Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 30. APRÍL 1992
37
A
J. Xðalfundur Félags íslenskra leik-
ara var haldinn síðastliðið mánudags-
kvöld. Kosinn var nýr formaður í stað
Guðrúnar Alfreðsdóttur og hlaut
Edda Þórarinsdóttir embættið. Sig-
urður Karlsson hafði boðið sig fram
en Tinna Gunnlaugsdóttir lagði fram
uppástungu um mótframboð. Edda
vann mótheija sinn með rúmlega tíu at-
kvæðum og var almenn ánægja með
kjör hennar, þar sem Sigurður hefur
þótt óbilgjam í skoðunum, til dæmis
um samningamál. Of mikil harka á
þeim vettvangi þykir stéttinni tæplega
til framdráttar. Fundurinn varð lengri
en til stóð í upphafi og lauk ekki fyrr en
klukkan tvö að nóttu...
F
J_—/ins og greint var frá í PRESS-
UNNI í síðustu viku var mynd Þráins
Bertelssonar, „Sigla himinfley", í
hættu vegna harðra
samningaviðræðna
Sjónvarpsins og Fé-
lags íslenskra leikara.
Á aðalfundi var sam-
þykkt tillaga Tinnu
Gunnlaugsdóttur
þess efnis að samn-
ingar yrðu gerðir á svipuðum nótum og
um kvikmyndaverkefni væri að ræða,
sem þýðir að leikarar hafi sveigjanleg-
an vinnutíma og 40 prósenta launaálag
verði fellt niður. Einnig var samþykkt
að fella niður biðlaun og að samnings-
atriði um greiðslur fyrir endursýningar-
rétt á Norðurlöndunum væru endur-
skoðuð. Hiti var mikill á fundinum
vegna þessa máls en jafnframt vegna
fáránlegs ósamræmis í samningum
leikara. Má sem dæmi nefna að nýút-
skrifaðir leikarar, sem hljóta fastráðn-
ingu, eru með 60 þúsund krónur í laun
á mánuði en geta hins vegar haft um
600 þúsund krónur fýrir 15 tökudaga í
kvikmyndavinnu...
F
_I_ undur flugráðs var haldinn í gær-
morgun vegna skipunar nýs flugmála-
stjóra og mælti meirihluti ráðs með
Þorgeiri Pálssyni prófessor, en minni-
hluti nefndarmanna var hlynntur skipan
núverandi varaflugmálastjóra, Hauks
Haukssonar, í starfið. Þorgeir er að
sögn kunnugra óumdeildur maður og
þykir afar hæfur. Hann hefur unnið
talsvert að flugstjómarmálum en hefur
að auki starfað talsvert fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn, því hann sat í níu manna
framtíðarstefnunefnd, sem skípuð var
af Davíð Oddssyni forsætisráðherra.
Bréf var sent Halldóri Blöndal sam-
gönguráðherra um niðurstöðu nefndar-
álits, en endanleg skipan í stöðuna er í
hans höndum...
Þ,
essa dagana er lánasjóðsfrum-
varpið til umræðu á þingi. A þingpöll-
unum situr Stúdentaráð og gaifar í því
að fá frumvarpinu breytt. Baráttan er að
taka á sig gamalkunnan blæ þar sem af-
hentar eru áskoranir og undirskriftir.
Það sem fer einna helst fyrir bijóstið á
nemum er tímasetning umræðnanna,
því nú standa yfir vorpróf. Allar að-
gerðir verða því að miðast við lítinn
mannafla. Þykir Stúdentaráði, með Pét-
ur Þ. Oskarsson í fararbroddi, að
gmnsamlega oft dagi frumvarpsumr-
æðuna uppi á vorin. Er þess skemmst
að minnast þegar skerðing var sam-
þykkt síðasta vor í miðjum piófúm og
efast Stúdentaráð ekki um að þetta sé
sérlega þægileg tímasetning fyrir ráða-
menn, því lítil von er til að stúdentar
mæti með glósumar sínar á þingpalla...
L'ORÉAL
TILBOÐ
VIKUNNAR