Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRÍL 1992
35
Hann er grúskari og
hæfileikamaður á
mörgum sviðum.
Tómas Ponzi spilar
á fiðlu, er myndlist-
armaður og síðast
en ekki síst með
ólæknandi áhuga á
tölvum. Síðustu ár
hefur hann horfið til
Parísarborgar á
sumrin með blokk-
ina sína, penslana
og ferðatölvuna,
unnið sem eyland
París — einmana ís-
lendingur í vinnu-
búðum. í dag er
hann orðinn pabbi,
kominn í hlutverk
uppalanda og á
fleygiferð inn og út
af tölvuskjám.
„Það getur verið svolítið erfitt
að samræma alla þessa þætti,“
segir Tómas þegar hann er
spurður út í tölvuævintýri og
listalíf. „Hér eru þó rosalega
miklir möguleikar. Maður er að
reyna að samræma tæknihliðar
tölvunnar, sem er í sjálfu sér al-
veg steindautt apparat og oft
misnotuð að mér finnst. Það er
hægt að gera mjög margt skap-
andi með hana, hún er ekki svo
ógurleg og geld ef menn nota
hana á réttan hátt. f þessu þjóðfé-
lagi birtist hún okkur sem mjög
fræðileg tækni sem ætlar að
drepa alla sköpun.“
Margirfá á tilfinninguna aS
listamaður sé að taka niður
fyrir sig þegar hann leggur
pensilinn á hilluna og sökkvir
sér ofan í tölvur. Er eitthvað til
í þessu?
„Það er mikið til í þessu.
Kannski er það svo að ég er svo-
lítið bæklaður. Ég er búinn að
leggja svolitla vinnu í tölvur og
hef kannski samviskubit yfir þvf
að listin hefur setið á hakanum.
Svo nú er ég að reyna að sam-
ræma þetta.“
Tómas hefur lagt sig í líma
við að nýta sér listfræðilega
möguleika tölvunnar ef svo má
að orði komast. Er skemmst að
minnast tónlistarmyndbands
sem hann vann í samvinnu við
Eyþór Arnalds poppara og var
kosið myndband síðasta árs.
Tómasi hefur því tekist vel tii og
heldur áfram listrænni þróun
sinni með aðstoð tölvunnar.
,JEg reyni að minnsta kosti að
gera eitthvað nýtt, leik mér með
mínar eigin pælingar sem tengj-
ast teiknimyndaforritinu mínu.
Ég geri hreyfimyndir á tölvu og
er alltaf að þróa þær. Þá koma
verkefhi sem gefa tækifæri til að
prófa nýjar hliðar á forritinu.
Þegar ég gerði tónlistarmynd-
bandið á síðasta ári var forritið á
fmmstigi en nú emm við Eyþór
að vinna auglýsingu þar sem við
munum þreifa okkur áfram í
„anímeringu" á einni fígúm.
Við emm að prófa að taka inn
vídeómyndir, málaðar vatnslita-
myndir inn í gegnum vídeóvél.
Þar em miklir möguleikar og
auðveld leið til að fá hreyfingu.
Aðrir velja aðrar leiðir til að an-
ímera, til dæmis að teikna og
taka upp á kvikmynd. Ég nota
tölvuna sem upptökutæki og nú
er maður að prófa hvaða mynd-
rænum upplýsingum maður get-
ur komið inn, einhveijum nýjum
stflum, nýjum áhrifum. Það er í
sjálfu sér ekkert neikvætt við
tölvuna. Hún er bara hjálpartæki
sem maður getur notað.“
Er hér um einhverja sérvitr-
inganýlundu að rœða í ís-
lenska tölvuiðnaðinum? Er
þetta ekki það sem koma skal?
„Það em ekki margir í þessu
hér á landi, aðeins tveir eða þrír.
Einn handleggurinn er þrívídd-
argrafík. Hún birtist á sjónvarps-
skjánum bæði þegar hnötturinn
er gataður og springur út í allar
áttir og í auglýsingakynningu
Ríkissjónvarpsins.
Við höfum einhverja tækni-
bjána sem hafa ekkert auga og
em að stýra þessu og búa til
myndmál fýrir okkur áhorfend-
uma. Við sjáum þetta rúlla fram
og aftur í sjónvarpinu, allar jress-
ar sprengingar og dót, og þykir
voða flott.
Ég vil sjálfur ekki fara út í
svoleiðis forritun því mér finnst
hún ekki lifandi. Þar er tölvunni
látið einum of mikið í té, hún sér
um að búa til heiminn. Ég nota
tölvuna meira sem upptökutæki
fyrir myndimar mínar. Tölvan
gerir í sjálfu sér ekkert annað en
að sýna þær á mismunandi hraða
og blanda saman myndum.
Fólk sem hefur ekki mikla
listræna hæfileika eða kunnáttu í
teikningu stólar á tölvutæknina
alveg hreina. Þá em til mjög öfl-
ug forrit sem geta gert þrívíddar-
grafík mjög áhrifaríka, en hún er
dauð að mér finnst. Það er ekki
mikil sköpun eða líf sem á sér
stað þar og einmitt það er svo
leiðinlegt við tölvugrafíkina."
9h)jar
tölciióíini-
þjóööiitjuf
Kokkur á bát einum bak-
aði eitt sinn tvær stórar og
fallegar tertur. Að bakstrin-
um loknum lagði hann þær
stoltur á borð og hlakkaði til
að sjá viðbrögð hásetanna
við að fá glóðvolgan heima-
bakstur með kaffinu.
Svo vildi til að einn háset-
anna kom fyrr í borðsalinn
en nokkur hinna. Það var
reyndar ekki í fyrsta sinn
sem svo var og sérstaklega
þegar eitthvað gott var á
borðum. Hann settist strax
að borði og skar sér sneið af
annarri tertunni. Eftir að
hafa étið sneiðina skar hann
sér aðra og aðra og aðra og
hætti ekki fyrr en hann var
búinn að éta um þijá fjórðu
hluta tertunnar.
Þegar þar var komið
komu hinir hásetamir í
borðsalinn. Þá ýtti sá sem
fyrstur kom og hafði étið
meirihlutann af tertunni af-
ganginum ffá sér og stundi:
,JEi, mér finnst hún ekkert
góð þessi.“
Að því loknu tók hann til
við að éta hina tertuna.
(úr sjomannasogum)
R I M S f R A M S
Erum við kannski sœnsk?
Allir líta bara á okkur sem kúnstugt
afbrigði afSvíum. Við ein vitum hver
við erum — það er okkar mál hver
við erum, ekki annarra. Annars erum
við ekki til.
Það var þáttaröð í sjónvarp-
inu um Evrópubandalagið fyrir
nokkru. Þetta voru gamanþætt-
ir, enskir, og sá sem ég horfði á
var frekar lítið fyndinn. Of-
leiknar stereótýpur og brandarar
byggðir á hugmyndum Eng-
lendinga um þjóðir meginlands-
ins. Ég tók eftir einu: Daninn í
þáttunum var ekki bara fulltrúa-
nefna af lægstu sort — hann var
hreinlega sænskur. Bæði talaði
hann enskuna með sænskum
hreim og svo var hann líka
mjög leiðinlegur með sífelldar
áhyggjur yfir öllu, andlitið var
langt og raunalegt og hárið
klesst — það var ekki um að
villast, þetta var greinilega Svíi.
Ef það var eitthvað sem þessi
meinti Dani hafði ekki til að
bera þá var það einmitt det
danske smil.
Þáttagerðarmennimir klikk-
uðu þama á stereótýpunni. Og
er það ekki allt í lagi? Geta þeir
eitthvað verið að standa í því að
skilja á milli þessara Norður-
landaþjóða? Hver þekkir Balk-
anþjóðimar í sundur hér?
Enginn. Mórall sögunnar er
náttúrlega sá að hvað sem við
gemm til landkynningar, hvem-
ig sem við reynum að kynna
land og þjóð með aflrauna-
mönnum og fiskfegurðardrottn-
ingum, hvemm, fossum, skáld-
um, málurum eða keramik, já
jafnvel þótt við vinnum evró-
visjónkeppnina af því að nú
höfum við vit á því að vera ekki
með of gott lag eins og manni
skilst að hafi alltaf áður verið
gallinn — hvemig sem við
bröltum þá munu þjóðir Evrópu
alltaf líta á okkur sem nokkurs
konar Svía, nema auðvitað
þjóðir Norðurlanda sem líta á
okkur sem nokkurs konar
Hobbitta.
Það var grein í PRESSUNNI
fyrir nokkm um að við hefðum
smám saman misst sjálfstraust-
ið og eitt og annað talið upp í
því sambandi — alls kyns
sjálfsblekkingar okkar tættar í
sundur. Flestar áttu þær sameig-
inlegt að varða þær hugmyndir
sem við gemm okkur um þær
hugmyndir sem útlendingar
gera sér um okkur. Það kom á
daginn að öllum var sama um
Höbbði-house og kynna þurfti
Kjarval sérstaklega á uppboði í
London einn málara. Og svo
framvegis. Hvað segir þetta
okkur?
Það að við emm ekki til í
augliti útlendinga. Og það er af-
skaplega góð tilhugsun. Það er á
einhvem máta mjög frelsandi.
Við höfum alltof lengi tíðkað að
spegla okkur í augum útlend-
inga. Við verðum að læra að
Kjarval er ekki merkur vegna
þess að útlendingi finnst hann
merkur heldur er hann merkur
vegna þess að hann hefur þýð-
ingu fýrir okkur og ef það þarf
að kynna hann sérstaklega fyrir
einhverju liði í London segir
það meira um það lið heldur en
Kjarval. Áður en við göngum til
liðs við sameinaða Evrópu
verðum við að endurvekja
sjálfsvirðingu okkar. Umfram
allt leggja niður hugtakið voða-
lega ,Jandkynning“ vegna þess
að það ber vott um þann hugs-
unarhátt að við séum fyrst og
fremst þjóð til þess að græða á
því að vera þjóð — og þá hætt-
um við að vera þjóð; verðum
fólk sem er að leika íslendinga.
Sem þýðir ekkert vegna þess að
allir líta bara á okkur sem kúnst-
ugt afbrigði af Svíum. Við ein
vitum hver við eram — það er
okkar mál hver við eram, ekki
annarra. Annars eram við ekki
til.
Og þar með er ég hættur.
Þettaer síðasti pistillinn að sinni
í þetta blað. Ég þakka fyrir mig.
Heidá.