Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 30. APRÍL 1992
15
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar er eins árs gömul í dag.
Þessi stjórn, sem gamlir viðreisnarseggir höfðu látið sig dreyma um í
20 ár, hefur átt erfiðari daga en vonir þeirra stóðu til.
Ytri vandi stjórnarinnar er œrinn og við bætist innri vandi,
því innan beggja þingflokka eru uppi
efasemdir um einstaka liði stjórnarstefnunnar.
Ágreiningsefnin eru mörg og kunnugir spá „heitu sumri“
því tíminn til þess að jafna þau ersenn á þrotum.
flokkur, en Davíð Oddssyni
virðist líka hafa tekist betur til
við að halda flokknum saman en
margir væntu.
„Davíð hefur reynst meiri
mannasættir en ferill hans sem
borgarstjóra benti til,“ sagði einn
þingmanna Sjálfstæðisflokksins
þeir yrðu seldir, er enn óafgreitt
og þar með f lausu lofti hug-
myndir um tekjur af þeirri sölu.
Sumir aðstandenda ríkisstjómar-
innar töldu áróður stjómarand-
stöðunnar gegn einkavæðingar-
áformum hafa borið árangur og
virtist það mál vera fómarlamb
klaufaskapar og ónógs undir-
búnings eins og spamaður í heil-
brigðismálum fyrr í vetur. Það er
þó eindreginn ásetningur stjóm-
arinnar að halda áfram undir-
búningi sölu ríkisfyrirtækja.
ÓNOT í ALÞÝÐUFLOKKN-
UM
Það er ágreiningur um ríkis-
fjármál og einkavæðingu í báð-
um stjómarflokkunum, en hann
hefur komið upp á yfirborðið í
Alþýðuflokknum vegna þess að
hann blandast tortiyggni í garð
forystumanna. Það er ekki meiri
málefhaágreiningur á milli Jóns
Baldvins og Jóhönnu en til
dæmis á milli Davíðs og Þor-
steins Pálssonar, en vinnulag
Jónanna tveggja í Alþýðu-
flokknum hefur skapað sérstakt
andrúmsloft í flokknum.
Þeir em báðir „einfarar",
vinna sína vinnu og kynna mál
án samráðs við flokksmenn og
stundum án samráðs við þing-
flokkinn. Dæmi um það er
bankafrumvarp Jóns Sigurðs-
sonar, sem „varð til í skjalatösk-
unni hjá honum“ án þess að það
væri kynnt sérstaklega í þing-
flokknum fyrirfram. Jón flytur
mál með stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjómarinnar og yfirburðaþekk-
ingu að vopni og flokksmenn
geta lítið annað en muldrað og
ónotast yfir skorti á samráði.
Samráð er líka vandfundið í
orðabók Jóns Baldvins, sem allt-
flokksstjómarmenn heyrðu hana
fyrst í útvarpi kvöldið áður en
átti að afgreiða hana. Flokkurinn
átti engra kosta völ annarra en að
samþykkja eða gera opinberan
uppsteyt gegn formanninum án
mikilla efnislegra raka.
Þetta hvetur vitanlega ekki til
trúnaðartrausts, en Jónamir hafa
komist upp með þetta í krafti af-
burðahæfileika og vegna þess að
enginn getur komið í þeirra stað
innan flokksins. Sú er enn reynd-
in. Fregnir af formannsffamboði
Jóhönnu Sigurðardóttur virðast
vera stórlega ýktar, enda hefur
hún einungis neitað að útiloka
framboð. „Hún hefur heldur ekki
opinberlega útilokað að bjóða
sig lfam til forseta í Bandaríkj-
unum,“ sagði krati sem vill líka
gera lítið úr fréttum af yfirlýs-
ingaleysi Jóhönnu. Enginn
stuðningsmanna hennar í
flokknum vildi heldur veðja á að
hún færi í framboð.
Þetta dregur þó ekki úr þeirri
undiröldu og þeim ótta flokks-
manna að nú ætli forystan (les:
Jónamir) að halda áfram á braut
harkalegs niðurskurðar sem
flokkurinn verði látinn bera
ábyrgð á. Það er þess konar tor-
tryggni, en ekki stórkostlegur
málefnaágreiningur, sem er und-
irrót átaka sem birst hafa í fjöl-
miðlum.
Fyrir sitt leyti vill Jón Baldvin
að flokksþing sé frá þegar kemur
að erfiðum ákvörðunum í haust.
Og fyrr geta ekki staðið nein efh-
isleg rök fyrir framboði Jóhönnu
eða annars „vinstri krata" gegn
honum.
DAVÍÐ HEFUR STYRKST
Þessi fjölmiðlaátök í Alþýðu-
flokknum em þeim mun athygl-
Hún var ekki með í Viðey og fer að gera upp við sig hvort hún ætlar að vera með yfirleitt.
af hefur stjómað flokknum eins
og einkafyrirtæki. Ákvörðunin
um að flýta flokksþingi er dæmi-
geið. Fæstir þingmenn flokksins
vissu af þessari hugmynd fyrr en
seinnihluta vikunnar og flestir
isverðari vegna þess að hina
raunverulega stjómarandstöðu
er oftar að finna í Sjálfstæðis-
flokknum. Þar er oftar meiri
málefhaágreiningur en hjá kröt-
unum, enda stærri og víðfeðmari
og aðrir bentu á að Davíð væri
mikið í mun að halda ríkisstjóm-
inni saman. Það hefur líka hjálp-
að til að mestu átakamál stjóm-
arinnar hingað til hafa heyrt und-
ir Alþýðuflokkinn. Að Olafi G.
Þorsteinn siglir lygnan sjó. Það verður ekki honum að kenna ef allt fer í vaskinn. A meðan
passar hann sægreifana fyrir krötunum.
Einarssyni undanskildum þurftu
sjálfstæðisráðherramir yfirleitt
ekki að takast á við erfiðan nið-
urskurð.
Þetta breytist með haustinu
þegar umræða hefst um eitt af
stærstu óleystu málum stjómar-
innar, sjávarútveg og fiskveiði-
stjómun. Nefnd undir forystu
Magnúsar Gunnarssonar og
Þrastar Ólafssonar á að skila af
sér fyrir áramót, en ekkert sam-
komulag er í sjónmáli. Alþýðu-
flokkurinn leggur mikla áherslu
á breytingar í átt til auðlinda-
skatts, en þar er að mæta sterkri
andstöðu innan Sjálfstæðis-
flokksins, ekki síst í persónu
Þorsteins Pálssonar.
„I sjávarútveginum reynir á
átakalínuna Davíð-Þorsteinn,“
sagði alþýðuflokksráðherra og
bætti við að Þorsteinn hefði
hingað til notað hvert tækifæri
sem gæfist til að hnykkja á and-
stöðu sinni við sjónarmið Al-
þýðuflokksins. „Þama reynir
fyrst fyrir alvöru á Davíð." Sjálf-
stæðismenn vildu gera minna úr
þessum ágreiningi og vom yfir-
leitt bjartsýnir á að málamiðlun
fyndist í málinu.
Sömuleiðis töldu sjálfstæðis-
menn ekki mikinn þunga að baki
ónotum sem einstakir þingmenn
flokksins, til dæmis Matthías
Bjarnason og Ingi Björn Al-
bertsson, hafa hreytt í Davíð j
blaðaviðtölum að undanfömu. I
tilfelli Matthíasar væri um að
ræða meint átök landsbyggðar
og þéttbýlis, sem væri vandi allra
flokka. , J>essir menn ógna ekki
Davíð, meira að segja þótt Þor-
steinn gengi í lið með þeim,“
sagði aðstoðarmaður ráðherra úr
Sjálfstæðisflokknum.
STJÓRNINSITUR
Hvernig svo sem lyktar
átökum um fjárlög og atvinnu-
mál, sem framundan eru, voru
viðmælendur blaðsins á því að
stjómin væri hvergi á fömm. í
versta falli myndi hún missa
dampinn í innbyrðis átökum,
en frá færi hún ekki. Um stóla-
skipti ráðherra virðast heldur
engin áform á næstunni. „Ekki
fyrr en um mitt ár 1993,“ sagði
ráðherra sem miklu fengi um
það ráðið.
Ástæðumar? Það er enn of
mikið ógert. Jón Sigurðsson á
eftir að fylgja eftir bankamál-
unum, Þorsteinn Pálsson lætur
ekki sjávarútveginn af hendi
fyrr en ríkisstjórnin hefur
markað sér stefnu í fiskveiði-
stjómun, Jón Baldvin þarf að
fylgja Evrópusamningum í
höfn og Ólafur G. Einarsson „á
eftir að skila miklu í spamaði".
Eina óvissuspilið á þessari
hendi virðist vera Jóhanna Sig-
urðardóttir. „Hún þarf að gera
upp við sig hvort hún ætlar að
vera í þessari ríkisstjórn eða
ekki og í framhaldi af því hvort
hún ætlar að halda áfram af-
skiptum af stjórnmálum,“
sagði alþýðuflokksmaður. At-
burðir sumars og hausts skera
úr um það,________________
Karl Th. Birgisson
JÓHANNES
Nordal er þá búinn að halda
sína hefðbundnu ræðu um
peninga. Óvenjumargir
mættu til að hlusta, væntan-
lega vegna þess að margir
halda að þetta verði síðasta
ræðan. Á meðan birtist gömul
metsöludrottning á klakanum,
Halla Linker, og gaf Kvik-
myndasjóði gamlar fjöl-
skyldumyndir. I sömu andrá
berast tíðindi af Erlu Rafns-
dóttur, annarri afrekskonu,
sem hefur verið landsliðs-
þjálfari kvenna síðan í sept-
ember og ekki stýrt liðinu í
einum einasta landsleik. Og
ein konan enn sem hefur lítið
notið hæfileika sinna er
KRISTJANA
Milla Thorsteinsson sem
hefur verið í stjómarandstöðu
innan Flugleiða síðan elstu
menn muna. Hún hefur haft
lítið að gera eins og Erla (not-
aði reyndar tímann til að út-
skrifast sem viðskiptafræð-
ingur eins og Erla), en nú hef-
ur Kristjana fengið nýtt hlut-
verk, sem er að vígja nýjar
flugvélar á Vestfjörðum. Og
talandi um konur með leynda
fjársjóði má nefna að Svan-
hildur Bogadóttir borgar-
skjalavörður leyfir fólki þessa
dagana að skoða í hirslur sín-
ar. Eftir að hafa skoðað ráð-
húsið er tilvalið að sjá hvar
reikningamir lenda. Penni
vikunnar er
INGÓLFUR
Guðbrandsson sem laum-
aði litlu bréfi í Morgunblaðið
um töffa Malasíu (skyldi
Golli ætla að fljúga þangað?)
Annar frægur farfugl og fag-
urkeri, Sigurður A. Magnús-
son, segir okkur í sama blaði
að það sé óviðjafnanlega
gaman að fást við óviðráðan-
leg verkefni. Það er ekki víst
að Árna Blandon sé skemmt
en Sigurður er óvenju bros-
mildur á myndinni. Kratabros
vikunnar birtist á andliti
INGVARS
Viktorssonar sem upplýsir
lesendur Alþýðublaðsins um
að það sé sitthvað að vera
venjulegur, ómerkilegur krati
og vera Hafnarfjarðarkrati.
Hafnarfjarðarkratamir em
,Jtreinræktaðir, bjartsýnir og
jákvæðir,“ — en hvað skyldu
hinir vera?