Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PKSSMi 2.JÚU 1992 PRESSAN maAHmwBmssssmBBaamamsmma Útgcfandi Blaðhf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14, sími 64 30 80 Faxnúmer: 64 30 89 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 64 30 85, dreifing 64 30 86 (60 10 54), tæknideild 64 30 87, slúðurlína 64 30 90. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. Kjaradómur afhjúpar æðstu embættismenn Það hefur verið hlálegt að fylgjast með því að undanfömu hvemig æðstu embættismenn ríkisins hafa gert sig að fífli hver um annan þveran eftir að kjaradómur birti niðurstöður sínar um stórfelldar launahækkanir þeim til handa. Hver þingmaðurinn á fætur öðmm hefur stigið fram til að benda á hversu óvarlegt það geti verið að grípa fram fyrir hendur kjaradóms í þessu máli, þrátt fyrir að Alþingi eigi sér afskaplega langa og blóðuga sögu í lagasetningum um laun annarra stétta. Gott ef dómstóll Alþjóðavinnumálasambands- ins komst ekki að þeirri niðurstöðu að Alþingi ætti heimsmet í þeim efnum. Þingmennimir, og reyndar ráðherrar einnig, hafa l£ka þrá- stagast á því að niðurstaða kjaradóms komi á réttum tíma, sjálfsagt til þess að láta í veðri vaka að niðurstaðan sjálf væri ekki algeggjuð. Forseti Alþingis hreykti sér af því á mánudagsmorgni að hún væri á leið til vinnu og vildi nota það sem rök fyrir hátt í 100 prósenta launahækkun sér til handa. Þessi rök em fyrir of- an skilning þeirra sem hlustuðu á forsetann í bflnum á leið til vinnu og höfðu þurft að sætta sig við 1,7 prósenta hækkun þrátt fyrir að hafa mætt til vinnu alla daga. Meira að segja biskupinn lét hafa sig í að halda þakkarávarp til kjaradóms í fréttatíma Stöðvar 2 þar sem hann þakkaði dæmendum hlýhug í garð eiginkonu sinnar. Niðurstaða kjaradóms hefur því orðið til þess að megnið af æðstu embættismönnum ríkisins hefur afhjúpað sig sem eig- inhagsmunaseggi. Síðustu daga hafa þeir barist harðri baráttu fyrir að fá að halda gjöfmni frá kjaradómi þrátt fyrir að öllum sé ljóst, og þeim einnig, hversu ósanngjöm hún er. Ein rökin sem notuð hafa verið em þau, að þar sem ráðu- neytisstjórar lækki sé allt í lagi að hækka ráðherra. Það komi í sama stað niður fyrir ríkið. I framhaldinu má spyija: Er þá ekki best fyrir ríkið að lækka ráðuneytisstjórana en sleppa því að hækka ráðherrana? Þá græðir ríkið. Það er í raun hlálegt að hlusta á ráðherra tala á léttu nótun- um um samningsbrot á ráðuneytisstjómm sínum á sama tíma og brúnin þyngist á þeim þegar kemur að því að draga úr eigin launahækkunum. Munurinn er þó sá að ráðuneytisstjóramir réðu sig til starfa gegn því að fá yfirvinnu en ráðherramir sótt- ust eftir embættum sínum á þeim kjömm sem áður giltu. Með niðurstöðu sinni hafa dæmendur í kjaradómi sannað sig óhæfa til að ákvarða laun æðstu yfirmanna ríkisins. Fyrsta verk ríkisstjómarinnar á að vera að leggja dóminn niður og finna aðra aðferð til að ákvarða laun jjeirra starfsstétta sem hafa heyrt undir dóminn. Næsta verk er að hnekkja síðustu niðurstöðu dómsins. Þetta eiga ráðherramir að gera með bros á vör en ekki tvístígandi, eins og þeir hafa verið undanfama daga. Ef óáran hellist yfir þjóðina er sjálfsagt að setja lög til að stemma stigu við þeim eða grípa til annarra aðgerða. Þetta á við um niðurstöður kjaradóms eins og aðrar hremmingar. V I K A N DÓMUR NR. 1 Fyrsti dómur vikunnar var yfir íslenska ríkinu. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Þorgeir Þorgeirsson rit- höfundur væri ekki kver- úlant heldur væri eitthvað meira en lítið bogið við lagaskilning dómaranna við Hæstarétt Islands. Þar með fékk Þorgeir loks upp- reisn æru eftir að hafa bar- ist einn síðan snemma á síðasta áratug fyrir að mega segja það sem hon- um finnst um lögguna. Jafnvel þær stéttir senr helst hefðu átt að styðja Þorgeir, blaðamenn og rithöfundar, sendu honum stuðningsyfirlýs- ingar með hangandi hendi. Blaðamönnum tókst það ekki núna síðast fyrr en eftir harðar deilur. Stór hluti fundarmanna á aðalfundi félagsins taldi Þorgeir ruglaðan og það væri fyrir neð- an virðingu félagsins að styðja málstað hans opinberlega. DÓMUR NR. 2 & 3 Það vom dómamir sem ekki voru dæmdir í úrslitaleiknum í Evrópukeppninni í fótbolta. Fyrst tækluðu Danir Þjóðverja gróflega, komust upp með það og skoruðu. Síðan tóku þeir bolt- ann með höndum, komust upp með það og skoruðu aftur. í hvomgu tilfellinu fann dómarinn nokkra ástæðu til að flauta. Með því færði hann Dönum Evróputitilinn, tók ffamlenging- una af áhorfendum og tryggði að fréttimar fæm í loftið á réttum tíma. DÓMUR NR. 4 Fjórði dómur vikunnar var niðurstaða kjaradóms um að HVERS VEGNA Er Helgu Kress stœtt á því að sitja áfram sem formaður stjórnar Menntamálaráðs? JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON LÖGMAÐUR SVARAR Spumingin er kannski ekki al- veg rétt orðuð, því Helga neitar að taka á dagskrá tillögu um nýj- an formann. Atvik málsins em þau, að í fyrsta lagi var í vor þá- verandi formaður, Bessí Jó- hannsdóttir, settur af með ákvörðun meirihluta ráðsins. Þá tók Helga Kress þátt í að lýsa vantrausti á formanninn með meirihlutanum. Hann kaus síðan nýjan formann, Helgu Kress. I öðm lagi kýs Alþingi nýjan aðalmann í ráðið í stað þess sem fór. Þá myndaðist nýr meirihluti sem vill að formaður og varafor- maður verði settir af. A fundi með ráðinu neitar Helga Kress að taka málið á dagskrá og slftur fundi. Hún ber því við að tillag- an sé órökstudd. Það er út í blá- inn að segja það, því það þarf ekki að rökstyðja tillögur sem bomar em fram í svona ráði. Helga hefur síðan neitað ósk meirihlutans um nýjan fund, sem er ekkert annað en löglaust ofríki. Hún á að halda fund þeg- ar beðið er um það og taka upp þær tillögur sem fram em bom- ar. Það em heldur engin rök fyrir því, sem hún hefur viljað segja, að það skipti engu máh hver sé formaður ráðsins. Hún er ein af þeim sem hafa tekið ákvörðun um formannsskiptin og til hvers að hafa formann sem hefur ekk- ert að segja? Menningarráð ér líka póhtískt kosið ráð og því er eðlilegt að ríkisstjómarflokkam- ireigi formanninn. hækka forseta Alþingis um tæp 100 prósent í launum ásamt nokkrum öðmm af helstu emb- ættismönnum ríkisins. Á móti lækkaði dómurinn laun ráðu- neytisstjóra, Davíðs Á. Gunnars- sonar, forstjóra Ríkisspítalanna, og Ólafs Ólafsonar landlæknis. Þessir menn munu hafa haft svo svakaleg laun að nokkur lækkun þeirra dugði til að hífa allveru- lega upp laun allra æðstu manna ríkisins. DÓMUR NR. 5 OG UPPÚR Og í gær stálu dómamir enn senunni þegar Héraðsdómar Reykjavíkur, Reykjaness og annarra landshluta tóku til starfa. Þar með hefur framkvæmda- og dómsvald verið aðskilið á ís- landi en upphaf þess máls má rekja til sama Mennréttindadóm- stólsins og setti ofan í við Hæsta- rétt í upphafi vikunnar. Sá dóm- stóll er því nokkurs konar upp- haf og endir alls þessa viku. ...það þarf ekki að rökstyðja til- lögur sem born- ar eru fram í svona ráði >Ai> ERU ALLTAF E.'NHVERJÍR VANPftÆPAGEAAt-.isío sEM Koná5T AÐ þvf HVAO HÉe EA IAM AÞ VERA 1 S.'ÐAST VAK >AÐ ÞEíS/' GAUTAAA EN víð óatum NoTFÆRT , „ , -r » _ av °KKUR MÞ 1 Ví-Ð ERum Nw Hi«EinT EKKi ALVFG KtÁRlfe Á HvaÐ GEHðdR HÉk Á ?! p Vii> HolPum sÁí-ia/m 'f\ LíW í EÍHs(co/\/Af HÁlFDAuÐAÁSTANDÍ o& Tokuaa uPp HUÍMyNÞÍR ÞEiAíZA UM DAUÐANN I VON UM EÍNHVERja VÍS5ENDÍNGU Wi' VÍD ERríM LÍKA A& i-EÍrA APSVARi VÍÐ GU&ÓL yKKAR HAHÍ ER ALLT GEZT { Sn/EKMpei ÁWND AF SPAE.NA&AR.ÁSTÆÐUM WÍ ÞAÐ ERvA EKKi ENPALAUST TÍL PENÍNGAI2 j HAH - \ EÍTT SKÍPT|*Ð VORU S.VAKA (CENAliWGAP. UM H.’Mi/V- TUNGL ÖG- GANG- ÞE.ÍC.PA ÞEÆAP FÓLKi'P PJo PABA OFAN í ÓSICU.E.AF:(CA OGr HÉlPU A£> GLÓOiN í VÍMDLiNUM HAríS JAPFA rÆJCNÍMANNS VÆPi SÓL Ofr AÐ GLo&iM t ReIT- UNN\' HENMPiR PÍöK/iA RÆStíNFARKoMU. VÆÍA' L OG Svo VAR REyKUPÍNN AF ÖLLia Sanyw KAllaímR SKW O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.