Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 JÓHANNES JÓNSSON. Meiri umsetning og meira fjárstreymi. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON. Frelsið hans fær ekki framar að blómstra. JÓHANNES OPNAR HEILDSÖLU Jóhannes Jónsson, kaup- maður í Bónus, er að opna heild- sölu með Halldóri Hestness. Halldór verður eins konar undir- verktaki hjá Jóhannesi en heild- salan heitir Fannarfell. Jóhannes flytur inn marga vöruflokka sem kunnugt er og heildsala hans verður það sem kallað er „sentr- allager“. Venjulegur kaupmaður sem kemst í viðskipti við Fann- arfell getur keypt þar kannski þúsund til tólf hundruð vöru- flokka. í dag þarf sá sami kaup- maður að versla við æði marga heildsala til að ná inn í verslun sína öllum þessum tegundum. Talað er um að heildverslun Jó- hannesar verði ekki fyrir hvem sem vill, heldur vilji Jóhannes sjálfur velja þá sem hnossið hljóta. Það hlýtur þó að vera keppikefli kaupmanna að kom- ast í viðskipti við Fannarfell því það þýðir umtalsvert lægra vöm- verð, bæði fyrir kaupmanninn og neytandann. Þetta kemur líka Jóhannesi til góða á ýmsan máta en kannski fyrst og fremst þann að þetta eykur umsetninguna og fjár- streymið inn í fyrirtækið og eflir því stöðu hans á markaðinum. FRELSIÐ Á HAUSNUM Útgáfufélag tímaritsins Frels- isins hefur verið tekið til gjald- þrotaskipta. I svosem áratug tókst að koma út þessu tímariti sem kom til skjalanna þegar frjálshyggjunni óx fiskur um hrygg undir lok áttunda áratug- arins. Samkvæmt gögnum Hlutafé- lagaskrár er framkvæmdastjóri félagsins (og ritstjóri tímaritsins) Guðmundur Magnússon, ný- skipaður þjóðminjavörður. Stjómarformaður er hins vegar skráður Gunnar J. Birgisson lögfræðingur og meðal annarra í stjóm Ólafur Þ. Stephensen og Auðunn Svavar Sigurðsson. Sérstakur erlendur ráðgjafi tíma- ritsins var Friedrich August von Hayek, Nóbelsverðlauna- hafi í hagfræði, en meðal inn- lendra ráðgjafa tímaritsins hafa verið Jónas H. Haralz banka- stjóri, Ólafur Björnsson pró- fessor, Matthías Johannessen ritstjóri og Þorsteinn Sæ- mundsson stjömufræðingur. STEFÁN JÓN VILL SKRIFA BÓK Þjóðarsálin hefúr verið óróleg vegna þess að fjandvinur hennar Stefán Jón Hafstein er búinn að segja lausu starfi sínu sem dag- skrárstjóri á Rás 2. Hvers vegna? Það er jú einu sinni Stefán sem hefur verið allt í öllu á Rásinni. Meginástæðan mun víst ekki vera flóknari en svo að Stefán hefur lengi gengið með rithöf- und í maganum. í fyrra kom út eftir hann ferðabók frá Afríku og nú hyggst hann setjast niður og skrifa bók, sumir segja að hann langi að skrifa skáldsögu. Annars er skrafað um að Stef- án hafí líklega verið orðinn þreyttur á að sæta niðurskurði til jafns við aðrar deildir Útvarps- ins, sérstaklega í ljósi þess að það er Rás 2 sem hefur fært stofnuninni hvað mestar auglýs- ingatekjur. Síðast var skorið nið- ur um tvö prósent — það mun hafa kostað Stefán einar 2 millj- ónir. STUDDU FÚSKARAR ÞRÁIN? I viðtali í nýjasta hefti Heims- myndar gerir Einar Kárason upp sakimar eftir formannskjör- ið þegar valinn var eftirmaður hans í forsæti Rithöfundasam- bandsins. Einar telur að í megin- F Y R S T F R E M S T betur og sigraði tvö núll. I hófi um kvöldið var Dam'el Haraldsson úr Ný dönskum valinn besti leikmaðurinn, Gunnar Árnason hljóðmaður sömu sveitar var kosinn besti markmaðurinn, og fékk heldur ekki á sig nema tvö mörk. Markahæsti leikmaðurinn var Jón Ólafsson, sömuleiðis Ný danskur, en hann skoraði átta mörk. Strákamir í Loðinni rottu reyndust vera einna slakastir í fótbolta. Þeir höfðu að vísu Popphljómsveitir landsins héldu mikið knattspymumót á þriðjudaginn á gervigrasvellin- um í Laugardal. Þar kepptu Sálin hans Jóns míns, Loðin rotta, Ný dönsk, Stjómin, Sniglabandið, Skriðjöklar, Júp- íters, Síðan skein sól, Todmo- bile og Galíleó. Popparamir þóttu sýna ágæt- is tilþrif en úl þess var nú engu að síður tekið að sumir vom áberandi beui en aðrir. Júpíters unnu Skriðjökla í leik um þriðja sætið. Til úrslita léku Sálin hans Jóns rm'ns og Ný dönsk og hafði Ný dönsk fulltingis og gerði hann nokk- um usla hjá andstæðingunum og nokkur mörk en hinir liðs- mennimir sýndu litla takta og duttu yfirleitt ef bolúnn nálgað- ist þá. Sigurður Gröndal þótti þó sýna ágæús tilþrif í markinu en allt kom íyrir ekki. En náttúrlega kemst enginn þessara pilta í hálfkvisti við Rúnar Júlíusson sem einatt flýtti sér af böllunum með Hljómum til að spila með ÍBK og landsliðinu. Ný dönsk í sigur- leik gegn Síðan skein sól. Þarna má bera kennsl á markahrókinn Jón Ólafsson, Björn Jr. Frið- björnsson og úr liði andstæðing- anna Helga Björnsson. þeirra, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, tók saman við Friðrik Sophusson, andstæðing úr póliúkinni. Utan Kvennalist- ans brostu flestir góðlátlega og hugsuðu með sér að ásún þekkú sem betur fer engin pólitísk landamæri, en innan hans var víst mörgum bmgðið og sam- kvæmt viðtali í Heimsmynd virðist Magdalena Schram hafa verið í þeim hópi. Orðrétt segir Magdalena: „Sigríði Dúnu var ekki hafnað dráttum hafi atvinnurithöfundar stutt Sigurð Pálsson, en þeir sem hafi ritstörf í hjáverkum Þráin Bertelsson. Eina undan- tekningu nefnir Einar þó, Ólaf Hauk Símonarsson, en hann studdi Þráin. Máli sínu úl stuðn- ings nefnir Einar dæmi: „Meðal þeirra sem beittu sér mjög mikið vom úl dæmis Ámi Árnason sem ég hygg að sé skrifstofumaður hjá Náms- gagnastofnun. Hann hafði sig töluvert í ffarnmi í þessum slag. Eg hef reyndar aldrei séð hann og hafði það ekki alveg á hreinu að hann væri í félaginu en eitt- hvað höfúm við skipt við hann í kringum samninga við Náms- gagnastofnun. Jónas Jónasson útvarpsmaður var einnig mjög harður stuðningsmaður Þráins. Allir vita náttúrlega að útvarps- mennskan er hans ævistarf og lifibrauð. En þessir útvarpsþættir hans, — Kvöldgestir, hafa verið vélritaðir upp og gefnir út á bók og þar með hefur hann hags- muna að gæta í Rithöfundasam- bandinu. Hjörtur Pálsson út- varpsmaður hafði sig einnig töluvert fiammi í þessu. Af öðr- um sem ég veit að hringdu í fólk og ráku áróður má nefna Franz Adólf Gíslason, Úlf Hjörvar, Ingólf frá Prestsbakka og Jón frá Pálmholti." JÓNI EKKI BOÐIÐ I gær varð með mikilli við- höfn í dómshúsum víða um land hin mikla réttarfarsbreyting, þegar gengu í gildi lög um að- skilnað dómsvalds og umboðs- valds. Það á víst við í þessu úl- viki að oft velú líúl þúfa þungu hlassi, því upphaf þessara stakkaskipta var fyrir mörgum árum, þegar Jón Kristinsson á Akureyri var dæmdur fyrir smá- vægilegt umferðarlagabrot. Ei- ríkur Tómasson lögmaður rak mál Jóns og hætú ekki fyrr en Mannréttindanefnd Evrópu hafði úrskurðað að íslensk réúar- farsskipan stangaðist á við Mannréúindasáttmála Evrópu. I gær voru semsagt haldin hóf víða um land úl að fagna þessari breyúngu. En Jóni Krisúnssyni, sem að vissu leyti hlýtur að telj- ast upphafsmaður þessa alls, var ekki boðið. PÓLITÍSK LANDA- MÆRI ÁSTARINNAR Nokkurt fjaðrafok varð hjá Kvennalistakonum um árið, þegar ein helsta forystukona af Kvennalistanum en eiginkona hvaða ráðherra sem er hlýtur að eiga erfitt uppdráttar í öðrum flokki. Það verður ákveðinn trúnaðarbrestur. Segjum svo að ég yrði ástfangin af Davíð Oddssyni eða Hörður (eigin- maður Magdalenu) af fegurðar- droúningu, við værum með því móú að segja að grundvallarh'fs- viðhorf okkar kæmi því ekkert við af hveijum við yrðum ást- fangin. Auðvitað má segja að maður ráði því ekki í hverjum maður verður skoúnn en póliú'sk afstaða, skyldi maður halda, endurspeglar gmndvallarviðhorf fólks úl úlverunnar... Ef ég yrði ástfangin af manni með allt önn- ur h'fsviðhorf, manni sem hefði úl dæmis mestan áhuga á einka- væðingu og heimavinnandi hús- mæðmm, yrði mér illa bmgðið.“ STEFÁN JÓN HAFSTEIN. Gengur með rithöfund í maganum. ÓLAFUR HAUKUR SÍMONARSON. Eini atvinnurithöfundurinn sem studdi Þráin Bertelsson? JÓNAS JÓNASSON. Rithöfundur í hjáverkum og stuðningsmaður Þráins. SIGRÍÐUR DÚNA KRISTMUNDS- DÓTTiR. Voru það pólitísk mistök að taka saman við Friðrik? FRIÐRIK SOPHUSSON. Hefur hann mestan áhuga á einkavæðingu og heimavinnandi húsmæðrum? MAGDALENA SCHRAM. Yrði varla ástfangin af Davíð Oddssyni. Hreinn, einkavæðar- inn, einkavæddi hann sjálfan sig? „Já, það má eiginlega segja það. Annars hefég alltaf verið einkavœddur. Var bara ífríifrá lögmannsstofunni. “ Hreinn Loftsson, aöstoðarmaður forsætisráðherra, ætlar að hætta í forsætisráðuneytinu, þarsem hann hefur meðal annars sinnt verkefnum um einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Hreinn mun snúa sér að lögmanns- störfum og halda áfram að sinna sérstökum verkefnum í ráðuneytinu. L í T I L R Æ Ð I afhrotum Það dró til tíðinda milli rekkjuvoðanna í hjónasænginni í morgun, þegar konan mín hnippti óþyrmilega í mig og skipaði mér að hlusta á morgu- nútvarpið. f útvarpinu var einn af ijöl- mörgum virtum sérfræðingum að skýra frá því að hrotur væm ekki hroútr heldur sjúkdómur. - Hrotur, sagði sérfræðingur- inn í útvarpinu, geta valdið kransæðasjúkdómum, krampa og köfnun. Sá sem hrýtur hvílist ekki og verður þess vegna taugaveiklaður og af tauga- veikluninni geta hlotist alvar- legir magakvillar sem síðan leiða til krabba í maga og melt- ingarfæmm og síðast úl dauða. Og svo hélt útvarpssérffæð- ingurinn áfram. - Við hrotum er þjóðráð að fara í megmn eða sofa með sér- hannaðan tréþríhyming á bak- inu. Slíkur þríhymingur er sem- sagt girtur á bakið á hijótandan- um áður en hann fer að sofa með þeim afleiðingum að hon- um er fyrirmunað að sofa á bak- inu. Hann hætúr að hijóta og lífi hans erborgið. - Nú ferð þú í matarkúr og megmn og hættir að hrjóta, sagði konan, en afþví að mér hefur nú alltaf þóú það örþrifa- ráð að minnka við mig mat þá var ég eiginlega miklu hrifnari að húsráði útvarpssérfræðings- ins að sofa með þríhyming á bakinu og sagði hikandi við konuna: - Getum við ekki fengið lán- aðan klyfberann sem hangir uppá vegg hjá henni Halldóru frænku þinni? Halldóra frænka konunnar minnar er — ef einhver skyldi ekki vita það — afar þjóðleg og safnar íslenskum antíkmunum. En einhvernveginn virtist mér konan frábiúnn hugmynd- inni og ætú þó ekki að vera nein fragangssök að sofa hjá manni með klyfbera á bakinu ef um líf- ið er að tefla. Og nú kom það sem ég hafði í rauninni undimiðri óúast: - Þú léttir þig um tíu kíló, hætúr að hijóta, verður eins og manneskja í laginu og bjargar h'fi þínu. Og af því ég veit nú að það er forgangsverkefni á hveiju heimili að halda lífinu í fyrir- vinnunni gaf ég mig. FLOSI í hádeginu hófst svo súpu- kúrinn. Súpan er ósalt vatn. Úú' þetta ósalta vatn er svo sett skepnu- fóður; aðskiljanlegir kálhausar, púrrnr, rætur, rófur, næpur og kartöfluhýði, jafnvel arfi og annað illgresi. Þetta er semsagt soðið og svo er það væntanlega étið af ein- hveijum grasbítum sem langar úl að verða háir og grannir. Og auðvitað er engin aðferð ömggari úl að hora mann en að bera manni óætan mat. Og þegar ég þannig í hádeg- inu sat með súpudiskinn fyrir ffaman mig tók ég svo úl orða: - Manstu kona góð hvemig hémmbil var komið fyrir Twiggy þegar hún fór í megmn. Hún var næstum dauð. Eða Dí- ana prinsessa. Og þegar konan svaraði mér ekki heldur leit á mig eins og ég væri afglapi bætú ég við: - Grímur Thomsen borðaði smérið tómt frekar en að hafa brauð undir því. Enda var hann goú skáld. - Þú heldur kannske, svaraði konan, að þú gætir frekar klambrað saman ferskeytlu ef þú hesthúsaðir heilt smérstykki ádag. Þetta sámaði mér svo að ég stóð upp frá matborðinu, fór í ís- skápinn og náði mér í bringu- koll og ákvað að hætta að hijóta með því að sofa með klyfbera á bakinu næstu nætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.