Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRÍL 1992 F R E M S T ÞRÁINN BERTELSSON. SIGURÐUR PÁLSSON. Þessir eru nefndir sem hugsanlegir arftakar Einars Kárasonar í formennsku Rithöfundafélagsins. FORMANNSSLAGUR HJÁ RITHÖFUNDUM Það er víðar von á formanns- slag en í Alþýðuflokknum. Ein- ar Kárason gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Rithöf- undasambandsins og því verður kosið um næsta formann á aðal- fundi félagsins sem haldinn verður í maí. Tveir menn hafa verið orðaðir við formannsemb- ættið. Annar er Sigurður Páls- son, skáld, leikritahöfundur og kvikmyndagerðarmaður, en hann var formaður á undan Ein- ari. Hinn er Þráinn Bertelsson, rithöfundur og kvikmyndagerð- armaður. Þessir tveir menn em ekki alls óvanir því að kljást. Þeir voru hvor í sinni blokkinni í deilu inn- an Félags kvikmyndaleikstjóra en sú deila endaði með því að Þráinn varð undir og stofnaði nýtt félag ásamt Agústi Guð- mundssyni, Lárusi Ými Ósk- arssyni og fleirum. Sigurður Pálsson varð hins vegar eftir ásamt fleiri kvikmyndagerðar- mönnum sem kallaðir voru Hrafns-menn; þ.e.a.s. menn Hrafns Gunnlaugssonar. Það er því aldrei að vita nema rithöf- undar fái smjörþefmn af þessari deilu kvikmyndagerðarmanna. NEFNDARSLAGUR í ÞINGINU Stjómarandstaðan hefur nú hafnað Evrópunefnd ríkisstjóm- arinnar, hvort sem það kemur í veg fyrir að henni verði komið á laggimar eða ekki. Þingmenn andstöðunanr em þó ekki alveg samstiga í þessari andstöðu sinni. Þannig hefur Hjörleifur Guttormsson sagst fylgjandi slíkri nefnd í þingræðu en Hjör- leifúr væri líklegur kandídat Al- þýðubandalagsins í nefndina. Ólafur Ragnar Grímsson, full- trúi flokksins í utanríkismála- nefnd, er hins vegar alfarið á móti því að önnur nefnd en utan- ríkismálanefhdin fjalli um mál- ið. Sama er upp á teningnum hjá Framsókn. Halldór Asgríms- son sagðist einnig fylgjandi slíkri neíríd, enda er hann líkleg- asti fulltrúi Framsóknar í hana. Harðasti andstæðingur nefndar- innar er síðan Steingrímur Her- mannsson, sem á einmitt sæti í utanríkismálanefnd. Og hjá Kvennalistanum mun Kristín Einarsdóttir hafa verið volg gagnvart Evrópunefnd og jafn- framt líklegur kandídat. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, full- trúi flokksins í utanríkismála- nefnd, er hins vegar alfarið á móti Evrópunefhd. Og hjá Sjálfstæðisflokknum er Eyjólfur Konráð Jónsson andsnúinn Evrópunefnd, enda fulltrúi flokksins í utanríkis- málanefnd. Sjálfstæðisflokkur- inn á annan mann í utanríkis- málanefnd; Björn Bjarnason. Öfugt við aðra nefndarmenn hefur hann ekki lýst frati á Evr- ópunefndina, enda líklegt for- mannsefni í hana. Engum sögum fer af afstöðu krata, enda er Jón Baldvin Hannibalsson sá eini þeirra sem hefur opinbera skoðun á Evr- ópumálunum. TANNLÆKNAR FÁ 5,3 PRÓSENTA LAUNAHÆKKUN Á sama tíma og Alþýðusam- bandið og vinnuveitendur og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og ríkið vom að ganga frá samningum sem fela í sér 1,7 prósenta launahækkun gengu tannlæknar frá samningi sínum við Tryggingastofnun ríkisins. Samkvæmt honum hækkar grunngjald þeirra í 408 krónur og 16 aura eða um 5,3 prósent frá gildandi samningi. Þótt ein- NAFNSKIRTEINA KRAFIST VIÐ INNGANGINN! Þessa dagana liggja framhalds- skólanemendur yf- ir bókum og glós- um því próf vor- annar eru í al- gleymingi. Eins og gerist og gengur er unga fólkið misvel undirbúið og fer prófskrekkurinn því illa í suma. Nemandi á þriðja ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð fór heldur illa að ráði sínu þegar hann tók þá afdrifaríku ákvörðun að biðja vin sinn úr Versl- unarskóla Islands að þreyta fyrir sig Menntskælingar þreyta próf eftir að hafa framvísaö persónuskilríkjum. próf í þýsku, enda verslingurinn að öllum líkind- um sleipari í greininni. Upp komst um ráða- bruggið í byrjun prófs með þeim afleiðingum að Steingrímur Þórðarson, áfangastjóri í MH, til- kynnti að að gefnu tilefhi bæri nemendum héðan í ffá að hafa með sér persónuskilríki með mynd í próf. Brot af þessu tagi er, eins og gefur að skilja, mjög illa séð af skólayfirvöldum og hefur MH- nemandinn verið gerður brottrækur úr skóla. „Við höfum gert okkar nemanda grein fyrir hugsanlegri refsingu, það er brottrekstri, en end- anleg ákvörðun hefur ekki verið tekin enn,“ sagði Þon’arður Elíasson, skólastjóri VÍ. hver kunni að halda að þessar rúmu 400 krónur séu tímakaupið hjá tannlænum þá er svo ekki. Það em laun þeirra fyrir hveijar tíu mínútur. Ef tannlæknir vinn- ur klukkutímann allan hefur hann því 2.449 krónur í tíma- kaup og er þá ekki reiknað með greiðlsum upp í ýmsan kostnað. Hrein launahækkun á klukku- tfma er því um 123 krónur. Hrein launahækkun opinbers starfsmanns með 60 þúsund krónur á mánuði er hins vegar 1.020 krónur á mánuði sam- kvæmt miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara. Það jafngildir kauphækkun tannlæknanna á átta klukkutímum. Samkvæmt þessu virðist mun auðveldara að ná fram kjarabótum hjá Sighvati Björgvinssyni heilbrigðisráð- herra en kollega hans; Friðriki Sophussyni fjármálaráðherra. KRISTINN VILL EKKI Það hefur gengið eftir sem PRESSAN sagði fyrir nokkmm mánuðum að Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnu- veitendasambandsins, ætlar ekki að bjóða sig fram til endurkjörs. Félagar hans í sambandinu em þegar famir að biðla til hans um að sitja áfram en jafnframt em þeir að leita að hugsanlegum arf- tökum. Sá sem sterklegast hefur verið orðaður við starfið er Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs. Til hans hefur verið leitað en hann hefur hafhað slíkri málaleitan. Varaformaður vin- nuveitenda, Gunnar Birgisson, hefur ekki möguleika á stöðunni. Hins vegar mun Víglundur Þorsteinsson, fyrrum formaður iðnrekenda, minnt menn hógværlega á að hann sé enn til alls vís. BARNAVERNDAR- FRÉTTIRÚTÍ LOFTIÐ Sem kunnugt er kærði bama- vemdarráð ffétt Bylgjunnar af því þegar bamavemdamefnd og lögregla tóku með valdi dreng frá móður sinni í Sandgerði til siðanefndar Blaðamannafélags- ins. Haukur Hólm fréttamaður lýsti atburðunum í beinni út- sendingu í fréttatíma útvarps- stöðvarinnar. Þegar til átti að taka fannst hins vegar ekkert af- rit af fréttinni hjá Bylgjunni. Samkvæmt lögum er útvarps- stöðvum skylt að taka upp allt efni sitt og varðveita það. I þessu tilfelli mun affitunarspólan hafa verið búin áður en hin umdeilda frétt fór í loftið. Einu heimildim- ar um fréttina eru því minni þeirra sem á hlýddu. Óvíst er hvaða áhrif þetta hefur á kæm Haraldar Johannessen og ann- arra í bamavemdarráði. STEINGRÍMUR HERMANNSSON. Situr í utanríkismálanefnd og er á móti Evrópunefnd. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON. Hugsanlegur kandídat í Evrópunefnd og erfylgjandi henni. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON. Situr í utanríkismálanefnd og erá móti Evrópunefnd. HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON. Hugsanlegur kandídat í Evrópunefnd og er fylgjandi henni. VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON. Hefur látið í Ijós áhuga á formennsku hjá vinnuveitendum. SIGHVATUR BJÖRGVINSSON. Tannlæknar fengu 5,3 prósenta hækkun. Hvernig er það Halli, fá fangarnir forkaupsrétt? „Er ekki sjálfsagt að skoða alla möguleika á þessum tímum einkavœðingar? “ Fangelsismálanefnd hefur lagt lil að athugaðir veröi möguleikar á einkavæðingu fangelsisstofnana. Viö einkavæðingu ríkisfyrirtækja hefur veriö viðtekin venja að starfs- menn njóti forkaupsréttar að hluiabréfum í þeim. Haratdur Johannessen er forstööumaður Fangelsismálastofnunar rikisins. LÍTILRÆÐI af markaðsfegurð Samkvæmt ævafomri skil- greiningu skiptast konur í tvo hópa: fallegar konur og ljótar konur. Konur hafa löngum verið verðlagðar eftir því hvom hóp- inn þær fýlla, en til þess að hægt sé að markaðssetja konur af ein- hveiju viti er kerfisbundið efnt til „fegurðars am keppna“ um all- ar trissur og síðan er æðsti dóm- ur endanlega felldur þegar feg- urðardrottning íslands er kjörin við hátíðlega athöfh. Og nú er slík „fegurðarsam- keppni" einmitt nýafstaðin. Fögmm konum hefur löngum verið það keppikefli að kvenleg fegurð sé borin á torg, enda von- laust að markaðssetja kvenfólk sem ekki hefur verið til sýnis. Ljótar konur em hins vegar á móti fegurðarsamkeppnum af markaðsfræðilegum orsökum. í andófi sínu gegn fegurðar- samkeppnum bera ófh'ðar konur og illa vaxnar það helst fyrir sig að slíkar sýningar séu niður- lægjandi fyrir veikara kynið, dagdraumafóður handa ógeðs- legum og náttúmlausum karl- rembusvínum, stúlkur séu hafð- ar einsog gripir til sýnis líkast búfénaði eða ambáttum í Bar- baríinu og að uppákoman öll sé vanvirða við hugsandi fólk, jafhvel þó það sé kvenfólk. Þær segja að með fegurðar- samkeppnum séu einmitt konur sjálfar að viðhalda gamalli og ógeðfelldri kvenímynd, semsagt FLOSI ÓLAFSSON þeirri að notagildi kvenna fari eftir útlitinu. Við þessu öllu er hægt að beita gamalli og sfgildri rök- semd: — Það verður þá bara að hafa það. Auðvitað er jafnan þungt í ófiíðum konum þegar efht er til fegurðarsamkeppna. Á þessum tímum jafnaðar og drenglyndis rennur ljótum kon- um til rilja hið miskunnarlausa misrétti sem þær eru beittar með því að fá ekki að taka þátt í feg- urðarsamkeppnum og væri að sjálfsögðu ekki annað en sjálf- sagt réttlætismál að árlega væri efnt til fegurðarsamkeppni óftíðra kvenna. Mér finnst það jafnan hafa verið tekið sem gefið, að sú auð- mýking, sem kvenskepnan þarf að búa við með fegurðarsam- keppnum, sé alfarið körlum að kenna, en satt að segja held ég nú að konur séu einfaldlega potturinn og pannan í þessu öllu saman. Hinsvegar er ljóst að án fag- urra kvenna væri líf hins hugs- andi manns bæði litlaust og fá- nýtt, einkum utan heimilisins. Óneitanlega þarf margur maðurinn að búa við ófríðleik heima fyrir og er það mörgum góðum dreng þungbærara en tárum taki, einsog gamla spak- mælið ber með sér: æÍÍæ Ljót kona er löstur á manni enfögur kona fengur í ranni. Með þessi fomu sannindi að leiðarljósi ætti hver maður að velja sér konu til eignar. Því fríðari sem konan er, þeim mun heppilegri móðir, kona og meyja hlýtur hún að verða. Þessu lýsir skáldið svo undur- vel í þriðja erindi hins hugljúfa ljóðabálks „Móðirin": Móðir barni blíðuhót bar nú við að sýna. Af því hún var ekki Ijót var allt t þessufína.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.