Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2.JULI 1992 27 R meðan íslendingar keppast við að draga hver annan fyrir dómstóla vegna orða og hugsana færir niðurstaða dómsins í Stras- bourg okkur nýja sýn á tjáningarfrelsið. fluð- vitað tók enginn eftir því þar sem allir eru enn uppteknir af skemmdri æru sinni og því að koma verði lögum yfir sögumanninn óskammfeilna. 5aga íslendinga er hins vegar uppfull af furðulegum dæmum um málarekstur af þessu tagi. Arið 1978 dæmdi Hæstiréttur ritstjóra Morgunblaðsins í sekt vegna skopmynda af þýska rannsóknarlögreglumanninum Karli Schiitz sem birst höfðu í blaðinu. Þær voru teiknaðar af Sigmundi Jóhannssyni eða Sig- mund. Myndirnar sýndu Schiitz f gervi Gestapó- og SS-manna og þóttu fela í sér ærumeiðandi aðdróttun sem skerti virðingu hans og álit. Voru ritstjórarnir þarna dæmdir eftir hinni nú ill- ræmdu 108. grein þannig að þeir fá væntanlega uppreisn æru nú. Ritstjórarnir voru dregnir til ábyrgðar vegna þess að Sig- mund hafði ekki skrifað undir teikningar sínar fullu nafni. En ritstjóri Dagblaðsins, Jón- as Kristjánsson, var líka dæmd- ur eftir 108. greininni vegna fréttar í blaðinu um lögregluna. Sá dómur var staðfestur í Hæsta- rétti 1983 en þá klofnaði réttur- inn og tveir dómarar vildu þá líta til þess að þetta lyti að „grund- vallarreglum um frelsi manna til að tjá sig í ræðu og riti". Síðast en ekki síst ber að nefna Hall Magnússon, fyrrver- andi blaðamann á Tímanum, sem líklega hefur orðið síðastur íslendinga til að verða dæmdur eftir 108. greininni. USTAMENN MEÐ VÍÐTÆK- ARA TJÁNIN6ARFRELSI? En þó að Morgunblaðsmenn hafi verið dæmdir fyrir teikning- ar Sigmundar má víða finna dæmi þess að listamönnum hafi verið ætluð rýmri mörk í tjáning- arfrelsi. Þorgeir fékk þó augsýni- lega ekki að njóta þess þótt upp- hafleg frásögn hans af lögreglu- ofbeldinu hafi um margt verið ljóðræn. Það er athyglisvert að þegar mál vegna listamanna berast dómstólum verða þeir að leita lagaraka fyrir því í hvaða átt listaumræðan á að stefna! Myndu flestir telja það nóg til að æra óstöðugan að elta ólar við afkima listaumræðunnar. í hæstaréttardómi frá 1956 var tekin fyrir umfjöllun tímarits um þjóðleikhússtjóra, Guðlaug Rós- inkranz, og kunnáttu hans f leik- list. Taldi dómurinn að ýmis meiðyrði væri að finna í við- komandi grein, sem sagði m.a. að þjóðleikhússtjóri vissi ekkert um óperur eða hljómsveitar- stjórn, leikstjórn eðá list. Vörn Pétur Pétursson læknir verst nú fyrir dómstólum fyrir að hafa tjáð sig um steranotkun meðal líkamsræktarmanna. þeirra stefndu byggðist á því að þetta væri aðeins dómur um list- ræna stjórn þjóðleikhússtjóra á málefnum Þjóðleikhússins. Þeim rökum var hafnað og um- mælin talin móðgandi og refsi- verð. I dómi undirréttar frá árinu 1969 var hins vegar gagnrýnandi sýknaður vegna vegna bók- menntagagnrýni. Sagði í dómn- um að listgagnrýni nyti víðtæks fjáningarfrelsis. Eðlilegur þáttur í slíkri gagnrýni væri að bera saman tilgang verka og hvatir hófunda á meðan slfkt kæmi fram í verkinu. Segir í dómnum að óhjákvæmilegt sé að slfkir dómar geti snert æru höfunda en það sé heimilt á meðan gagnrýn- in byggist einungis á faglegum dómi á verkinu. MENN VERÐA REIÐIR OG FARAÍMEtÐYRÐAMÁL En menn eru síður en svo hættir að fara í meiðyrðamál á íslandi. Fjöldi mála af slíku tagi er rekinn fyrir íslenskum dóm- stólum og fleiri f farvatninu. Það er athyglisvert þegar þessi mál eru sícoðuð að fátíð eru mál vegna þess að freklega hafi verið ráðist inn í einkalíf fólks. Frekar að svo virðist sem málarekstur- inn sé notaður af mönnum eða félögum til að koma þeirra sjón- armiðum að í umræðunni. Af- kárleiki þess sést hvað skýrast í því er stofnanir og félagasamtök fara f meiðyrðamál gegn einstak- lingum sem hafa tjáð sig um þeirra mál. Nýlegt dæmi um það má sjá í yfirlýsingu bændasamtaka í Suður- Þingeyjarsýslu um vænt- anlegt meiðyrðamál á hendur Jónasi Kristjánssyni, ritstjóra DV, vegna leiðara hans „Nálin er svo holl". Þá er ógetið málarekstrar 35 lfkamsræktarmanna á hendur Pétri Péturssyni, lækni á Akur- eyri, fyrir ummæli hans um steranotkun meðal þessarar teg- undar íþróttamanna. Málið hefur henst fram og til baka, meðal annars lent í úrskurði Hæstarétt- ar, og í raun umsnúist og tvístr- ast. Virðist engu skipta, þótt sumir þeirra sem skrifuðu undir kæruna í upphafi hafi helst úr lestinni vegna þess að hinar meintu ávirðingar Péturs sönn- uðust á þá. Þá hefur lógmaður líkamsræktarmanna, Ólafur Sig- urgeirsson hdl., höfðað einka- mál á hendur Pétri vegna um- mæla sem hann lét frá sér í miðri orrahríðinni. Virðist Pétri fyrst og fremst stefnt fyrir að temja sér ákveðið orðalag sem hann sjálf- ur segir með réttu að sé kjarnyrt. Flest af því sem að framan hefur verið sagt undirstrikar skeikulleika dómskerfisins í málum er lúta að tjáningarfrelsi. Hírðuleysi löggjafarvaldsins er líka sláandi og hefur ekki einu sinni verið sinnt eðlilegri laga- hreinsun á þessu sviði. Fyrir því má færa margvísleg rök að fátt sé það í íslensku þjóðfélagi sem kallar á heftingu tjáningarfrelsis. Einnig má færa rök fyrir því að menn eigi að hafa rétt til að hafa púkalegar, hallærislegarogjafh- vel rangar skoðanir. Hver á að leiðrétta slfkt nema frjáls og opin Jón Óttar Ragnarsson, fyrr- verandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, var dæmdur fyrir klám í Hæstarétti árið 1990. Var það vegna sjónvarpssýn- ingar á tveimur dönskum „rúmstokksmyndum" sem sýndar voru í kvikmyndahús- um á sínum tíma. skoðanaumræða? Árif dómsins yfir Þorgeiri gætu orðið víðtækari en ein- göngu á sviði tjáningarfrelsis. Sérstaklega ef það gengur eftir sem Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra hefur sagt um lög- festingu mannréttindasáttmálans í heild hér á landi. Einnig ætti niðurstaðan að hvefja alla til að óska eftir ótvíræðu tjáningar- frelsisákvæði í stjórnarskrána. Sigurður Már Jónsson K Y N L f F JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Er hœgt að tengja eggjaleiðara aftur eftir ófrjósemis- aðgerð? Kæra Jóna Ingibjörg. Þakka þér fyrir kynlífsþætti þína í PRESSUNNI. Ég les þá með athygli þar sem ég tel þá alltaf fræðandi um afar mikils- verða þætti í mannlegu samfé- lagi — auk þess sem þeir svara oft persónulegum hugðarefn- um og nú leita ég upplýsinga: Eg er með stúlku sem (af eðli- legum ástæðum) lét ,Jdppa sér úr sambandi". Er hægt að bæta úr því með endurtengingu? Hindrar það að mér takist að hafa sáðlát í samförum með henni? Mér hefur ekki tekist að framkalla sáðlát með henni. Bestu þakkir, ófróður. Takk fyrir bréfið. Það gleður mig að vita af áhugasömum lesendum. Margar spurningar vöknuðu hjá mér við lestur bréfsins. Þú minnist á að stúlk- Mjög erfitt er að tengja eggjaleiðara saman aftur en meiri líkur eru á að það takist efstutt er síðan konan fór í aðgerðina og efnot- aðar voru klemmur eða plasthringir til að loka fyrir, lítið af örvef myndaðist við ófrjósemisaðgerð- ina og konan er hraust an sem þú ert með hafi látið gera sig ófrjóa af „eðlilegum ástæðum". Hver er aðalástæð- an fyrir að konur láta gera sig ófrjóar? Hér á landi þarf sá sem fer í slfka aðgerð að hafa náð tuttugu og fímm ára aldri. Umsókn um ófrjósemisaðgerð þarf að vera skrifleg. Aðgerðin er framkvæmd á sjúkrahúsi, yfirleitt í svæfingu, og fer kon- an oftast heim samdægurs. Ófrjósemisaðgerð er aðeins framkvæmd þegar konan og karlmaðurinn eru sannfærð um réttmæti hennar — að þau vilji ekki eignast fleiri börn. Þess vegna er ætíð litið svo á að ófrjósemisaðgerð sé varanleg. Þegar ófrjósemisaðgerð er framkvæmd á konu er eggja- leiðurum Iokað til frambúðar með því að klippa þá í sundur, hnýta fyrir þá eða brenna, svo hluti þeirra verði að örvef. Einnig er hægt að setja klemm- ur eða plasthringi á eggjaleið- arana til að loka þeim. Með því að loka eggjaleiðurunum kemst eggið ekki leiðar sinnar niður í legið, sáðfrumur kom- ast ekki á stefnumótið í eggja- leiðurunum svo frjóvgun er út úr myndinni. Eggin safnast ekki saman eftir að ófrjósemis- aðgerð hefur verið fram- kvæmd heldur brotna niður og frásogast síðan inn í lfkams- vefina. Sjaldgæft er að eggja- leiðarar opnist aftur en þó hef- ur það komið fyrir og frjóvgun átt sér stað. En ef frjóvgun verður eftir ófrjósemisaðgerð eru meiri lfkur á svokðlluðu utanlegsfóstri sem getur valdið miklum sársauka. Utanlegs- fóstur verður að fjarlægja taf- arlaust með skurðaðgerð. Mjög erfitt er að tengja eggjaleiðara saman aftur en meiri líkur eru á að það takist ef stutt er síðan konan fór í að- gerðina og ef notaðar voru klemmur eða plasthringir til að loka fyrir, lítið af örvef mynd- aðist við ófrjósemisaðgerðina og konan er hraust. En eins og áður sagði er fyrst og fremst litið á ófrjósemisaðgerð sem varanlega aðgerð. Þetta er mjög örugg getnaðarvörn og hefur hvorki áhrif á kynhvöt- ina né tíðablæðingar. Hvers vegna ertu að velta fyrir þér hvort sé hægt að tengja eggjaleiðarana saman aftur? Er það vegna þess að þið viljið eignast barn saman eða er það vegna þess að þú hefur ekki fengið sáðlát í samförum með henni og telur að aðgerðin sem slík spili þama inn í? Lít- um á fyrsta mögulega svarið. Stúlkan þín hefur látið gera sig ófrjóa af því hún vildi ekki eignast fleiri börn og taldi ákvörðunina endanlega. Þá ákvórðun ber að virða. Hafi hún hins vegar breytt um skoð- un og vilji reyna til hlítar að verða barnshafandi á nýjan leik verðið þið að leita strax til læknis. Þar verða skoðaðar lík- urnar á að hægt verði að endur- tengja. Sömuleiðis þurfið þið að velta fyrir ykkur ákvörðun ykkar um barneignir. Ef endur- tenging reynist illmöguleg, hafið þið ef til vill áhuga á að skoða aðra möguleika, til dæmis ætúeiðingu? Ef ástæð- an fyrir heilabrotum þínum er sú að sáðlát verður ekki í sam- förum ykkar getur þú verið viss um að aðgerðin sem slík hefur hvorki áhrif á innri kyn- færi hennar né kynhvöt. Ef eitthvað, ætti henni að létta við að þurfa hafa ekki lengur áhyggjur af hugsanlegri þung- un. Hvers vegna verður ekki sáðlát? Sáðlátstregða á sér nokkrar orsakir. I fyrsta lagi getur verið um að ræða eins konar„ofstjómun". Karlmaður sem hefur bráðasáðlát reynir að hafa hemil á sér — það hef- ur gengið „of vel" þannig að nú fær hann alls ekki úr hon- um. Síðan getur sáðlátstregða þróast upp í reiði í garð kvenna almennt eða einnar ákveðinnar konu. Loks getur neysla áfeng- is og lyfja seinkað sáðláti. Eg vona að þú sért einhverju nær. Með góðum kveðjum, Jóna Ingibjörg. Spyrjið Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlífc/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10,101 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.