Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 48

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 48
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 VESTFIRÐIR GISTING Gistihús Erlu Urðargötu 2 Patreksfirði BILALEIGA Geysir bílaleiga ísafjörður AÐRIR ÁHUCAVERÐIR STAÐ- IRÁ VESTFJÖRÐUM Króksfjarðarnes — þorp á nesi milli Gilsfjarðar og Króksfjarðar. Margar eyjar og sker fyrir landi, fagurt útsýni til allra átta. Kaupfélag, pósthús, félagsheimili. Eins konar „hlið“ Vest- fjarða þegar komið er landleiðina að sunnan. Vaðlafjöll — sérkennilegir gíg- tappar, sem rísa bratt upp úr um- hverfinu skammt fyrir norðan Bjark- arlund. Auðveldir uppgöngu og frá- bær útsýnisstaður. Reykhólar — þéttbýliskjarni á Reykjanesi sunnan undir víðáttu- miklu fjalli, Reykjanesfjalli. Otal hólmar og sker fyrir landi. Skemmti- legt gönguland í nágrenninu. Jarð- hiti, sundlaug, þörungavinnsla. Gufudalssveit/Múlasveit — fjöldi fjarða inn úr Breiðafirði, strjál- býlt eða komið í eyði. Víða kjarr- gróður og gott berjaland, friðsælt og vinalegt ferðamannaland fyrir þá sem eru sjálfum sér nógir. Mikið fuglalíf og víða fallegar holufyllingar í grjóti. ReiphólsfjöII — víðáttumikið fjalllendi norður af Gufudalssveit, um 900 metra hátt. Þangað er löng en auðveld ganga. Frábær útsýnis- staður. Brjánslækur/Vatnsfjörður — í Vatnsfirði er úrvals útivistarsvæði með miklum göngumöguleikum um íjöll og dali, veiði, fuglalíf; jarðhiti, sumarhótel í Flókalundi. A Brjáns- læk er endastöð Flóabátsins Baldurs yfir Breiðaíjörð og skammt fyrir of- an bæinn er Surtarbrandsgil, sem frægt er fyrir steingerðar jurtaleifar. Dynjandi/Fjallfoss — mesti og fallegasti foss Vestfjarða sem breið- ist út stall af stalli niður eitt hundrað metra háa fjallshlíð. Neðar í ánni Dynjandi eru nokkrir aðrir fallegir fossar. Nöfnin Dynjandi og Fjallfoss eru notuðjöfnum höndum. Barðaströnd — skjólgóð sveit sunnan undir háum fjöllum. Þar eru margir skoðunarverðir staðir svo sem Reiðskörð, einnig nefnd Rauðsdals- skörð, Sigluneshlíðar og fleiri. Þétt- býliskjarni er að myndast á Kross- melum. Þar er jarðhiti, félagsheimili, kaupfélag, skóli og sundlaug. Haga- vaðall og Haukabergsvaðall eru góð- ir fuglaskoðunarstaðir. Rauðisandur — einangrað byggðarlag undir háum og bröttum fjallahring með opna sandströnd til suðurs. Ahugaverð ganga er frá Melanesi til Sjöundár og í Skorar- hlíðar. Hnjótur í Örlygshöfn — þar er Minjasafn Egils Olafssonar, stór- merkilegt og fallega uppsett safn gamalla muna úr héraðinu. Fyrirhug- uð er mikil stækkun á safninu. Þjóð- hátíðarskipið (1974) hefur verið fiutt að Hnjóti. Látrabjarg — og Keflavíkurbjarg í franthaldi af því er eitt mesta fugla- bjarg veraldar, urn fjórtán kfiómetra langt og 441 metra hátt þar sem hæst er. Fuglaskoðun fyrri hluta sumars er þar frábærlega skemmtileg og auð- veld. Lengri göngur eftir bjargbrún- inni eru hressandi og skemmtilegar. Vestasti oddi Islands. A Hvallátrum eru fomar minjar um útræði. Breiðavík — opin vík á móti vestri með Ijósri sandströnd. Miklar minjar um útræði fyrri tíma eru syðst í víkinni. Góð svefnpokagisting og tjaldstæði. Hentugur dvalarstaður fyrir þá sem vilja eyða nokkrum dög- um í fuglaskoðun á Látrabjargi, eða stunda gönguferðir um friðsælt land. Ketildalir/Selárdalur — röð til- komumikilla dala út með Arnarfirði að sunnan, þar sem Selárdalur er yst- ur á vegarenda. I Selárdal má sjá mörg af verkum Samúels Jónssonar, listamannsins með barnshjartað. Innst í Selárdal er surtarbrandur og steingerðar jurtaleifar í Þórishlíðar- fjalli. Suðurfirðir — nokkrir fagrir firð- ir, sem ganga inn úr Arnarfirði til suðurs. Jarðhiti og sundlaug í Reykj- arfirði, kríuvarp í Fossfirði og yfir Trostansfirði gnæfa Hornatær og fleiri mikilfengleg fjöll,, sem vekja áhuga fjallgöngumanna. I Geirþjófs- firði var sögusvið Gísla sögu Súrs- sonar meðal annars og þar inni er Einhamar með minnismerki um Auði og Gísla. Þangað verður aðeins kom- ist gangandi eða á báti. Hornatær — nokkrir hvassbrýnd- ir tindar milli Suðurfjarða og Vatns- fjarðar, léttir uppgöngu úr Hellu- skarði, mikilfenglegt útsýni í björtu veðri. Gláma — víðáttumikil háslétta með mörgum og miklum jökulfönn- um, um 900 metra yfir sjó, fyrrum samfelldur jökull. Vestast á Glámu er Sjónfríð, gott útsýnisfjall, sem einna styst er að ganga á úr Dýrafjarðar- botni. Lengri gönguleiðir yfir Glámu liggja milli fjarða að vestan, norðan og sunnan. Vestfirsku Alparnir — nýtt nafn á einu hrikalegasta fjalllendi Vest- fjarða, utan Hrafnseyrarheiðar og milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Þar er fjöldi horna, klettabríka og mikilfenglegra fjalla með Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða (998 m), gnæf- andi yfir allt umhverfið. Þarna er kjörið land fyrir fjallgöngufólk, en hafa skal hugfast, að bergið er laust í sér og fara verður með gát. Hrafnseyri — fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar (17. júní 1811) og bústaður Hrafns Sveinbjarnarsonar (1170-1213) eins fyrsta læknislærða Islendingsins. Þar er safn Jóns Sig- urðssonar og kapella til minningar um hann. I kapellunni er einn gluggi helgaður minningu Hrafns. Mjólkár — við Borgarfjörð inn af Arnarfirði, tvær samsíða ár, sem falla hvítfyssandi niður háa fjallshlíð. Árnar hafa verið virkjaðar og hverfa alveg í rörin í þurrkatíð. Mýrar — eitt mesta æðarvarp landsins er austan undir Mýrafelli, sem setur svip á innanverðan Dýra- fjörð. Á Læk, utan Mýrafells, er einnig að koma gott æðarvarp. Ekki má fara um varplöndin nema með leyfi ábúenda. Núpur — skólasetur og sumarhót- el undir hvassbrýndum fjöllum norð- an Dýrafjarðar. Fallegur skrúðgarð- ur. Ingjaldssandur — einangrað byggðarlag yst við Önundarfjörð en vegasamband suður til Dýrafjarðar. Auðvelt að ganga þaðan á Barða, sem skagar lengst út allra annesja milli vesturfjarðanna. Vigur — vinaleg græn eyja úti fyrir mynni Hestfjarðar og Skötu- fjarðar. Mikið æðar- og lundavarp. Vel varðveitt gömul hús og vindm- ylla. Óheimilt er að fara um eyjuna nema með leyfi ábúenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.