Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRIL 1992
13
segir í skýrslu Brynjólfs Kjartanssonar, bústjóra þrotabúsins.
Þrátt fyrir að þrotabú Verald-
ar eigi aðeins 350 þúsund krón-
ur í peningum leggur skipta-
stjórinn, Biynjólfur Kjartansson
hcestaréttarlögmaður, til að bú-
ið kosti nákvæma bókahalds-
rannsókn til að freista þess að fá
skýrari mynd af rekstri Veraldar
og eins til að sjá hvort ástæða er
til að óska eftir opinberri rann-
sókn á rekstri og fjárreiðum
ferðaskrifstofunnar.
Fyrir utan þessar 350 þúsund
krónur á þrotabúið innbú í Hótel
Höfða, sem er um tveggja til
þriggja ntilljóna króna virði. Af
þessu sést að staða búsins er
ekki sterk, en samtals var lýst
kröfum upp á rúmar 250 millj-
ónir króna. Bústjórinn fullyrðir
að ekki hafi allir sem áttu inni
hjá Veröld haft fyrir að lýsa
kröfum og því hafi staða fyrir-
tækisins í raun verið mun verri
en komið hefur fram.
Þrátt fyrir þennan mikla mun
á eignunt og hins vegar skuld-
um Veraldar lét aðaleigandi fyr-
irtækisins, Svavar Egilsson, sem
fyrirtækið væri ekki að fara í
þrot þegar PRESSAN skrifaði
um hrikalega stöðu ferðaskrif-
stofunnar í desember í fyrra.
EIGNIRNAR STÓRLEGA
OFMETNAR
Við lestur skýrslu Brynjólfs
bústjóra kemur glöggt frarn að
eignir Veraldar voru ofmetnar
og það allverulega. Sem dæmi
má nefna að húsgögn og tæki
vom metin á nærri 80 milljónir
króna. Þegar þetta sama dót var
selt fengust aðeins rúmar tvær
milljónir króna fyrir það, eða
innan við þrjú prósent af verð-
inu sem það var skráð á í bók-
haldi ferðaskrifstofunnar.
Um þetta segir í skýrslu bú-
stjóra: „Það vekur athygli að
kaupverð innréttinga og álialda
er 78,5 milljónir. Ekki er bú-
stjóra ljóst hvaða innréttingar og
áhöld þama er átt við, en ber-
sýnilega er þama um talnaleik
að ræða, sem á ekkert skylt við
raunveruleikann."
Það er margt, margt fleira
sem fundið er að varðandi mat á
eignum Veraldar.
TÖLUR ÚR BÓKUM VER-
ALDAR
Veröld tók til starfa árið
1989. Á fyrsta starfsári varð tap
á félaginu, alls 34,5 milljónir
króna. Eigið fé var sagt 129
milljónir króna. Á árinu 1990
var tapið sagt vera 28,5 milljón-
ir og eigið fé 57,5 milljónir
króna.
í óendurskoðuðu milliupp-
gjöri í október 1991 var gert ráð
fyrir 26,5 milljóna króna tapi á
fyrstu tíu mánuðum ársins. Eig-
ið fé var sagt rúmar átta milljón-
ir króna og Hótel Höfði eignfært
upp á 153 milljónir þrátt fyrir
yftrveðsemingu. Innréttingar og
áhöld vom metin á um 90 millj-
ónir króna, stofnkostnaður met-
inn á 16 milljónir og veltufjár-
munir á 80 milljónir króna.
Allt bendir til að eignir Ver-
aldar séu í besta falli 5 milljóna
króna virði, það er 250 milljón-
um króna lægri en kröfumar.
GREIÐSLUKORTIÐ OG
SIGHVATUR
„Á síðustu mánuðunum var
skipulagsleysi á rekstri fyrirtæk-
isins og bókhald í molum. Allir
greiðslukortaseðlar vom seldir
og ekki lá ljóst fyrir hvernig
greiðslum var varið hverju
sinni. Ljóst er þó hve mikið var
selt af farseðlum og hversu mik-
ið fé átti að vera til staðar.“
Þetta er tekið orðrétt upp úr
skýrslu bústjórans.
PRESSAN befur áreiðanlegar
heimildir fyrir því að margt hafi
verið reynt til að auka peninga-
flóðið síðustu dagana. Meðal
annars reyndi Svavar að selja
„úttekt“ sem gerð var á kort
Veraldar hjá Diners Club. Það
var Sighvatur Blöndahl, starfs-
maður Veraldar, sem skrifaði
undir úttektina, enda var kortið
á hans nafhi, þrátt fyrir að Ver-
öld væri ábyrg fyrir því. Gengið
var ffá úttektinni, sem var upp á
nærri eina og hálfa milljón
króna, á Hótel Höfða. Eftir því
sem næst verður komist tókst
Svavari ekki að koma þessari
úttektamótu í verð.
HÓTEL HÖFÐIGERT AÐ
HLUTAFÉ
An nokkurra skýringa eða
löggerninga var Hótel Höfði
tekið sem hlutafé í Veröld og
metið á 150 milljónir króna.
Óþarft ætti að vera að taka fram
að það mat er langt frá raun-
virði, þar sem eignin var mikið
veðsett og hefur verið seld á
nauðungaruppboði og aðeins
innbú kemur til skipta í gjald-
þrotameðferð Veraldar sem gert
er ráð fyrir að um tvær til þrjár
milljónir fáist fyrir. Matið á
Hótel Höfða er því greinilega
margfalt hærra en verðgildi
þess.
Svavar gerði á árinu 1988
leigusamning við Naust hf. um
leigu á hótelinu. Naust endur-
leigði Agli Egilssyni, bróður
Svavars, hótelið á gamlársdag í
fyrra. Leigutíminn er til 1998.
RIFTUNARMÁL YFIR-
VOFANDI
Gert er ráð fyrir að farið verði
í að minnsta kosti tvö riftunar-
mál vegna gjaldþrotaskipta Ver-
aldar.
í skýrslu bústjóra segir að
komið hafi í ljós að skuldir hafi
verið greiddar með farseðlum.
Þar á meðal er skuld Svavars
Egilssonar persónulega við
Texta hf. Það fyrirtæki seldi
Svavari Islenska myndverið á
sínum tíma. Eigendur Texta
höfðu gert samkomulag við
Svavar um að þeir mættu taka út
farseðla fyrir nærri ra'u milljónir
króna. Þessu samkomulagi á að
reyna að rifta.
Þá hafa forráðamenn Honda-
umboðsins tekið út mikið magn
af farseðlum vegna skulda sem
Svavar stofnaði til þegar hann
ætlaði að yfirtaka Amarflug.
REYKVÍSK TRYGGING
I desember í fyrra munaði
minnstu að Svavar yrði sviptur
heimild til að gefa út farseðla frá
Flugleiðum og SAS. Ástæða
þess var sú að hann stóð ekki í
skilum með svokölluð BSP-
gjöld á réttum tíma, en BSP er
sá hluti verðs farseðlanna sem
rennur til flugfélaganna. Um
miðjan desember tókst Svavari
að bjarga þessum greiðslum
með ævintýralegum hætti. Með-
al annars lánaði fyrirtækið
Reykvísk trygging honuni pen-
inga fyrir greiðslunum. í skýrslu
Brynjólfs segir um þetta:
„Reikningar voru seldir t.d. til
Reykvískrar tryggingar hf„ en
það fyrirtæki veitti félaginu lán
til að hægt væri að gera upp far-
seðlaskuldir. Ekki mun þó
jniklu muna á þeim fjármunum
sem ráðstafað var og þeim
greiðslum sem inntar hafa verið
af hendi, en forsvarsmaður fé-
lagsins virðist hafa safnað sam-
an þó nokkru fé hjá velviljuðum
á síðustu dögum fyrir gjaldþrot-
ið.“
Eins og áður sagði lánuðu
forráðamenn Reykvískrar trygg-
ingar (núna Skandia Island)
Svavari peninga án þess að til
kæmu haldbærar tryggingar.
Vegna þessara viðskipta á
Skandia á hættu að tapa um 16
milljónum króna.
Þegar PRESSAN, fyrst fjöl-
miðla, sagði frá yfirvofandi
stoppi Ferðamiðstöðvarinnar
Veraldar í byrjun desember í
fyrra sagði Svavar Egilsson að
hann ætti þá von á nýjum hlut-
höfum inn í fyrirtækið. Andri
Már Ingólfsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Veraldar,
sagði við sama tækifæri að hann
væri búinn að safna saman hópi
manna sem væri tilbúinn að
kaupa Veröld af Svavari. Andri
Már sagði hópinn vera með 40
milljónir króna sem leggja ætti í
Veröld tækjust samningar við
Svavar. Tilboðið var skilyrt að
því leyti að þess var krafist að
Svavar léti strax af störfum fyrir
fyrirtækið. Á þetta gat Svavar
ekki fallist og sagðist reyndar
vera á góðri leið með að fá nýja
hluthafa til liðs við sig.
Sigurjón Magnús Egilsson