Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30.APRÍL1992 Blaðamenn eru farísear nú- tímans. Starf þeirra er svo óhreint og ógeðfellt að venjulegt fólk getur ekki umgengist þá og meðtekið eins og aðra. Þetta var með því fyrsta sem Gunnar Þor- steinsson, forstöðumaður Kross- ins, sagði þegar við hittumst til að tala um kristindóminn og ástand þjóðarsálarinnar í kjölfar ferminga og páska. Hann hafði þetta reyndar eftir söfnuði sín- um, sem gerði einnig tillögur um bílasala og lögfræðinga sem farí- sea samtímans. En auðvitað talar hann við blaðamenn — enda miskunnsamur og það er hluti starfs hans sem áróðursmanns Guðs. Kannski er einhver huggun í því fólgin að hann er líka þeirrar skoðunar að þjóðarsálin í heild sé sjúk. Almennt talað. „Sú andlega fæða sem þessi þjóð leggur sér til munns er þess eðlis að þjóðarsálin er sjúk. Þeir sem nærast á skósólum verða sjúkir og þannig er komið fyrir þjóðinni. Það nægir að líta á hvemig fólk ver tíma sínum. Það vinnur sína vinnu, en þar fyrir ut- an neyta flestir þess sem fjöl- miðlar hafa uppá að bjóða, sem flest er mannskemmandi, afsið- andi og niðurbrjótandi. Þetta set- ur mark sitt á þjóðarsálina." En er þetta ekki eitthvað sem fólk, einstaklingar, ákveð- ur fyrir sjálft sig? „Jú, enda eru til undantekn- ingar, þótt ástandið sé almennt slæmt. Því verður hins vegar ekki breytt nema með því að breyta einstaklingunum, hverj- urn og einum, og fá þá til að raða í nýja forgangsröð því sem þeir láta ofan í sig, and- lega talað. Þegar það gerist, þá verða menn heilir. Það sem læknar fólk er fyrst og fremst orð Guðs. Það er það eina sem er eilíft í þessum heimi og í lífi fólks er löngun eftir þessu orði. Það er staðreynd. Og þótt hið almenna ástand sé jafn- slæmt og raunin er, þá eru ýmsir til sem sjá í gegnum þann raunveruleika sem blasir við flestum. Eg held að Guð eigi marga í þessu landi og miklu fleiri en við sjáum.“ FÓLK HEFUR VALIÐ RANGT Kristnin hefur látið undan síga og hlutverk trúarinnar er minna en það var í samfélaginu. ,Já og nei. Trúarbrögðin hafa ekki misst gildi sitt, heldur hefur fleira bæst við. Fólk hefur hallað sér að heimspekistefnum, íhug- un, jóga og svo framvegis, sem allt em í raun trúarbrögð. Þar að auki hafa stjómmálin orðið sum- um ígildi trúar. Trúarþörfinni hefur verið fullnægt á annan hátt en með því að rækta kristna trú.“ Fólk hefur valið annað. „Já og það hefur valið rangt.“ Vonandi vitandi vits. „Nei. Líttu á fyrirbrigði eins og innhverfa íhugun, spírit- isma og alls kyns isma. Þau hafa á sér kristið yfirbragð, en eru heiðin í eðli sínu. Boðun kristindómsins hjá kirkjunni og kristnum mönnum hefur misst marks. Við höfum ekki náð nógu sterkt til fólks og í stað þess að velja það besta, sem hægt er að höndla, hefur fólk gripið í hálmstrá." Af hverju œtti það frekar að velja kristindóminn? „Af því að við erum kristin þjóð. Við höfum krossinn í fánanum, verjum kirkjuna í stjómarskránni, við erum með þjóðkirkju og lítum á okkur sem kristna þjóð. Kristin boðun á að vera í öndvegi og kristnin á að vera Heilagsandatónlist eða helgislepja Gunnar Þorsteinsson í Krossinum í samtali um boðunina, kristindóminn, brandara Drottins og andkristilegt skólakerfi. Þaö er búiö aö gera kristindóminn ævintýralega leiöinlegan. Okkur er farið að ofbjóða hvað skólakerfið gerir. Við viljum að fólk geti sent börn sín til náms þar sem kristin viðhorf eru höfð í heiðri. Þetta er nauðsynlegt vegna afkristn- unar í þjóðfélaginu. fyrsti kosturinn. Hún er hins vegar ekki boðuð í krafti and- ans eins og þarf til að hún verði lifandi. Þetta er lykilat- riði. Trúarþörf fólks vaknar og það fer að leita fyrir sér á þess- um trúarmarkaði. Þar er verið að veifa mörgum röngum trjám og auðvitað ánetjast þeim fjölmargir. En flestir þeir, sem velja það sem er rangt og óheilnæmt, leita fyrr eða síðar þess sem er rétt og finna veg Guðs að lokum. Það er mín reynsla." Af hverju œtti fólk frekar að taka mark á Biblíunni en öðru sem er á boðstólum? „Við verðum fyrst að gera okkur grein fyrir því að krist- indómurinn er trúarbrögð, við erum að tala um að trúa. Trúin er sannfæring um það sem fólk vonar og fullvissa um það sem ekki er auðið að sjá. Þegar kristin trú er boðuð í krafti andans þá talar hún beint til hjartans. Þeir sem gefast Guði á hönd, fylla líf sitt af orði Guðs og anda Hans, fá full- nægju og lifa heilnæmu, full- nægðu lífi. Þeir hverfa úr þessu líft með fögnuði í faðm Drottins. Þetta er óyggjandi og hefur verið um aldir. Það er ekkert annað sem býður það sama. Ekkert. Yfir öllu öðru hvílir skuggi, óvissa, efasemd- ir, ótti og tortryggni. Aðeins kristindómurinn býður full- komna fró, sálar, anda og lík- ama.“ ÆVINTÝRALEGA LEIÐIN- LEGUR KRISTINDÓMUR Hann er mjög sannfærandi. Og mælskur. Gæti líklega orðið góður pólitfkus ef hann reyndi. Hann var líka róttækur sem ung- ur maður og veifaði rauðum fána eins og sást í PRESSUNNI fyrir skömmu. En hann segist hafa þroskast frá þeirri skoðun að breyta megi samfélaginu með lagfæringum á kerfi eða ytri um- gjörð. „Maður býr ekki til góða eggjaköku úr fúleggjum." Það verður að breyta manninum, hverjum einstaklingi fyrir sig. En umbúðimar skipta líka máli — formið sem trúnni er gefið. „Myndin sem fólk hefur af kristindómnum er fráhrindandi og neikvæð í flestum skilningi. Hann er gerður leiðinlegur, æv- intýralega leiðinlegur.“ En á hann ekki að vera al- varlegur og helgiyfir honum? „Það á að hvíla helgi yfir kristindómnum og hann á að vera alvarlegur á stundum. Nefnum dæmi. Við þingsetn- ingu fyrir nokkrum árum sagði presturinn brandara og þing- heimur hló. Þetta var hneyksl- ismál í margar vikur. Drottinn sagði nokkra sterka brandara í guðspjöllunum og kristindóm- urinn þolir hlátur. Kristnin er boðskapur gleðinnar og í hon- um er fögnuður. Á samkomum kristinna á fólk að vera að springa af gleði og fögnuði og það á að tjá. Þess vegna döns- um við og hrópum á samkom- um, við spilum tónlist sem er full af fögnuði og lofgjörð til Guðs. Við þurfum að hrista af okkur þessa þungu stemmn- ingu og helgislepju sem vill loða við kristindóminn. Við höfum fulla ástæðu til að fagna og vera glöð — við höfum höndlað það besta sem völ er á.“ Einhver myndi segja að þú vœrir að láta undan poppinu í tíðarandanum. „Það er rangt. Við erunt alls ekki að láta undan tíðarandan- um. Á hátíðum flytur þjóð- kirkjan einvörðungu klassíska og háklassíska tónlist. Það þýðir að hún er að höfða til ákveðins þjóðfélagshóps, sem er miðstéttarfólk. Tónlistin sem hinn breiði almenningur hlustar á er sniðgengin. Þetta er sú tónlist sem við notum, ósköp venjuleg dægurtónlist sem hrífur hugi fólks. Þessi PRESSAN/Jim Smart létta, taktfasta tónlist er í raun heilagsandatónlistin, sú sem kemur öllum líkamanum á ið, sú sem Guð notar gjama til að ná til fólks. Öll tónlist á heima í húsi Guðs, en þjóðkirkjan hefur tekið hluta hennar og sniðgengið annað. Það er ekki hægt að gera þá káta með há- klassískri tónlist, sem þola hana ekki. Við erum hér til að boða trú, en ekki þvinga ein- hverjum tónlistarstefnum upp á fólk. Það er öll tónlist frá Guði og Guð er höfundur allr- ar tónlistar." Ekki allrarþó...? „Ekki textanna, en tónlistin er nokkuð sem Drottinn á.“ AFKRISTNAÐIR GRUNN- SKÓLAR Trúarsannfæring Gunnars krefst þess að hann berjist gegn því sem hann álítur andkristilegt í samfélaginu. Þar hefur mest borið á því sem lýtur að tiltekinni tegund tónlistar, sem hann segir boða trú á djöfulinn, en þjónkun við hann getur þó birst á lævís- asta hátt. Meðal annars í skóla- kerfmu. ,J>að er gert lítið úr Guðs orði og þeir, sem hafa helgað líf sitt honum, eru gerðir á einhvem hátt undarlegir. I mörgum grein- um býður skólinn líka upp á kenningar sem stangast á við það sem Guðs orð kennir, það sem er andkristilegt, til dæmis austur- landaffæði ýmiss konar og hug- leiðslu, og bömum er bent á jógakerfi til að ná tökum á sálar- lífi sínu.“ Afhverju má það ekki? „Af því að við emm kristin þjóð. Við getum ekki bannað heiðingjum að gera það sem heiðið er, en við hljótum að standa vörð unt það sem er kristið í þessu landi.“ En þetta er fyrst og fremst veraldlegt samfélag, ekki trú- arríki. „Já, enda gerir kristindóm- urinn ekki ráð fyrir því að kristnin sé ríkistrú. En við ger- um ráð fyrir að meirihluti landsmanna sé kristinnar trúar og virði kristin viðhorf og grundvallarsjónarmið. Af hverju eigum við að láta það vaða uppi í skólakerfinu sem stangast á við þetta? Við höf- um verið að hugleiða undan- farin ár að koma á laggirnar kristnum skólum, reknum af trúfélögum. Okkur er farið að ofbjóða hvað skólakerfið gerir. Við viljurn að fólk geti sent böm sín til náms þar sem krist- in viðhorf eru höfð í heiðri í einu og öllu. Þetta er orðin nauðsyn vegna afkristnunar í þjóðfélaginu." A hvaða stigi eru þessar áœtlanir? „Þær eru reyndar á bæna- stiginu enn — og þó. Ráðu- neytinu hefur verið skrifað og verið sótt um leyfi. Við höfunt ekki fengið endanlegt svar, en munnleg viðbrögð hafa verið jákvæð.“ Verður þróunarkenningin kennd í slíkum skóla? „Það er sjálfsagt að kenna bömum hvað Darwin kenndi, en við þurfum að kenna þeim hvað Biblían segir og kenna þeim hvað sönn vísindi hafa að segja um þróunarkenninguna.“ Hvað áttu við með sönnum vísindum? „Það eru fjölmargir þeirrar skoðunar að þessi kenning standist ekki vísindalega at- hugun og sé ekki annað en það — kenning. Við myndum hins vegar leggja áherslu á að sköp- unarsaga Biblíunnar er sann- leikur. Hún er besta sköpunar- sagan sem til er, sú eina sem heldur vatni af þeim kenning- um sem hafa komið fram. Ef fólk vill ala böm sín upp í ann- arri trú, þá hefur það val til þess. Við viljum hins vegar ekki láta það ala bömin okkar upp í þeirri trú. Þetta er ekki bara þörf, heldur nauðsyn, sál- arheillar bamanna vegna.“ ÓÞÆGILEG KRISTNI Gunnar boðar enga þægilega eða átakalitla „þjóðkirkjutrú". Hann krefur um afstöðu — með eða á móti. Á vegi Guðs eða utan hans. „Ég held að hin almenna kirkja bjóði ekki upp á þetta upp- gjör, sem fer fram á sarnkomum Krossins, beint uppgjör á milli Guðs og manns á persónulegunt gmndvelli. Þetta þráir fólk sem hingað kemur. Það þráir að koma í Guðs hús og mæta Guði sjálfum, hver og einn fyrir sig, tjá honum tilfmningar sínar og finna nærvem hans. Það er alls konar fólk, sem finnur að það er tóm í lífi þess og ekki fullnægja. Það hefur þörf fyrir lifandi sam- félag við Guð. Það er ekki tilgangur guðs- þjónustunnar að fólki líði vel í henni. Ef menn fara ekki héðan út annaðhvort reiðir eða glaðir, þá höfum við misst marks. Krist- indómurinn á að fara undir skinnið á fólki og inn í hjartað.“ Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.