Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 39

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 39
39 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30.APRÍL1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU BARIR • Klúbburinn sem við heimsóttum um helgina hafði flest til að bera sem prýða má svoleiöis stofnanir: hæfilega margt fólk, smekkleg leðurhúsgögn, vel upplýst og útbúið fjárhættuspila- borð, hörkumúsík í góðum græjum og þægilegan barþjón — og eigendumir voru rétt nógu taugaveiklaðir og iönir viö aö líta út um gluggatjöldin til að löggan heföi aldrei getaö böstað liöið viðvönjnarlaust. Sem löggan vonandi veit og er náttúrlega punkturinn; fólki er treystandi til að skemmta sér á eig- in ábyrgð án þess að verða fyrir sí- felldri áreitni hettumávanna. Böðvar getur notað dýrmætt næturvinnukaup- ið í eitthvað sem er virkilega til vand- ræða. POPPIÐ • Þjófar verða í Grjótinu í kvöld. Það er búið að brjótast oftar en einu sinni inn í Grjótið frá því það var opnað en hvort þessir þjófar voru þar á ferðinni er ekki vitað. Sennilega ekki. Þjófar ♦►'1'ENNIS listina. „Það er afar sterkur taktur í henni og frábært að dansa við hana. Það er Iíka það sem við viljuni," seg- ir Pat. „Síðan sé ég það fyrir mér að Islendingar geti í ffamtíðinni gert sína eigin sveitatónlist, með sínum eigin stfl, og fengið marga til að dansa.“ Pat Tennis spilar aðallega í Borgarvirkinu á stálgítarinn sinn og stundum er með honum fiðl- arinn Dan Cassidy. Þótt slíkt hljóðfæri heyri sveitatónlist til eru poppgoð á borð við Eric Clapton og þá í Dire Straits fam- ir að grípa til þess í seinni tíð. Pat verður væntanlega hér til maí- loka. að sveitatónlistin er meira en þetta hefðbundna. Ég heyri oft sagt: „... Nú, þetta er ekkert eins og kántrí — Þetta er bara skrambi skemmtilegt!" Aðrar tónlistarstefnur hafa haft töluverð áhrif á sveitatón- „Ég kom í upphafi því mér líkar vel á íslandi og lands- menn eru líkir Banda- ríkjamönnum að því leyti að þeir eru bæði skemmtilegir og opn- ir. Hér er tónlistin líka á hraðferð,“ segir Pat Tennis, stálgítarleikari og „kántrípoppari". „Ég spila eingöngu kántrí-tónlist og við erum að reyna að sýna fólki fram á að tónlistin er á uppleið og fer vaxandi að vin- sældum. Það er „Kveikjan var sú að okkur Svövu Kjartans- dóttur bauðst að fara með til Hong Kong og fylgjast með komu síðasta hóps víetnamskra flóttamanna til íslands. Þetta átti upp- haflega að vera einn þátt- ur en þeir urðu þrír,“ segir Helgi H. Jónsson, annar umsjónarmanna þáttarað- ar um flóttamannavanda- málið, sem sjónvarpið tekur til sýningar í vik- unni. „í fyrsta þætti er reynt að gera grein fyrir flóttamannavandamálinu í veröldinni í heild sinni, en næst er farið til Hong Kong í flóttamannabúðir og fylgst með því hvemig staðið er að komu síðasta hóps Víemama hingað til lands. í síðasta þættinum reynum við að gera grein fyrir því hvemig þessu fólki hefur vegnað hér og hvemig því hefur gengið að laga sig að íslenskum háttum." Gústav Gústavsson verslunannaður í Sœlgeetis- og vídeóhöllinni Hvað œtlar þú að gera um helgina, Gústav? „Afimmtudagskvöldið verð ég að vinna fram á nótt við þrifí'fyrirtœldnu. Föstudag- urinn fer í að jafna sig eftir rœstingarnar og um lcvöldið verð ég að vinna. A laugar- dagsmorguninn œtla ég aftur á móti að fljúga til Slcotlands en klukkan tvö á laugardag- inn á ég rástíma á West- wood-golfyellinum. Þar œtla ég að spila golfþað sem eftir lifir dags Og alla nœstu viku. “ Það eru næstum tuttugu ár síðan Geir Haarde hætti að nota Hilmars- nafnið og stytti það niður f H. Það em líka tuttugu ár síðan hann hafði yfir sér það yfirbragð sem sjá má á myndinni til vinstri en svona litu snyrtipinnar út á síðbítlaskeiði. Nú er hann miklu valdsmannslegri og það eru ekki bara gleraugun og aukakílóin sem valda því. En á bak við kílóin, gleraugun og svipinn er ábyggilega enn sá sami Hilmar og átti enga hippam- ussu árið 1971. DANNI OC DJÚP- 5ÆVID BLÁA Harpa Arnardóttir leikkona „Góðan daginn. Þetta er sjálfvirkur símsvari hjá Hörpu Arnardóttur og fé- laginu Augnablik. Vinsam- legast skiljið eftir skUaboð eftir að hljóðmerkið heyrist og geftð til kynna nafn og símanúmer. Þá get ég haft samband við þig. Takkfyrir og bless. “ þessir eru ( það rninnsta velkomnir og spila rokk. • Ham, Risaeðlan og Benny Hill, sem er látinn. Þessi ástsæla sjón- varpsgrínstjarna bara dó um daginn. Hann lést fyrir framan sjónvarpiö blessaður karlinn og kannski má segja að það hafi verið viðeigandi, fyrst hann var að hrökkva upp af á annað borð. Á föstudagskvöldið verða haldnir minn- ingartónleikar til heiðurs þessum látna snillingi sem lyfti detta-á-rassinn-húm- ornum upp á æðra plan. Þar koma fram hljómsveitirnar Ham og Risaeðl- an. Og haldi einhver aö þær sveitir eigi litla samleið meö Benny er þaö arg- asta bull. Grín og gleöi verða þarna á ferö í stórum skömmtum. Og Benny þykir örugglega vænt um þetta, þar sem hann situr í himnasælunni með fraukum sínum. , J>etta er verk um tvær utan- garðsmanneskjur, karl og konu, sem hittast á bar. Konan dregur manninn með sér heim að sum- bli loknu og þegar þangað er komið fer mikið að ganga á. Það koma mjög furðulegir hlutir upp úr þeint samskiptum,“ segir Æv- geir Sigurvaldason leikstjóri sem vinnur að uppsetningu leik- ritsins um Danna og djúpsævið bláa eftir John Patrick Slianley. í verkinu koma fram tveir leikarar en hópurinn hefur fengið til um- ráða garnla Tunglið, sem þykir • Crossroads ætlar að blúsa á Blús- barnum um helgina. Þessir strákar spila blúsinn sinn giska vel. Með tilliti til nafngiftar sveitarinnar gerum við það að tillögu okkar að strákarnir taki hið þekkta dægurlag Vegir liggja til allra átta og blúsi það svolítið. Það hlýtur að vera hægt fyrst hægt var að rokka upp Vorkvöld í Reykjavík. ansi frumlegt hús undir leiksýn- ingar. Til að staðsetja hinn ágæta Shanley frekar má nefha að hann skrifaði handritið að kvikmynd- inni Moonstruck og hlaut Óskar- • Gal f Leó veröur á Gauknum hvor- tveggja föstudags- og laugardags- kvöld. Þetta er hin vandaðasta sveit í alla staði sem flytur áheyrilega tónlist, enda er stórtrommarinn Rafn Jónsson í broddi fylkingar. • Sniglabandið ætlar að vera í Grjót- inu á föstudags- og laugardagskvöld. Sjálfsagt spila þeir eitthvað af barna- gælunum sem þeir hafa verið aö leika sér við að útsetja upp á nýtt undanfar- ið. Og svo rokkið maöur. • Sálin hans Jóns míns gerir sér ferð til Gaflara um helgina og skemmt- ir í Firðinum á laugardagskvöld. Þeir ku ætla sér að kynna efni af væntan- legri plötu á þessum tónleikum piltarn- ir. Svo sem allt gott um þetta að segja. • KK Band, ferskt sem aldrei fyrr, verður á Púlsinum föstudags- og laug- ardagskvöld. Vegbúinn Kristján er víst með nýja plötu í smíöum og ætlar að syngja á íslensku að þessu sinni eftir því sem fregnir herma. Mikið er það nú gott. • Bjarni Ara og félagar verða á Furst- anum alla helgina og leika gamla og nýja tónlist fyrir gesti, m.a. vinsælasta lagið í dag, Karen. Þá ku Elvis gamli Presley ætla aö verða á svæðinu. VEITINGAHÚS • Skyndibitastaðir eru margir og mis- jafnir hér á landi. Flestir þeirra standa þó undir þeim væntingum sem geröar eru til slíkra staöa; framreiða sæmileg- an mat á skömmum tíma á viðráðan- legu verði. Sumir skyndibitastaðir vilja þó vera meíra en skyndibitastaðir og leita eftir einhvers konar viðurkenn- ingu pöpulsins á því aö þeir teljist full- gildir veitingastaðir, meö því aö selja bjór og léttvín. Á þessum stöðum eai ekki dúkuö borð, ekki þjónað til borðs Frumsýning verður laugar- daginn 2. inaí. Hver sýning stendur yfir í rúma klukkustund og hefst á bíótíma, klukkan níu að lyveldi. og maturinn oftar en ekki framreiddur í körfum og plasthnífapör veröur að brúka vilji maður ekki nota guðsgaffl- ana. Mann langar einfaldlega ekki í Chateauneuf du Pape eða neitt áfengt með pítu og frönskum. Á þessa staði fer maður í hádeginu eða meö fjöl- skylduna um helgar eöa bara þegar mann langar í ruslmat — ekki til að hafa þaö huggulegt yfir mat og drykk. Og til aö kóróna allt saman þá gargar starfsfólkið upp númer í gríö og erg þannig að manni líður eins og á bingó í Tónabæ en ekki á matsölustað. Það eina sem hefst upp úr þessu er að aumingjans unglingarnir sem vinna á þessum stöðum lenda í vandræðum meö að útskýra þaö fyrir hundfúlum vinum sínum að þeir megi ekki og geti ekki selt þeim bjór. LEIKHÚSIN • La Bohéme. Þessi sýning Óperu- smiöjunnar ætlar að verða stórsökk- sess, sem er svo sem engin furða því sýningin er stórgóð. Síðustu þrjár sýn- ingarnar standa nú fyrir dyrum en hingaö til lands er komin nýjasta söng- stjarna okkar íslendinga; Ölafur Árni Bjarnason. Ólafur Árni hefur sungið hlutverk Rudolfos undanfarið í Þýska- landi og fengið hreint frábæra dóma fyrir söng sinn. Þýskir gagnrýnendur halda vart vatni af hrifningu og eru ósparir á stóru orðin. Nú gefst okkur tækifæri til að sjá Ólaf og heyra og dæma sjálf. Borgarteikhúsið 3., 6., og 10. maí, kl. 20. • Luktar dyr. Garðaleikhúsiö sýnir þetta verk Jean Pauls Sartre og hefur sýningin fengiö ágæta dóma. Leikritiö gerist handan móðunnar miklu og lýs- ir taugatitringi fólks sem veit ekki al- inn fyrir. Þær persónur tvær sem koma fram í verkinu eru um þrí- tugt og leiknar af Þorsteini Guð- mundssyni og Helgu Brögu Jónsdóttur, sem bæði em ungir leikarar og upprennandi. Vlf> MÆLUM MEP Að skipt verði á geislavirk- um úrgangi og frönskum kartöfluni og kjarnorku- kljúfum í tollaskránni þá mundu kartöflumar falla úr 170 prósenta tolli niður í engantoll Að bílprófsaldurinn verði hækkaður í 30 ár það ætti að draga aðeins úr trafffldnni Að 1,7 prósenta kaup- hækkun launþega verði sett í einn pott og síðan verði dregnir út tíu- tólf heppnir sem skipta pottin- um á milli sín. Þá fá einhverjir kauphækkun sem orð er á ger- andi. Að þættirnir hans Hemma Gunn verði gefnir út á mynd- bandsspólum einhverjir þeirra 140 þúsund manna sem hafa horft á þættina em sjálfsagt tilbúnir til að borga fyrir að sjá þá aftur. INNI Börn. Ekki annarra manna börn heldur manns eigin. Og ekkert sem viðkemur börnum. Ekki dagmæður. Ekki barnabæt- ur. Ekkert slíkt. Nema kannski bleyjur. En að minnsta kosti eitt eða tvö börn á heimilið. Fyrst bæöi Warren Beatty og Jack Nicholson eru búnir að koma sér upp börnum þá er oröiö nánast útiiokað að lifa þennan áratug án þess að eiga neitt. Þegar Dennis Hopper verður búinn aö fá sér eitt í ellinni verður það al- gjörlega útilokað. ÚTI Gráar mokkasíur. Flagara- J klútar. Hálf-lesgleraugu og fleiri einkennismerki hins mjúka mið- aldra manns. Það er sök sér þótt ungir menn sem hafa alist upp með föður sinn I eldhúsinu bregði fyrir sig mýkt þar sem hún á við. Það er hins vegar alltaf hálfhjárænulegt þegar miðaldra menn, sem vissu ekki hvað upp- þvottabursti eða bleyja var fyrr en þeir voru orðnir fertugir, láti eins og þeir kunni hlutverkið ut- an að. Þeir verða dálítið eins og nýríkir, sem ofleika. Eöa fólk með pungapróf úr Háskólanum. Eins og með þessa hópa tvo þá er stutt í barbarann í þessum mjúkbotna körlum. Þegar á reynir brýst eðlið fram. Og þá á betur við að vera með uppbrett- ar ermar og með smurolíu milli fingranna en lakkaðar neglur í pólóskyrtu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.