Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 50

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 50
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 U£ch4fct NORÐURLAND HÚNAVATN5- SÝSLA Vestur-Húnavatnssýsla liggur innaf Húnaflóa vestanverðum og markast af Hrútafjarðará að vestan, Gljúfurá að austan og nærri vatnaskilum á Amar- vatnsheiði og Tvídægru að sunnan og mætir þar Borgarijarðarsýslu. Héraðinu má skipta í meginsveitir, Hrútafjörð, Miðfjörð, Vatnsnes, Vesturhóp og Víðidal. Fegurð þess sést víða, svo sem í fallegum bújörðum, þremur stórum laxveiðiám, ströndum Vatnsness, stór- um vötnum, gljúfrum og dröngum. I héraðinu er fjöldi sögustaða, bæði frá fomu og nýju. Nokkrir þéttbýliskjamar em í héraðinu, stærstur er Hvamms- tangi með um 700 íbúa og Laugarbakki með um 100 íbúa. Landslag í Austur-Húnavatnssýslu er margbreytilegt. Þar skiptast á lágir ásar og dalir en inn til lands em víðáttumikl- ar heiðar. A austurmörkum sýslunnar er hár fjallgarður, sem gengur út á Skaga milli Húnaflóa og Skagafjarðar. I sýslunni eru frægar laxveiðiár og mörg vötn full af fiski. Víða em falleg- ar gönguleiðir. Höfuðstaður sýslunnar er Blönduós. BÆRINN VIÐÓSINN Kaupstaðurinn Blönduós stendur við austanverðan Húnafjörð og, eins og nafnið bendir til, við ósa árinnar Blöndu. Bmin yfir ána, sem byggð var árið 1963, er fyrsta brú úr strengja- steypu sem byggð var yfir stórá hér- lendis. Höfn var löggilt á Blönduósi ár- ið 1875 og verslunarstaður árið eftir. Blönduóshreppur hlaut kaupstaðarrétt- indi áiið 1988 og nefnist síðan Blöndu- ósbær. Hann er í hópi yngstu kaupstaða landsins. Kjami atvinnulífs í bænum er margvísleg þjónusta við sveitimar í ná- grenninu. Auk þess eru nokkur iðnfyr- irtæki starfrækt í Blönduósbæ. Útgerð hefur verið stunduð frá Blönduósi í litl- um mæli, einkum krabbadýraveiði. SKAGA- FJÖRÐUR Skagafjörður er eitthvert sögufræg- asta hérað landsins. Hér hafa orðið miklir atburðir sem tengjast sögu lands- ins. Biskupssetrið Hólar var annar höf- uðstaður Islands um nær sjö alda skeið, og á Sturlungaöld var Skagafjörður sögusvið og vettvangur mikilla atburða. Drangey á Skagafirði er órjúfanlega bundin nafni Grettis Asmundssonar og dvöl hans þar. Nafn Skagafjarðar teng- ist mjög hestum og hestamennsku. Hvergi á landinu er að finna slíka hefð sem tengist hrossarækt og hrossaeign Skagfirðinga er einhver sú mesta sem þekkist á landinu. DRANGEY Drangey er stór eyja í miðjum Skagafirði. Hún er um 170 metra há og þar er mergð svartfugls, enda var hún fýrrum matarforðabúr og nefnd mjólk- urkýr Skagfirðinga. Þekkt er hún fyrir dvöl Grettis Asmundssonar þar á ell- eftu öld eins og getur um í Grettissögu. Miðnætursólin er hvergi fegurri en ein- mitt í Drangey og ferð út í eyna er afar skemmtileg lífsreynsla sem seint gleymist. HÓLAR í HJALTADAL Þeir sem áhuga hafa á sögu og gam- alli menningu ættu að eiga nokkurt er- indi til Hóla í Hjaltadal. Þar hvíslar sag- an við hvert fótmál. Hólar voru, ásamt Skálholti, höfuðstaður íslands um alda- bil meðan þar var biskupsstóll 1106-1798 og löngum prestaskóli. Ar- ið 1882 var stofnaður þar bændaskóli og stendur skólalíf með blóma, þar sem megináhersla er lögð á hrossarækt og fiskeldi. Nú eru Hólar á ný orðnir bisk- upssetur Norðlendinga og situr þar vígslubiskup Hólastiftis, séra Bolli Gústavsson. A Hólum er varðveittur gamall torfbær og dómkirkjan frá 1763, eitt elsta og merkasta steinhús landsins, er mjög falleg og í góðu ástandi eftir endurgerð sem lauk 1988. Hjaltadalur er umgirtur mikilúðlegum fjöllum og þekktur fyrir veðurblíðu. VÍOIMÝRARKIRKJA OC BYÚCDASAFNID í CLAUMBÆ Víðimýrarkirkja er torfkirkja frá síð- ustu öld, byggð 1834. Hún gefur góða hugmynd um guðshús Islendinga fyrr á öldum og þar eru ýmsir góðir kirkju- gripir. Kirkjan er opin sumarmánuðina og er í alfaraieið við þjóðveg nr. 1. Byggðasafnið í Glauntbæ er í stórum nítjándu aldar torfbæ sem búið var í fram undir 1940. Þar er mikið af göml- um áhöldum og munum og hefur tekist að skapa andrúmsloft sem gefur góða hugmynd um lífið í torfbæjum stórbýla á síðustu öld. Safnið í Glaumbæ er opið júni' til ágúst. Á elleftu öld bjó í Glaum- bæ Snoni Þorfinnsson. Hann var sonur Þorfinns Karlsefnis sem stjómaði leið- angri til Vínlands um 1002-1003 og hafði þar vetursetu. Þá fæddist Snorri og er hann talinn fyrsti Evrópumaður- inn sem fæddur er á meginlandi Amer- íku. Snorri reisti fyrstu kirkjuna í Glaumbæ og mun vera grafinn þar. ÁHUGAVEROAR ÖKULEIÐIR í SKACAFIRDI Fyrir þá sem helst vilja aka um og njóta landslags og náttúru út um bfi- gluggann er rétt að benda á leiðina fyrir Skaga, þægilega dagsferð frá Sauðár- króki út fyrir Skagann og komið aftur á þjóðveg nr. 1 við Blönduós eða farin leiðin fyrir Þverárfjall. Landslag á þess- ari leið er margbrotið og margt um áhugaverða slaði. Til dæmis er ekið fram hjá Ketubjörgum, sem eru leifar fornrar eldstöðvar. Við utanverðan Skaga vom fyrr mikil sellátur, en nú hefur sel fækkað. Þó er enn oft hægt að sjá seli þar við ströndina. Fjallvegir liggja upp úr Skagafirði, um Þorljótsstaðafjall upp á Sprengis- andsleið og um Mælifellsdal upp úr Eyvindarstaðaheiði, en af þeirri leið er hægt að komast niður í Svartárdal í Húnavatnssýslu. Á Eyvindarstaðaheiði eru þrír fjallaskálar leigðir út til gisting- ar. Þessir fjallvegir em einungis færir vel búnum bflum. CÖNGULEIOIR í SKAGAFIRÐI Ymsir möguleikar gefast til göngu- ferða í Skagafirði. Hér verða einungis fáeinir nefndir. A fjallinu Molduxa sem er 683 metr- ar á hæð er ágæt útsýn yfir fjörðinn, einnig af Tindastóli, 976 metrar. Þessar göngur em flestum næsta auðveldar og hin besta skemmtun. Mælifellshnjúkur, 1138 metrar á hæð, í innanverðum Skagafirði er eitt- hvert fríðasta fjall héraðsins og þaðan er í björtu veðri stórkostleg útsýn, bæði yfir hálendið og héraðið í kring. Sagt hefur verið að Mælifellshnjúkur sjáist í heiðskíru veðri úr tíu sýslum. Fjallið er ekki erfitt uppgöngu en taka verður góðan tíma í slíka ferð. Sé á hinn bóginn sóst eftir lengri og meiri fjallaferðum má benda á göngu- leiðir um Tröllaskaga, en slík ferð er fremur ætluð vönum fjallaförum. í Austurdal í Skagafirði er Ábæjarkirkja. Jeppafært er fram að Ábæ. Austurdaiur er sérkennilegur og fallegt göngusvæði og á Hildarseli, um níu kflómetra fýrir framan Ábæ, er vistlegur skáli Ferðafé- lags Skagfirðinga. Fyrr var búið á Ábæ og staðnum tengist draugasagan urn Ábæjarskottu. Ábær er nú í eyði og að- eins messað í kirkjunni einu sinni á ári, fýrsta sunnudag í ágúst. í Ábæjarsókn er nú aðeins einn íbúi. Merkigil í Austurdal er mjög skoð- unarvert. Akfæit er að gilinu frá bæn- um Gilsbakka eftir þjóðvegi nr. 759, Kjálkavegi. Af akstursleið fram Aust- urdal blasir gilið við handan Jökulsár. Merkigil er hrikalegt og stórskorið en stutt gljúfur á milli bæjanna Merkigils og Gilsbakka, þar sem Merkigilsáin fellur í Jökulsár eystri. Jökulsá var fýrr á tímum mikill fai'artáimi, en á nítjándu öld var það leyst með því að setja á hana kláfdrætti. Einn slíkur er eftir við bæinn Skatastaði. Kláfúrinn er nýr, en fólki er bent á að gæta ýtrustu varkámi. DRAUGASAGAN UM ÁBÆJAR-SKOTTU Bóndi er nefndur Jón; hann bjó á Abæ og átti Guðbjörgu fyrir dóttur. Þegar hann lá banaleguna gaf hann dóttur sinni sauðarlegg og vom tappar í leggnum, og sagði henni að taka ekki tappann úr nema henni lægi lítið við. Síðan dó karlinn, en Guðbjörg dóttir hans giftist manni sem Eiríkur hét og fóm þau að búa á Ábæ eftir Jón. Um þessar mundir var bóndi á Tinn- árseli sem Sigurður hét; var hann ffem- ur harðbýll og vildi verja bæli sitt Ábæjarpeningi. Þau Ábæjarhjón vildu stökkva Sigurði burtu, en það tókst ekki. Kom þá Guðbjörgu það í hug að nú mundi ráð að opna legginn; hún tók svo tappann úr honum og rauk þar úr reykjargufa; dróst hún svo saman og varð að konu, ef konu skyldi kalla. Guðbjörg skipaði henni að fara þegar og hrekja Sigurð burt frá Tinnárseli. Draugsi fór þegar og lék hann Sigurð svo grátt að hann varð að fara á aðra bæi ttl að sofa því hann sagðist engan frið hafa til að sofa heima fýrir djöfli þeim sem ásækti sig. Um vorið eftir flúði Sigurður kotið fyrir þessunt ófögnuði. En þegar Skotta hafði lokið þessu erindi fór hún heim aftur til Guð- bjargar og spurði hvert nú skyldi halda. Varð Guðbjörg þá ráðalaus og fór þá Skotta að kvelja hana, og svo lauk að 4, ÍÍ ð #/• C/*kená& VERSLUN-GISTING-VEISLUSALIR VEITINGAR-SUMARHÚS-VEIÐILEYFI Svefnpokagisting kr. 1.000 Uppábúin rúm kr. 1.800 Sumaropnunartími 8-23.30 Lifandi tónlist öll laugardagskvöld í sumar til kl. 03 Glannabar opinn frá kl. 18 Borðapantanir og frekari upplýsingar í síma 93-50011. ÍÆtJ HREÐAVATNSSKÁU HJARTA BORGARFJARÐAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.