Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 15 Grunnlaun skjólstæðinga Kjaradóms hafa á síðasta áratug fylgt almennri launaþróun í landinu. „Samræming11 Kjaradóms er hins vegar í fullu samræmi við hversu tekjur forstjóra einkafyrirtækja og annarra tekjuhæstu manna landsins hafa brunað framúr kaupmætti verka- fólks. Rauntekjur forsetans um störf né hlunnindaígildi, eins og fiír sími og fríar innanlandsferðir í flugi. RÁÐHERRALAUNSKERT- UST UM 10 ÞÚSUND — FÁ 80 ÞÚSUND í SÁRABÆTUR Þeir þingmenn sem eru ráð- herrar hafa hins vegar lækkað á tímabilinu. Árið 1981 voru al- menn ráðherralaun ofan á þing- mannalaunin 140.500 krónur og 148.000 árið 1984, en vom fyrir breytingu Kjaradóms 113.800. Með öðmm orðum vom al- mennir ráðherrar með samtals -300 þúsund á mánuði 1981 (án sporslna), vom komnir niður í 282 þúsund árið 1984, en em nú um 289 þúsund. Meirihluti Kjaradóms leggur nú til að ráð- herrar fái alls 370 þúsund, en for- sætisráðherra 400 þúsund. Ráð- herrar fá sömu aukagreiðslur eða kostnað og þingmenn, en auk þess ýmislegt annað. Minna má á að Ríkisskattstjóri vildi nýlega meta bflafiíðindi ráðherra upp á 20 til 40 þúsund krónur á mánuði og ennffemur má minna á mikla umfjöllun urn dagpeninga ráð- herra og maka á ferðalögum er- lendis. Það blasir þvf við að þróun grunnlauna þingmanna og ráð- herra hefur sigið fram úr dag- vinnulaunum verkamanna á tímabilinu. Jafnaugljóst er, að þingmenn og ráðherrar hafa dregist vemlega aftur úr forstjór- um stórfyrirtækjanna. Strípað þingfararkaup var um 35 prósent af meðaltekjum forstjóranna fyr- ir lOtil 12ámm, en 1990/’91 var þetta hlutfall komið í 23 prósent. LEIÐTOGARNIR SETTIR Á STALL MEÐ FORSTJÓR- UM STÓRFYRIRTÆKJA Sú „leiðrétting'" að hækka laun 190 æðstu embættismanna ríkisins urn 26 til 100 prósent er á hinn bóginn í góðu samræmi við hækkun tekna forstjóra stærstu einkafyrirtækja landsins á milli áranna 1980 og 1990. Hér er átt við forstjóra stórfyrirtækja eins og Eimskipafélagsins, Skelj- ungs, Flugleiða, Heklu, SÍS og Sjóvár. Á þessu tímabili hækkuðu for- stjórar 16 stórfyrirtækja í sér- stakri forstjóra“körfu“ PRESS- UNNAR úr 458 þúsund krónum að núvirði í 769 þúsund krónur á mánuði að meðaltali eða um 68 prósent. Hér er miðað við þær tölur sem forstjóramir gefa upp sem skattskyldar tekjur. Meðal- tekjur 10 prósenta launahæstu karla landsins em annars um 400 þúsund krónur á mánuði, sem er á svipuðu róli og ráðherramir eiga nú að fá. Davíð Oddsson forsætisráð- herra hækkar úr 317.700 í 400.000 krónur á mánuði eða um 26 prósent. Hann er þar með kominn í hóp þeirra 10 prósenta karla sem hæstar tekjur hafa. DÓMARAR OG RÁÐU- NEYTISSTJÓRAR FÁ ÞRE- FALDA LAIINALEIDRFTT- INGU PRESSAN leitaði ítrekað eftir því að fá sundurliðaðar upplýs- ingar um laun annarra æðstu embættismanna þjóðarinnar aft- ur í tímann, en án árangurs. Á launamálaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins var því svarað til að þar hefðu menn ekki tíma til að grafa upp slík gögn, sem væm ekki í tölvutæku formi, og var vísað á Kjaradóm. Jón Finnsson, fonnaður Kjaradóms, sagði þessar upplýsingar liggja fyrir og vísaði á Sigurð Snævarr, ritara dómsins og skjalavörð. Sigurð- ur var hins vegar farinn í ftí. Hins vegar tókst að grafa upp tölur um laun nokkurra af þessum embættis- mönnum frá því l. september 1984 eða fyrir tæpum átta ár- um. Varðandi sam- anburð við launa- fólk frá þeim tíma verður að minna á að þá var kaupmátt- ur launa því sem næst í lágmarki eftir skerðinguna miklu 1983 til 1984. Frá þessum tíma hafa dagvinnulaun verkamanna á höf- uðborgarsvæðinu hækkað um 14,1 prósent að raungildi og dagvinnulaun ASÍ-fólks í heild um 22,5 prósent. Séu laun þing- manna, ráðherra, Salóme Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, hækkar úr 192.600 í 380.000 eða um nær 100 pró- sent. Forseti er nú einn í stað þriggja áður og hafa völd og ábyrgð forseta aukist til muna. forseta Islands, hæstaréttardóm- ara, forseta Hæstaréttar og ráðu- neytisstjóra frá þessum tíma skoðuð kemur í ljós að hækkun- in er öllu minni eða um 8 til 9 prósent að meðaltali. Haldist úr- skurður Kjaradóms óbreyttur hafa laun þessara hópa hins veg- ar hækkað um 45 til 50 prósent að raungildi frá 1984 eða tvöfalt til þrefalt meira en laun verka- fólks. — t-riðrik Pór Uuömundsson 800.000 á Kjaradómur hefur meðal ann- ars ákveðið að laun forseta ís- lands skuli hækka úr tæplega 330 þúsund krónum á mánuði í 420 þúsund krónur eða um 28 prósent. Þessar launatölur segja þó litla sögp einar sér. Forseti íslands er undanþeg- inn skattskyldu, greiðir hvorki staðgreiðslu (39,85 prósent) né launatengd gjöld á borð við líf- eyrisiðgjöld eða stéttarfélags- gjöld (samtals um 5,25 prósent). Hann hefur nú 328.730 krónur. Að teknu tilliti til persónuafslátt- ar samsvarar þetta brúttólaunum upp á 555.200 krónur. Miðað við úrskurð Kjara- dóms eiga laun forsetans að hækka í 420.000 krónur á mán- uði. Það samsvarar brúttólaun- um upp á 721.450 krónur. Þetta eru nteð öðrum þau laun sem einstaklingur þyrfti að hafa til að sitja uppi með 420 þúsund krón- ur að frádregnum sköttum og mánuði Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, á að hækka í 420 þúsund á mánuði. Hún borg- ar enga skatta og gjöld. Þessi laun samsvara brúttó- launum upp á 720 þúsund krónur á mánuði, en með öðrum hlunnindum sam- svara kjör hennar brúttólaun- um upp á um 800 þúsund krónur. gjöldum. Forsetinn er Iaus við alla aðra skatta og opinber gjöld, svo sent eignarskatt. Vigdís greiðir engin fasteignagjöld af húseign sinni við Aragötuna. Miðað við að þar sé um 15 milljóna króna eign að ræða ætti að greiða 205.000 króna eignarskatt og eignar- skattsauka eða sem nemur 17.100 krónum á mánuði. Rfldsskattstjóri metur það svo, að starfsmaður, sem heftir full og ótakmörkuð affáð af bifreið upp á 2,4 milljónir, árgerð 1992, hafi af því hlunnindi upp á 40.000 krónur á mánuði, en 30.000 ef bifreiðin er árgerð 1990 og kost- ar 1,8 milljónir. Af slíkum hlunnindum greiða aðrir en for- setinn 12 til 16 þúsund krónur. Ríkisskattstjóri metur fullt fæði fullorðins manns honum til tekna upp á 697 krónur á dag eða um 21.000 krónur á mánuði. Af slíku borga aðrir en forsetinn 8.370 krónur í skatt. Með því að bæta þessum hlunnindum ofan á áðumefndar 721.450 krónur hækka raunlaun forsetans upp í um 795.000 krónur. Og em þá enn ótalin ým- is fríðindi, eins og undanþága lrá fasteignagjöldum og frítt raf- magn og hiti. LAUNAÞRÓUN VERKAFÓLKSINS UG LEIDTOGANNA Raungildisþróun launa frá 1981 1981 1992 eneyting má1981 Kjana- dnmun Bneyting Iná 1981 Venkamenn á höluðborgsv. 80.900 74.400 -8,0% (74.400) (-8,0%) ASÍ-lólk 86.300 85.600 -0,8% (85.600) (-0,8%) Þinglanankaup 189.000 175.000 + 10,1% 240.000 + 50,9% Ráthennan 299.500 288.800 -3,6% 370.000 + 23,5% Fonsætlsnáöh. 318.600 317.700 -0,3% 400.000 + 25,5% FÉLAGAR ASÍ OG SKJÓLSTÆÐINGAR KJARADÓMS Raungildisþróun launafrá 1984 1984 1992 Rneyting tná 1984 Kjana- domun Bneyting tná 1984 Venkamenn 65.200 74.400 14,1% (74.400) (14,1%) Fonseti isl. 307.600 328.700 8,9% 420.000 36.5% Hæstanéttan- dómanan 228.000 248.600 9,0% 350.000 53,5% Fonseti Hæstanéttan 245.000 273.400 11,6% 380.000 55,1% Ráöuneytis- stjónan 197.200 213.400 8,2% 305.000 54,7% Skýringar: Um er að ræða framreiknuð laun: dagvinnulaun verkamanna á höfuðborgarsvæöinu. dag- vinnulaun allra launþega í ASÍ, skattskyldar tekjur forstjóra samkvæmt skattframtölum og grunnlaun æðstu embættismanna án aukagreiðslna. HELGA Kress er án efa valdaræn- ingi ársins. Eftir að hún hafði att Ragnheiði Davíðsdóttur út í valdasamsæri með sér kom í ljós að hún þurfti bara ekki á Ragnheiði að halda. Helga situr nefnilega hvort sem hún er í meiri- eða minnihluta. — Og þó að Helga hafi svo sannarlega bylt fyrri stjórn Menningarsjóðs ætlar hún ekki að leyfa endurkomu Bessíar Jóhannsdóttur í for- mannssætið. Leikreglurnar sem Helga hlítti fyrrum em ekki lengur í gildi. Rökin sem hún áður notaði segir hún bara vera mgl í dag. Þetta er annars mikið nomaþing, því eini karlniaðurinn í stjóminni, Sigurður Bjömsson, lætur lít- ið fyrir sér fara. En sölumaður aldarinnar er SIGHVATUR Björgvinsson sem hefur ákveðið að selja líffæri úr Is- lendingum til Svía. Nú þegar rætt er um landssölumenn í Alþýðuflokknum kemur Sig- hvatur ffam og slær þeim öll- um við. Hann selur íslend- inga í bútum úr landi. Um leið hækka launin hans Sig- hvats en aumingja Ólajiir Ol- afsson landlæknir hrynur hins vegar saman. En einn sem er að fara í heilu lagi úr landi er ÁRNI Samúelsson sem hefur tek- ið að sér að hressa upp á bíó- menningu Finna. Sambíóin em komin með útibú í Finn- landi og er þá ekki að efa að eitthvað fari að gerast þar. Og annar fjölmiðlarisi, Baldvin Jónsson, hefur einnig tekið upp ný og breytt samskipti við útlönd því hann hefur haf- ið sendingar á fréttum BBC á ensku. Baldvin telur þetta í lagi. Aðalstöðin vemdi tung- una í sérstökum þáttum og þar að auki sé einungis um brotabrot af útsendingartfm- anum að ræða. Jólasmellur bókavertíðainnnar verður aft- ur á móti SVAVAR Gestsson sem ætlar að gefa út sína eigin ævisögu um næstu jól. Hún skyldi þó ekki heita „Félagi Svavar — bar- áttusaga". Af fleiri jólabókum má nefna bók um Simon Wie- senlhal sem er orðinn svo ruglaður að hann man ekki lengur hvaða nasista hann er búinn að veiða og hverja ekki. Þá er bara að bíða eftir því að Steingrímur Hermannsson skrifi æviminningar sínar, en hann er nýkominn frá Taiwan jar sem hann heillaðist af því hve langt Taiwanbúar væm komnir á leið sinni til Fram- sóknarvæðingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.