
kostnað sem kaupmenn og á endanum
neytendur þurfa að bera vegna fingra-
langra eru ekki frágengnar, en kunnuga
grunar að þær séu stjamfræðilegar og
þetta því meira vandamál en margur
hyggur...
innan Alþýðuflokksins er nú handa-
gangur í öskjunni við undirbúning
flokksþings sem Jón Baldvin Hanni-
balsson ákvað að
halda með sex vikna
fyrirvara. Félög
flokksins velja full-
trúa á þingið í hlut-
falli við fjölda fé-
lagsmanna — einn
fulltrúa á hveija tutt-
ugu flokksmenn — og ríður því mikið
á að félagaskrámar séu sem feitastar
svo allir komist að sem vilja. Síðasta
flokksþing sátu tæplega þijú hundmð
manns, sem jafngildir því að næstum
sex þúsund manns séu flokksbundnir
kratar...
J ántakendur hjá Lífeyrissjóði
verslunarmanna em fjölmargir og virk
lán í gangi á þrettánda þúsund. Um síð-
ustu áramót vom 534 lántakendur svo
langt komnir í vanskilum að mál þeirra
höfðu verið falin lögfræðiskrifstofu Ól-
afs Gústafssonar úl innheimtu, en það
er nær 15 prósenta aukning á einu ári.
Hnn vanskilamaðurinn sem fékk inn-
heimtubréf frá lögfræðiskrifstofunni
tók eftir að undir bréfið ritaði fyrir
hönd Ólafs Guðbjörg Steinarsdóttír.
Hann hringdi í lögfræðiskrifstofúna og
bað um téða Guðbjörgu. Honum var
sagt að hringja í lífeyrissjóðinn, þar
væri Guðbjörgu að finna. Og mikið
rétt, Guðbjörg er innheimtustjóri LV.
Vanskilamaðurinn fékk engin svör
þegar spurt var hvers vegna starfsmað-
ur LV ritaði undir innheimtubréf Ólafs
og hver borgaði þá laun starfsmanns-
ins...
V,
ið heyrum að líkur aukist á þvf
að Ásmundur Stefánsson gefi ekki
kost á sér til endurkjörs sem formaður
á þingi ASÍ í haust.
Sem fyrr eigna al-
þýðubandalagsmenn
sér stöðuna og eru
líklegustu eftirmenn
úr þeirra röðum taldir
Grétar Þorsteins-
son, formaður Tré-
smiðafélagsins,
Guðmundur Þ. Jónsson hjá Lands-
sambandi iðnaðarmanna og Björn
Grétar Sveinsson, formaður Verka-
mannasambandsins. En við heyrum
líka að kratar séu áhugasamir um að
Pétur Sigurðsson, forseú Alþýðusam-
bands Vestfjarða, fái stöðuna og mun
hann sjálfúr áhugasamur um það. Enn
aðrir vilja breyta úl og fá nýtt og ferskt
andlit, mann sem ekki hefur verið
brennimerktur ákveðnum stjómmála-
flokki. Einn slíkur hefúr komið til tals,
Sigurður Guðmundsson. formaður
Þjónustusambands íslands...
T
JL alið er að 22 úl 25 prósent opin-
berra starfsmanna og um 30 prósent
ASÍ-manna hafi heildartekjur undir 80
þúsundum og komi því til með að fá
láglaunabætur verði miðlunartillaga
sáttasemjara samþykkt. í heild ná lág-
launabæturnar þá til um 18 þúsund
manna og kvenna, þar af liðlega 2 þús-
und opinberra starfsmanna. Bætumar
greiðast 1. júlí og 1. febrúar. Einstak-
lingur með t.d. 70 þúsund í heildarlaun
fær þá samtals 10 þúsund krónur í bæt-
ur. Sé þeirri upphæð deilt niður á 12
mánuði koma út 833 kiónur á mánuði,
sem er 1,2 prósent ofan á mánaðarlaun-
in...
s.
1 ú saga hefur gengið fjöllunum
hærra í Vestmannaeyjum að Sigrún
Þorsteinsdóttír ætli sér aftur í framboð
til embættis forseta íslands, en kosið
verður nú f sumar.
Sigrún neitaði þess-
um vangaveltum í
stuttu samtali við
PRESSUNA og hefur
því tekist að koma
Gróu á Leiti fyrir
kattarnef. Ef forse-
takosningar verða í sumar verður það
ekki fyrir tilverknað hennar...
G
tals 15 þúsund króna láglaunabætur.
Þær skerðast ekki þótt sama manneskja
sé í viðbótarstarfi annars staðar, t.d. við
ræstingar hjá einkafyrirtæki á kvöldin
eða um helgar. Þessar bætur myndu
hins vegar skerðast ef viðkomandi ræsti
hjá ríkinu sjálfu utan síns hefðbundna
starfs...
D
I reiðsla láglaunabóta samkvæmt
miðlunarúllögu sáttasemjara er bundin
við hvem launagreiðanda. Þetta þýðir
að manneskja sem starfar t.d. hjá ríitinu
og fær þar 65 þúsund krónur fær sam-
fyrirtækisins. Jón Þór hættir um mán-
aðamót júnf/júlí eftir að hafa verið við
störf í rétt ár...
agur greinir frá því að Jón Þór
Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá K.
Jónsson og co., hafi sagt upp störfum.
Blaðið segist hafa heimildir fyrir því að
ástæðan sé samstarfsörðugleikar og
ágreiningur um stefnu og starfshætti
I ú í byijun apríl var opnuð sam-
sýning í Woods Gerry-galleríinu á Rho-
de Island í Bandaríkjunum. Meðal
þeirra sem áttu þar verk var íslenski
myndlistarmaðurinn Arnór G. Bielt-
vedt, sem er að ljúka námi frá Rhode
Island School of Design. Amór sýndi
fjórar olíumyndir á sýningunni, sem var
samsýning útskriftamema frá skólan-
um...
"Þegar þú
velur þér
sumardekkin
hafðu þetta
í huga"
Sóluð dekk eru
endurunnin dekk!
Snluð dekk eru
slerk ng örugg.
Ég þekki það úr rallinu.
OG... þau eru allt að
50% ndýrari.
VERTU
UMHVERFISVÆIillil!
VERTU
URBSÝNN!
VEIUU
ENOURUNNIN
ÍSLENSK DEKK!
ÍSLENSKIR HJQLBARBASÓLENDIIR