Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRIL 1992
UNDIR ÖXINNI
Stórtíðindi á tölvumarkaðinum
Ögmundur Jónasson
FORMAÐUR BSRB
Fólk ekki reiðu-
búið lil aðgerða
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara
verður borin undir atkvæði launa-
fólks á næstu vikum. Eftir átta mán-
aða þref varð árangurinn 1,7 pró-
senta launahækkun, láglaunabætur
og óljós loforð um lækkun vaxta og
um að ríkisstjórnin muni ekki gera
eitt og annað við velferðarkerfið.
I Ijósi hástemmdra yfirlýsinga, fæddist ekki lítil mús?
„Eg kannast ekki við hástemmdar yfirlýsingar. Þær kröfur sem
við settum fram þegar við hófum þessar viðræður var kaupmátturinn
í júní á síðasta ári og það sem felst í þessari miðlunartillögu er að
kaupmáttur almenns launataxla verður hækkaður upp í það sem
hann var þegar samningunum síðustu lauk í september. Kaupmáttur-
inn mun rýma á tímabilinu, þótt við búum við gengisfestu og litla
verðbólgu, en að sönnu koma til láglaunabætur til þeirra sem eru
undir 80 þúsundum króna í heildartekjum. Fyrir þá lægstu skiptir
slíkt að sjálfsögðu máli. Því má ekki gleyma að við emm að tala um
miðlunartillögu og hún verður til vegna þess að við erum ósátt við
niðurstöðuna. Það sem kemur frá stjómvöldum er að mínu mati allt
of rýrt.“
Ykkur varð tíðrætt um árásir á velferðarkerfið. Er með
nokkru móti hægt að segja að slíku hafi verið hrundið?
„Ekki nema að mjög takmörkuðu leyti. Við vöruðum mjög við
því hversu geigvænlegar skerðingar eru látnar dynja á velferðarkerf-
inu, hálfur milljarður tekinn úr bamabótapakkanum, flatur niður-
skurður í heilbrigðiskerfinu svo hundruðum milljóna skiptir og
fleira. Við vömðum sérstaklega við lokun öldmnardeilda og aíf henni
verður ekki. Sama gildir um bamageðdeildir. Þetta er auðvitað fagn-
aðarefni, en það er umhugsunarefni að menn skuli þurfa að vera að
þjarka um það í kjarasamningum hvort öldmðum, lasburða og geð-
sjúkum verði vísað á dyr í þjóðfélaginu."
Var ekki hægt að knýja á um meiri árangur?
,fólk er ekki reiðubúið að svo stöddu til að knýja á eftir þessum
l kröfum með verkföllum eða öðmm aðgerðum — og þá er niðurstað-
an þessi. Hvað kjaraviðræðumar sjálfar snertir var þetta leyst með
miðlunartillögu, vegna þess að við vorum ósátt við niðurstöðuna.
Menn gera það sem þeir telja skynsamlegast hverju sinni og það
ræðst af því hvað fólk er reiðubúið að gera til að knýja á um kröfur
sínar.“
Þetta er miðlunartillaga, en þið leggið til að hún verði
samþykkt. Er þetta þá nokkuð annað en samningur sem þið
hafíð gert og ættuð sjálfir að bera undir fólk?
„Af hverju ekki kalla hlutina réttum nöfnum? Þetta er tillaga ffá
sáttasemjara sem hann ber upp. Þetta er ekki kjarasamningur sem
við höfum skrifað undir. En fýrir mína parta tel ég eðlilegt og rökrétt
að samþykkja tillöguna."
Þannig að þetta verður það eina sem skilar sér eftir átta
mánaða þref?
„Viðsemjendur okkar hafa látið fólk dingla í lausu lofti mánuðum
saman án þess að fara í alvarlegar viðræður, en það er ekki á okkar
ábyrgð. Ég held það væri ráð að ríkisstjóm og atvinnurekendur
tækju sig saman í andlitinu og hugsuðu sinn gang. Verði þetta sam-
þykkt kemur úu mánaða hlé þar sem menn ættu að hugsa til þess að
breyta þessum vinnubrögðum og hætta að misbjóða fólki með þess-
um hætti.“
KOS AFSALAR SER
DIGIIAL-IIMBOÐiniU
*
Starfsmenn tölvudeildar KOS ræða við Þróunarfélagið um fjármögnun
vegna stofnunar nýs tölvufyrirtækis.
Fyrirtækið Kristján Ó. Skag-
fjörð (KÓS) hefur ákveðið að
leggja niður tölvudeild sína og
hætta sem umboðsaðili fyrir
Digital-tölvur. Starfsmenn
tölvudeildar fyrirtækisins, tæp-
lega tuttugu manns, eiga nú í
viðræðum við Þróunarfélag ís-
lands um fjármögnun á stofnun
nýs fyrirtækis um innflutning á
Digital. Vitað er að aðrir aðilar í
tölvubransanum líta þetta vöm-
merki hýra auga.
KÓS hefur átt í talsverðum
fjárhagsörðugleikum á síðustu
áram og starfsmönnum fækkað
verulega. Þegar best lét voru
rúmlega þijátíu manns starfandi
í tölvudeild KÓS, en era nú átj-
án. Að sögn Aðalsteins Helga-
sonar er það sameiginleg
ákvörðun KÓS og Digital að
leita leiða til að fá einhvem ann-
an til að taka við starfseminni.
„Við höfum verið með útgerðar-
vörar, matvörar, byggingarvör-
ur og tölvur. Starfsemin í kring-
um þessar vörutegundir hefur
verið ósamtengd og því vildum
við skoða þessa leið. Að mínu
mati verður þetta ekki gert nema
upp rísi öflugt Digital-fyrir-
tæki.“
Væntanlegt fyrirtæki tæki við
stórum þjónustusamningum.
Meðal stofnana og fyrirtækja
sem nota Digital að mestu eða
öllu leyti eru íslandsbanki,
Seðlabanki, ÍSAL og Vegagerð
ríkisins, en meðal annarra stórra
notenda eru Rarik, Rafmagns-
veitur Reykjavíkur, Póstur og
sími, Landsvirkjun, Fjárfesting-
arfélag íslands og Veðurstofan.
Notendur Digital-tölva hafa
haft með sér félagsskap um ára-
bil. Þar hafa þessar hugmyndir
verið ræddar og að sögn eins
Reykj avíkur borg
Vildi ekki
stjómarmanns í félaginu er það
talið ótvírætt til bóta að Digital
verði tekið út úr KÓS og nýtt
fyrirtæki stofnað. „Ef þetta yrði
hins vegar keypt af öðram inn-
flytjanda, t.d. Örtölvutækni eða
Einari J. Skúlasyni og gert að
deild hjá slíkum aðila, væri ekki
um framför að ræða að okkar
mati.“
lægsta tilboðið
Furugerði 1. Lægsta tilboði í
viðgeröir á húsinu var ekki
tekið heldur öðru sem var
sex milljónum króna hærra.
Tuttugu tilboð bárust í við-
gerðir og málningu á húseign-
inni Furagerði l, sem er í eigu
Reykjavíkurborgar. Kostnaðar-
áætlun hljóðaði upp á rúmar 26
milljónir króna. Lægsta tilboðið
hljóðaði upp á tæpar 15 milljón-
ir króna. Innkaupastofnun
Reykjavíkur vildi ekki taka því
tilboði, heldur öðra sem var öllu
hærra en samt talsvert undir
kostnaðaráætlun. Það tiiboð
hljóðaði upp á 21 milljón króna
og var frá Málningarþjónust-
unni Höfn. Borgarráð hefur far-
ið að tillögu Innkaupastofnunar
og því verður gengið til samn-
inga við Málningarþjónustuna
Höfn.
Aðrir sem buðu í verkið og
vora lægri era óánægðir með af-
greiðslu málsins. Munurinn á
lægsta tilboði og því sem var
tekið er hvorki meiri né minni
en 6 milljónir króna.
Það ergir Reykvíkinga í hópi
þeirra sem buðu að Málningar-
þjónustan Höfn er í Mosfellsbæ
og því ekki til að dreifa að hærra
tilboði hafi verið tekið til að
tryggja heimamönnum vinnuna.
Eins og áður sagði var kostn-
aðaráætlun rúmar 26 milljónir.
Meðaltal tilboða var hins vegar
rúmlega21 milljón króna.
Þrotabú BOR hf. gert upp
Ekkert fékkst upp í
90 milljóna kröfur
Skiptum í þrotabúi BOR hf„
Bygginga og ráðgjafar, er lokið
og fundust engar eignir upp í
kröfur, sem við upphaf skipta í
júní 1989 vora tæpar 70 millj-
ónir eða um 90 milljónir króna
að núvirði. Enn hefur ekki verið
dæmt í máli ákæravaldsins gegn
forráðamönnum BOR, þeim
Sveini E. Úlfarssyni og Björg-
vini J. Jóhannssyni, sem sakaðir
era um að hafa dregið sér rúmar
sjö milljónir af söluskatti sem
þeir innheimtu á árunum 1986
og 1987.
BOR var stofnað 12. nóvem-
ber 1983 af Björgvini, Sveini,
Magnúsi J. Sigurðssyni og eig-
inkonum þeirra. Fyrirtækið var
staðsett á Smiðjuvegi 11E í
Kópavogi og var umboðs- og
heildverslun með sölu á ,Jieims-
þekktu álbyggingarmótunum ftá
ABM“, einnig með einkaumboð
lyrir Aerosmith-loítverkfæri.
Það var einkum Sveinn E.
Úlfarsson sem sá um rekstur
BOR. Magnús hætti afskiptum
af fyrirtækinu um áramót
1986-1987 eftir að ósamkomu-
lag kom upp. Endurskoðandi
fyrirtækisins, Þorvaldur Þor-
valdsson, sagði af sér apríl
1988, en þrátt fyrir ítrekaðar
beiðnir fékk hann aldrei nauð-
synleg gögn til að vinna eftir. Þá
hætti stjórnarformaðurinn
Björgvin Jóh. Jóhannsson öllum
störfum í þágu fyrirtækisins í
maí 1988.
BOR var úrskurðað gjald-
þrota 26. júm' 1989. Kröfúr bár-
ust frá 35-40 aðilum og voru
upp á nær 70 milljónir, þar af
tollstjóri með um 21 milljón og
Gjaldheimtan með um 10 millj-
ónir. Aðeins var tekið tillit til
þriggja forgangskrafna, frá
tveimur lífeyrissjóðum og ein-
um starfsmanni, upp á alls 1,7
milljónir. Engar eignir komu í
ljós og vora veð aðeins fyrir litl-
um hluta af þessu, en eigendur
BOR persónulega ábyrgir fyrir
hluta skuldanna.
Sveinn E. Úlfarsson, helsti
eigandi BOR. Kröfur í þrota-
búið voru 90 milljónir að nú-
viröi. Hann og Björgvin J.
Jóhannsson voru ákærðir
fyrir aö hafa dregið sér sjö
milljonir af söluskatti, en
dómur hefur ekki gengið.
Skömmu fyrir gjaldþrot BOR
stofnaði Sveinn byggingarfé-
lagið Geithamra.