Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 2. JÚLÍ 1992 STUDENTAR BÍÐA EFTIR CODOT Einhverjum kann að finnast það mesta firra að frumsýna leik- rit í júlí, fólk hafi þá öðrum hnöppum að hneppa en að fara í leikhús. En krakkamir hjá Stúd- entaleikhúsinu líta ekki þannig á málið, og á föstudagskvöldið klukkan hálfníu frumsýna þau Beðið eftir Godot eftir Samúel Beckett á Galdraloftinu í Hafhar- stræti. „Nei, við teljum það ekki vera,“ sagði Björn Gunnlaugs- son, leikstjóri verksins, er hann var spurður að því hvort þetta væri ekki tómt rugl. „Hér eru ný- búnar að vera tvær listahátíðir og það hefur mikið verið að gerast undanfarið og aðsókn verið góð. Fólk hefur streymt í leikhús franieftir sumri að sjá ísbjörgu, Jelenu og Þrúgur reiðinnar," heldur hann áfram. Hann sagði ennfremur að hann teldi að fólk færi ekkert síður til að sjá sýn- ingu áhugaleikhópa núnaen sýn- ingar atvinnufólks. „Að minnsta kosti ekki ef vel er gert.“ Beðið eftir Godot var siðast sýnt hér á landi fyrir tólf árum. Leikfélag Akureyrar setti það upp þá og kom einmitt í leikferð suður og sýndi á Listahátíð. Þá var notast við þýðingu Indriða G. Þorsteinssonar en Stúdenta- leikhúsið notar þýðingu Arna Ib- sens, sem hefur ekki verið notuð áður. Þau þurftu þó að breyta þýðingunni dálítið. Beckett skrifaði verkið fyrir fjórar gaml- ar karlpersónur og einn lítinn strák. í meðforum Stúdentaleik- hússins verða persónumar allar á sama aldri og alls ekkert gamlar. Og í stað fimm karlhlutverka hafa þau þijú karlhlutverk og tvö fyrir konur. Ami hefur verið þeim innan handar við allar þess- ar breytingar. „Það gengur alveg fullkomlega upp að breyta þessu svona," segir Bjöm. Þá er bara að skella sér í leikhúsið og dæma sjálfúr. Frá æfingu á verkinu. Búið er að flytja tonn af grjóti og sandi inn á Galdraloftið, þannig að leikmyndin er óvenjuleg. ♦ ♦ Orrustuvélin og félagar hafa hlotið afburðavið- tökur hjá gagnrýnendum. DAN5KUR DJAS5 í kvöld, fimmtudagskvöld, heldur danska djasshljóm- sveitin Contempo-tríó tón- leika á Púlsinum. Tríóið kom reyndar aðallega hingað til lands til að spila á Djasshátíð Egilsstaða, sem haldin var um síðustu helgi, en þeir íbúar suðvesturhomsins sem ekki áttu heimagengt til Egilsstaða fá nú tækifæri til að hlýða á djass tríósins. Contempo-tríóið er í hópi skemmtilegustu nýrri djass- hljómsveita Danmerkur. Meðlimir em flygelhomleik- arinn Flemming Agerskov, bassaleikarinn Ole Rass- musen og píanistinn og tón- skáldið Jörgen Messerscmidt (vegna ættarnafnsins stund- um nefndur ormstuflugvélin). Tónlist jreirra hefur verið lýst sem ljóðrænum nútímadjassi þar sem laglínan er í heiðri höfð og hvert hljóðfæri jafn- rétthátt og áhrifa gæti jafnt frá Chet Baker og Keith Jarret. Félagamir em allir ungir að árum en hafa hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir hljóð- færaleik sinn og spilað með flestum þekktustu djössumm Norðurlanda og koma þeirra verður að teljast hvalreki fyrir íslenska djassgeggjara. FJOCUR AUGU IN6A Eiki E. — rokkari sem hefur kristilegan boðskap fram að færa. HIMNE5KT ROKK „Þetta er keyrslurokk og við leggjum áherslu á að þetta sé gleðilegt, gleðirokk. Enda segja sumir að við ættum að kalla okkur Bjartsýnis- og gleðisveitina," segir kristilegi tónlistarmaðurinn Eiríkur Einarsson eða Eiki E. eins og hann er iðulega kallaður. Þeir hafa ekki verið margir íslensku kristilegu rokkaramir og Eiki er sá fyrsti sem eitthvað kveður að. Fyrir nokkmm vikum átti hann lag á vinsældalista Stjömunnar sem heitir „Lífsins dyr“ og nú á hann lag á listanum sem heitir „Himinn kallar“. Tónlist Eika er þó ekki til á plötum eða diskum enn sem komið er en hann hefur verið í hljóðveri og gaf Stjömunni upptökur með þessum tveimur lögum og hafa þau bæði verið mikið spiluð á stöðinni. En Eiki segir þess ekki langt að bíða að fleiri kristilegir rokkarar láti að sér kveða. „Það er ýmislegt að gerast þessa stundina og ég veit um tvær aðrar grúppur sem em að fara af stað, önnur frá Veginum en hin ffá Krossinum," segir hann. Eiki hefur verið í tónlist í tíu ár og bjó meðal annars í Svíþjóð í nokkur ár og spilaði þar í kristilegri rokksveit. Nú er hann semsagt korninn heim, búinn að setja saman band og ætlar að fara að spila á fullu. Hann segist ekki efast um að kristileg rokktónlist geti náð al- mennri hylli og segist trúa því að þegar fleiri verði komnir fram á sjónarsviðið og farið að gefa þessa tónlist út gefi almenningur tónlist- inni og boðskapnum gaum. „Eg lít á mig sem tónlistarmann. Ég hef þessi lífsviðhorf og fylgi Kristi. Textamir Ijalla um það sem ég hef fengið að reyna með honum og margt annað,“ segir hann. Og með haustinu kemur að öllum líkindum út diskur með Eika. GUNNARS „Ég hef verið að baksa við ýmislegt í tónlistinni í gegnum tíðina en alltaf gengið með það í maganum að gera sólóplötu. Nú er gamall draumur að rætast,“ segir Ingi Gunnar Jóhannsson tónlistarmaður, sem rétt í þessu sendi ffá sér sína fyrstu sólóplötu; „Undir fjögur augu“. Ingi Gunnar hefur mikið spilað sem trúbador út um land allt, þá hefur hann og verið í Hálft í hvoru og svo auðvitað þeirri bráð- skemmtilegu þjóðlagasveit Islandicu. Plata þeirrar sveitar, „Rammís- lensk“, hefur selst vel og er nú komin út á alþjóðamarkaði (flott orð alþjóðamarkaður). Islandica spilaði einmitt í Glasgow nýlega á ís- lenskri menningarhátíð og í nóvember verða þeir á annarri slíkri í London. Með Inga Gunnari á plötunni spilar fullt af góðu fólki sem of langt mál væri að telja upp hér, við vonum að það verði fyrirgefið. Öll lögin eru effir Inga Gunnar nema eitt sem er eftir Færeying- inn Eyðun Nólsöe. Ingi Gunnar semur sömuleiðis marga textana, en Stormskerið, Sigmundur Em- ir, Aðalsteinn Asberg, Eyöun og Þorsteinn Eggertsson eiga þama líka texta. Ingi Gunnar ætlar að spila hreint út um allt í kjölfar plötunn- ar. Hann verður til dæmis á Vopnafirði 17. júlí og á Raufar- höffi þann 18. Og fyrripart ágúst- mánaðar verður drengurinn í Færeyjum og spilar af miklum móð. „Ég vil bara skora á ættingja, vini og kunningja að tryggja sér eintak," sagði Ingi Gunnar að lokum. Ingi Gunnar með gítarinn og brosir svona undurblítt. Alveg er ég sammála kjaradómi um að reyna að bæta hæstaréttardóm- urunum upp brennivins- missinn. Það er náttúru- lega svakaleg kjaraskerð- ing fyrir þá að þurfa að kaupa brennivinið á út- söluverði. Að minnsta kosti mundu min kjör batna stórlega ef ég mætti kaupa niðurgreitt ráðaherrabrennivín. Menn skyldu þvi ekki vera að skammast út i kjaradóm. Þar eru auðsjá- anlega réttsýnir menn og vitrir. kjósa og finnst gaman að horfa á dyra- verði í víkingabúningum. En það sem uppúr stendur er að Fjörukráin er veit- ingahús sem gaman er að koma í. KLASSÍKIN • Sumartónleikar á Norðurlandi. Tónlistarhóp Akureyrarkirkju skipa þau Margrét Bóasdóttir sópran, Lilja Hjaltadóttir fiðla, Hólmfríður Þórodds- dóttir óbó, Dagbjört Ingólfsdóttir fagott og Bjöm Steinar Sólbergsson orgel. Undir merkjum Sumartónleika á Norð- PLATAN MARY COUGHLAN SENTIMENTAL KILLER Coughlan er Iri í húð og hár—syngur um ástir, trega og fylleri. Hún er i sama klassa og Mari- anne Faithfull. Bestu lögin „Heart's", „Aint No Cure", „There Is a Bad" eru eftirJacques Brel, Leonard Cohen og MarcAlmond. Þará móti eru lög með góð- um textum en venjuleg- um lögum. Ermeð betri plötum og fær 8af10. uriandi, sem standa næstu vikumar, fara þau miili nágrannabyggða Akur- eyrar um helgina. Á fimmtudagskvöld- ið verða þau í Dalvíkurkirkju, á föstu- dag í Raufarhafnarkirkju, á laugardag i Reykjahlíöarkirkju og á sunnudag í Akureyrarkirkju. Á efnisskránni eru barrokverk eftir Corelli og Hándel og nýlegri verk eftir Jón Leifs (já, hann!) og Gunnar Reyni Sveinsson. Gott fyrir heimafólkið, en líka fyrir túristana. MYNDLIST • Donald Judd. Það er varia ýkja al- gengt að heimsfrægir listamenn haldi sýningar norður við heimskautsbaug. En Donald Judd, sem auk þess að vera Islandsvinur er einhver nafntog- aðasti umhverfislistamaður í víðri ver- öld, heldur þessa dagana hálfgerða leynisýningu í Slunkaríki, viðkunnan- lega og sæta galleríinu þeirra á Isa- firði. FÓTBOLTINN • Þór-KR. Þórsarar eru ábyggilega búnir að bjarga sér frá fallinu sem fót- boltaspekúlantarnir spáðu liðinu og enn ern þeir á toppi fyrstu deildarinnar. Spekúlantamir telja hins vegar að þeir hljóti að fara að gefa eftir, liðið sé ein- faldlega ekki nógu gott eða leikreynt til að standa í toppslagnum. Þessi leikur sem fer fram á Akureyri verður því mikil prófraun fyrir Þórsarana, en hann er ekki síður mikilvægur fyrir vestur- bæjariiðið sem hefur verið á miklu flugi síðustu vikumar, halað inn stig og sýnt skemmtilegan fótbolta. En KR-ingum hefur ekki alltaf verið gefið að vinna á Akureyri. Á sama tíma, fimmtudags- kvöldið klukkan 20, spila botnlið ÍBV og Breiðabliks í Eyjum, FH-ingar taka á móti Skagamönnum í Hafnarfirði, en á Hlíðarenda leika Valur og KA. RALLÍKROSS • Tongs take a way-rallíkrossið verður haldið klukkan eitt á sunnudag- inn á brautinni við Krísuvíkunreginn. Þetta verður sennilega stærsta rall ársins því hvorki fleiri né færri en 60 bílar taka þátt. Níu í teppaflokknum eða flokki amerískra bíla, 10 í svoköll- uðum krossflokki og 4 í opna flokkn- um. Restin keppir í krónuflokknum víð- frægu en í honum er mesta aksjónin að margra dómi. Hann Alli bón í Bíla- bankanum ætlar að kynna keppnina en hann er þekktur fyrir að vefjast ekki tunga um tönn. Og rúsínan í pylsuend- anum verður síðan Árni Johnsen al- þingismaður. Ámi ætlar ekki að syngja heldur keppa sem gestur í teppa- flokknum en Ámi er þrumugóður bíl- stjóri og á eflaust eftir að veita þeim bestu harða keppni. ÓKEYPIS • Húsavernd á íslandi. Lengi vel var húsavemd á íslandi pólitískt mál. All- fiestir hægrimenn vildu rífa og líka for- kólfar í verkalýöshreyfingunni sem álitu að timburhús minntu ekki á annað en kreppu og volæði, en menntamenn á vinstri vængnum vildu vemda. Nið- urstaðan varð kolómöguleg málamiðl- un sem fól í sér að á víxl var rifið og verndað með þeim afleiðingum að borgarómyndin varð sundurslitin og óheilleg. Aðalstræti er sorglegt dæmi um þennan tvístíganda, vissir hlutar Akureyrarbæjar eru á hinn bóginn fag- urt dæmi um skynsamlega húsa- vemd. Nú er húsfriðun hætt að vera pólitískt hitamál — en kannski ögn um seinan. í Bogasal Þjóðminjasafnsins verður á laugardag opnuð sýning þar 1 2 3 4 5 7 5 9 lö ■ " " ■ r 13 14 " 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 3^^ 39 40 41 42 43 44 45 1 46 47 ■ 48 49 ■ 50 51 ÞUNGA GÁTAN Lárétt 1 hrófatildur 6 púpa 11 blað 12 lúi 13 gamla 15 fögnuður 17 hratt 18 niður 20 gestrisni 21 bola 23 nudd 24 beitiland 25 klæðisefni 27 hafurtask 28 aldin 29 hlaup 32 frests 36 stilla 37 fisks 39 trýni 40 krap 41 uppnám 43 skán 44 vermdi 46 viðkvæmari 48 eydd 49 eldur 50 útliminn 51 opinu Lóðrétt 1 hrekkvís 2 gulvíðir 3 draup 4 langskip 5 forföðurinn 6 rög 7 makaði 8 amboð 9 þvær 10 óhreinkaðir 14 mundar 16 frá- sögn 19 tjón 22 gadd 24 skækjan 26 hjálp 27 skref 29 mannleysa 30 höfuð 31 fjallsbrúnum 33 gekk 34 mjög 35 hrygningarsvæð- inu 37 möndulinn 38 rifrildi 41 pípan 42 sjúkdómur 45 fugl 47 form
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.