Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 32
32
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2.JÚLÍ 1992
Shsuftuí
í fyrstu deild íslandsmóts-
ins í knattspymu leikur hvert
lið 18 leiki og svo hefur verið
lengi. Pétur Pétursson, sem
þá lék með ÍA, skoraði 19
mörk í þessum 18 leikjum ár-
ið 1977 og þann leik lék
Guðmundur Torfason eftir
honum árið 1986 en þá lék
hann með Fram. 19 mörk í
18 leikjum er sem sagt
markametið í íslénska fót-
boltanum. Það er svo sem
ekkert slæmt að skora rétt
rúmlega eitt mark í leik en
samt finnst manni þetta ekk-
ert sérstaklega há tala; 19.
Hún verður þó talsvert hærri
og meiri í þessu samhengi
þegar það er haft í huga að
markametið undanfarin ár
hefur verið 13 mörk. Hörður
Magnússon úr Fimleikafé-
lagi Hafnarfjarðar hefur ver-
ið iðnastur við kolann undan-
farin ár en þessi mikla mark-
amaskína hefur samt aldrei
náð að ógna Gumma og
Pétri. Það er samt kominn
tími til að einhver geri virki-
lega atlögu að þessum titli
þeirra félaga og kannski er sá
maður kominn fram á sjónar-
sviðið. í upphafi keppnis-
tímabilsins hélt fólk að þessi
maður héti Ormarr Örlygs-
son en hann skoraði 4 mörk í
fyrstu tveimur leikjunum. En
síðan hefur hann bara ekki
skorað. Nú heitir vonbiðill-
inn til metsins Valdimar
Kristófersson og er Fram-
mari. Eftir sjö umferðir hefur
hann skorað sjö mörk og ef
hann heldur uppteknum
hætti nær hann 18 mörkum.
Það bara dugar ekki til. Hann
verður að herða sig strákur-
inn. Það ber reyndar að taka
tillit til þess að Valdimar spil-
aði ekki í leiknum gegn IBV
vegna veikinda þannig að
hann hefur bara leikið 6 leiki.
En það verður ekkert spurt
um það í lok móts. Hitt er
annað að staðgengill Valdi-
mars í leiknum gegn ÍBV,
Jón Erling Ragnarsson,
skoraði og var meira að segja
valinn í lið vikunnar hjá
Mogganum. Allt Valda að
þakka. Og nú á hann meira
að segja á hættu að komast
ekki í liðið! En Jón Erling
hefði ekki skorað ef Valdi
hefði ekki verið veikur. Þá
hefði Valdi bara verið þama
sjálfur og skorað og væri
kominn með 8 mörk. Eina
leiðin til að fella þetta met er
að staðgenglamir verði not-
aðir eins og staðgenglar em
notaðir í bíói; em bara stað-
genglar og aðrir fá hrós fyrir.
Þáfellurmetið.
Stefanía. Líklega komst þessi ríkisstjórn
næst því að stjórna íslandi með aðferðum
sem minna mest á kommúnisma. í stjórn-
inni sátu, frá Alþýðuflokki Stefán Jóhann
Stefánsson forsætisráöherra og Emil
Jónsson samgöngu- og viðskiptamála-
ráðherra; frá Sjálfstæöisflokki Bjarni
Benediktsson utanríkis- og dómsmála-
ráöherra og Jóhann Þ. Jósefsson fjár-
mála- og atvinnumálaráðherra; frá Fram-
sóknarflokki Eysteinn Jónsson mennta-
málaráðherra og Bjarni Ásgeirsson land-
búnaðarráðherra.
begar
ísland
var kommúnistaríki
Augífming ru. 1/1948 faá ákommtuncrstjóra;
Simktrnii lieimílci f 3. (p. itnlunfrfUi IfS 21. tepuml^r ltM7 um
\tiruik.immiiin. nVn úfkun i tólu. ditifingu o* kHiendinKU vim. htlur
•ÍUipivwlMlm ikwWl «fiirf«raAdi:
Fti ai. pnútr til ]. iprfl ItMi Uit ionWnrfur UtmSur, aon.r n,
ti um Mldu, rr ftígn itofniuii OT- 13. uldur umkvxmt «ininpkn<l.
Ttkt hm nófitújriJi vt!o*&ix*öruicnur «in tioJH|.
F)til tftirtöldum rknmmtuðuifi btnUli, fr.mlciddiun hrt i llftdi
ú> mnlcndu «81 trltndu tlni. jmf tinínpt rim og hér itgir:
M.nchetukyrtur, u|t iltit milItUrnui cn rinnutkyitur . . I) infr
Vikkar tir rrlrftdu ctui, nðrit Cfl kvtmolklT 4
PijótMpcyiur ár rrltndu tí"i .............................. 15
HíUViindi ................................. . . 5
Fllbha.líuf.ir ............................................. ð
N'duföt kjtrl* «8. kvcniu......................
NiitljóUr ............... . 1«
Nírurtyjut................................................... II
Prjóna.TMÍ tir crkti.lu cfri 12
Flibbar . ................................... I
Ntrrkfttw..................................................... i
Nartbu.ur .. . ......................... 4
IfnUirkÍúUt 15
l"ni»l«p|n, ... ... . . 711
H.iflki]iiit .. ...... ... 30
(•cili imtif.il kvvnit.i ... fi
SutKlbolii ................................................... 8
LtiMimi»hnlj,............................................... 2
l.t ikfinki.li.niuT ........................................ 3
SumfikyUir.................................................. 1
kicnhlúiiur .................... .... ift
Morgunkýtlvr rfla <tup|\*r . . 10
5winiu».............. ....................... ■ 3
5ionrtieyr]\n 70
tngyi mnlrudu iftnlyrii Utki cr þó htimilt »(h«tuli röfur iua-
liam fuininjTrindu cinin|ilrrfi, nruu »(t livti cimtok PH h*ll vctÍU
R,cinilc|Fv mtrki rrrfi .iröuniiin ..(jlrntkut iðtuöur". <ij i6nf]nr«ilfl
luf. («*.« ikliíltp htíuiiM iktimmtu..»Iiljúr» til |tdu i vvirulH jín,"«
umkvmt hvuu tiuiOMikcrfi.
A uini liltl tr NBtoöhnwrlaauam úlrtii,últ ið wlji þttur vötM J«I"
einii>K»k«rf.nu, ntinj lnrr fllk liafi wrifi mrrkt «iru <>jc >ff ftarnan »r*n
3U»tiimtun*r»kril««ní» «&ni«u luur I té tntrkifi ..l»ltntku» ifWufiur"
þcint, irm þu óvka. <({ frngiA luU htimild úl *fl iflja vtkur (tftt
«»nin|c»k«tli (twi
H.vkjruIk. ]f>. jjniui II*IB SHf)MMTUNARSTIÓRI
„Musteri afskiptaseminnar". Aösetur Viðskiptanefndarinnar
var á Skólavörðustíg 12. Þar voru oft biöraðir út á götu.
„Það er eins og margir íslend-
ingar kunni sér aldrei hóf í
nokkrum hlut. Hér á íslandi eru
fleiri bflar, símar (og bflasímar),
sjónvarpstæki, myndbandstæki
og fleira á hverja þúsund íbúa en
í flestum ef ekki öllum öðrum
ríkjum. Innflutningur á alls kyns
munaði og óþarfa hefur verið lát-
inn viðgangast á sama tíma og
nauðsynleg læknisþjónusta er
skorin niður. Það ertvímælalaust
röng ráðstöfun á þjóðartekjum.“
Skrifar Ámi Þór Sigurðsson
ritstjóri í leiðara í Helgarblaðinu.
Og hann er sjálfsagt ekki einn
um þessa skoðun, að efnahags-
þrengingum verði að mæta með
því að beita ríkisforsjá og inn-
flutningshötum til að draga úr
neyslu. Slíkt tíðkaðist reyndar
lengi vel í íslenskri hagstjóm,
mest þó á ámnum 1930 til 1960,
en með dálítið hæpnum árangri.
Mest vom þó höftin á veldis-
tíma Stefaníu, samstjómar Al-
þýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks, sem ríkti frá
1947 til 1949. Hún tók við erfiðu
búi. Sjóðir vom nánast tæmdir
eftir fjáraustur Nýsköpunar-
stjómarinnar, allt of há gengis-
skráning skapaði mikil vandræði
og var svo lengi enn. Við þessu
brást Stefanía með því að koma
upp flóknu kerfi hafta og
skömmtunar.
Það þurfti leyfi frá hinu opin-
bera til að kaupa allt milli himins
og jarðar. Nauðsynjavörur vom
skammtaðar og fólk stóð í löng-
um biðröðum til að kaupa mat-
væli og föt, smjör eða bomsur. í
biðröðunum vom þess dæmi að
konur hnigju í ómegin af þreytu
og leiðindum. Ekki mátti flytja
inn erlendar bækur eða blöð,
ekki að ræða um það. Ávextir sá-
ust ekki nema rétt íyrir jól og þá
aðeins í litlu magni. Menn þurftu
að vera í góðri klíku til að fá leyfi
til að kaupa bfl; innflutningsleyfi
sem kostaði 20 þúsund krónur
var hægt að selja aftur fyrir 70
þúsund.
Hjarta þessa mikla ofstýring-
arveldis sló á Skólavörðustíg 12,
en þar var aðsetur svokallaðrar
Viðskiptanefndar. Þar sátu lús-
iðnir formenn, forstjórar, skrif-
stofustjórar, fulltrúar, afgreiðslu-
stjórar og óbreyttir kontóristar,
alls áttatíu starfsmenn, flestir í
innflutnings- og gjaldeyrisdeild-
inni, en skrifstofa skömmtunar-
stjóra var líka fjölmenn.
Einn kaupmaður kall-
aði þetta „musteri af-
skiptaseminnar“ og víst
er að starfsmennimir
þama voru afar sam-
viskusamir og ná-
kvæmir, að maður segi
ekki smásmugulegir.
í raun ríktu hér átt-
hagafjötrar. í aprfl 1948
auglýsti til dæmis Við-
skiptanefndin: „Þýð-
ingarlaust er með öllu
að sækja um gjaldeyri
til ferðalaga, nema um
sé að ræða brýnar nauð-
synjaferðir í þágu fram-
leiðslunnar, enda sanni
umsækjendur að svo sé.
Umsóknum um gjaldeyri til
kynnisferða, skemmtiferðalaga
o.þ.h. erinda verður tafarlaust
synjað.“
Sama ár kærðu nokkrir menn
til mannréttindadómstóls Sam-
einuðu þjóðanna yfir því að
þeim hefði verið synjað um
ferðagjaldeyri.
Allt var háð leyfum. Fólki var
afhent skömmtunarbók með
skömmtunarmiðum sem voru
mikil verðmæti. Og allt var
skammtað: Kaffi, sykur, skór,
sápa, pottar, kápur og bensín.
Mataræðið var heldur óglæsilegt
og jafiivel „skrælingjalegt", eins
og Magnús stormur skrifaði í
grein þar sem hann sagði enn-
fremur: „Ávextir sjást engir,
laukur fæst ekki nema með
höppum og glöppum, en hann
telja sumir mjög nauðsynlegan
þeim, er mikils fisks neyta. Kart-
öflulausir höfum við verið svo
vikum skiptir og ekki hafa rófur
fengist heldur, og verður þá fisk-
ur og kjöt ekki sérlega lystugur
matur.“
Ýmislegt sem gerðist á þess-
um árum minnir reyndar á hinn
alræmda tíma einokunarverslun-
arinnar. Arið 1950 bönnuðu til
dæmis skömmtunaryfirvöld
kaupmanni „að selja nokkra
poka af sementi austur yfir
Vaðlaheiði, að viðlögðum sekt-
um og hótun um missi verslunar-
réttinda, því að þeir menn, sem
þar byggja, ættu að kaupa sem-
ent á Húsavík, en ekki á Akur-
eyri...“
Ekki máttu menn heldur gera
hvað sem þeim sýndist. Haustið
1948 kærði Fjárhagsráð svokall-
að tvo menn fyrir að steypa í
óleyfi girðingu kringum hús eitt
við Grenimel í Reykjavík.
Mennimir báru því meðal annars
við að þeir hefðu átt efni afgangs
eftir að hafa byggt hús sitt og
notað það til að steypa girðing-
una. En í samræmi við auglýs-
ingu Fjárhagsráðs um „bann við
byggingu bílskúra og garða“
voru mennimir dæmdir til að
greiða 2.400 krónur í sekt, eða
sæta 15 daga varðhaldi ella.
Árið 1949 fór Stefama fra og
við tók minnihlutastjóm Ólafs
Thors. Þá tóku menn að hlíta
ráðum hagfræðinga á borð við
Benjamín Eiríksson og smátt og
smátt losnaði um höftin.
VARUÐ1 LIFANDISKÓLABÖRN 1UMFERÐINN! (p % ? '©TQYOTA
Það er líklega alveg óþarft að hafa mörg orð um þetta skilti sem hangir utan á Ijósa- staur við Nýbýlaveginn í Kópavogi, kipp- korn frá ritstjórnarskrifstofu PRESSUNN- AR. Ætli sé ekki nóg að fullyrða að það þurfi ekki mikinn gáigahúmor til að glotta út í annað að textanum á skiltinu...
TVÍFARAKEPPNIPRESSUNNAR-51. HLUTI
Erfitt er að fullyrða um hvort innræti tvífara vikunnar er jafn-
svipað og útlitið, en um hið síðara verður ekki deilt. Khalid heit-
inn konungur af Sádí-Arabíu var mjög dökkur yfirlitum, með
kónganef og sérkennilegan skeggvöxt. Allt þetta á lflca við um
Ingólf Guðbrtuidsson ferðaffömuð og ef vel er að gáð er augn-
svipurinn hinn sami, lítil kvik augu með baugum hins íhugla
manns, sem ber áhyggjur heimsins á baki sér. Khalid sást aldrei á
almannafæri án höfuðfats, hann hafði unun af ferðalögum um
jarðkúluna og sagt var að kvenlegð hans væri jafnmikil og auð-
legð. en einmitt þetta sama má segja um Ingólf. Ef þjóðemið og
sú staðreynd, að Khalid er allur, eru undanskilin má segja að þeir
Ingóllur séu alveg eins.
STRÆTÓ FLAGGAR EKKI LENGUR
FYRIR ÚTLENDINGUM
Nú er strætó hættur að keyra
um með fána á þjóðhátíðardög-
um Norðurlandanna. Strætó
flaggar samt ennþá á íslenskum
tyllidögum en þjóðhátíðardagar
Finna, Norðmanna, Svía, Dana,
Færeyinga og Grænlendinga líða
án þess að þeir hjá strætó hlaupi
upp til handa og fóta og flaggi.
Strætó flaggar ekki heldur á Evr-
ópudeginum núna.
Ástæðan? Jú, þetta er einfald-
lega of dýrt. Svo kunni heldur
enginn að meta þetta. Frændur
okkar hér í kring hafa líka aldrei
tekið upp þennan sið, ekki flagga
þeir íslenska fánanum á 17. júní!
Sveinn Björnsson, forstjóri
Strætisvagna Reykjavíkur
(SVR), segir að þjóðhátíðar-
dagur Finna þann 6. desember
síðastliðinn hafi verið kornið
sem fyllti mælinn. Þann dag
óku sjötíu fánum prýddir
strætóar út í veðrið, sem var
afspyrnuvont, og eftir smá-
stund voru vagnamir ekki fán-
um prýddir lengur. Aftur á
móti lágu finnsk flögg úti um
víðan völl. Og var engin prýði
að þeim á götunni. Á endanum
varð að senda sérstakan bíl all-
ar leiðirnar til að tína fánana
upp. Það varð því ansi kostn-
aðarsamt að heiðra Finnana
þann daginn. Og verður ekki
gert aftur.
Flöggin eru sérsaumuð og
það hefur brunnið við að þau
endist ekki nægilega vel. Slærn
veður hafa oftar en ekki eyði-
lagt þau. Setja þarf þau á fyrir
klukkan sex á morgnana og
taka aftur af að næturlagi áður
en strætó fer í gegnum þvotta-
stöðina. Allt kostar þetta pen-
inga og eins og áður er sagt
tíðkast þetta ekki hjá grönnum
okkar.
Á þessu ári hefur þessu sem-
sagt verið sleppt og Sveinn
segist ekki hafa orðið var við
að neinn hafi saknað þessa sið-
ar. Það má líka líta á þetta sem
almenna spamaðarviðleitni af
hálfu strætó; þetta sparar ein-
hverja hundraðþúsundkalla á
ári.
Þessi áralanga hefð er því
niðurlögð. Áfram er þó flagg-
að á helstu tyllidögum okkar
íslendinga; afmæli forsetans,
sumardaginn fyrsta, 1. maí,
sjómannadaginn, 17. júní og
18. ágúst, þegar Reykjavíkur-
borg á afmæli. Þá skrýðast
vagnarnir íslenskum fánum
okkur til ánægju og yndisauka
hér eftir sem endranær.