Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 30.04.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. APRÍL 1992 HEIMILIÐ Ófullkomleiki manna kemur best í Ijós í upp- hafi sambúðar. Ótrúlegustu smámunir geta snúist upp í martröð og leitt til skilnaðar ef nægilegt umburðarlyndi skortir. PRESSAN varar við eftirfarandi eiginleikum í fari manna. Skór um allt hús. Farið er úr skónum jafnvel inni í svefnherbergi. Afar hvimleitt, því við íslend- ingar erum aldir upp við þann sið að fara úr skón- um á réttum stað; í forstofunni. Slæmir baöherbergissiðir. Þegar karlmenn raka sig eiga þeir til að skvetta duglega út um allt án þess að þrífa upp eftir sig. Óþolandi eiginleiki en að sama skapi algengur. Karlar og böö fara ekki saman. Þeir eiga það til, oftar en konur, að fara í sturtu og skilja allt eftir á floti inni á baðherbergi. Að því loknu eiga þeir það til að nota fjögur handklæði í stað eins, sem ætti að öllu jöfnu að duga. Þau blautu finnur mað- ur svo um allt hús — sérstaklega uppi í rúmi þeg- ar farið er í háttinn að kvöldi. Morgunveröarboröiö. Makinn fær sér smjör á brauð, notar sama hnífinn í kæfuna og stingur aft- ur í smjörið. Næsti maður velur sér marmelaði en fær kæfu með smjörinu. Marmelaði-kæfubrauð — kannski ekki það lystugasta í heimi. Lausn: fleiri hnífa á borðið. Barnið og pabbinn. Kannist þið við vandamál- ið með barnið í peysunni öfugri, sitt hvorum sokknum, hárið ógreitt, hor í nefi... og pabbinn stoltur með nýblásið hár, í straujaðri skyrtu og með silkibindi. Óskiljanlegt! „Föðurheld" barnaföt gætu leyst vandann. Slíkur fatnaður hefði engar tölur, bakhliðin væri eins og framhliðin. Nothæf fyrir hvaða þurs sem væri. Stofan. Karlinn kemur heim, hendir sér upp í sófann, kveikir á sjónvarpinu, kemur sér vel fyrir, fer úr skítugum sokkunum... og þar eru þeir þartil konan hendir þeim í óhreina tauið. Brot á reglum. Þegar eiginmaðurinn kemur heim í hádegismat og ekkert er tilbúið því vinkon- urnar eru mættar. Algerlega óþolandi þegar mað- ur er meira að segja búinn að láta vita af sér. Matarinnkaup. Þegar búið er að segja konunni að skrifa niður það sem vantar, hún gerir það ekki og gleymir helmingnum. Þar af leiðandi er ísskáp- urinn fullur af kotasælu en vantar í hann kókið. Reykingar. Makinn skilur eftir stútfulla ösku- bakka út um allt hús með viðeigandi sóðaskap. Eyöslusemi. Makinn skilur öll Ijós eftir logandi, hvort sem hann er inni í herberginu eða ekki. Gjörsamlega tilgangslaus iðja. Kvabb. Allt kvabb er óþolandi. Vaskurinn. Óundin borðtuska er nánast glæp- ur. Þetta er neyðartæki og fáránlegt að hafa það ekki í startholunum. Vonlaus maki. Að vera giftur einhverjum sem gerir ekki neitt heima og þarf jafnvel að leita út fyr- ir heimilið ef eitthvað þarf að laga. Bókmenntasmekkur. Uppsöfnun á ómerkileg- um bókmenntum. Slæmir borösiöir. Ropar og annar vindblástur eiga ekki við á matmálstímum og allra síst eftir að sest hefur verið að borðum. Stappaður matur er ekki lystaukandi heldur. O > O U) < H 1- (/) Q < (T LU I- O LU _l D O o Vi nncxn f e k i n keii S+of. ui^ncxú midjauv „Ég hef iðulega búið þannig að heimilið er minn hjartfólgnasti stað- ur. Ég hef búið einn og það verður að segjast að það finnst mér ekki gam- an,“ segir Hákon Odds- son dagskrárgerðarmað- ur. „Heimilið fyrir mér er staður þar sem maður hefur sína bestu og ást- kærustu vandamenn og vini og þá líður manni vel. Þar hefur ntaður líka fullt öryggi. Eitt sinn bjó ég í San Francisco í lat- ínuhverfinu, sem þótti nokkuð hættulegt, og þarlendur vinur minn var hræddur við að koma í heimsókn. Um leið og maður kom inn til sín fannst manni það hins vegar vera öruggasti staður í heimi “ það skipti engu máli hvað var að gerast á götunni fyrir ut- an. Það er þessi hurð heimilisins sem breytir andrúmsloftinu fyrir inn- an. Svo má segja að ég sé ákaflega heimakær mað- ur og þrátt fyrir að ég elski að fara út að borða finnst mér enn skemmti- legra að fá fólk heim til mín. Ef ég mætti ráða myndi ég halda daglega veislu heima hjá mér. Ekkert er skemmtilegra en að fylla húsið af fólki og halda því veislu og þannig nýtist heimilið til alls; til að hvíla sig, njóta stunda með ástvinum, hafa hjá sér vini sína og slappa af. Én svo má líka prófa ýmislegt og eitt sinn bjó ég í um 200 fermetra húsnæði þar sem mátti leyfa sér að bjóða fleiri hundruð manns í partí, halda 50-100 manna matarboð og hafa hús- hljómsveit. I raun og vem breytist heimihð og lífsstíll manns eftir því hversu mikið pláss mað- ur hefur. A fimmtán ámm hef ég búið á um það bil þijá- tíu stöðum en hef verið fljótur að aðlagast hveij- um nýjum stað. Heimilið er því mjög sniðugt fyrir- brigði; staður þar sem maður getur komið sér fyrir og notið þess að lifa.“ Ásdís Olsen, kynningarfulltrúi hjá Sjónvarpinu, lítur á heimilið sem miðstöð og samastað. Stað þar sem fjöl- skyldan kemur saman og hefur það notalegt. „Á heimili mínu em alltaf næg verkefni og því líflegt. Vinn- an er oft tekin heim en það er gott að geta sam- ræmt heimilislíf- ið og vinnuna. Mér líður vel við að geta dundað heimavið. Þetta er mjög gott heimili, opið og þægilegt. Núna búum við í þannig húsi að það er ekki almennilega tilbúið og því em endalaus verk- efni við að mála, hellu- leggja og svo framvegis. Það er á þremur hæðum en miðhæðina notum við mest því þar em stofan og eldhúsið. Stundum breiðum við úr teppi á miðju stofúgólfi, Uggjum þar öll í kös og lesum eða horfum á sjónvarpið. Við emm með vinnu- herbergi þar sem tölvan stendur og Kalli (Ágúst Úlfsson leikari) er með smíðastofu niðri. Það stefnir allt í að við verð- um mikið að dunda okk- ur heima og gemm haft það náðugt í ellinni." Arni Pétur Guðjóns- son leikari býr ásamt fjöl- skyldu sinni í Auðar- stræti. Viðveran á heimil- inu er misjöfn og ræðst oftar en ekki af vinnu- álagi. ,Á heimilinu er unnið, borðað og þar kemur fjöl- skyldan saman. Það er upp og niður hvað við hjónin erum mikið heimavið, stundum er það mikið en stundum er það í mýflugumynd. Við emm miklir sjónvarps- glápendur, borðum sam- I'leimili /\A\\A b c\ . sem em aldfei | « s / Keima K \ja set* an og fjölskyldan er yfir- leitt voðalega mikið sam- an þann tíma sem hún er heima. Við vinnum líka bæði heima og það er ekkert sérstakt skrifstofuher- bergi þannig að við emm mikið öll saman inni í borðstofú við borðið þar. Tölvan er oft færð þang- að og stelpan lærir þar frekar en inni í sínu eigin herbergi. Borðstofan er miðjan og það má segja að miðpunktur heimilis- ins sé í stofunum.“ Það em þessi enda- lausu verkefni sem þarf að leysa úr heimafyrir eftir að vinnudegi lýkur sem em svo hvimleið að ekki verður með orðum lýst. Draumurinn er að fá manneskju til sín sem passar bömin, þvær þvottinn, þvær upp, kaupir inn, þrífur í hólf og gólf. Við eftirgrennsl- an kemur hins vegar í ljós að það er engin slík manneskja fáanleg nema maður búi í sveit og þá auglýsir maður hreinlega eftir ráðskonu. Dagar ömmunnar em líka liðn- ir. Það má auðvitað gera tilraun til að auglýsa hér á mölinni og meira en líklegt að það beri árang- ur nú í atvinnuleysinu. Hins vegar heyrði það til draumóra einna að leyfa sér jafnvel að hugsa um slíkan engil þegar tíðin varbetri. Segjum nú sem svo að það takist að finna hvítan hrafú sem þennan. Yndis- legt! En þá kemur að því hvað mannaeskjan á að fá í laun. Ekki er nokkur leið að finna svar við því og hvergi um það skrifaður bókstafur. Þóknun sú væri samkomulagsatriði og segja kunnugir að vinna sem þessi fari nær eingöngu fram á markað- inum svarta. Það er eng- inn þjónustuaðili sem hægt er að leita til og ekki einu sinni hægt að fá upp- gefinn viðmiðunartaxta, svo maður fari nú ekki að yfir- eða undirborga þjón- ustuna. Laun húshjálpar- innar þyrfti að byggja á tilfinningu, góðsemi og réttsýni. Ekki til lítils ætl- ast. Að öllu óbreyttu er „au pair“-stúlka skásta lausnin. Að vísu býr hún inni á heimilinu, sem ekki er alltaf átakalaust. Þegar fólk kemur inn á heimilið er það ekki hundrað prósent trygging fyrir spamaði í vinnu. Það þarf líka að hafa fyr- ir fólkinu; það kostar vinnu að hafa fólk í vinnu. Að lokum er ekki úr vegi að reikna út hvort það virkilega borgar sig að fá slíkan einstakling til liðs við sig. Vel gæti far- ið svo að laun fyrir yfir- vinnutímana færiTbein- ustu leið í annan vasa.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.