Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRIL 1992 29 ■f'rás kiU a Ég er fráskilin/n og ætla að byggja hús og hefja nýtt líf. Mér finnst mik- ilvægt að nota breyttar aðstæður til að fínna sjálfa/n mig og legg áherslu á að eiga einkalíf sem ekki er truflað af börnunum, sem eru nokkur. Heimilið skal hannað með óskir þín- ar í huga. í þeim tilgangi að fá frið fyrir bömum er ágætt að láta innrétta renni- hurð úr sterku efni, jafnvel stáli, sem getur lokað stómm hluta heimilisins. Hljóðeinangrun er ekki úr vegi í þessu sambandi. Láttu bömin ávallt nota bak- dymar, það er hvimleitt að hafa þau vaðandi inn og út um fallega innréttað fordyrið og þar að auki gætu þau rekist á gesti sem koma inn á heimilið. 4 sambuð ntime v- +vö Við vorum að hefja sambúð og eigum hvort tvö börn frá fyrra hjónabandi. Tvö barnanna búa hjá okkur en hin koma með reglulegu millibili og gista um helgi. Þið hafið sennilega venjur og siði sem þið hafið öðlast í fyrri sambúð og þar sem oft er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja ber að taka tillit til þess í hönnun heimilisins. Agætt er til dæmis að hafa tvo innganga, og þar af leiðandi tvær dyrabjöllur, til að gömlu vinimir geti komið í heimsókn án þess að þurfa H E I M I L I Ð að kynnast nýja makanum. Sá flötur heimilisins sem reglulegir íbúar þess nota skal vera rúmgóður en minni áhersla lögð á herbergjaskipan óreglulegri heimilismanna. fylei ems+aei+ IdH Ég er einstætt foreldri og á þrjú börn. Þau eiga jafnmarga feður og það skapast oft streita í kringum helgar þegar þeir koma að ná í börn- in. Við hönnun skaltu gæta þess vel að hafa innganga nógu marga. Bömin hafa þá hvert sínar einkadyr þar sem feðum- ir vitja þeirra á tilsettum tíma. Á þann hátt þurfa mennimir ekki að rekast hver á annan, sem minnkar streituna og losar fjölskylduna við þetta hvimleiða vanda- mál. AUGLÝSING RISATJÖLD TIL LEIGU Loksins er hægt að leigja risatjöld fyrir hverskonar útisamkomur. Við leigjum út glæsileg samkomu- tjöld af ýmsum stærðum frá 200- 800 fermetra eftir þörfúm hvers og eins. KOLAPORTHJ MtfR KaÐStOftr Vanir starfsmenn aðstoða við að reisa tjöldin á svipstundu, hvar sem er á landinu, og þau geta staðið á hvort heldur sem er grasi, möl eða malbiki. Pantið tímanlega fyrir sumarið í síma 91-687063. r—-[fERÐIROGFRÍ 1992}—1 I BENIDORM I ! Sumar á sólríkri strönd ! 2ja vikna ferð 28. maí Gisting: Les Dunes Suites, Levante Club og Torpa 6 í íbúð - verð kr. 46.800 á mann. 4 í íbúð - verð kr. 52.440 á mann. 2 i íbúð - verð kr. 63.730 á mann. Barnaafsl. 2ja-15 ára, 10.000 Beint leiguflug alla fimmtudaga Aðeins besta fáanleg gisting Fjölbreyttar skoðunarferðir Sumarleyfi við allra hæfi Innifalið: fjug, gisting, ferðir til og frá flugvelli á Spáni, islensk fararstjórn. Ekki innifalið: Flugvallarskattur og gjöld, alls kr. 3.450 pr. fullorðinn og 2.225 pr. barn. FARK Ý RT Staiðgreiðsluverð Verð miðað við gengi 31. mars 1992. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Aðalstræti 16 - sími 62-14-90

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.