Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 21
t t
!A V
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRÍL 1992
21
STJÓRNMÁL
Kinnock er ekki hér
Þegar Frangois Mitterrand vann for-
setakosningarnar í Frakklandi fyrir
rúmum áratug vakti það nokkra kátínu
að tveir stjómmálaflokkar hér uppá ís-
landi fóru í hár saman um það hvor ætti
meira í hinum nýkjörna sósíalista í
Ódáinshöll.
Þjóðviljamenn fögnuðu úrslitunum
syðra einsog himnasendingu, og töldu
flokk ífanska forsetans sérstakan systur-
flokk Alþýðubandalagsins, — nú hefðu
Frakkar loksins sýnt af sér þann róttæka
manndóm sem Islendinga skorti.
Alþýðublaðið brást ókvæða við þess-
um fögnuði og sakaði Þjóðviljann um
pólitískt mannrán. Mitterrand væri, hefði
verið, og mundi vera — í Alþýðuflokkn-
um, hvað svosem sá flokkur væri kallaður
á golffönsku.
Þessar deilur íslenskra A-flokksmanna
um eignarréttinn að Mitterrand Frakk-
landsforseta stóðu ffameftir sumri ’81, og
juku til muna litbrigði blaðgúrkna á því
sæla ári. Síðan fymtist einhvemveginn yf-
ir þessar deilur, og í seinni tíð hefúr hvor-
ugur flokkurinn gert teljandi tilkall til
„Sfinxarinnar" í Frans. Má vera gengi
franskra sósíalista síðari misseri eigi þar
örlítinn hlut að máli. Enn hefur þó hvor-
ugur A-flokkurinn afneitað Mitterrand
opinberlega, hvað þá afhent hann hinum
A-flokknum í heilu lagi.
Það var hinsvegar annað uppá teningi
eftir bresku kosningamar nú í sumar, þeg-
ar Verkamannaflokkurinn tapaði naum-
lega fýrir íhaldsmönnum og þarlendum
furðum í kosningakerfi.
Núverandi formanni Alþýðubanda-
lagsins, Ólafí Ragnari Grímssyni, hefur
stundum verið jafnað við Neil Kinnock,
leiðtoga breska Verkamannaflokksins, —
hvortveggi hafí tekið við vinstriflokki í
upplausn, hreinsað til í rugluðu deildinni
og sett kúrsinn á nútímann. En Ólafur
setti slíkt ekki fyrir sig þegar hann var
spurður um kosningaúrslitin. Kinnock
væri venjulegur krati með svipaða línu og
Jón Baldvin í Evrópumálunum, og þyrftí
ekki að sýta ófarir Alþýðuflokksmanna
hvar sem þeir skytu upp kryppu. John
Major væri hinsvegar afbragð stjómmála-
manna, — að vísu kannski varla Alþýðu-
bandalagsmaður, en ömgglega ekki í
Eimreiðararmi Sjálfstæðisflokksins.
Sennilega einskonar Matti Bjama á Bret-
landi.
Frammámenn í Jafnaðarmannaflokki
Islands, Alþýðuflokknum, höfðu af því
afskaplega dauflegt gaman að litíð væri á
Neil Kinnock sem flokksbróður þeirra og
evrópskan einkavin. Birgir Amason, jafn-
aðarmaður fslands í Genf, skrifaði til
dæmis PRESSUgrein um bresku kosn-
ingamar og skýrði frá því að fyrir sinn
smekk hefðu sinnaskipti Verkamanna-
flokksins í efnahagsmálum og utanríkis-
málum alls ekki verið nógu ekta. Það væri
ekki hægt að treysta mönnum sem skiptu
STJÓRNMÁL
UmrœÖa á villigötum
Umræðan í fjölmiðlum hér á landi um
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna varðandi
umhverfi og þróun er á villigötum og end-
urspeglar afar lítilsigld sjónarmið stjóm-
enda þeina gagnvart mikilvægustu mál-
efnum samtímans. í stað þess að fjalla
efnislega um afstöðu íslendinga til þeirra
málefna sem þar verða rædd hafa fjöl-
miðlar einblínt á fjölda þátttakenda og
kostnað við ferðir íslensku fulltfúanna til
Ríó. Vissulega er stjómvöldum rétt og
skylt að gæta hófsemi í því efni, en fjöl-
miðlar hafa gengið lengra og beinlínis
gert stjómvöldum rangt til á sama tíma og
ekkert hefur verið rætt um efnislegu hlið-
ina. Lýsir þetta fádæma þröngsýni og í
raun afar miklu ábyrgðarleysi.
Þetta byijaði með fréttum þess efnis að
40 manns væru á fömm til Ríó á vegum
ríkisstjómarinnar. Þar með var fjandinn
laus. A ritstjómarskrifstofum og ffétta-
skrifstofum tók hugmyndaflugið völdin
og menn sáu fyrir sér léttklædda embætt-
ismenn á sólarstfönd eða í rúmbudansi á
meðan almenningur hér heima þyrfti enn
að herða sultarólina. Seinna komu fféttir
þar sem fjöldi þátttakenda „eftir áreiðan-
legum heimildum" var sagður 25. Enginn
fjölmiðill virtíst taka maik á yfirlýsingum
talsmanna umhverfisráðuneytis um að
þátttakendur yrðu ekki svona margir. A
fjölmiðlum vom menn búnir að ákveða
að skandall væri í uppsiglingu og skandall
yrði það hvað svo sem tautaði og raulaði.
Staðreyndin er hins vegar sú að fulltrú-
ar íslenskra stjómvalda verða 10-15. Rík-
isstjómin hafði aldrei haft annað í huga en
stilla þátttöku í hóf. Öll gagnrýni á ferðina
og væntanlegan kostnað sem hvíldi á
upphaflegum fréttum átti því ekki við rök
að styðjast. Fjölmiðlar hlupu á sig en
hvergi hefur orðið vart iðrunar eða
breytttar efnislegrar umfjöllunar um mál-
ið. I því efni ríkir sama þröngsýnin.
Erlendis hafa fjölmiðlar gert sér mikinn
mat úr öllu því upplýsingaeffii sem fylgt
hefur undirbúningi ráðstefnunnar. Þar
hafa menn skipst á skoðunum um aðgerð-
ir til að bregðast við vandamálum er
tengjast notkun endanlegra auðlinda,
mengun af völdum iðnframleiðslu, svo
ekki sé minnst á þau vandamál sem fylgja
munu gífurlegri fjölgun mannkyns á
næstu áratugum. Málefnin snerta einnig
samskipti auðugra þjóða og fátækra og
hvemig komast megi hjá aðsteðjandi um-
hverfisvanda sem fylgja mun þróun
mannfjölda og iðnvæðingu þriðja heims-
ins. íslendingar geta ekki verið stikkffí og
látíð sig þessi málefni engu varða ffemur
en aðrar þjóðir. í ljósi fjölmiðlauinfjöllun-
ar erlendis er karpið í íslenskum fjölmiðl-
um ekki einu sinni hlægilegt heldur að-
eins grátlegt.
um skoðun, hvorki í Bretlandi né annar-
staðar. Ef Birgir Amason hefði haff kosn-
ingarétt í Bretlandi þá hefði hann alls ekki
kosið Kinnock.
Guðmundur Einarsson í Reykjavík
skrifaði um líkt leyti pistil í Alþýðublaðið
og tók í sama stteng. Verkamannaflokk-
urinn væri rétt nýlega orðinn Evrótrúar,
hefði gert margháttuð mistök í efnahags-
málum fyrir hálfum öðmm áratug og
meira að segja átt fúrðu lítið óvinsamleg
samskipti við Sovétleiðtoga. Kinnock
hefði auðvitað tapað kosningunum vegna
þess að enginn trúði breytingunum sem
hann þóttist hafa gert á flokknum. í raun-
inni væri Verkamannaflokkurinn í Bret-
landi afskaplega ólíkur Alþýðuflokknum
á íslandi, og þyrfti nú að játa yfirsjónir
sínar og taka út opinbera refsingu fomra
synda — alveg einsog AlJjýðubandalagið
hans Ólafs Ragnars á Islandi. Enginn
treysti mönnum sem hefðu skipt um
skoðun, hvorki Neil Kinnock né öðmm
Alþýðubandalagsmönnum.
Um eitt em menn sumsé samhljóða í
Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu:
Neil Kinnock, hann er í hinum flokknum!
Það er einkar fróðlegt að einmitt Guð-
mundur Einarsson og Birgir Ámason
skuli leggja megináherslu á ótraustvekj-
andi sinnaskipti í Bretlandi. Því auðvitað
vita þeir sjálfir um slík mál allra best.
Hægrikratinn Birgir Ámason, sem nú er á
hugmyndalegu reki hægra megin við
Talið er að við lok næstu aldar verði
íbúar jarðarinnar orðnir um 11 milljarðar
og hafi því tvöfaldast ffá því sem nú er.
Sérfræðingar spá því að á hverju ári næsta
áratugar muni íbúum jarðarinnar fjölga
urn 97 milljónir. En það er ekki þróun
mannfjöldans sem slík sem er stærsta
vandamálið heldur álagið á náttúmna sem
þessi þróun veldur. Gangi spámar eftir
verður nauðsynlegt að brjóta undir hinn
aukna mannfjölda skóglendi, graslendi og
votlendi sem er stærra en samanlögð
Bandaríkin. Þessu svæði verður breytt í
landbúnaðarhémð, bæi og borgir. Hér er
um að ræða land sem er meira en tvisvar
sinnum stærra en allir þjóðgarðar og nátt-
úmleg vemdarsvæði í heiminum í dag.
Þynning ósonlagsins og gróðurhúsa-
áhrifin em því afleiðing mun stærri vanda
sem minna hefur verið fjallað um til
þessa, en breyting verður væntanlega þar
á í kjölfar ráðstefnunnar. Inn í málið
blandast síðan sú staðreynd að 80 prósent
aukningar íbúafjöldans verða í hinum fá-
tækari löndum heims sem ekki em komin
eins langt á vegi iðnvæðingar og auðugari
lönd. Þau lönd eiga erfitt með að sætta sig
við hömlur á nýtingu auðlinda sem hinar
ríkari þjóðir hafa ekki þurft að hafa svo
miklar áhyggjur af til þessa. Eins og ávallt
blandast síðan stjómmálalegar kennisetn-
ingar inn í umræðuna erlendis þegar
MÖRÐUR ÁRNASON
„ Um eitt eru menn
sumsé samhljóða íAl-
þýöuflokknum ogAl-
þýðubandalaginu: Neil
Kinnock, hann eríhin-
um flokknum!“
miðjuna á Sjálfstæðisflokknum, — sá
sami Birgir var nefnilega um miðjan síð-
asta áratug baráttuglaður herstöðvaand-
stæðingur og skráður Allaballi.
Á svipuðum tíma var Guðmundur Ein-
arsson hugdjarfur riddari í uppreisn Vil-
mundar Gylfasonar gegn Kerfinu og Fjór-
flokknum, og komst undir þeim gunnfán-
um á þing í fjögur ár. Nú hefur Guðmund-
ur hinsvegar setíð heldur lengri tíma uppá
lofti í Amarhvoli við að aðstoða helsta
kerfiskarlinn í íslenskri pólitík, Jón Sig-
urðsson úr Þjóðhagsstofnun, verðandi
Seðlabankastjóra.
Og til að skipta nógu rækilega um
skoðun gengu þeir Birgir og Guðmundur
í flokk undir forystu Jóns Baldvins
Hannibalssonar, fyrrverandi varaþing-
manns Samtaka frjálslyndra og vinstri-
manna, og fyrrverandi formanns Félags
alþýðubandalagsmanna í Reykjavík.
HREINN LOFTSSON
„Á ritstjórnarskrifstof-
um og fréttaskrifstofum
tók hugmyndaflugið
völdin og menn sáu
fyrir sér léttklædda
embœttismenn á sólar-
strönd eða í rúmbu-
dansi á meðan al-
menningur hér heima
þyrfti enn að herða
sultarólina. “
menn leita lausna við þessum stóm spum-
ingum. Annars vegar em talsmenn mark-
aðslausna og svo hins vegar talsmenn
skipulagshyggju. Til þessa hefur umfjöll-
un þessi farið fýrir ofan garð og neðan hjá
Islendingum vegna þess að stjómendur
fjölmiðla virðast ekki hafa til að bera
nægilega víðsýni og þekkingu til að skilja
aðalatriði ffá aukaatriðum. Því miður er
þar ekki um einsdæmi að ræða.
Höfundur er aöstoöarmaöur forsætisráöherra.
„Ég er mjögjarð-
bundin mann-
eskja og þess
vegna mun titill-
inn ekki
breytamér á
neinn hátt. “
María Rún Hafliöadóttir
fegurðardrottning.
„Mér finnst engin takmörk
fyrir því hvað dagskrárgerð-
armenn í útmrpi geta rógbor-
ið hver annan.“
Valdís Óskarsdóttir snælda.
vae-VÞ cUu í'é't'i'CU
cvecccci i>c\'&,c~
CCCi'C’C fvcl'tcó
cvfcv?
„Ef þeir láta mig ekki fá
sœtið hans afa sest ég kannski
bara í forsœtisráðherrastól-
inn. “
Alessandra Mussolini afabarn.
'ÉHi'i' évc’ccvcv etctci
AaZ'ttcc^?
„Ef upp kœmi sú hreyfing
að ég œtti að hœtta núna þá
myndi ég gera það. “
Steingrímur Hermannsson,
fyr^yerandi leiötogi.
cvcccv
„Mér líður núna eins og í
tómarúmi, það er ákveðið
spennufall. “
Hermann Gunnarsson
sjónvarpsmaður.
cvci ucvcvtcvV
C évcvtccv Lcrftic)
FJÖLMIÐLAR
Miðstýrð eða frjáls pressa
Af skrifum og tali fólks má oft merkja
að frjáls pressa er nýtt fýrirbrigði á Is-
landi. Blaðamenn sjálfir og aðrir fjöl-
miðlamenn virðast meira að segja skrifa
út frá sjónarmiðum miðstýrðrar fjölmiðl-
unar frekar en málfrelsi og ritfrelsi. Slík
skrif má meira að segja finna í leiðurum
stórra blaða.
Þótt íslenska ríkið hafi einungis rekið
sjónvarps- og útvarpsstöð hefur fjöl-
miðlamarkaðurinn verið miðstýrðari en
það gefurtil kynna. Stjómmálaflokkamir
hafa rekið öll dagblöðin. Eina undan-
tekningin er DB og síðar DV, en DB hóf
göngu sína um miðjan áttunda áratuginn.
í gegnum þessi blöð og setu sína í út-
varpsráði hafa stjómmálaflokkamir
drottnað yfir íslenskum fjölmiðlum og
þar með öllum skoðanaskiptum í þjóðfé-
laginu. Það er í raun bitamunur en ekki
fjár á að flokkamir reka blöðin milliliða-
laust en ekki í gegnum ríkið, eins og þeir
hafa rekið útvarp og sjónvarp.
Eins og áður sagði kom DB fyrst út
um miðjan áttunda áratuginn. Helgar-
pósturinn byrjaði að koma út í lok þess
áratugar og um miðjan níunda áratuginn
kom síðan Stöð 2 og skriða nýrra út-
varpsstöðva. Fjölmiðlar sem ekki eru
reknir beint eða óbeint af stjómmála-
flokkunum em því nýtt fýrirbrigði á ís-
landi.
Það er sjálfsagt ástæða þess hversu lítil
virðing er borin fýrir rit- og málfrelsi á
Islandi. Dómstólar hafa kveðið upp
dóma sem í raun banna umfjöllun um
fýrirtæki ef sú umfjöllun varpar hugsan-
lega rýrð á viðkomandi fýrirtæki. Dóm-
stólar hafa sömuleiðis í raun bannað um-
fjöllun um störf opinberra starfsmanna
þó svo að störf þeirra bitni á okkur hin-
um. Ýmsir skríbentar, innan blaða-
mannastéttar og utan, hafa síðan sent frá
sér hugvekjur sem í raun ganga út á að
skrif sem ekki eru samkvæmt hefð
flokka- fjölmiðlunar hljóti að vera ósið-
leg ef ekki hreint lögbrot.
Ef til vill er hugmyndin um frjálsa
fjölmiðlun og skoðanaskipti í samfélag-
inu tóm della. Ef við samþykkjum það
ekki verðum við jafnframt að sætta okk-
ur við að heföir séu bromar og fjölmiðlar
leiti mismunandi leiða til að endurspegla
þjóðfélagið sem við lifum í. Ef við ger-
um það ekki getum við allt eins búið við
það ægivald ríkis og flokka sem við höf-
um gert til þessa, með fáeinum undan-
tekningum.
Gunnar Smári Egilsson
„Ég sagði við stjórnina
þegar ég tók við að mér tækist
örugglega ekki að fljúga eins
hátt og fyrirrennara mínum
tókst. “
Ólöf Kolbrún Harðardóttir
óperustjóri.
~&cvy?ið uic) cvc>
Lvcí'^'t-ae'Cici'
„Hagrœðingin verður að
vera hagrœðingarinnar
virði. “
Magnús Gunnarsson
samstarfsnefndarformaöur.