Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 30
30 F7MMTUDAGUR MBESSAM 2.JÚLÍ 1992 HSS, ÞYSKALAND Pylsur eru alfað og omegað í þýska eldhúsinu. En pylsumar sem íslendingar láta ofan í sig eru útgáfan sem Danir öpuðu upp eftir Þjóðverjum og við eftir Dönum. Þess verður heldur ekki vart að hér sé hægt að fá knödel, bratwwst eða leberkase, né ann- að góðgæti og feitmeti þýskrar ættar. Þó ber Kringlukráin fram Frankfurter-pylsur með kartöflusalati og í sumum búð- um er hægt að kaupa súrkál í pokum, vakúmpakkað eða fryst sauerkraut. Grófa súrdeigs- brauðið sem fæst í flestum bak- aríum er þýskt. Bjórstofur, bierstuben, þýskr- ar gerðar eru heldur ekki marg- ar: Ölkjallarinn í Pósthússtræti og Naustkjallarinn, tréborðin þar og bjálkar úr brenndum viði minna um margt á Þýskaland, en áreiðanlega er langt í að höfuð- borg íslands eignist sitt Hofbráuhaus. Veitingahúsi sem kallaði sig Berlín svipaði á eng- an hátt til Þýskalands, utan nafh- ið. Verðið á bjómum er náttúr- lega í hæsta máta óþýskt. Og þýskur barþjónn sem reyndi að dæla bjór í krús eins og er gert á íslenskum knæpum myndi um- svifalaust skipa sér í flokk at- vinnulausra. En bjórinn er oft- sinnis þýskur; Becks, Holstein og Bittburger koma úr bmgg- húsum í Norður - Þýskalandi, en hins vegar er vöntun á öli úr brjórdrykkjuhéraðinu mikla, Bæjaralandi. Löwenbráu er reyndar bæverskt öl að uppruna, en íslenski Löwenbráuinn er bmggaður á Akureyri. Þegar léttvínsbyltingin dundi yfir (um það bil 1980) dmkku Islendingar ómælt af sætum Rínarvínum, en núorðið er varla hægt að finna fólk sem læt- ur Blue Nun, Kenderman eða Liebfraumilch Anháuser ofan inu Ísland-DDR. Þegar þýsku ríkin sameinuðust var þeim nóg boðið og þeir lögðu niður félag- ið. Helga Kress er hálfþýsk, Derrick er fulltrúi þýskrar menningar í Sjónvarpinu, en það er líka þýsk menning í Go- ethe Institut í Tryggvagötu. Fötin frá Hugo Boss eru líkt og einkennisbúningar á stómm hópi íslenskra karlmanna, þau eru þýsk, en ljótu nýju húsin á Skúlagötunni hafa andblæ þess sem er verst í þýskum arkítektúr. Hattur Guðlaugs Tryggva Karlssonar er líka germanskur. Hann er líklega það germanskasta á Islandi. SVIÞJOÐ I Svíþjóð hafa þeir System- bolaget, á íslandi höfum við Ríkið. Þeirhafajámbrautarstöð- ina í Stokkhólmi, við höfum á Hlemmtorgi skiptistöð SVR með sænsku yfirbragði. Báðir staðimir eru hæfdeg umgjörð fyrir próblem. Þeir hafa endalausar biðraðir ut- an við skemmtistaði og diskótek, á Islandi hefur það löngum þótt ágæt skemmtun að standa í biðröð. Þeir em frægir fyrir smurt brauð, smörgáser, svo- , leiðis smurt brauð er hægt að fá í kaffiteríunni í Norræna húsinu. í Svíþjóð hafa þeir einhvem dýrasta bjór í heimi (meira að segja dýrari en í Noregi). Líklega er hann enn- þá dýrari á fslandi. Þeir eru ekki margir sem hugkvæmist að drekka sænskan bjór utan Svíþjóðar, en á sumum krám í Reykjavík skynsamleg, hagkvæm, ör- ugg, traust, eins og Svíum er svo lagið að gera hlutina. Eins eru Volvobifreiðir óvíða vinsælli en á íslandi. Það er sagt að sé eitthvað hæft í þeirri tilgátu að bílar séu framlenging á getnaðar- lim karlmannsins, þá sé Vol- vo eins og smokkur. Númeraðir biðraðarmið- ar í bönkum og verslunum eru sænsk uppfinning og virka vel í því landi. Reynt hefur verið að inn- leiða slíkt fyrir- komulag á ís- landi, en þótti óþægilegt. En frá Svfþjóð koma líka siðir sem hafa náð eða eru að ná útbreiðslu hér fásinninu, svona úr því við höfum ekkert betra: A tæpum tíu ár- um urðu íslendingar reyndar leiðari á því að drekka jóla- glögg en Svíar hafa orðið á hundrað ámm, en Lúsíuhátíð- ir erum við farin að halda, þótt okkur óri reyndar ekki fyrir því hvað sá siður á að for- merkja. Þeir íslendingar sem eru undir mestum sænskum áhrifum dansa í kringum í sig, nema kannski helst á útimótum. fslendingar voru líka eina Vestur-Evrópuþjóðin sem ók með glöðu geði um á Trabant, það þótti meira að segja bera vott um ákveðna afstöðu að keyra svoleiðis grip, rétt eins og ákveðin tegund af ökuföntum tekur afstöðu með því að vilja ekki neitt nema BMW. Þeir sem em að farast úr ást á Þýskalandi geta gengið í Ger- maníu, sem er vináttufélag ís- lands og Þýskalands. Þar geta þeir þó ekki búist við að hitta þá sem einu sinni vom sérstakir vinir Austur-Þýskalands í félag- Enskur morgunverður, egg og beikon, er snæddur út um allan heim maístangir á Jónsmessu. Sænska mafían með bók- menntafræðingana Njörð P. Njarðvík og Heimi Pálsson í fylkingarbrjósti hefur verið nafntoguð á íslandi, og al- ræmd hjá sumum. Samt er eins og hún hafi á einhvern hátt skroppið saman síðustu árin, ólíkt Hrafni Gunnlaugssyni sem sumir segja að sé sænskur kvikmyndaleikstjóri. BRETLAND Það segir sína sögu að líklega er ekki til einn einasti „breskur" veitingastaður utan Bretlands. Ekki sökum þess að Bretar eigi ekki sína matargerðarlist, heldur vegna þess að enginn virðist hafa lyst á að borða York- shirepudding og kidney pie nema þeir. Og þó. Enskur morg- unverður, egg og beikon, er snæddur út um allan heim og hann bragðast ágætlega í morg- unsárið í kaffiteríunni á Hótel Loftleiðum. Fisk og franskar hafa Bretar líka lengi étið sér til óbóta, svoleiðis mat er hægt að fá í samnefhdri sjoppu í Austur- stræti og varla yfir neinu að kvarta þar nema því að kræsing- amar skuli ekki vera ffamreiddar rennur sænskt Prippsöl úr krana. Lækjarbrekka er sænskur veitingastaður í Reykjavík. Klæddur Ijósri furu að innan og í timburhúsi sem myndi sóma sér prýðilega í Gamla Stan í Stokkhólmi, en framreiðslustúlkumar í síðum blúndukjólum sem gera gott betur en hylja nekt þeirra. Maturinn er þó ekkert sérstak- lega sænskur, heldur bragur- inn. Með Ikea hafa Svíar lagt undir sig íslensk heimili. Það er varla til það hús á íslandi að ekki sé í því að minnsta kosti ein (sænsk) Ikea-mubla — í gömlu Morgunblaði. Til heimabrúks hafa Bretar komið sér upp almúgalegri út- gáfu af MacDonald’s. Staðir eins og Whimpy’s hafa ekki reynst heppilegir til útflutnings, en eiga sér þó hliðstæðu í Winny’s, hamborgarastað við Hlemmtorg. Meináfengar enskar jólakök- ur og búðinga löðrandi í alkó- hóli er hægt að fá í versluninni Pip- ar og Salt efst á Klapparstígnum og sömuleiðis ósvikið enskt marmelaði. Te í Te og kaffi í bakhúsi við Lauga- veginn (aðgætið að Bretar blanda því til helminga við mjólk) og stundum rata flöskur af dýrindis portvíni í Ríkið, eins og af hendingu. Ýmsan breskan smávaming má fá í Whittard of London í Borgarkringlunni. Benson & Hedges-sígarettur fást í flestum sjoppum, en Dunhill óvíða. Það þykir pempíu- legt að reykja þessar tegundir, og frekar til- ur til en að gestimir hentu píl- unum hver í annan. Það var ekki breskur húmor. Kaupfélögin seldu föt frá Mark’s & Spencer, en varð hált á því eins og öðm. Vand- aður enskur sport- og veiði- fatnaður frá Barbour og Har- dy’s hefur verið vinsæll og til dæmis þótt ákaflega klæðileg- ur á Hans Kristjáni Árna- syni. Þeir sem vilja ganga í blazer og með röndótt skóla- bindi eins og breskir banka- menn finna áreiðanlega eitt- hvað við sitt hæfi í herrafata- verslun á homi Laugavegs og Vitastígs. Hins vegar vantar sárlega sérverslun með föt úr tweed-efnum. Vinir Bretlands koma sam- an í Anglíu. Engin vitneskja er um að Garðar Gíslason hæstaréttardómari og séra Geir Waage í Reykholti séu í þeim hópi. En báðir em í hátt eins og breskir heiðursmenn. DANMÖRK í Hveragerði stendur Tívolí. Þangað fara Reykvíkingar í sunnudagsbíltúr. A Vesturbrú í Kaupmannahöfrí er líka Tívolí. Á stjómarráðsblettinum stendur stytta af dönskum kóngi og í Það var varla hægt að gruna annað en að Andrés Önd og félagar, allt það hyski væri kjarnadanskt, Andabær væri einhvers staðar á Fjóni. Hljómskálagarðinum stytta af dönskum myndhöggvara. Gamli bærinn á Akureyri ber þess merki að hafa einu sinni verið hálfdanskur og Eyrar- bakki gæti hæglega staðið úti við sjávarkambinn einhvers staðar á Norður-Jótlandi. Og eft- ir að nýlendutímanum lauk vom varla nein takmörk fyrir því hvað þessi þjóð lét sig dreyma um danska skinku, danska spægipylsu, danskan bjór og danskan húmor. Hún talaði dönskuskotið mál en hafði við- urstyggð á að þurfa að læra danska tungu. Heimsmenninguna fengum við til íslands með viðkomu í Danmörku. Það var varla hægt að gmna annað en að Andrés Önd og félagar, allt það hyski væri kjamadanskt, Andabær væri einhvers staðar á Fjóni. Bömin léku sér að Legokubb- um, en foreldramir lásu dönsk tímarit og álitu að þar risi út- gáfustarfsemi í heiminum einna hæst. Fyrsta bítlahljómsveitin sem kom til Islands var dönsk. íslenskir hippar mændu til Dan- merkur og þaðan kom líka kvenfrelsishreyfingin og sú árátta að fræða böm (og full- orðna) um kynlíf. Allt millilenti í Danmörku áður en það kom til íslands. Ef fslendingar ætluðu að leggja undir sig heiminn byrjuðu grannt um að plussáklæðin á stólunum á Rauða ljóninu á Seltjamamesi minni dálítið á slíka staði og reyndar er þetta talið eitt algengasta nafnið á pöbbum á Bretlandi — Rauða ljónið í Grimsby var til dæmis frægt. Fógetinn átti að verða breskur pöbb, en strax á bjórlík- istímanum var orðið ljóst að það yrði hann ekki — og það breytti engu þótt þjónamir gengju í vesti. Kannski er ekki heldur von að íslenskar krár séu neitt tiltakan- lega breskar þegar hér er ekki einu sinni hægt að fá algengustu tegund af bresku öli, sem Bretar núorðið drekka reyndar miklu síður en Carlsberg og Heineken. Guinness-maltbjór er hægt að fá í flösku á sumum knæpum, en hann er auðvitað írskur. Pylsurnar sem íslendingar láta ofan í sig eru útgáfan sem Danir öpuðu upp eftir Þjóðverjum og við eftir Dönum gerðarlegt að bera sig að við pípureykingar eins og breskur háskólaborgari. Græjur fyrir svoleiðis reykingamenn fást í tóbaksbúðinni Björk í Banka- stræti. íslendingar tala um að „fara út á pöbb“. Orðið sjálft er enskt og pöbbar í breskum stíl em til út um allan heim, nema kannski á íslandi. Þó er kannski ekki ör- Síðdegislokun íslenskra veitingahúsa er afleiðing ákvörðunar sem bresk yfirvöld tóku í seinni heimsstyrjöld- inni. Hún stendur enn, bæði hér og þar. Ónafngreindur íslendingur stofnaði krá og ætlaði að laða að gesti með því að bjóða upp á pílukast, sem er þjóðaríþrótt á Bretlandi. Ekki tókst þó bet- þeir í Danmörku. Og Kaupmannahöírí var hinn sjálfsagði viðkomustaður íslend- ings í útlöndum. Það þurfti varla að fljúga annað. Einhvers staðar milli kyn- slóða verða svo vatnaskil. Danska sósu- og kjötbollueld- húsið, við höfum smátt og smátt verið að moka út leifunum af því. Það er nú orðin sérstök hlið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.