Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 28

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRBSSAN 30. APRÍL 1992 1 ■ Misnotaðu makann Eitt sinn var hægt aö misnota maka sinn veru- lega, en tillögur til nýrra hjúskaparlaga eru aö koma í veg fyrir þann möguleika. Þaö hafa þó margir stundaö í gegnum tíðina og munu sjálfsagt halda áfram aö gera þaö, enda viðurlög engin viö broti. Makinn er nú samt lögbrjótur ef hann leggur ekki sitt af mörkum. Þaö er því allt útlit fyrir að fólk fari aö bera saman tímana sína og jafni reikning- ana. O £m ■ Misnotaðu börnin Önnur leiö er aö misnota börnin, en árangur á því sviöi hefur fariö versnandi á síöustu árum og þegar upp er staðið er ef til vill fljótlegra aö gera hlutina sjálfur. Q vJ m Notaðu mömmur Ódýr leið felst í því aö fá til sín mömmur og tengdamömmur. Þessari leiö eru þó samfara ákveönir ókostir, sem felast helst í skertu persónu- frelsi á eigin heimili. 4 ■ Gleymdu þeim Þaö má reyna aö sleppa þeim alveg og sjá hvaö gerist. Vandamálin eru þá leyst hvert fyrir sig þeg- ar þau koma upp. Miskunnsamir samverjar eiga þaö til aö slæðast inn á heimili manns, fá svima- köst af draslinu og ganga í aö fjarlægja uppsafn- aöan óþarfa. 5 ■ Finndu réttan maka Klassíska leiðin felst í aö giftast vel og finna sér maka sem hefur jafnvel ánægju af heimilisverkum. Jafnréttishjal og nýju hjúskaparlögin geta þó kom- ið í veg fyrir aö þetta bragö heppnist sem skyldi. Vel tamið viöhald gæti líka komiö aö góöum not- um. 6 ■ Þjóðnýttu vini þína Það má þjóönýta vini sína. Bjóða gestum til veislu meö reglulegu millibili (ekki þrífa áöur en þeir koma) og skipa nefnd til að hjálpa viö tiltekt aö boöi loknu. Margar hendur vinna létt verk. 7 ■ Fáðu áhuga á fótbolta Komdu þér upp fótboltamaníu og segöu aö þaö sé mikilvægur leikur í ensku knattspyrnunni. Z X 01 LlI > U) _l UJ I < 01 LU ö o < O > o UJ > < < z (/) o l 0 < _l 3i Fáðuþérþræl Fá sér þræl. Getur þó kostað fjárútlát. 9 ■ Losaðu þig við heimilið Vera alls ekkert heima hjá sér nema rétt á næt- urnar. Gæta þess að boröa alltaf úti og fara alltaf heim til mömmu meö skítugu leppana. Einfaldast er auðvitað aö eiga hvergi heima og leggjast bara upp á annað fólk. H E O 01 UJ Ll O 10 Sættu þig við húsverkin Aö lokum má nefna aö ágætt er aö ganga O sæmilega um, en monnum gengur þaö misjafn- lega. Ir"“l HEIMILIÐ NeXT-tölvan er hugarfóstur Steve Jobs, þess sama og er faðir Macint- osh-tölvanna. Fyrir utan að vera feikiöflug og hræódýr miðað við getu er þetta eina tölvan, sem beinlínis er hægt að segja að sé falleg. Hún hef- ur allt til að bera: Svört, stílhrein og þó er það notagildið sem ræður ferð- inni. Leðurstóll hannaður af Le Corbusier 1928. Stendur allt af sér. Einföld hönnun og notagildi það sem blífur. Pennar ýmiss konar sem hafa klassíska lög- un og eru lausir við plastefni verða eftirsóttir langt inn í næstu öld. Straumbreytirinn. Þessi þungi, fallega græni frá Hafnarfirði. Fleygið honum ekki ef þið eigið hann til. Nú er hætt að framleiða þá og þeir eftirsóttir vegna út- lits, ekki síður en notagildis. Brauðristin er ekki „orginal“ en gott dæmi um hvernig þungir, klassískir hlutir standast tímans tönn og fara í framleiðslukerfið á ný. Nú má kaupa þessa gömlu hönnun í bættum búningi fyrir töluverðar upphæðir. Fmm+ídar-aiA+ík Með aukinni tækni verður auðveldara að nýta efni sem ekki hafa veriö nýtt áöur og í því sambandi kom nýlega á markað í Finnlandi stóll unn- inn úr kolefnistrefjum. Hing- að til hefur það efni ein- göngu verið notað í skíöa- stafi og tenn- isspaða. Efniö er mjög dýrt en sterkt og þarf lítiö af því í stólinn. Þetta er þar af leið- andi léttasti stóll sem framleiddur hefur verið og vegur aöeins um tvö kíló. Það sem við eigum firmst okk- ur ef til vill úr móð í dag, og hreint út sagt hali- ærislegt. En viti menn; sá tími gæti komið að þessir sömu hfutir yrðu antík. Jafn- vel ameríska plastlínanerkom- in aftur, nokkuð sem við vonuðum að sæist aldrei, aldrei meir. Til hughreystingar bendir aílt til jtess að klassísk, ein- föld form og áferðarfalleg eíhi standi ávailt af sér veður tímans og eigi sér mörg líf. Einföld form og efnisnotkun, mýkri iínur og bogalínur eru það sem koma skal og hætt er við mjög hvassar línur. I framtíðinni verður leitað að nýjum efnum til húsgagna- gerðar og í því felst þróunin. Þetta segir Þórdís Zoéga innan- Plastantík. Ameríski stíllinn er kominn aftur. Nokkuð sem við vonuð- umst til að Borð hannaö af Le Corbusier 1928. Stílhreint myndi aldrei, og úr varanlegum efnum. Gott dæmi um antík aldrei þykja framtíðarinnar. flott á ný. hússhönnuður. Að öllum líkindum er ál efni sem á framtíð fyrir sér og gler einnig. Aukin tækni hefur gert að verkum að nú er ýmislegt hægt að gera með gler sem ekki var mögulegt íyrir nokkrum ár- um. Það er fleira á döfinni og trúlegt að einhver ný plastefni komi til sögunnar líka. „Viðar- og leðurhúsgögn eru og verða alltaf klassísk en nú er erfiðara að fá góðan við en áð- ur,“ segir Þórdís. „Val á viðar- tegundum kemur til með að mótast af umhverfisáhrifum og það verður meiri virðing borin fyrir náttúrulegum efnum, jafn- framt því sem þeim verður sýnd meiri umhyggja. Þótt erfitt sé að geta sér til um framtíðina munu öll vönduð húsgögn flokkast sem antík. Þau sem endast og hafa notagildi koma aftur og aftur, og hafa tvo eða þrjá líftíma." Það má því brýna fyrir fólki að kaupa vand- að ef það ætlar sér að eiga antík í framtíðinni. Einnota húsgögn eru haugamatur eftir skamman tíma og endast ekki marga mannsaldra. Þau eru byggð til að jteim sé fleygt. í dag sér maður þrjátíu ára húsgögn koma aftur og ameríski plaststíllinn er jafnvel að brjóta sér leið í gegnum fínni hönnun. Aldamótahönnuðir á borð við Corbusier og Macintosh eru löngu orðnir klassískir og í raun má segja að fallegustu húsgögn- in sem notuð em í dag séu hönn- uð á fyrrihluta aldarinnar. Þegar upp er staðið em það tvímæla- laust einfaldleikinn og notagild- ið sem blífa. Fleygiö ekki baunasekknum. Hann heyrir til sígildrar ítalskrar hönnunar og er ákaflega fjölnota fyrirbæri. Heimili sjötta áratugarins gæti gerst ágengt á ný. Húsgögn haftatímans væri af þeim sökum óvitlaust að geyma ef þau eru ekki þegar komin á haugana.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.