Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 43

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. APRIL 1992 43 u ppi varð fótur og fit innan stjómarflokkanna í gær, miðvikudag, þegar rikisútvarpið hóf að auglýsa að ánðandi fulltrúaráðsfundur hjá Sjálf- stæðisflokknum og áríðandi flokks- stjómarfundur í Alþýðuflokknum yrðu haldnir um kvöldið. Fólk kom af fjöll- um og símalínur urðu rauðglóandi — jafnvel var óttast að rikisstjómin væri að springa af einhverjum orsökum. Þannig var Alþýðuflokkurinn nýbúinn að halda flokksstjómarfund og aðeins stórtíðindi gætu orðið til þess að annar slíkur fundur yrði haldinn örfáum dög- um sfðar. En svo kom skýringin. Ein- hver hafði slegið inn ársgamla dagsem- ingu í tölvur auglýsingadeildar ríkisút- varpsins og umræddar auglýsingar því frá 29. apríl 1991, þegar núverandi stjómarflokkar blésu til funda vegna myndunar núverandi ríkisstjómar... E ^inhverra breytinga er að vænta í stjóm Félagsstofnunar stúdenta bráð- lega og segja háskólamenn að hér sé nokkuð stórt mál á ferð. í stjóminni sitja tveir Vökumenn, þeir Benedikt Bogason stjórnarformaður og Atli Atlason, og eru þeir að hugsa um að segja af sér í ljósi kosningaúrslitanna. Mun vera einhugur um þetta atriði inn- an Vöku og að afsögnin fari fram á drenglyndan hátt. Varamenn Benedikts og Atla, þeir Bjarni Ármannsson og Stefán Jón Friðriksson, em þó eitt- hvað tvístígandi og ekki ljóst hvað um þá verður. Ljóst er að Röskvumenn munu yfirtaka sætin, en hverjir það verða er enn á huldu... Q kiptum á þrotabúi Kostakaups í Hafnarfirði, sem Hákon Sigurðsson rak, lauk fyrir nokkm, en gjaldþrota- meðferðin hófst í ágúst 1988 og tók því hátt í fjögur ár að klára dæmið. Lýstar kröfur vom 100 milljónir króná og tókst að greiða 2,2 milljóna forgangs- kröfúr og liðlega 20 milljónir upp í al- mennar kröfur. Það er sú upphæð sem Páli G. Jónsson í Polaris greiddi þrota- búinu fyrir verslunina, en Páll seldi síð- an Friðriki Gíslasyni verslunina fyrir 25 milljónir króna. Friðrik greiddi fyrir með allskyns pappímm sem lítið eða ekkert fékkst greitt fyrir. Friðrik keypti einnig verslun Kjötmiðstöðvarinnar í Garðabæ, en fór á hausinn með fyrir- tæki sitt Reykjakaup. Kröfur í það bú vom á þriðja hundrað milljónir... i fréttum undanfarið hefur borið á vaxandi bjartsýni um að senn verði af- ráðið að hefja framkvæmdir vegna nýs álvers á Keilisnesi. Verð hefur hækkað og auðvitað er reikn- að með að kaupendur verði fjölmargir til staðar f framtíðinni. í þessu ljósi verður fréttatilkynning frá Einari Kristínssyni í Danól hf. nokk- uð skondin, en þar er greint frá því að danska kaffifyrirtækið Merrild hafi tek- ið í notkun „umhverfisvænan kaffi- poka“. Hann er sagður svona umhvcrf- isvænn vegna þess að álinnihald pok- ans hefur verið minnkað um 99,9 pró- sent. Hvað gera Jón Sigurðsson iðnað- arráðherra og félagar ef framleiðendur slíkra vara hópast um að gerast um- hverfisvænir... Perla Þingvalla • m * I gegnum ttðina hefur opnun Hótel Valhallar á Þingvöllum verið einn af boðberum sumarsins enda einstakt hótel á einstökum stað. Verið velkomin og gleðilegt sumar. HÓTEIVALHÖLL ÞINGVÖLLUM MATUR FRAMREIDDUR TIL KL. 23.00 ÖLL KVÖLD. OPIÐ TIL KL. 01.00 FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD. KÖKUHLADBORD MED KAFFINU ALLA DAGA. UPPLÝSINGAR OG BÓKANIR (SÍMA 98-22622. Vantar kraftmikil sölubörn í hin ýmsu hverfi Reykjavíkur og nágrennis. GÓÐ SÖLULAUN Upplýsingar í síma 62-13-13 Félagsfundur Félag hágreiðslu- og hárskerasveina heldur félagsfund vegna nýgerðs kjarasamnings og sáttatillögu ríkissáttasemjara mánudaginn 4. maí 1992 kl. 19.00 í Baðstofunni Ingólfsstræti 5. Að fundi loknum geta félagsmenn tekið þátt í allsherjaratkvæðagreiðslu. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta og taka þátt í atkvæðagreiðslunni Félagsfundur Vegna nýgerðs kjarasamnings og sáttatillögu ríkissáttasemjara fer fram allsherjaratkvæðagreiðsla í Ingólfsstræti 5 sem hér segir: Strax að loknum félagsfundi Félags hágreiðslu- og hárskerasveina mánudaginn 4. maí nk. og stendur til kl. 21.00 þriðjudaginn 5. maí frá kl. 8.00 - 20.00 miðvikudaginn 6. maí frá kl. 8.00 - 16.00 Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta og taka þátt í atkvæðagreiðslunni

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.