Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 14

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRIL 1992 Viðeyj arundrið ársgamalt „Skattahækkanir hafa aldrei leyst fjárlagavanda, heldur skapað út- gjaldabólgu árið eftir. Þeir sem ekki hafa styrk til að takast á við það eiga ekki að vera í pólitík. “ ❖ „ Yfir minn digra búk, “ sagði Össur Skarphéðinsson, þingflokksformað- ur krata, um núll- lausn fjármála- ráðherra á flokks- stjórnarfundi um helgina. ❖ „Davíð hefur reynst meiri mannasœttir en ferill hans sem borgarstjóra benti til. “ ❖ „í sjávarútveginum reynir á átakalín- una Davíð-Þor- steinn. “ ❖ „[Matthías Bjarnason og Ingi Björn Albertsson] ógna ekki Davíð, meira að segja þótt Þorsteinn gengi í lið með þeim. “ ❖ „Ekki fyrr en um mitt ár 1993, “ segir einn ráðherrann um hugsanleg stólaskipti innan stjórnarinnar. ❖ „[Jóhannaj þarfað gera upp við sig hvort hún œtlar að vera í þessari ríkis- stjórn eða ekki og í framhaldi afþví hvort hún œtlar að halda áfram af- skiptum afstjórn- málum. “ í dag er eitt ár frá því Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hanni- balsson mynduðu ríkisstjóm að loknum Viðeyjarfundum. Það var engin stefnuskrá skrifuð, að- eins gert munnlegt samkomulag tveggja manna sem vom vanir að beita stjómunaraðferðinni „— skjóta fyrst og spyrja svo“. Þeir ætluðu sér mikið og ríkis- stjómin átti að vera sterk. Hún hafði vel rúman þingmeirihluta og málefnaágreiningur var ekki mikill í stærstu málum. Og gamla Viðreisnarstjómin í bak- sýnisspeglinum gaf fyrirheit um gott samstarf, umbætur, róttækar breytingar eftir framsóknarára- tugina tvo. En byltingin hefur látið á sér standa. Formennimir báðir hafa þurft að slá af ferðinni og árang- ur ríkisstjómarinnar á fyrsta ár- inu getur ekki talist nema í með- allagi miðað við hvemig til var stofnað. Hann er af tvennum toga. Ríkisstjómin hefur minnk- að fjárlagahalla umtalsvert og virðist hafa stöðvað sjálfkrafa aðgang illa staddra íyrirtækja og atvinnuvega að peningum skatt- greiðenda. Það fyrmeíhda, nið- urskurðurinn, hinn áþreifanlegi árangur, hefur hins vegar kostað nánast allt pólitískt kapítal sem ríkisstjómin átti til og hefur gengið mjög á þolinmæði al- þýðuflokksmanna, sem margir krefjast nú nýrra áherslna. Sem boðar ekki gott fyrir stjómina, því framundan eru engu sfður erfið verkefni en þau sem gengið var í á fyrsta árinu: enn stærri atlaga að ríkisútgjöld- um, umdeild einkavæðing, um- bætur og nýsköpun í atvinnu- málum og lending í Evrópumál- um. Þetta gerist við samdrátt í efhahagslífi, viðvarandi atvinnu- leysi og meira áberandi átök inn- an stjómarflokkanna. Ríkis- stjómin er enn á reynslutíma, en hún er engan veginn sammála um næstu skref. Sumarið sker úr um hvort hún heldur kröftum til frekari átaka. STÆRRIFJÁRLAGA- VANDIEN SÍÐAST Vandi stjómarinnar og átökin innan stjómarflokkanna, sérstak- lega Alþýðuflokksins, kristallast f því markmiði að ætla að úttýma fjárlagahalla á tveimur ámm. Fyrra skrefið var stigið í haust þegar markið var sett á rúmlega fjögurra milljarða halla í ár í stað þeirra tólf milljarða sem út af stóðu á síðasta ári. Innbyggður halli við fjárlagagerð í haust var reyndar ekki svo mikill, vegna ýmissa tímabundinna útgjalda í fyrra sem ekki færðust fram á þetta ár. Niðurskurðurinn var í reynd um fjórir milljarðar og náðist fram með þeim harm- kvælum sem óþarft er að rekja. I fjárlagavinnu fyrir næsta ár, sem nú stendur yfir, er gert ráð fyrir tæplega sex milljarða gati sem fylla þarf upp í með ein- hvetjum ráðum. Það er umtals- vert hærri upphæð en brúuð var með látunum í haust. Það er yfirlýst stefna stjómar- innar að útrýma hallanum án þess að hækka skatta. Þannig hefur Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra sagt að ekki komi til tekjuauka vegna skatts á fjár- magnstekjur sem boðaður er; á mód verði eignaskattar lækkaðir og felldur niður skattur á versl- unar- og skrifstofuhúsnæði. Alþýðuflokkurinn er ekki al- veg samstiga í skattamálunum. „Skattahækkanir hafa aldrei leyst fjárlagavanda, heldur skap- að útgjaldabólgu árið eftir,“ sagði áhrifamaður þar sem vill að haldið verði áfram niður- skurði. „Þeir sem ekki hafa styrk dl að takast á við það eiga ekki að vera í pólitfk," bættí hann við. Aðrir kratar krefjast skatta- hækkana, sérstaklega með fjár- magnstekjuskatti og/eða há- tekjuskatti. Núll-lausn fjármála- ráðherra er hafnað. „Yfir minn digra búk,“ sagði Össur Skarp- héðinsson, þingflokksformaður krata, á flokksstjómarfundi um helgina. Embættismenn sem blaðið ræddi við töldu ólíklegt, ef ekki óhugsandi, að ná mætti halla- lausum fjárlögum án skatta- hækkana. Sumir lýstu líka efa- semdum um að það væri skyn- samlegt við ríkjandi aðstæður í efnahagslífi. ÁFRAM VERÐUR EINKA- VÆTT Að skattahækkunum frá- gengnum er ekki margra kosta völ, enda leynast ekki margar matarholur í fjárlögunum. Með góðum vilja og miklum átökum mætd ná fram spamaði upp á 3^f milljarða á stærstu póstum, en ástæða er tíl að efast um pólit- ískt þrek stjómarinnar til þeirra verka. Meðal sjálfstæðismanna eru enn uppi hugmyndir um „þjónustugjöld" á borð við skólagjöldin sem fella varð úr bandorminum í vetur. Sam- kvæmt heimildum blaðsins er fjárlagavinna í ríkisstjóminni í biðstöðu, ekki síst vegna and- stöðu Jóhönnu Sigurðardóttur við nauðsynlegan niðurskurð í hennar málaflokki og enn á Ólaf- ur G. Einarsson menntamálaráð- herra eftir að sýna ffam á hvar hann hyggst skera niður í sínu stóra ráðuneytí. Einhverjir binda vonir við að hægt sé að „einkavæða upp í fjárlögin", það er að auka tekjur með því að selja nógu mikið af ríkiseignum. Ráðherrar hafa nefnt einn tíl tvo milljarða í því sambandi, en sú upphæð fæst ekki í kassann nema með sölu banka eða fjárfestingarlánasjóða. Sáralítið kemur inn á þessu ári vegna sölu Ríkisskipa og jafrivel þótt vel gangi að selja hlut ríkis- ins í Gutenberg, Jarðborunum og Ferðaskrifstofu ríkisins fengist ekkert í nánd við þessa tölu í beinhörðum peningum í náinni íramtíð. Fmmvarp Jóns Sigurðssonar um að breyta bönkunum í hluta- félög, sem undanfara þess að

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.