Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRÍL 1992 33 * Islandsmeistaratitillinn í handknattleik hefur aldrei farið af höfuðborgar- svæðinu síðan byrjað var að keppa um hann árið 1940. Lengsta ferðalag bik- arsins til þessa er í Hafnarfjörðinn en nú gæti orðið breyting á. Spútnikklið ársins er frá Selfossi, en sá bær hefur hingað til verið frægari fyrir flest ann- að en handknattleik. Hverjir eru þetta sem ógna handboltahefðinni og hvað eru þeir yfirleitt að vilja upp á dekk? Við kíkjum aðeins á hópinn og heyrum í spekingunum. Viggó Sigurðsson þjálfari Hauka „Það smellur allt saman hjá þeim í úrslitakeppninni. Mark- varslan er orðin góð og það vita síðan allir hvað Sigurður Sveins- son getur gert. Það er hins vegar Einar Gunnar sem gerir útslagið, en hann hefur verið óstöðvandi. Það er engin spuming að hann getur orðið skytta á heimsmæli- kvarða. Annars eru þetta allt frískir strákar og í Víkingsleikjunum má segja að þeir hafi verið orðnir óstöðvandi, enda allt saman miklir keppnismenn. Það er ljóst að Einar Þorvarðarson er að gera virkilega góða hluti á fyrsta ári sínu sem þjálfari. Ef einstakir leikmenn eru nefndir er ljóst að Gísli Felix er farinn að verja mjög vel og með tilkomu Einars Gunnars em komnar tvær mjög öflugar skyttur í liðið. Það gerir allan vamarleik á móti þeim mun erfiðari. Eg hef verið að fylgjast með Einari Gunnari lengi og það er ljóst að þetta er rosalegt efni í súperhandknatt- leiksmann. Hann þarf hins vegar að læra aðeins betri vamarleik því hann brýtur oft klaufalega af sér. Gústaf Bjamason er stór- efnilegur þótt hann hafi leikið betur í fyrra og þá er leikstjóm- andinn, Einar Guðmundsson, lipur. Ég tel þó að FH-ingar vinni í úrslitum." Guðjón Guðmundsson aðstoðarþjálfari Víkings , J>að er engin spuming að Sel- fossliðið er það lið sem hefur konrið mest á óvart í vetur. Þeir em með góða blöndu af eldri og yngri leikmönnum og hittu á að vera á hápunkti gegn Víkingum, sem hafa verið besta lið vetrarins ásamt FH-ingum. Það fyrirkomulag sem nú er við lýði gerir mönnum kleift að búa til svona handboltaævintýri. Ég vil hins vegar taka ffam að þetta er ekki hnefahögg fyrir Víking heldur kjaftshögg fyrir stóm liðin á Reykjavíkursvæð- inu, Víking, Val og FH, sem hafa einokað íslandsmeistaratit- ilinn síðan 1973. En almennt um liðið þá er ljóst að þama em engir aukvisar á ferð. Sigurður Sveinsson sýnir að hann er að nokkru „symból“ fyrir handboltann á fslandi og hann er búinn að skapa álíka stemmningu um sig á Selfossi og hann gerði hjá Lemgo í Þýska- landi — hann hefur hrifið alla með sér. Um leið er ljóst að Ein- ar Gunnar Sigurðsson er mesta efni sem hefur komið fram hér í mörg ár. Einnig er Gústaf Bjamason mjög efnilegur. Ég er sannfærður um að ekk- ert lið kemur til með að ganga yfir Selfyssinga og það kæmi mér ekki á óvart þó að þeir stæðu uppi sem íslandsmeistarar. Þeir em félagslið sem spilar beint frá hjartanu og ég verð að segja eins og er að þegar maður horfði í augun á Selfyssingunum í leikn- um á Selfossi þá sá maður að þeir vom kolgeggjaðir, svo mik- ill var sigurviljinn." Karl Björnsson bæjarstjóri „Mér líst bara ffábærlega vel á þetta og eins og gefur að skilja em allir mjög glaðir á Selfossi út af þessu. Það er sprottinn upp ákaflega mikill handboltaáhugi og allir fylgjast með af lífi og sál —jafnvel þeir sem alla jafha em ekki mikið fyrir íþróttir. Jú, ég er farinn að fylgjast töluvert með og þá er ekki annað hægt en mæta á leiki. Þetta er að sjálf- sögðu mikil og góð kynning fyr- ir bæinn og á án efa efdr að skila sér á mörgum sviðum. Jóhann Ingi Gunnarsson fyrrverandi landsliðsþjálfari „Þetta er búið að vera mjög markvisst starf hjá Selfyssingum og þeir em að uppskera launin núna. Það er nú svo gaman að það hófst að nokkm þegar bróðir minn, Steindór Gunnarsson, fór að þjálfa þama og þá var að koma upp þessi kjami í kringum Arangurinn er nú þegar kom- inn ffarn úr björtustu vonum, en við vissum að þetta var sterkt og vaxandi lið og þá er augljóst að allt getur gerst í handbolta. Við höfum trú á að þeir eigi eftir að fara alla leið og verði Islands- meistarar. Ég spái því reyndar að það þurft fimm leiki til, en það ætti að hafast.“ stráka eins og Einar Gunnar og fleiri. Það er ljóst að þetta breyttist allt með komu Sigurðar Sveins- sonar. Það er hann sem gerir úts- lagið og ég er sannfærður um að hann gæti flutt hvaða lið sem er í deildinni upp um fjögur sæti. Hann er búinn að skapa sérstaka stemmningu og færa liðinu sjálfstraust. Liðið hefur eflst við hverja raun en vandamálið fyrir þá í úrslitunum er líklega það að þeir em komnir lengra en þeir bjuggust við. Fyrir þá er 2. sætið móralskur sigur og því er spum- ingin hvort þeir em nógu hungr- aðir til að fara alla leið.“ Regína Thorarensen fréttaritari: „Mér finnst þetta mikil upp- hefð fyrir bæinn hvemig þetta hefur allt saman gengið hjá handboltamönnunum. Við eig- um góða bæjarstjóm og bæjar- stjóra og hér er bara gott fólk, enda gott að vera á Selfossi. Ég vildi bara að ég væri betri til heilsunnar til að fylgjast með þessu, en það er nú ekki bæjar- stjóminni að kenna. Þetta em glæsilegir piltar sem hafa lagt mikið á sig enda er æskan hér á Selfossi til fyrir- myndar, bæði kát og skemmti- leg. Ég er reglulega stolt af þessu unga fólki enda sér maður aldrei vín á nokkmm manni héma. Maður mætir bara fallegu og skemmtilegu fólki á götu.“ Þorbjörn Jensson þjálfari Vals , J>að bjóst enginn við neinu í líkingu við þetta í upphafi hjá Selfyssingum. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta er skemmtilegt lið með gífurlega sterka blöndu af ungum leik- mönnum, sem hungrar í titil, og gömlum refum. S vo skemmir ekki að Sigurður Sveinsson kemur inn í liðið og verður ungur í annað sinn. Þá hafa leikmenn eins og Einar Gunnar og Gísli Felix komið mjög á óvart. Þama er þó fyrst og fremst liðsheildin á ferð og þá hafa áhorfendur stutt vel við bak- ið á þeim. Ég spái því að fyrst þeir náðu að vinna einn leik í Kaplakrikanum geti þeir allt eins orðið íslandsmeistarar. Þá hafa FH-ingar farið lengri leið og fengið minni hvíld. Það gæti einnig skipt máli.“ K Y N L í F JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Fœðingar í krafti sjálfstrausts Enn einu sinni hefúr sannast hvað hefðbundin karlamiðuð pólitík gengur gjörsamlega á skjön við þarfir kvenna. I um- ræðunni um lokun Fæðingar- heimilis Reykjavíkur er okkur enn einu sinni boðið upp á sömu þreyttu tugguna um að fæðingar á sjúkrahúsum séu ör- uggari fyrir allar konur og sjúkrahúsfæðingar komi til með að kosta þjóðarbúið minna. Þegar við lítum á sögu bamsfæðinga síðustu aldimar kemur í ljós að mismunandi tímabil hafa skipst á. Eftir síð- ari heimsstyijöld fleygði tækn- inni fram og fæðingin varð færibandafyrirbæri og konan að útungunarvél á meðan fæð- ingarlæknirinn, fullur af áhuga, stýrði gangi fæðingarinnar eins . þegar barns- hafandi kona er komin inn á sjúkra- hús er hún komin inn í annan heim þar sem önnur lög- mál ríkja en þau að konunni sjálfri sé treyst til að fæða á öruggan hátt. Þess í stað er hún kom- in inn í heim sem trúir á tæknina.“ og herforingi. A síðustu áratug- um hafa sprottið upp hreyfing- ar um allan heim þar sem barist hefúr verið fyrir því að það sé viðurkennt að fæðingar, í yfir níutíu prósentum tilvika, era fullkomlega eðlilegar og þarf engin sérstök inngrip af hendi fæðingarlækna. Það er ótrúlegt að við eigum svona erfitt með að koma þessu inn í kollinn á okkur. Það eina sem konan þarf, og nánustu aðstandendur í langflestum tilvikum, er að Iáta náttúrana hafa sinn gang. Þegar meðganga hefur gengið að óskum og ekkert bendir til ann- ars en fæðing verði eðlileg þarf ekki mikinn viðbúnað. Bams- hafandi kona þarf ekkert annað en að treysta sér og líkama sín- um fyrir að gera það sem konur hafa gert frá ómunatíð. Fæðing í krafti sjálfstrausts að undan- genginni fræðslu um með- göngu og fæðingu gerir konum fyllilega kleift að sinna þessu líffræðilega kynhlutverki sínu með sóma. Vel upplýstar konur og nán- ustu aðstandendur vita mæta- vel að umhverfi sem styður við þá staðreynd að fæðing er heil- brigt fyrirbæri en ekki sjúk- dómur skiptir veralega miklu máli. Þess vegna er sú krafa sjálfsögð og skýr að konur eigi rétt á að fæða í slíku umhverfi. Það er ekki vegna krafna um aukið öryggi í fæðingu eða minni rekstrarkostnað sem stefnt er að lokun Fæðingar- heimilisins. Það er vegna van- þekkingar að málum er svo komið. Það er afturför hér á landi ef bamshafandi konur hafa ekki þann valkost að geta fætt böm sín án óþarfa afskipta, í frið- sælu umhverfi og í nánum tengslum við aðstoðarfólk. Skilningsvana stjómmálamenn hafa enn einu sinni haft sitt fram með hágæðahugsjónimar peninga og tækni að leiðarljósi. Reynsla bæði hérlendis og er- lendis hefur margoft leitt í ljós að þegar bamshafandi kona er komin inn á sjúkrahús er hún komin inn í annan heim þar sem önnur lögmál ríkja en þau að konunni sjálffi sé treyst til að fæða á öruggan hátt. Þess í stað er hún komin inn í heim sem trúir á tæknina. Og það er nú einu sinni svo að þegar við höfum starfsfólk umkringt tækjum og lyfjum sér til halds og trausts eru meiri líkur á að tækin og lyfin séu notuð — jafnvel þótt þess sé stundum ekki þörf. Þar sem um margar fæðingar er að ræða og starfs- fólk verður önnum kafið er líka hættara við að gripið verði til aðgerða til að flýta fyrir. Til hvaða spamaðar leiðir þessi af- skiptatíska „fæðingartækninn- ar“? Það er vægast sagt sorg- Iegt til þess að hugsa ef barátta fyrir mannúðlegri fæðingum dettur niður. Hvemig stendur á því að við eigum erfiðara með að skilja að fæðingar í krafti sjálfstrausts kvenna kosta okk- ur minna en fæðingar í um- hverfi þar sem tæknin hefur forgang framyfir tilfinningar? Til dæmis kostar það minna ef konur fá að hreyfa sig eins og þær vilja á meðan á hríðum stendur. Hreyfing eykur blóð- streymi og konan finnur minna til og þarf síður á verkjalyfjum að halda. En til þess að konur fái að hreyfa sig eins og þær vilja og fæða í þeirri stellingu sem þær finna að hentar þeim best verður fæðingarherbergið að vera hannað með þetta í huga. Um slíkt er ekki að ræða á sjúkrahúsi. Þetta er bara eitt lítið atriði af mörgum sem skipta máli þegar rætt er um muninn á því að fæða í krafti sjálfstrausts eða í skjóli efans. Hvemig er hægt að koma valdamönnum í skilning um að fæðing er eðlilegt fyrirbæri og mjög persónuleg upplifun fyrir konu og maka? Því hefur verið haldið fram að fæðing sé punkturinn yfir i-ið — getnað- inn sjálfan. Það að bjóða kon- um og þeirra nánustu upp á stofnanaumhverfi er í hróplegri mótsögn við þá persónulegu reynslu sem bamsfæðing er. Eins og Sheila Kitzinger segir í bók sinni Konan—kynreynsla kvenna er það „eins og við ætt- um að njóta samfara, úthella sál og líkama í tilfinningaflóði í iðandi manngrúa á fjölsóttri flugstöð, á stórri jámbrautar- stöð, í leikfimisal eða flísa- lögðu salemi". Lokun Fæðing- arheimilisins, ef af henni verð- ur, yrði stórt skref aftur á bak. Við höfum ekki efrii á að hafna fæðingum þar sem konum er fyrst og fremst gert kleift að úúa á sig sjálfar. Spyrjiö Jónu um kynlífiö. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10,101 Reykjavík.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.