Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 40

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRÍL 1992 Eggert Sigurjón Birgisson heitir drengur einn sem nú stendur á tvítugu. Ljúfur piltur. Hann er á náttúru- fræðibraut í Flensborg, er Ijón og á lausu. Hvað borðarðu í morgun- mat? „Bara það sem hendi er næst matarkyns." Kanntu að elda? „Já já, ég er ágætis kokkur og frægur fyrir spagettíréttinn minn.“ Hvar vildirðu helst búa ef þú ættir þess ekki kost að búa á íslandi? „Á Spáni, ég er á leið þangað og ætla að dvelja þar næsta vetur að minnsta kosti.“ Hvernig stelpur eru mest kynæsandi? „Dökkhærðar og grannar, gáfaðar og skemmti- legar." Gætirðu hugsað þér að reykja hass? „Aldrei í lífi mínu.“ Syngurðu í baði? „Nei. Ég syng yfirleitt ekki, hvorki í baði né annars staðar.“ Hvaða rakspíra notarðu? „Fahrenheit og Armani til dæmis.“ Ertu daðrari? „Nei, það held ég ekki.“ Hefurðu verið til vand- ræða drukkinn? „Nei, ég held ég hafi aldrei verið bein- línis til vandræða, ekki svo ég muni að minnsta kosti.“ Hefurðu áhuga á stjórn- málum? „Nei.“ Hvernig bíl langar þig í? „Einhvem góðan rauðan sport- bíl, annars eru bílar ekki eitt af áhugamálum mínum.“ Vinnurðu með skólanum? „Já, ég hef gert það í vetur og vinn í heildsölu. Til skamms tíma keyrði ég líka út pítsur.“ Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? „Ég ætla að verða ríkur, þannig að ég geti gert það sem mig lang- ar til.“ Hvaða orð lýsir þér best? „Lífsnautnamaður.“ Áttu þér eitthvert mottó í lífinu? „Að vera góður við sjálfan mig.“ Gítaristinn Björn Thorodd- sen og félagar hrista Ijúfan djass auöveldlega fram úr erminni. „Við spiluðum þama með Guðmundi Ingólfssyni og eftir að hann féll frá héldum við áfram,“ segir Björn Thoroddsen tónlistarmaður. Það hefur farið frekar leynt — og einhvem veginn hefur maður á tilfmningunni að nánast enginn hafi vitað af því — að undanfar- in tvö ár hefur verið spilaður djass á Kringlukránni á hverju miðvikudagskvöldi. Ekki fallið út eitt einasta kvöld. Þeir sem þama spila djass em Bjöm, trommarinn Guðmundur Steingrímsson og kontrabassa- leikarinn Þórður Högnason. Þetta tríó er grunnurinn en hvert kvöld kemur einnig fram gestur og á miðvikudagskvöldið verður það færeyski blökkumaðurinn James Olsen. Olsen kom reynd- FÓTBOLTASTELPUR SYNGJA „Lífið er ekki bara fótbolti, sjáðu til. Við reynum að ná sam- stöðu hjá stelpunum bæði innan og utan vallar og okkur fannst þetta sniðug leið til að skapa stemmningu innan hópsins sem heildar,“ sagði Ingibjörg Hin- riksdóttir, knattspymukona úr Breiðabliki og ein stjómar- kvenna í Hagsmunasamtökum knattspymukvenna, er PRESS- AN spurði hana hví í ósköpun- um samtökin stæðu að karaoke- keppni milli knattspymukvenna. Það er neíhilega svo að sam- tökin hafa boðað til karaoke- keppni knattspymukvenna á Tveimur vinum í kvöld. Ingibjörg segir nauðsynlegt fyrir stelpumar að gera eitthvað saman — hittast ekki bara sem andstæðingar á vellinum. Auk þess gefst þeim liðum, sem átt hafa á brattan að sækja á vellin- um í gegnum árin, þama kjörið tæki- færi til að velgja stóru liðunum und- ir uggum í keppni, þótt boltinn sé hvergi nærri. Ingibjörg segist ekki efast um að í röðum knatt- spymukvenna sé urmull af efnileg- um söngkonum og segir undirtektir við keppninni hafa verið mjög góðar. Þegar er nokkur fjöldi búinn að skrá sig til leiks, en hægt Ingibjörg ætlar reyndar ekki að syngja verður að skrá sig til sjálf, en hún er í dómnefndinni. keppni alveg fram á síðustu stundu. Keppnin hefst tækifæri til að berja augum stór- klukkan 21.10, hvorki fyrr né an hóp fríðra kvenna. Reyndar seinna, og þama gefst fágætt ekki á stuttbuxum. Rosalega hlakka ég til þegar ÁTVR verður selt einhverjum drífandi bissnessmanni. Það væri til dæmis sniðugt að selja það einhverjum apótekara. Flestir þeirra halda úti heim- sendingarþjónustu og munaði sjálfsagt ekkert um að skjóta einni og einni bokku með. Þá gæti maður bara legið heima eins og fínn maður á kojufyll- eríi og fengið áfyllingu eftir þörfum. mennilega hvað tekur viö. Félags- heimili Kópavogs fös. ki. 20.30. • Álfadrottningin er heiti ævintýra- óperu eftir Henry Purcell. Bakgrunnur óperunnar mun vera Jónsmessunæt- urdraumur Shakespeares án þess þó að tengslin þar á milli séu auðséð. Nýi tónlistarskólinn stendur aö þessari sýningu ásamt Myndlista- og handíða- skólanum og Listdansskóla Þjóðleik- hússins. Oddur Björnsson er leikstjóri þessarar sýningar sem er nokkuð viðamikil og skrautleg. Nýi tónlistar- skólinn, Grensásvegi 3, fös. kl. 20.30. • íslandsklukkan. Leikfélag Akureyr- ar setur upp heila Laxnesssýningu á níræðisafmæli skáldsins, en það gerðu leikhúsin í höfuðborginni því miöur ekki. Sýningin fyrir noröan hefur fengið afbragðsdóma og nú fer hver PLATAN JOECOCKER NIGHT CALLS Cocker var kannski ekki sá söngvari 1968 sem við héldum að héldi vinsældum lengi né yrði langlífur. Hítnn hefur átt sín góðu og vondu skeið og nú er eitt þeirra góðu. Night Calls er ein allra besta plata hans. Lögin eru vel valin, eftir Prince, Lenn- on, Winwood og fleiri. — Bæði ný og notuð. Fær 7 af 10. að verða síðastur að sjá hana og dúndurgóðan Jón Hreggviðsson túlk- aðan af Þráni Karlssyni. Samkomu- húsiö Akureyri, fös. og lau. kl. 20.30. KLASSÍKIN • Sinfóníuhljómsveitin leikur verk eftir Johann Nepomuk Hummel og l’g- or Stravinskíj meöal annars. Hummel lærði píanóleik hjá ekki ómerkari manni en Mozart um tveggja ára skeiö. Einleikari á tónleikunum verður franski óbóleikarinn Maurice Bourgue en hann hefur hlotið margháttaða við- urkenningu og fjölda verðlauna fyrir leik sinn. Háskólabió fim. kl. 20. Kirkjukór Akraneskirkju leggur land undir fót um helgina og heimsækir Norðlendinga. Kórinn ætlar að syngja Requiem og Cantique de Jean Racine eftir Fauré. Stjórnandi er Jón Ólafur Sigurðsson og orgelleikari Orthulf Prunner. Akureyrarkirkja fös. kl. 20.30. • Norrænir vfsnadagar hefjast í Nor- ræna húsinu á barráttudegi verkalýðs- ins. Þar koma fram vínasöngvarar frá öllum Noröurlöndunum, fulltrúar Is- lands eru Anna Pálína og Aöalsteinn Ásberg ásamt hljómsveitinni Islandica. Hinn þekkti sænski vísnamaður Björn Afzelius heldur síöan tónleika á sunnudagskvöldiö. Norræna húsiö, 1. maikl. 16. MYNDLISTIN • Ásgeröur Búadóttir sýnir mynd- vefnaö í Nýhöfn. Á sýningunni eru tíu verk, ofin úr ull og hrosshári, sem Ás- gerður hefur unnið á síðustu þremur árum. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og er- lendis en þetta er áttunda einkasýning hennar í Reykjavík. Verk Áslaugar er viða að finna í söfnum og opinberum stofnunum hérlendis og þá eiga nokk- ur erlend söfn einnig verk eftir hana. Sýningin verður opin til 13. maí. • Ljósmyndir. Ljósmyndasýningar eru ekki ýkja algengar hér á landi, þaö er helst World Press Photo og sýning íslenskra blaðaljósmyndara. En alltaf annaö slagið eru þó opnaðar sýningar og í dag veröur opnuð í Norræna hús- inu sýning á Ijósmyndum þrettán nem- enda frá Konstfackskolan í Stokk- hólmi. Nemendurnir eru komnir til landsins með myndir slnar af öllu milli himins og jaröar. • Andrés Magnússon opnar sýn- ingu i Kaffi Gerði í Gerðubergi á laug- ardaginn klukkan 14. Andrés sýnir þar olíumálverk og sækir myndefni sitt að- allega i fslenskt landslag og sjóinn. ÓKEYPIS • Kröfugöngur og útifundfr. Á föstu- daginn er 1. maí, baráttudagur verka- lýösins. Þaö kostar akkúrat ekki neitt að slást í för kröfugöngumanna og hlusta á verkalýðsforkólfa berja sér á brjóst á útifundum. Labba í hægðum sínum niður Laugaveginn og hlusta síöan á Ömma og Jakann á Lækjar- torgi. Gráupplagt — nema það verði kalt. Það vantar einhvern veginn hug- sjónaneistann í flesta núorðiö og þeir nenna ekki að standa úti í nafni barátt- unnar og hlusta á Lúörasveit verka- lýðsins spila Nallann. • Hljóöfæraverslanir. Þær gefa nátt- úrlega ekkert af sfnum vörum, en það kostar ekkert að hlusta. í þessar búðir streymir nefnilega fjöldinn allur af upp- rennandi músíköntum og stillir og pruf- ar þennan hljóminn og hinn. Hafa óskapavit á þessu öllu saman og tala fjálglega. Eftir nokkur ár slá þeir kannski í gegn og þá segjum við stolt; (I LEYNI) ar upphaflega hingað til að læra á trommur en svo uppgötvaðist það að drengurinn er aldeilis firá- bær söngvari og þá sérstaklega í djass og blús. Og því syngur hann og trommar fyrir landann jöfnum höndum. Þó að tríó Bjöms spili þama sérhvert miðvikudagskvöld er það alls ekki þannig að sömu lögin séu spiluð vikulega. Fjöl- breytnin kemur með gestunum og því er prógrammið alltaf nýtt og ólíkt því síðasta. Þarft ffam- tak atama. VÍNIÞ Kjartan L. Pálsson fararstjórí ,,Það fer eftir því hvar ég er hvaða vín er í mestu uppá- haldi hjá mér. Þar sem ég er nýkominn frá Spáni vil ég nefna að þegar ég kem til Spánar er eitt það fyrsta sem ég geri að fá mér mjólkurkaffí og spánskt brandí sem heitir Magnu. Þessi drykkur er líka það síðasta sem ég set í mig áður en ég yfirgef Spán. Þegar ég er í Hollandi er sjeneverinn í mestu uppáhaldi." DINNER Páll Óskar Hjálmtýs- son söngvari og ljós- vakamaður Páll vildi bjóða „alveg svakalega rnörgum" í draumakvöldverðinn en eft- irtaldir urðu fyrir valinu: Karen Carpenter til að gá hvað gerist Dusty Springfíeld leggur á borðið Dionne Warwick sker laukinn og brosir samt Tracy Lords sér um drykkjarföng og aðra vætu Burt Bacharach reynir við Tracy Lords Kim Basinger og Mickey Rourke fá að mata hvort annað Herschell Gordon Luis matreiðir „the ancient Ishtar feast“ fyrir fólkið Devine býr til lítinn sætan eftir- rétt ásamt hundinum sínum Púpú Supremes skemmta allt kvöldið og gera ekki neitt annað ÞUNGA GÁTAN LÁRÉTT: 1 munnbitar 6 lofar 11 bardagi 12 útsjónarsöm 13 bærilegustu 15 ílátið 17 hugfólginn 18 aflagast 20 stirðleika 21 mjög 23 reið 24 mas 25 hjarir 27 hegra 28 skordýrin 29 korgur 32 spilum 36 nema 37 slæða 39 grama 40 spíra 41 virðir 43 krap 44 teygar 46 þrotinn 48 óhreinki 49 yfírbragð 50 hafnar 51 stækk- aður — LÓÐRÉTT: 1 blíðan 2 fjandar 3 tíndi 4 kæpa 5 fjasi 6 kropp 7 iða 8 beiðni 9 kvíga 10 krækla 14 kjötmauk 16 spilið 19 fjölbragðaíþrótt 22 deila 24 detta 26 flan 27 rösk 29 kássan 30 dans 31 leyfi 33 ófúsri 34 gálgi 35 aukning 37 lið 38 hár 41 óvættur 42 leiktæki 45 hjáleiga 47 sytru

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.