Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 53

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 13 NORÐURLAND MERKAR FORNLEIFAR í SVARFAÐARDAL I Svarfaðardal og á Dalvík hafa fundist ýmsar merkar fomleifar. Neðan við veginn við Ytra-Garðshorn er minnisvarði á lágu holti er Amarholt heitir. A þessum stað var einhver mesti kumlateigur er fundist hefur hér á landi. Samkvæmt Svarfdæla-sögu átti Þor- steinn Svörfuður landnámsmaður að hafa verið þar heyðgur ásamt fólki sínu. FYRSTA CALDRABRENNAN VAR í SVARFADARDAL Svarfaðardalur, þótt fagur sé, tengd- ist löngum draugatrú og fordæðuskap sem rekja má til Svarfdæla-sögu. Þar er sagt frá Klaufa Snækollssyni sem gekk í bardaga eftir að höfuðið hafði verið sniðið af honunt og sveiflaði hann því þá í kringum sig. Árið 1625 fór fram fyrsta galdrabrenna á íslandi. Brennan fór fram á Melaeyrum í Svarfaðardal en þar var Jón bóndi Rögnvaldsson borinn á bálið eftir að hafa verið ákærð- ur og dæmdur fyrir galdra og kukl. Þá þótti bróðir Jóns, Þorvaldur Rögnvalds- son, er bjó á Sauðanesi á Upsaströnd, fjölkunnugur. MINNISMERKI UM DUGÚU- EYVIND Áður en kirkja Dalvíkinga var tekin í notkun áttu þeir kirkjusókn á Upsum sem var fomt prestsetur og stendur við rætur Upsafjalls. Margir merkir prestar hafa setið Upsir, meðal þeirra Guð- mundur Arason biskup hinn góði. Þar fæddist árið 1719 Bjami Pálsson fyrsti landlæknir á Islandi. Nokkru utar á ströndinni stendur minnismerki er reist var um Duggu-Ey- vind Jónsson (1678-1746). Sagt er að hann hafi smíðað haffæra duggu að hollenskri fyrirmynd þar niður við naustin. Sagan segir að duggan hafi far- istíofviðri árið 1717. ÓLAFSFJÖRDUR Kaupstaðurinn Olafsfjörður stendur við samnefndan fjörð í faðmi þúsund metra hárra fjalla Tröllaskagans mikla milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Fjallasýn er stórfengleg. Að austan- verðu er Múlinn með útsýn norður að heimskautsbaug, að vestanverðu Hvannadalabjarg, hæsta standberg við strendur landsins. Frá Ólafsfirði er mik- il útgerð, bæði togara og smærri báta, enda stutt á fengsæl fiskimið. Þegar vegurinn um Ólafsfjarðarmúla var tekinn í notkun olli hann raunvem- legri byltingu í lífi íbúa Ólafsfjarðar, því hann tengdi Ólafsfjörð við aðrar byggðir Eyjaljarðar. Hann varð geysi- leg samgöngubót. Hann var hins vegar erfiður yfirferðar á vetmm og hættuleg- ur enda lagður utan í snarbröttum múl- anum. Jarðgöngin í gegnum múlann urðu því önnur byltingin í lífi íbúanna, en þau tryggja ömggar samgöngur all- an ársins hring, án tillits til veðurs. LENGSTU JARDGÖNG Á ÍS- LANDI Jarðgöngin gegnum Ólafsfjarðar- múla em um 3400 metra löng, lengstu jaiðgöng á íslandi. Þau vom formlega opnuð fyrir umferð í mars 1991. Göng- in em fimm metra breið, sex metra há, með nítján útskotum þar sem bílar geta mæst. Útskotin eru með 160 metra millibili. Framkvæmdir við gerð gang- anna hófust í ágúst 1988. Heildarkostn- aður við jDetta stærsta útboðsverk Vega- gerðar ríídsins til þessa nemur um 900 milljónum króna. Verktakafyrirtækið Krafittak sá um ffamkvæmdir og nokkr- ir undirverktakar sáu um einstaka þætti verksins. HÚSAVÍK EITT ELSTA ÖR- NEFNI HÉRÁLANDI Húsavík stendur á vestanverðu Tjömesi við austanverðan Skjálfanda- flóa. Húsavík er eitt elsta ömefni lands- ins. Samkvæmt Landnámabók hafði Garðar Svavarsson þar vetursetu og reisti sér hús. Víkin var því nefnd Húsavík. Heimildir em um siglingar til Húsa- víkur frá öndverðu og verslun hefur sömuleiðis verið rekin þar allt frá upp- hafi byggðar í landinu. Fyrsta kaupfé- lag landsins, Kaupfélag Þingeyinga, hóf rekstur sinn á Húsavík árið 1882 og hefur starfað þar síðan. Verslunarstaður var löggiltur á Húsavík árið 1875. Norðan Húsavíkur er Húsavíkur- höfði en austan hennar Húsavfkurfjali. Akvegur er upp á Húsavíkurfjall sem er 417 metrar á hæð. Afar víðsýnt er af fjallinu og þar er útsýnisskífa fyrir ferðalanga til að glöggva sig á staðhátt- um. Þaðan sést norður til Grímseyjar og suður dl Dyngjufjalla og Vatnajök- uls. Botnsvatn er í lægð sunnan fjallsins. Búðará á upptök sín í Botnsvatni og fellur þaðan niður um miðjan bæinn. Við ána er skrúðgarður og er þar gróð- urríki og fuglalíf. Mjög gott vatnsból staðarins er í lindum neðan Botnsvams. Heitt vatn til húshitunar fær Húsavík frá Hveravöllum í Reykjahverfi. Safnahús var tekið í notkun 1980. í því er bóka-, héraðsskjala-, málverka-, byggða-, ljósmynda- og filmusafh auk náttúrugripasafns. I bókasafninu er meðal annars eintak af Guðbrandsbibl- íu prentaðri 1584. í Byggðasafninu em margir munir úr lífi horfinna kynslóða, t.d. atgeir og fleiri vopn frá 16. öld. f náttúmgripasafninu er að finna flestar tegundir íslenskra fugla, talsvert steina- safn og um 300 þurrkaðar plöntur úr Þingeyjarsýslu. Þar er ísbjöminn sem skotínn var í Grímsey ísavorið 1969. MERK KIRKJAÁ HÚSAVÍK Húsavíkurkirkja þykir óvenjulegt og fagurt guðshús. Hún var byggð á ámn- um 1906-1907. Arkitekt kirkjunnar var Rögnvaldur Ólafsson og yfirsmiður Páll Kristjánsson, kaupmaður á Húsa- vík. Kirkjan er byggð úr timbri sem flutt var til landsins frá Noregi og er krosskirkja. Hún rúmar um 450 manns í sætí og tíl merkis um stórhug Húsvík- inga má geta þess að þegar hún var vígð vom íbúar á staðnum um 500. Inngöngudyr í húsið eru í turninn sem stendur í norðvesturhomi kirkjunn- ar, um 25 metrar að hæð. Freymóður Jóhannesson listmálari skreytti kirkjuna að innan á þriðja ára- tug aldarinnar og útskurður er eftir Jó- hann Bjömsson á Húsavík. Stór altaris- tafla er eftir Svein Þórarinsson, listmál- ara ffá Víkingavatni, og sýnir hún upp- risu Lazarusar. Merkastir gripa Húsa- víkurkirkju þykja tveir kertastjakar frá þvíum 1600. NÁTTÚRUPARADÍSIN VID MÝVATN Mývatnssveit á ekki sinn líka í okkar heimshluta vegna sérstæðs lífríkis og óvenjulegra jarðmyndana. Fjölbreytni náttúrunnar er ótrúlega á ekki stærra svæði og andstæður miklar. Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn á íslandi, um 37 ferkílómetrar og yfir- borð þess er í 278 metra hæð yfir sjáv- armáli. Vatnið er gmnnt og mjög vogs- korið. I því eru um fimmtíu eyjar og hólmar. Gróður við Mývatn og Laxá er gróskumikill og fjölskrúðugur og þar er talsvert af fáséðum plöntum. Fuglalíf Mývatnssveitar er heimsþekkl. Við vatnið og effi hluta Laxár verpa allar ís- lenskar andategundir nema æðarfugl, eða fjórtán talsins. Mývatnssveit er í regnskugga af Vatnajökli og þvf á einu þurrviðrasam- asta og sólríkasta svæði landsins. Logn- dagar eru margir og ekki óalgengt á sumrin að hiti komist í tuttugu gráður yfir hádaginn. Sunnanáttin er hlý, en norðanátt köld og úrkomusöm. GISTING Sta&askáli Hrútafirbi Sími 95-11150 VEITINGAR Staöaskáli Hrútafiröi Sími 95-11150 GISTING Hótel Dagsbrún Skagaströnd Sími 95-22730 GISTING Hótel EDDA Stóru-Tjarnir Sími 96-43221 VERSLUN Verslunin Brynja Akureyri Sími 96-24478 BILALEIGA Geysir bílaleiga Húsavík GISTING Hótel Sæluhúsiö Hafnarbraut 14 Dalvík Sími 96-61488 GISTING Hótel Harpa Akureyri Sími 96-11400 //mktm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.