Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 45

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 5 ins Deildartungu í neðanverðum Reyk- holtsdal í Borgarfirði. Hverinn er talinn vatnsmesti hver íslands og sennilega á jörðinni. Hitastig vatnsins í hvemum er um 100 gráður á celsius og vatnsmagn- ið um 200 sekúndulítrar. Hverinn er nýttur til hitaveitu fyrir Akranes og Borgames og fleiri byggðir í Borgar- firði. LANDNÁMSJÖRÐIN HVANNEYRI Hvanneyri er skólasetur og kirkju- staður í Andakíl. Þar er rekinn Bænda- skóli með yfirgripsmikla kennslu í bú- fræði og búvísindum. Þar er einnig unnið að ýmsum rannsóknum í land- búnaði. Á Hvanneyri er búvélasafn og vísir að læknisafni. Hvanneyri er landnámsjörð. Skalla- Grímur Kveldúlfsson gaf þar bústað forunaut sínum, Grími hinum háleyska. Á Hvanneyri hefur staðið kirkja frá tólftu öld. Þar var amtmannssetur um skeið og löngum fjölbýlt, enda jörðin kostamikil. Vorið 1889 var búnaðarskóli stofn- aður á Hvanneyri. Þar starfaði mjólkur- skóli árin 1900 til 1903, en hann var síðar fluttur að Hvítárvöllum. Árið 1947 var framhaldsdeild stofnuð við skólann, en hún var undanfari búvís- indadeildar hans. Frá upphafi hafa hátt á þriðja þúsund nemendur stundað nám við Bændaskólann á Hvanneyri. Ibúar á Hvanneyri em nokkuð á ann- að hundrað. Flestir þeirra starfa við Bændaskólann að kennslu, rannsóknar- störfum og annarri þjónustu. Aðrar stofnanir eiga aðsetur á Hvanneyri, svo sem Andakílsskóli, Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Nautastöð Búnaðarfélags íslands. BARNAFOSS Bamafoss nefnist foss í Hvítá, gegnt bænum Gilsbakka. Fossinn dregur nafn sitt af því að einhveiju sinni áttu tvö böm að hafa fallið í ána af steinboga sem var yfir hana. Bömin höfðu verið skilin eftir ein heima þegar heimilisfólk í Hraunsási, næsta bæ við fossinn, fór til kirkju á Gilsbakka. Bömunum leidd- ist hins vegar heima á bænum og veittu heimilisfólkinu eftirför, en féllu í ána. Móðir barnanna brást þannig við í harmi sínum að hún lét höggva stein- bogann niður og lét svo um mælt að yf- ir Bamafoss skyldi enginn maður kom- ast lífs. Á ánni skammt ffá fossinum er göngubrú, hin fyrsta sem byggð var yf- ir Hvítá, reist árið 1891. H RAUN FOSSAR Flraunfossar em afar fagrir sérstæðir fossar í Hvítá norðanverðri, skammt BORGAR- FJÖROUR — FJÖLÞÆTT $AGA OC NÁTTÚRA Ferðamenn eiga margt í sveitir Borg- arfjarðar að sækja. I héraðinu em fjöl- margir sögufrægir staðir og náttúmfyr- irbrigði sem vert er að heimsækja. Má þar nefna sögustaðina Reykholt, Borg og Húsafell; fossana Glanna og Lax- foss í Norðurá, Barnafoss í Hvítá og Hraunfossana; hellana Surtshelli, Stef- ánshelli og Víðgelmi á Hvítársíðu; Eld- borg í Hnappadal, Grábrók í Norðurár- dal og Deildartunguhver í Reykholtsdal en þaðan er leitt vatn til upphitunar til Borgamess og Akraness. Víða er skóg- lendi og fögur vötn og á stöðum eins og Húsafelli, Munaðamesi, Svignaskarði og við Hreðavatn og Skorradalsvatn hafa risið hverfi sumarbústaða þar sem fjöldi borgarbúa leitar unaðar og hvíld- ar í fögru umhverfi. Þá má enginn láta hjá líða að nema staðar við útsýnisskíf- una að Svignaskarði og virða fyrir sér stórkostlegt útsýnið yfir héraðið, sem varðað er tilkomumiklum ijöllum eins og Skessuhorni, Oki, Eiríksjökli og Baulu. BORÚARNES í LANDI SKALLA-CRÍMS Þar sem kaupstaðurinn Borgarnes stendur nú hét til foma Digranes. Hvar- vetna má finna tengsl við söguna. Borg, Skallagrímsgarður, Brákarey, Brákar- sund og Sandvík, allt minnir þetta á mannlíf og atburði Egilssögu. Borgnes- ingar hafa líka tengt Egilssögu daglegu lífi sínu með því að nefna götur bæjar- ins eftir köppum og kvenhetjum sög- unnar. I Skallagrímsgarði staldra ferða- menn gjaman við lágmyndina Sonator- rek, sem sýnir Egil reiða heim lík Böðvars sonar stns. Byggð og verslun í Borgamesi á sér ekki langa sögu. Staðurinn fékk versl- unarréttindi árið 1867 og árið 1878 er aðeins einn maður skráður heimilisfast- ur í Borgamesi. I Safnahúsinu við Borgarbraut er ágætt byggðasafn þar sem sjá má marga merka muni úr sögu staðarins. Þar er einnig fil húsa skjala- og bóka- safn og vísir að náttúmgripa- og lista- safni. BRÁKARSUND Sundið milli Brákareyjar og Borgar- ness nefnist Brákarsund, eftir ambátt Skallagríms Kveldúlfssonar á Borg, sem Brák nefndist. Brák bjargaði Agli undan föður hans er Skallagrímur hugðist veita syni sínum tiltal. Reiði hans snerist gegn ambáttinni. Hún stakk sér til sunds í Brákarsund og fleygði Skallagrímur þá steini á eftir henni. Steinninn kom á herðar ambátt- inni svo hvomgt kom upp aftur. BAULA Fjallið Baula í Borgaríirði sést víða að og er einskonar tákn héraðsins. Baula er um 4 1/2 milljónar ára gömul og varð til í eldgosi. Fjallið er líparít- keila, 934 metrar á hæð og er ltldega eitt besta dæmi sem hægt er að finna um hraungúla úr mjög seigfljótandi hrauni sem dreifist lítið, en hleðst upp. Nokkuð stíf ganga er á fjallið, enda á brattan að sækja og um skriður að fara. Best er talið að ganga upp norðvestur- hom fjallsins. Ovanir em varaðir við að leggja á fjallið fylgdarlaust. Sagan segir að í toppi Baulu sé tjöm með óska- steini, sem flýtur upp á Jónsmessunótt. Sá sem náði steininum mátti óska sér og átti óskin að rætast. Hvort tjömin er þama enn með steininum skal ósagt lát- ið. Best að drífa sig af stað og ganga úr skugga um það. I nágrenni Baulu em tveir aðrir útsýnisstaðir, nokkm lægri og auðveldari uppgöngu. Þetta eru Hraunsnefsöxl, 394 metrar, fyrir ofan bæinn Hvassafell, og Vikrafell, 539 metrar, í vestur frá Hreðavatni. LAXINN STEKKUR í CLANNA Fossinn Glanni er í Norðurá beint suður af Bifröst. Frá Bifröst er um fimmtán mínútna gangur að fossinum og er farið niður með ánni rétt ofan við kletfinn sem hæst ber á bakkanum. Oft má sjá laxinn stökkva í Glanna og heilu laxatorfumar í hyljunum í námunda við fossinn. Með gát má fara niður fyrir hylinn og er þá komið fast þar að sem laxinn heldur sig títt og býr sig undir stökkin. Stundum sést uggi við ugga og sporður við sporð í hylnum. REYKHOLT— EINN MERK- ASTI SÖGUSTADUR LANDSINS Reykholt, skólasetrið og kirkjustað- urinn í Reykholtsdal í Borgarfirði, skip- ar sér í flokk merkustu sögustaða hér á landi. Þar bjó Snorri Sturluson á ámn- um frá 1206 til 1241 og þar var hann veginn. Snorri er nafnkunnastur allra skálda og fræðimanna sem Island hefur alið. Hann er höfundur Heimskringlu og Eddu og að líkindum Egils sögu Skallagrímssonar og fleiri rita. I Reykholti er varðveitt fom, hlaðin laug, Snorralaug. Frá lauginni lágu hlaðin jarðgöng til bæjar og hefur fremsti hluti þeirra verið grafinn upp. Snorri Sturluson á að vera grafinn í Reykholtskirkjugarði, í svonefndum Sturlungareit. Elsta skinnhandrit íslenskt sem enn er til fjallar um Reykholt. Um er að ræða skrá um eignir og réttindi Reyk- holtskirkju, frá seinni hluta 12. aldar, kölluð Reykjaholtsmáldagi. Núverandi kirkja í Reykholti var reist á ámnum 1886 og 1887. Hún erúr fimbri og ekki ósvipuð Dómkirkjunni í Reykjavík. Héraðsskóli var reístur í Reykholti árið 1930 og hefúr starfað síðan. Árið 1947, í heimsókn Olafs krón- prins af Noregi til íslands, var afhjúpuð í Reykholti stytta af Snorra Sturlusyni sem Norðmenn gáfu íslendingum. Styttan er effir ffægasta myndhöggvara Norðmanna, Gustav Vigeland. DEILDARTUNGUHVER — VATNSMESTI HVER JARÐAR Deildartunguhver er í landi stórbýlis- SN/EFELLSNES — STÓRBROTIO OC HEILLANDI Snæfellsnes er einstaklega hrífandi landsvæði. Náttúra þess er stórbrofin og fjölbreytt með eindæmum. Sagnaheim- ur Snæfellsness er margbrotinn þar sem Eyrbyggjasaga og Bárðarsaga Snæ- fellsáss eru grunnurinn, auk fjölda þjóðsagna sem spunnist hafa í mikil- fenglegu umhverfinu. Hér verður drep- ið á ýmsa áhugaverða staði á Snæfells- nesi. Kerlingarskarð — þar sem liggur akvegurinn yfir Snæfellsnesfjallgarð úr Miklaholtshreppi í Helgafells- sveit. Skarðið ber nafn sitt af drang- inum Kerlingu, tröllskessu sem dag- aði uppi. Ölkelda — við samnefndan bæ á sunnanverðu nesinu. Allmargar öl- keldur era á Snæfellsnesi, en þessi er Þúfubjarg — krökkt af fugli á sumrin. Þar sátu þeir Kolbeinn Jökla- skáld og kölski og kváðust á. Sjá þjóðsögu. Lóndrangar — fagrir og sérstæð- ir klettar, 61 og 75 metra háir í sjó fram, rétt utan við Svalþúfu. Djúpalónssandur — fyrrum verstöð norðan Malarrifs. Á sandin- um eru fjórir aflraunasteinar, full- sterkur, hálfsterkur, hálfdrættingur og amlóði. Dritvík — fyrrum verstöð skammt utan við Djúpalónssand. Þar eru rúst- ir verbúða, en mörg hundruð ver- menn dvöldust þar fyrr á öldum. Nokkur gangur er í Dritvík af Djúpa- lónssandi. Helgafell — fell í Helgafellssveit og samnefndur bær undir fellinu. Undir fellinu er Guðrún Ósvífurs- dóttir grafin. Sú er trú manna að gangi maður þögull á fellið og inn í kapellurúst þar uppi, snúi í austur og beri fram ósk, þá rætist hún. neðan Barnafoss. Þar streymir vatn undan hraunlögum á um eins kílómetra löngu bili út í ána. ÞEKKTIR BORGFIRÐINGAR Borgarfjörður hefur alið marga merka menn, ekki síst andans menn. Fyrstan skal frægan telja sjálfan Snorra Sturluson í Reykholti. Þá má ekki gleyma Agli Skallagrímssyni á Borg. Af síðari tíma skáldum og rithöfúndum borgfirskum má nefna Guðmund Böðvarsson frá Kirkjubóli á Hvítársíðu, Stefán Jónsson, rithöfund frá Þorgauts- stöðum á Hvítársíðu, og Kristmann Guðmundsson frá Þverfelli í Lundar- reykjadal. þekktust. Fróðárheiði — þar sem liggur vegurinn yfir fjallgarðinn frá Búðum að sunnanverðu. Komið er niður að norðanverðu við bæinn Fróðá, innan við Olafsvík. Sönghellir — norðvestan Stapa- fells. Þar má heyra gott bergmál. Arnarstapi — þéttbýliskjarni ut- arlega á nesinu. Þar er stunduð út- gerð á litlum bátum. Fagrar kletta- myndanir og fjölskrúðugt fuglalíf í gjám og sjávarhömrum sem gaman er að skoða á vorin og sumrin. Helinar — verstöð vestan við Amarstapa. Mikið fuglalíf. Svalþúfa — höfði skammt frá Lóndröngum. VESTURLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.