Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAji 30.APRIL1992 *. Kínversk alþýða á hraðleið til bættra lífskjara á tímum Maós formanns. í hans tíð voru tekin stór stökk og þá hefðu 1,7 prósenta skref Alþýðusam- bandsins sjálfsagt ekki þótt í frásögur færandi. Rf hverju tehur svona langan ffma aö semja um ehhi neitt? Til hvers er eiginlega verið að halda hátt í 250 manns við samningaborðið til að semja um lítið sem ekki neitt? Er það ásættanlegt að hver samninga- maður skuli hafa skilað launþegum 6 aurum í umslagið? Eða þurfti alla þessa samningamenn til að hindra að launin hækkuðu meira? Og byrjar ballið aftur þegar samning- arnir renna út eftir tíu mánuði? Fáum við þá aftur átta mánaða samn- ingalotu með tilheyrandi yfirlýsingum, fréttaviðtölum og sjónvarpsútsending- um frá tröppunum að Karphúsinu? Átta mánaða samningalotu launþega og vinnuveitenda lauk um helgina með því að deiluað- ilar undirriluðu samning til tíu mánaða og sættust á að ríkis- sáttasemjari setti fram miðlunar- tillögu, sem reyndar innihélt megininntak samninganna. Alla þessa átta mánuði hafa þjóðinni borist fréttir af gangi viðræðnanna. Helstu talsmenn verkalýðshreyfingarinnar, vinnuveitendasambandsins og samninganefndar ríkisins hafa verið daglegir gestir í útvarpi og sjónvarpi og á síðum dagblað- anna. Undir það síðasta birtust þar einnig minni spámenn, enda voru þá komnir hátt í 300 manns við samningaborðið. Þeir hörð- ustu sváfu ekki nema sex klukkutíma síðustu fimm sólar- hringana. Þegar svona mikið gengur á hlýtur mikið að standa til. Miðað við yfirlýsingamar, vökumar og allan þennan tíma mætti búast við að hér væri um að ræða samninga sem fælu í sér annað- hvort umtalsverðar kjarabætur eða heildaruppstokkun alls launakerfis í landinu. En svo var ekki. Þegar upp var staðið fólu samningamir það í sér að launa- maður sem hefur 80 þúsund krónur á mánuði fær 1.360 krón- unt meira í umslagið sitt með mánaðarlaununum. Og hann fær 500 krónum meira í orlofsupp- bót en áður og 2.000 krónum meira í desemberuppbót. Sam- anlagt jafngildir þetta 1.568 nýj- um krónum að meðaltali á mán- uði. Eða 51 krónu og 56 aurum á dag. ÞURFTI EINN SAMNINGAMANN Á HVERJA SEX AURA SEM NÁÐUST Það er kannski ekki nema von að sumum finnist lítið til um. Undir það síðasta vom hátt í 200 manns hjá ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni. Þar var fjögurra manna nefndin frá Al- þýðusambandinu. Líka 20 til 25 manna nefnd formanna lands- og svæðissambanda Alþýðu- sambandsins. Og stóra samn- inganefndin, sem í em um 60 til 80 manns, var einnig í húsinu. Vinnuveitendur vom einnig með (jögurra manna nefhd. Og þeir eiga líka stóra nefnd þótt hún sé ekki jafnstór og þeirra í Alþýðusambandinu. Stómefnd vinnuveitenda telur um 30 manns. Og síðan vom Guðlaug- ur ríkissáttasemjari og hans lið í húsinu. Og fyrir utan biðu ffétta- og blaðamenn milli þess sem þeir sögðu þjóðinni að húsið væri lokað og það benti til að samningahljóð væri í mönnum. Neðar í Borgartúninu, í Rúg- brauðsgerðinni, sátu samninga- menn opinberra starfsmanna. Þeir vom með álíka margar nefndir og álíka mannmargar og Alþýðusambandsmennimir ofar í götunni. Og lið ríkisins var svipað að vöxtum og lið vinnu- veitenda í Karphúsinu. Það hafa því líklega verið um 250 manns við samningaborðið undir það síðasta. Og allt þetta fólk lagðist á eitt við að láta 80 þúsund króna manninn okkar fá fimmtánhundmðkall til viðbótar í umslagið sitt. Það mátti ekki minna vera. Hver um sig skaff- aði 80 þúsund króna manninum okkar 6 aura og fjórðung úr þeim sjöunda. Ef þessi launþegi okkar hefði átt að fá sem nemur andvirði eins sígarettupakka á dag út úr samningunum hefðu því þurft að vera 1.109 manns við samninga- borðið. EÐA ÞURFTI SVONA MARGA TIL AÐ HINDRA AÐ LAUNIN HÆKKUÐU MEIRA? En auðvitað er það misskiln- ingur að markmið samninganna hafi verið að ná fram launa- hækkun til handa launþegum. Það sést best á ummælum stjómmálamanna eftir að samn- ingar náðust. Þeir fögnuðu því sérstaklega hversu hógværir samningamir væm. Eins og aðr- ir hógværir samningar yrðu þeir undirstaða stöðugleika sem aftur gæfi von um að bölvaðri krepp- unni færi að ljúka. Þessir 250 sem sátu við samn- ingaborðið lögðust því ekki á eitt við að ná fram hækkun launa heldur þurfti svona marga ein- mitt til hins gagnstæða; að koma í veg fyrir að launin hækkuðu meira. Ef færri hefðu komið að samningunum eða viðræðumar tekið skemmri tíma er aldrei að vita hvemig þeir hefðu endað. Ef til vill með 10 prósenta launa- hækkun, verðbólgu, gengisfell- ingu, enn meiri verðbólgu og eno meiri launahækkun og síðan áfram til aldamóta. Það er því ekki sanngjamt að reikna út hversu miklu hver samningamaður skilaði 80 þús- und króna manninum okkar í launaumslagið. Nær væri að reikna út hversu miklum hörm- ungum þessir 250 forðuðu hon- um frá. í slíkum tilfellum er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og hafa samningamennina heldur of marga en of fáa 34.000 KLUKKUTÍMAR VIÐ SAMNINGABORÐIÐ En við leyfum okkur samt að ímynda okkur að það hefði verið hægt að fá þessa niðurstöðu fyrr. Ef við hugsum okkur að 80 þús- und króna maðurinn okkar hefði fengið 1,7 prósentin sín þegar síðasti samningur rann út í sept- ember þá hefur hann misst af 10.880 krónum vegna dráttar á samningum að ógleymdum 2.000 krónum sem hann hefði fengið um jólin. Ef fjögurra manna nefndir Alþýðusam- bandsins, vinnuveitenda, opin- berra starfsmanna og ríkisins hefðu bara sest niður 31. ágúst og gengið frá þessu þá væri þessi launþegi 12.880 krónum ríkari í dag. Og þá hefðu unt 250 þúsund manns ekki þurft að taka þátt í þessum viðræðum undanfama átta mánuði. Ef við erum hóg- vær eins og samningamennimir og reiknum hveijum um sig um 4 tífna á viku í samningafundi og annað stúss þeim tengt þá hefðu með þessu sparast um 34.000 þúsund klukkutímar. Það eru rétt rúm 20 mannár ef sumarleyfi og aðrir frídagar em dregnir frá. Og ef við reiknum þessi mannár út frá tekjum 80 þúsund króna mannsins okkar þá kosta þau 19,2 milljónir. Ávinningur þessa sama manns af samning- unum fram til 1. mars á næsta ári (þá renna þeir út) er 16.100 krónur. Kostnaðurinn við samn- ingsgerðina, það er 19,2 milljón- imar, er því álíka hár og ávinn- ingur 1.192 launamanna af henni. GRÓÐI AF AÐ SENDA SAMNINGAMENNINA EITTHVERT ANNAÐ í VINNU EN í KARPHÚSIÐ Og ef fólk vill fá hærri tölur getur það reiknað með því að þeir sem settust að samninga- borðinu hafi hærri mánaðarlaun en 80 þúsund króna maðurinn og er það ekki ýkja ósanngjamt. Þá verða 19,2 milljónimar eitt- hvað miklu meira og þeir 80 þúsund króna menn sem þarf til að standa undir þeim að sama skapi fleiri. Ef við leyfum okkur að reikna samningamennina upp í 160 þúsund kall verður kosmaðurinn við samningana þannig 38,4 milljónir. Sú upphæð mundi duga til að breyta 1,7 prósenta launahækkun í 1,82 prósenta launahækkun hjá 40.000 80 þús- und króna mönnum yfir samn- ingstímann. Og þetta ætti sjálfsagt að gefa félögum í verkalýðshreyfing- unni hugmynd að því hvemig hægt er að fá meira út úr samn- ingum. I stað þess að láta samn- ingamennina sitja og karpa í átta ntánuði geta launþegar látið þessa starfsmenn sína vinna eitt- hvað gagnlegra og skipt síðan laununum á milli sín. SAMNINGAR í TÍU MÁNUÐI — VIÐRÆÐUR í ÁTTA MÁNUÐ'I Eitt sem er eftirtektarvert við þessa samninga, fyrir utan hóg- værar launahækkanir og að rík- issáttasemjari skyldi bera þá upp í félögunum en ekki forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar, er hversu stuttur samningstím- inn er. Þessir samningar gilda aðeins til 1. mars á næsta ári. Það em einungis tíu mánuðir þangað til. Og þá má búast við samningaviðræðum í aðra átta mánuði og síðan tíu mánaða samningi. Og sfðan koll af kolli til aldamóta. 1. nóvember árið 2000 munu þannig takast samningar eftir átta mánaða samningatöm. Þá mun þjóðin hafa upplifað sex slíkar tamir frá I. september árið 1991. Og tuttugu mannárin verða orðin 120. Samanlagður samningstími verður orðinn fjögurár. Og alla þessa sexföldu átta mánuði munu forystumenn launþega og atvinnurekenda kallast á í sjónvarpsfréttunum. Og þótt Ogmitndur Jónasson næði ekki inn í nema þriðja hvem fréttatíma hjá Rfkissjón- varpinu væri hann búinn að birt- ast þar tæplega 500 sinnum til að færa þjóðinni boðskap sinn. Og til að gæta hlutleysis yrði frétta- stofa Ríkissjónvarpsins að sjón- varpa Þórarni V. jafnoft. Og þessi þúsund sjónvarp- sviðtöl og 120 þúsund mannár væm búin að hækka laun 80 þúsund króna mannsins okkar í 88.515 krónur. Kaupmáttur hans hefði hins vegar staðið í stað. Hann gæti keypt akkúrat jafn- mikið fyrir launin sín og hann gat áður en samið var nú unt helgina síðustu. Gunnar Smárí Egilsson il T

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.