Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 24

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 24
^4 ' FIMPÍltubÁ'tíUFl' ‘Wtk£$AN -3Ó: APRfL-' Í992- E R L E N T „minnkandi trú á tilvist Helvítis og ótti viö eiiífa böivun...“ Chris Patten, nýbakaöur mennta- málaráöherra Breta, taldi í grein í The Spectator ofangreint vera eina ástæöuna fyrir aukinni glæpahneigð breskrar æsku. Glæpafræðingar telja aö atvinnuleysi og minnkandi löggæsla kunni líka aö hafa sitt aö segja. Lyfjapróf nauð- synleg Eftir lokatónleika Kvensymfóníu- hljómsveitarinnar í Cocoa í Flórída kom í Ijós aö einn ásláttarleikarinn var karlkyns og meira aö segja með yfirvaraskegg, þó svo hann hafi komið fram I síðum kjól og látiö lítiö fara fyrir sér. Framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar sagði að kven- ásláttarleikarinn heföi forfallast á síðustu stundu og þvi heföii veriö gripið til þessa ráðs. Femínistar I Flórída munu vera æfir fyrir vikiö. Limlesting kvenna í þriðja heiminum Syngjandi sæll... Taliö er aö í Suöur-Kóreu hafi aö minnsta kosti um 100 leigubílstjóraj? komiö fyrir karaoke-apparötum í bí um sínum, svo aö farþegarnir geti tekið lagiö. Hvert lag kostar un/100 krónur. Hér kann aö vera funpö ráö til þess aö koma í veg fyrir þreytandi samræður viö leigubilstjóra. Fær Elvis sjálfur ekki aö ráöa? Á morgun rennur út fresturinn til þess aö kjósa um þaö hvernig Elvis- frímerkiö mun líta út. Dagblaöiö USA Today gerði skoðanakönnun meðal 22 helstu Elvis-eftirherma og vildu 12 þeirra aö notuö yrði myndin af kónginum feitum, sveittum og gömlum. Á sama tíma hefur miðill nokkur upplýst aö Elvis hafi tjáö sér aö handan, að hann kjósi fremur frí- merki af sér ungum og stæltum. Umskurður kvcnna, sem reyndar væri réttara að nefna limlestingu, er enn víða stundað- ur í Afríku en erfitt hefur reynst að ræða þennan hryllilega sið opinberlega. Samkvæmt skýrslu breskrar mannréttindastofnunar, Minority Rights Group, tíðkast umskurður víðs vegar í Vestur-, Norður- og Austur-Afríku og einríig í Jemen og Óman á Arab- ikaga. Umskurðurinn er mismikill, sumir skera burtu snípinn eða ytri skapabarma og áhöldin geta verið hnífar, glerbrot eða rak- hnífar. Deyfmgu er hins vegar sjaldnast beitt. Umskurðurinn getur valdið miklum erfiðleikum við tíðir, samfarir og bamsburð og í kjölfar hans sigla oft geð- truflanir og jafnvel dauði. At- hyglisvert er að hvergi er minnst á umskurð kvenna í nokkru trú- arriti, en samt virðast flestir fylgja venjunni sem hverjum öðrum trúarsið. Tilraunir til þess að stöðva þetta athæfí hafa oftar en ekki Ieyst upp í deilur um hvemig Vesturlandabúar leyfi sér að skipta sér af menningu og hefð- um í þriðja heiminum. Jómó Ke- nýatta, fyrsti forseti Kenýu, gerði umskurðinn til dæmis að snörum þætti í sjálfstæðisbar- áttunni. Fómarlömbin vilja oftast ekki ræða um málið af feimni éða skömm og karlar líta á það, sem móðgun ef það er fært í tal. Lögleiðing gegn umskurði hefur verið reynd á nokkmm stöðum og það er helst í Súdan, sem eitthvað hefur verið gert í málinu. En til þess að lögin nái markmiði sínu þarf að breyta hugsunarhætti þeirra, sem annast umskurðinn, en það em undan- tekningarlaust konur, sem komnar em úr bameign. Til þess þyrfti samræmt átak, en af ein- hverjum ástæðum hafa vestræn- ar hjálparstofnanir og Samein- uðu þjóðimar aldrei talið barátt- una gegn kvenumskurði skipta neinu máli. Evrópuskórinn lögbundinn Lvfiatyggjó Læknar telja nú að tyggjó geti jafnframt komið í góðar þarfír við að lækna sjúkdóma, sérstak- lega tannsjúkdóma, munnangur og annað af sama toga. Ýmis lyfjafyrirtæki velta nú fýrir sér ýmsum möguleikum tyggjósins. Binda menn vonir við að tyggi- gúmmíið geti oftlega koniið í staðinn fyrir töflur og sprautur. Herskarar evrópskra skrif- finna og embættismanna hamast öllum stundum við að reyna að koma sér saman um staðla á öll- um mögulegum (og ómöguleg- um) sviðum mannlegrar tilvem. í fyrra vakti það til dæmis nokkra kátínu þegar fréttist af Evrópustöðlum í smokkagerð og var sérstaklega til þess tekið að ítalskir embættismenn hefðu lot- ið í lægra haldi og þurft að sætta sig við stærri smokka en þeir töldu nauðsynlegt og rétt. Nú er nýr staðlapakki tilbúinn og að þessu sinni er það skófatn- aður íbúa Evrópubandalagsins, sem hefur verið staðlaður. Frá og með 1. júlí 1993 mega allar 340 milljónimar ekki kaupa aðra skó en þá, sem bera innsigli EB. Til þess að hljóta innsiglið þurfa skómir að uppfylla ná- kvæma lýsingu á því hvað eru skór og hvað ekki. í sjálfa skóna má til dæmis ekki lengur nota pappír eða plast, þótt ýmis plast- eírii séu leyííleg í sólanum. Hafa sumir ítalskir skóframleiðendur bmgðist ókvæða við og bent á að þó að fyrir skriffinnum í Bmssel kunni skór bara að vera eitthvað, sem gengið er í, séu aðrir til, sem líti á skósmiði sem listgrein og muni því áfram nota þau efni, sem jreim sýnist. „Við losuðum okkur ekki við fasistana og sigr- uðum kommúnismann til þess eins að ganga undir ok einhverra ósmekklegra hálfvita í Bmssel,“ sagði skóframleiðandi nokkur í Milanó. I Bmssel segja menn Italina hafa misskilið reglugerðina, list- inn yfír hin leyfilegu efni til skógerðar taki ekki tíl skreytinga á skónum, svo framarlega sem undir glysinu séu þvottekta skór. wOLSF ife' - <. ■ ■*** Komast kóngar aftur í tísku? Farúk Egyptalandskonungur spáði því á sínum tíma að ekki liði á löngu uns aðeins yrðu fimm konungar eftir í heiminum: hjartakóngur, spaðakóngur, tíg- ulkóngur, laufakóngur og Eng- landskonungur. Eftir lok seinni heimstyrjaldar hefur krúnum heimsins stöðugt fækkað og lýð- veldi eða einræðisríki tekið við. Nú kynni þetta að vera að snúast við. í Afganistan verða þær raddir æ háværari, sem telja rétt að bjóða fynrverandi konungi lands- ins, Muhammad Zahir Shah, heim aítur. I Rúmeníu var Mikj- áli konungi fagnað sem lausnar- anum, þegar hann kom í heim- sókn þangað um páskana. f Eþí- ópíu kynni sonarsyni Haile Sel- assie, Asfa Wossen krónprins, að vera boðin keisaratign. I Kambódíu er afar sennilegt að Sihanouk fursti og fyrrverandi konungur verði þjóðhöfðingi á ný. I Albaníu finnst fólki ekkert fráleit hugmynd að ríkisarfinn snúi heim og meira að segja í Brasilíu ræða menn um það í al- vöru að fá sér kóng eða keisara. Astæðan fyrir þessari þróun er einfóld. Menn vantreysta stjóm- málamönnum og þó svo menn Lífdagar Kastrós framlengdir? Opinbera fréttastofan á Kúbu segir nýja olíufundi á Kúbu geta annað 70% af olíu- þörf landsins og þannig aflétt landlægum orkuskorti. Fréttastofan Prcnsa Latina greindi frá þessum tíðindum, en tók fram að nokkur tími gætí liðið þar til olíulindimar yrðu nýttar að fullu. Efnahagsástandið á Kúbu hefur sjaldan verið jafnslæmt og nú, enda einangrun Kúbu meiri en nokkru sinni. Viðskiptabann Bmidaríkjanna á Kúbu hefur aldrci létt róð- urinn, en vatnaskilin urðu þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. Þau héldu Kúbu nánast uppi efnahagslega: keyptu þaðan sykurreyr á uppsprengdu verði og seldu þangað niður- greidda olíu. Vestrænir olíusérfræðingar cm ekki jafn- bjartsýnir og Kúbumenn. Þeir benda á að þeir hafi nær enga reynslu í olíuiðnaði, tækjabúnaður sé ekki fyrir hendi frekar en mannskapur og þeir geti ekki vænst aðstoð- arerlendis ffá, þar sem þau olíuriki, sem enn em vinveitt Kasuó, rciði sig flest á vestræna verkþckkingu í þessum efnum. Stjómmála- skýrendur telja að með tilkynningunni sé Kastró, einræðisherra Kúbu, að reyna að kaupa sér tíma, þar sem sívaxandi óánægju gætir vegna langvarandi skorts og menn séu famir að hafa efasemdir um þá fullyrðingu Kastrós að örbirgðin og erfiðleikamir séu samsæri alþjóðakapítalismans einu um að kenna. vilji ekki að konungar setjist í há- sætí sem einvaldar telja þeir kon- unga heppilega „tilsjónarmenn" ríkisins. Ennfremur em konung- ar vel til þess fallnir að styrkja þjóðarstolt, sem í mörgum tilvik- um er ekki upp á marga fiska eft- ir einræði eða borgarastyrjöld. Bent er á Spán, sem gott for- dæmi. Eftir dauða Francos stóð spænska ríkið ekki traustum fót- um, en Jóhann Karl konungur náði að græða sárin eftir borg- arastyrjöldina og einræði falang- ista. Ekki síst sýndi hann hvers konungur er megnugur þegar valdaránstilraunin var gerð 1981, en þá sagði hann beinlínis við valdaræningjana að hann skyldi fyrr dauður liggja en lýð- ræðið yrði afhumið. Þrælaafurðir und- irsmásjánni I kjölfar lýðræðisbylgjunnar hafa margir kapítalistar á Vestur- löndum þurft að hugsa ráð sitt. Fjölmargar útflutningsvörur austantjaldsríkjanna reyndust hafa verið framleiddar í þrælk- unarbúðum. Mannréttindasam- tök vöktu reyndar oftlega máls á þessu, en umboðsmennirnir í vestri vildu ekki heyra. Nú geta menn hins vegar ekki lengur þagað þetta í hel. Sjónir manna beinast nú mest að Kína, en upp- lýst hefur verið að fjöldi fyrir- tækja á borð við Sears, Nike, Reebok og Levi’s hafi keypt alls kyns hráefrii og vömr frá Kína, sem framleiddar em í þrælkunar- búðum (eða endurmenntunar- búðum eins og þær nefnast þar í landi). Sérstaklega munu það vera leikföng, skartgripir, verk- færi, vefriaðarvara, loftviftur og kassettur, sem fangamir em látn- irframleiða. ERLENT SJÓNARHORN ViÖ, þeir og við öll VALA BJARNADÓTTIR I desember 1990 komu sam- an hér í Bmssel á þriðja hundrað ráðherrar og stjómarerindrekar víðs vegar úr heiminum til að undirrita GATT-samkomulag- ið, sem kennt hefur verið við Urnguay; samningaviðræður höfðu staðið yfir ffá 1986. En allt fór út um þúfur, ekkert var undirritað og Evrópubandalag- inu (EB) og landbúnaðarstefnu þess kennt um allt saman. Til- lögumar, sem íslendingar ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum hafa lagt fram í landbúnaðar- málum, ganga allar nokkuð skemur í frjálsræðisátt en þær tillögur, sem EB er tilbúið að samþykkja. Kanadamaður, sem ég hitti um daginn, sagði að hann gleymdi því alltaf á milli að til væm meiri afturhaldsöfl í landbúnaðarmálum en Evrópu- bandalagið. Síðan þetta var hafa þjóða- leiðtogar varla hist án þess að gefa fogur fyrirheit um að ljúka þessum samningaviðræðum, síðast fyrir nokkmm dögum á fundi, sem forystumenn EB héldu með Bandaríkjaforseta. Með samkomulaginu yrði við- skiptahömlum enn aflétt í heim- inum og skref stigið til frelsis í heimsverslun í þjónustugrein- um eins og bankastarfsemi, tryggingastarfsemi og fluming- um. Um daginn rakst ég á þýska útreikninga um væntingar í kjöl- far nýs GATT-samkomulags. Dæmi: Á 10 ára tímabili gæti heimsframleiðsla aukist um 5,25 þúsund milljarða Banda- ríkjadala, það er 20% meiri franileiðsla en í dag; ef litið yrði „íslenska landbúnaöarkerfiö [kostar] hvert mannsbarn rúmar 40.000 krónurá ári. Af einhverjum undarlegum ástœÖum miklum viö samt fyrir okkur stuðning Evrópu- bandalagsins viö landbúnað þarsem kostnaðurinn nem- urum 7.500 krónum á ári. Af samanburöinum verður ekki annað séö en að íslendingar gœtu gert eitthvaö þarf- ara en að stunda landbúnaö... “ til heimsins alls gæti kaupmátt- ur hverrar ljölskyldu aukist um 17.000 Bandaríkjadali, það er rúma eina milljón króna á 10 ár- um. Þetta eru engar smátölur, sem raktar yrðu til hentugri verkaskiptingar landa og þjóða á milli. Þessi mikla samningsgerð er einn viðamesti sáttmáli sögunn- ar um efriahagsmál. Af umfjöll- un um hana, sem maður sér heintan frá íslandi, er helst að skilja að hún snúist fyrst og fremst um aðför að bændum. Auk fjárútláta heimilanna til innkaupa landbúnaðarvara, sem irúlega eru með þeim mestu í heimi, kostar íslenska landbún- aðarkerfið hvert mannsbam rúmar 40.000 krónur á ári. Af einhverjum undarlegum ástæð- um miklum við samt fyrir okkur stuðning Evrópubandalagsins við landbúnað þar sem kostnað- urinn nemur um 7.500 krónum á ári. Af samanburðinum verður ekki annað séð en að Islending- ar gætu gert eitthvað þarfara en að stunda landbúnað í þeim mæli, sem þeir gera nú. í þess- um efnum virðist því eins og stundum áður, að alþjóðasamn- inga þurfi til að skynsamleg efhahagsstjóm komist að á ís- landi. En það væri mikill misskiln- ingur að ætla að okkur skipti einungis landbúnaðarkaflinn í samningnum máli. Hvort heldur er aukin eða minnkuð hagsæld í heiminum öllum skiptir okkur máli. Heimurinn skiptir okkur máli. En við virðumst seint ætla að skilja það. Á sama tíma og menn þrasa um hversu marga fulltrúa lýðveldið eigi að hafa á umhverfisvemdarráðstefnu í Ríó setjast kjömir fulltrúar höf- uðborgarbúa við fúndarborð úr regnskógaleifum. Höfundur er starfsmaöur Félags íslenskra iðnrekenda í Brussel.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.