Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 31

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRIL 1992 31 y\l pymið er ciðal^ymið Fjölskyldumynstrið er breytt, vinnan er breytt, tilveran er breytt... og húsin eru breytt. Alrýmið er aðalrýmið og hefðbundin uppdeiling: stofa, borð- stofa, eldhús, einfaldlega horfm. Þann stutta tíma sem fólk er saman er ekki þörf fyrir annað en eitt stórt rými., J>að eru allir að bijóta veggi sína niður og í því felst aðallausnin þegar fólk fer inn í gamalt. Það bætir að minnsta kosti ekki veggjum við!“ segir Tryggvi Tryggva- son arkitekt um heimili nútímans. í þeim tilgangi að hafa meira at- hafnafrelsi er þetta alrými aðalmálið. Alrými er, fyrir þá sem ekki vita, sam- hangandi stofa og eldhús. Allt f einu herbergi. „Fólk er dauðfegið að vera laust við að vera holað niður í pínulítil herbergi og rýmið er það vinsælt að fólk vill vera þar. Samveran er svo h'til og svo stutt: Böm eru á bamaheimilum, fólk er í vinnu alla daga svo það nýtur þess að hafa pláss, nema það sé ákaf- lega andfélagslegt og þurfi sitt fýlu- hom.“ Fýlan og einkalífið heyra greinilega sögunni til. Nú má ekki lengur hola sér út í hom, skella duglega á eftir sér og njóta þess að vera fúll í friði? „Fjöl- skyldan er orðin svo lítil, ekki nema þrír eða fjórir einstaklingar í hverri. Og hvaða „prívasf1 viltu? Auðvitað hafa allir sitt einkasvæði en enn og aftur að- alrýmið er í aliýminu." Herbergin eru líka orðin stærri, sem er í takt við aðra þróun heimilisins. For- eldrar eiga sitt herbergi en sjaldnast eigið vinnuherbergi. Fullorðnir geta því holað skrifborði sínu út í hom en halda svefnherberginu sem hinu allra heilag- asta. Herbergi bama era orðin svo stór að allt þeirra hafurtask kemst þar fyrir. En þrátt fyrir fjölnot bamaherbergjanna leggja bömin nú samt undir sig stofúna og foreldrar fá þar ekkert við ráðið. Það samræmist þó hugsanlega hlutfallslegri fermetranotkun fjölskyldumeðlima. En í þessu rými skyldi maður ætla að mengun í stofúnni gæti orðið þó nokk- ur og jafnvel orðið fólki um megn eftir matreiðslu vel útilátinnar máltíðar. „Fólk eldar ekki eins og það gerði í gamla daga,“ segir Tryggvi. „Fæstir taka slátur, fólk djúpsteikir ekki lengur, allt í örbylgjupökkum og eina brælan kemur af feiti örbylgjupoppsins. Við erum að tala um ungt upplýst fólk og matargerð þeirra er öðruvísi en hún var.“ Kraftmiklar viftur eiga líka að koma í veg fyrir að fólk hrökklist úr húsi að lokinni máltíð. Af framansögðu má ætla að þróun breyttrar samfélagsmyndar speglist í breyttri hönnun húsa og heimila. Hefð- bundin uppröðun hentar ekki lengur, samrýmist ekki þörfum og er að öllu leyti á hraðri niðurleið. Á 20. afmælisári okkar tökum við upp nýtt símanúmer 650000, sem enginn gleymir Við höfum einnig opnað nýtt fyrirtæki: GLER& SPEGLAR SPEGLABÚÐIN sem selur spegla, hillur, borðplötur og allt annað sem þarf að skera, bora og slípa Hringdu í nýja símanúmerið okkar GLERBORG DALSHRAUNI 5 - 220 HAFNARFIRÐI SET SNJÓBRÆÐSLURÖR Fullnýtum orku heita vatnsins meö SET - snjóbræðslurörum undir stéttar og plön. SET - snjóbræðslurör eru gerð úr fjölliða poly propelyne plastefni af viðurkenndri gerð. Hita- og þrýstiþol í sérflokki. SET - snjóbræðslurör og hitaþolin vatnsrör eru framleidd í eftirfarandi stærðum 20mm, 25mm, 32mm og 40mm. EYRAVEGI 43 • 800 SELFOSSI Box 83 • SÍMI 98-22700 • Fax 98-22099

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.