Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLI 1992 13 * Þrotabú Þorleifs Björnssonar og fyrirtækis hans Asbaks VHTIMiMfEUIB HHNDIMD 211 MILUÍIM KRÍNA Þorleifur Björnsson var um skeiö umsvifamikill athafnamaöur, var fyrst í útgerö en rak síðan nokkra veitingastaöi og verslan- irnar Skæöi og Ponte. Veldi hans er nú hrunið meö 200 milljóna króna skelli fyrir kröfuhafa. Á skömmum tíma hafa þrota- bú Þorleifs Björnssonar veit- ingamanns persónulega og hlutafélags hans Ásbaks verið gerð upp eftir gjaldþrotaskipti og í hvorugu tilfellinu fundust eignir upp f samtals 190 millj- óna króna kröfur að núvirði. Þorleifur rak ýmsa veitingastaði í eigin nafni eða nafhi Ásbaks og má rekja fall hans til Jress er embætti Lögreglustjórans í Reykjavík lét fyrirvaralaust loka Tunglinu um sumarið 1990. Þorleifúr taldi þá lokun byggða á afar hæpnum forsendum og kærði hana til umboðsmanns Alþingis, sem er enn með málið til athugunar. í kærunni bendir hann meðal annars á að hann hafi verið sviptur veitingaleyfi vegna Tunglsins, en ekki vegna Sælkerans, þótt leyfin vegna þessara staða hafi verið sam- hangandi. Bendir Þorleifur í þessu sambandi á að hann haft keypt rekstur Sælkerans af Sveini Ulfarssyni, tengdasyni Signýjar Sen lögfræðings, sem annast veitingaleyfamál fyrir hönd lögreglustjóraembættisins. Tengdasonurinn hafi enn verið að fá greiðslur vegna kaupanna og því haft augljósa hagsmuni af því að Sælkeranum yrði ekki lokað. EITTHVERT STÆRSTA ÞROTABÚ EINSTAK- LINGS SEM UM GETUR Þorleifur Björnsson hefur komið við sögu rekstrar fjöl- margra veitingastaða. I síðustu viku urðu formleg skiptalok í persónulegu þrotabúi hans hjá sýslumannsembættinu í Hafnar- firði. Þorleifur mætti ekki á þennan síðasta skiptafund þrota- bús síns frekar en fyrri fundi, þótt lýstar kröfur í bú hans næmu liðlega 150 milljónum króna á núvirði. Vitað er til Jress að fjölmörgum kröfúm haft ekki verið lýst þar eð slfkt var talið tilgangslaust. Engar eignir fund- ust upp í Jtessar kröfur. Ekki er langt síðan skiptalok urðu í fyrirtæki Þorleifs, Ásbaki hf., sem m.a. rak Tunglið, Fimmuna, Sælkerann og Kafft Hressó og þar fundust heldur engar eignir upp í kröfur, sem að núvirði voru um 40 milljónir króna. I þessi tvö bú lágu því fyrir kröfur upp á nærri 200 milljónir króna. Persónulegt þrotabú Þorleifs er eitt hið allra stærsta sem um getur þegar einstaklingar eru annars vegar. PRESSAN fékk ekki umbeðna kröfulýsingarskrá frá skiptaráðandanum í Hafnarfirði samkvæmt úr- skurði Más Péturssonar sýslu- manns. ÍSLANDSBANKITAPAÐI 23 MILLJÓNA KRÓNA KRÖFU Þær upplýsingar fengust þó að alls haft 82 kröfur borist í bú- ið. Ein forgangskrafa var lögð fram upp á 315 þúsund krónur. Almennar kröfur voru upp á 147 milljónir að núvirði og auk Jtess samtals 3,2 milljónir króna í ítölskum límm og belgískum ffönkum. Þetta gerir samtals yfir 150 milljónir króna. Eins og oft vill verða vom skattyfirvöld með væna kröfu í búið. Innheimta ríkissjóðs og gjaldheimtumar í Reykjavík og Hafnarfirði lögðu fram samtals um 56 milljóna króna kröfur á núvirði. Næst á eftir kom Is- landsbanki með kröfur upp á samtals rúmlega 23 milljónir króna. Húseigendur að Austur- stræti 20/22 lögðu fram kröfu upp á 16,7 milljónir að núvirði, en þetta em nánar tiltekið þeir Leó E. Löve, Jón Guðmundsson og Birgir Páll Jónsson, sem leigðu Þorleifi húsnæðið undir reksturinn. Búnaðarbankinn vildi fá 6,5 milljónir, Lands- bankinn 5,7 milljónir og loks i&sM má geta kröfu ffá ítalska fyrir- tækinu Calzaturifico upp á 3,5 milljónir. Hæsta krafa einstak- lings var upp á 6,2 milljónir, ffá Guðrúnu Egilsdóttur. ÞORLEIFUR OG VIL- HJÁLMUR SVAN: 270 MILLJÓNA ÞROTABÚ Þorleifur starfrækti veitinga- staði sína í nánu samstarfi við Vilhjálm Svan Jóhannsson, keypti reyndar rekstur þeirra af honum. Vilhjálmur var gerður upp sem persónulega gjaldþrota í febrúar síðastliðnum. I þrotabú Vilhjálms vom lýstar kröfur lið- lega 40 milljónir að núvirði, en engar eignir fundust upp í þær. Mjög óljóst er hversu umfang Ásbaks var mikið, enda fundust engin gögn yfir reksturinn, bók- haldsgögn eða önnur. Áður en Þorleifur tók við Tunglinu hafði Vilhjálmur Svan rekið staðinn og reyndar fleiri staði, undir hatti hlutafélaganna Lækjarveit- inga og Lækjamiðs. Bæði þessi félög fóm á hausinn án Jiess að nokkuð fengist upp í kröfur. í tilfelli Lækjarveitinga fuku þar 28 milljónir og í tilfelli Lækjamiðs um 13 milljónir. f persónuleg þrotabú Þorleifs og Vilhjálms og þrotabú Ás- baks, Lækjarveitinga og Lækjamiðs hafa því borist rúm- lega 270 milljóna króna kröfúr alls, án þess að nokkuð fengist upp í þær. KÆRT TIL UMBOÐS- MANNS: HAGSMUNIR TENGDASONARINS í FORGRUNNI? Sem fýrr segir vísaði Þorleif- ur Bjömsson lokun Tunglsins til embættis umboðsmanns Al- þingis. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði heilbrigðiseftirlit- ið komist að Jieirri niðurstöðu í sérstakri skýrslu, að staðurinn „héngi í því“ að geta uppfyllt skilyrði sem veitingastaður, en ekki skilyrði um vínveitinga- leyfi. Eftir ýmsar lagfæringar fékk Þorleifur bráðabirgðaleyfi, þar til hann hefði uppfyllt öll skilyrði, en það helsta sem var eftir var að setja upp salemis- standskálar úr postulíni í stað ryðfrís stáls. Skömmu síðar vom víneftir- litsmenn á ferðinni í Tunglinu og gáfu skýrslu um að verið væri að selja áfengi á staðnum eftir lokun. Var honum þá um- svifalaust lokað. í kæmnni til umboðsmanns spyr Þorleifur hvort það standist lög að aftur- kalla veitingaleyfi að hluta; veit- ingaleyfi fyrir Tunglið og Sæl- kerann hafi verið samhangandi enda um tengdan rekstur að ræða. í því sambandi bendir Þorleifur sérstaklega á, að hann hafi keypt Sælkerann af Sveini Úlfarssyni og hafi enn verið að greiða Sveini af kaupverðinu. Sveinn hafi haft augljósa hags- muni af því að Sælkeranum yiði ekki lokað, enda hafi það ekki verið gert. I því sambandi bend- ir Þorleifur á að Sveinn sé tengdasonur Signýjar Sen lög- fræðings, en hún var sá yfir- maður í lögreglustjóraembætt- inu sem stjórnaði aðgerðum gagnvart veitingahúsum. Ekki síður er spurt um það mikla vald sem sett er í hendur víneftirlitsmanna, að einhliða framburður þeirra geti leitt til fyrirvaralausrar lokunar á at- vinnustarfsemi með alvarlegum afleiðingum. Samkvæmt heim- ildum blaðsins hefur embætti umboðsmanns Alþingis ritað dómsmálaráðuneytinu fyrir- spumarbréf um málið og m.a. bent á að í framburði víneftir- litsmannanna komi ekkert fram um hver hafi verið að selja áfengi eftir lokun, hvar, hvaða áfengi hafi verið selt og hverj- um. Friörik Þór Guömundsson Umboðsmaður Alþingis hefur til meðferðar kæru Þorleifs vegna fyrirvaralausrar leyfissviptingar og lokunar Tunglsins, og nefnir hann sér- staklega hags- munatengsl milli Sveins Úlfarsson- ar, sem seldi Þor- leifi Sælkerann, og Signýjar Sen, tengdamóður Sveins og fulltrúa Lögreglustjórans í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.