Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 52

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 52
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 NOBBIBHiHP SÖFN Á AKUREYRI Fjölmörg áhugaverð söfn eru á Ak- ureyri og verður hér greint frá þeim helstu. Minjasafnið — I safninu eru varðveittir munir sem lýsa lifnaðar- háttum fyrri tíma við Eyjafjörð; list- iðnaður og ljósmyndir akureyrskra ljósmyndara, þar á meðal Önnu Schi- öth og Hallgríms Einarssonar. Garð- urinn við safnið er fyrsta trjáræktar- stöð á Islandi, þar hófst ræktun árið 1899. Á lóð safnsins stendur timbur- kirkja frá Svalbarði við pyjafjörð, reist 1846, flutt í safnið 1970. Nonnahús — Bernskuheimili rit- höfundarins og jesúítaprestsins Jóns Sveinssonar, Nonna (1857-1944), höfundar hinna þekktu Nonnabóka. Nonnahús var opnað sem safn árið 1957, er eitt hundrað ár voru liðin frá fæðingu séra Jóns. I safninu eru ýms- ir munir úr eigu Nonna, og einnig Nonnabækur á mörgum tungumál- um. Húsið er eitt af elstu húsum á Akureyri, reist um 1850. Nonnahús er í eigu og rekið af Zontaklúbbi Ak- ureyrar. Friðbjarnarhús — Húsið var heimili Friðbjörns Steinssonar bók- sala, sem var einn af frumherjum Góðtemplarareglunnar. Þar hófst starfsemi reglunnar á Islandi með stofnun stúkunnar Isafoldar nr. 1, 10. janúar 1884. Templarar keyptu húsið árið 1961 og gerðu að minjasafni. Þar má sjá myndir og muni frá upp- hafi reglunnar og starfinu til okkar daga. Laxdalshús — Húsið er reist 1795 og er elsta hús bæjarins. Það stendur á hinni eiginlegu Akureyri, þar sem fyrsta byggð kaupstaðarins reis. í Laxdalshúsi er lýst í máli og mynd- um hvemig byggð hefur þróast á Ak- ureyri. Þar er einnig veitingasala. Stóri kosturinn við að greiða a.m.k. helming ferðakostnaðar með VISA eða VISA-raðgreiðslum fyrir brottför er sá að þú og fjölskylda þín nýtur FERÐATRYGGINGAR VISA á öllum ferðalögum - jafnt innanlands sem utan: Náttúrufræðistofnun Norður- lands — Náttúrugripasafnið var stofnað árið 1951 og er rekið af Ak- ureyrarbæ. í sýningarsalnum eru allir íslenskir varpfuglar, og einnig eru þar sýnishorn af öðrum íslenskum dýrum, plöntum, bergi og steingerv- ingum. Náttúrufræðistofnun Norður- lands stendur fyrir rannsóknum í grasafræði og jarðfræði. Sigurhæðir — íbúðarhús sr. Matt- híasar Jochumssonar (1835-1920), skálds og prests á Akureyri. Húsið er reist 1902 og bjó sr. Matthías þar til dauðadags en ljölskylda hans lengur. Húsið er búið húsgögnum úr eigu fjölskyldu sr. Matthíasar, þar má einnig sjá ýmsa persónulega muni skáldsins og ritverk hans. Amtsbókasafnið — Safnið var stofnað 1827 en hefur verið bæjar- bókasafn Akureyrar frá 1906. Safnið telur um 100 þúsund bindi og starf- rækir útlánadeild, lestrarsal og geymsludeild og er þar að finna ein- tak af flestum íslenskum bókum, tímaritum og blöðum. Héraðsskjala- safnið var sett á stofn árið 1967 af Akureyrarbæ og Eyjafjarðarsýslu. Safnið varðveitir opinber skjöl, skjöl verslana, útgerðar, félaga og einstak- linga. Davíðshús — Heimili Davíðs Stefánssonar, skálds frá Fagraskógi (1895-1964). Þar er varðveitt innbú skáldsins, bókasafn og munir úr eigu hans. Davíð var amtsbókavörður á Akureyri 1928-1951. Akureyrarbær eignaðist bókasafn hans að honum látnum og er það í vörslu Amtsbóka- safnsins. Húsið er reist 1944 og er gott dæmi um einbýlishús frá þeim tíma. CÓÐAR CÖNCULEIÐIR FRÁ DALVÍK Hnsey liggur skammt inn af mynni Eyjafjarðar á miðjum firðinum. Á móts við eyna myndast bogadregin vík inn í vesturströndina. Hér stendur einn af yngstu kaupstöðum landsins, Dalvík. Dalvíkurbær hvílir við fjallsrætur Böggvisstaða(jalls og Upsafjalls. Fyrir þá sem áhuga hafa á gönguferðum liggja ákjósanlegar gönguleiðir ffá Dal- vík yfir fjöllin til Olafsfjarðar. Má þar nefna Dranga upp úr Karlsárdal og Grímubrekkur og Reykjaheiði upp úr Upsadal. Föst búseta á Dalvík hófst ekki fyrr en um síðustu aldamót er Jón Stefáns- son smiður reisti sér hús og nefndi Nýjabæ. Fram að þeim tíma áttu ýmsir bændur úr Svarfaðardal verbúðir á sjávarkambinum sem notaðar voru er þeir stunduðu sjóróðra. Nýibær stendur enn og hafa niðjar Jóns reist þessum frumbyggja veglegan minnisvarða í túni Nýjabæjar. Ishús var reist á Dalvík árið 1896 og fyrsti vélbáturinn kom þangað 1906. Sjávarútvegur hefúr ffá öndverðu verið undirstaða atvinnu á Dalvík. A FERÐASLYSATRYGGING allt að USD 100.000 A SJÚKRATRYGGING allt að USD 25.000 A ENDURGREIÐSLA ORLOFSFERÐAR ef stytta þarf ferð áður en hún er hálfnuð, vegna slyss eða veikinda A HEIMSÓKN AÐ HEIMAN eða HEIMFLUTNINGUR ef alvarleg veikindi steðja að A VIÐLAGAÞJÓNUSTA OG NEYÐARHJÁLP allan sólarhringinn - árið um kring EUROP ASSISTANCE Með einu símtali átt þú kost á aðstoð og ráðgjöf 200 umboðsmanna í 160 löndum. Ef eitthvað bjátar á eru þeir sannir vinir í raun. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF VISA-VIÐAUKATRYGGING fæst með einu símtall: A Farangurstrygging A Ferðarofstrygging A Ábyrgðartrygglng A „Heilt-heim"-trygglng A Slysadagpeningar Einstakt tilboðsverð. Nánari upplýsingar og skilmálar fást hjá TRYGGINGAMIÐSTÖÐINNI HF. (sími 91-26466) og Vaktþjónustu VISA (sími 671769). Einnig á hinum 175 afgreiðslustöðum VISA-banka/sparisjóða og á ferðaskrifstofunum. VERND MEÐ VISA GREIÐSLUMIÐLUNHF. HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK Hinn 2. júní 1934 reið yfir Dalvík og nágrenni einhver snarpasti jarðskjálffa- kippur sem mælst hefúr hérlendis, 7,2 stig á Richter-kvarða. Nokkur hús hrundu til grunna og flest húsanna á staðnum skemmdust eitthvað. Á þriðja hundrað manns missti heimili sitt í nátt- úruhamforunum. „SETINN SVARFAÐARDALUR” Upp af Dalvík gengur jökulsorfinn dalur umgirtur háum og fagurlega lög- uðum fjöllum og heitir hann Svarfaðar- dalur. Fyrir miðju dalsins gefur á að líta píramídalagað fjall sem heitir Stóll. Klýfur það dalinn í tvennt og heitir Skíðadalur eystri greinin en sú hin vest- ari heitir áfram Svarfaðardalur. Upp úr Svarfaðardal lá eitt sinn þjóðbraut milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Heidr það Heljardalsheiði en árið 1906 var land- sími lagður þar yfir. Margir kannast við máltækið „að setinn sé Svarfaðardalur", en dalurinn er grösugur og hefur ævinlega verið þéttbýll og er enn, miðað við ýmsar sveitir. Dalurinn hefur borið ýmsa landskunna menn, þeirra kunnastur er Kristján Eldjám, þriðji forseti íslenska lýðveldisins, en hann var fæddur á Tjöm í Svarfaðardal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.