Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 24

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 í molum „Ólympíuleikarnir eru haldnir í nafni heiðarleika, fegurðar og virðingar fyrir hinum sanna íþróttaanda — eða svo hljóðar goðsögnin sem okkur er ætlað að trúa,“ segja bresku blaðamennirnir Andrew Jennings og Vyv Simpson, sem gefið hafa út bók um spillinguna sem þeir álíta að Ólympíu- leikarnir snúist í raun um; viðskiptin, gjafirnar og mútuféð. í fararbroddi fer A.J. Samaranch, forseti Alþjóðlegu ólympíunefndarinnar, en hann hefur hlotið gagnrýni fyrir að taka viðskiptasambönd framyfir eflingu íþróttanna. Nú eru um 400 þúsund áhorf- endur að koma sér fyrir í Sevilla á Spáni í _þeim tilgangi að fylgj- ast með Olympíuleikunum, sem hefjast eiga 25. júlí, og kepp- endur eru á stigi lokaþjálfunar. Hins vegar er talað um að í heimi viðskiptanna liggi mark- mið leikanna í molum vegna græðgi, valdabaráttu og lyfja- notkunar, en ekki síst vegna leiðtogans Samaranch, sem þyk- ir eiga heldur vafasama fortíð, og er nú sakaður um að hafa á tólf ára ferli sínum breytt öflugri íþróttahreyfingu í viðskipta- stofnun. Því er haldið fram, að að baki heimi glæsilegra íþróttasigra og verðlaunapeninga sé annar heimur, sem stjómast af hags- munum óprúttinna viðskipta- manna, sem fátt eiga sameigin- legt með æðri markmiðum íþróttanna. Þetta er stjómmála- heimur íþróttanna; heimur við- skiptajöfra, milljónamæringa og milljarðaviðskiptasamninga, heimur 87 manna og 7 kvenna sem stjóma Ólympíuleikunum, heimur Alþjóðlegu ólympíu- nefndarinnar (l.O.C.) með An- tonio Juan Samanranch, forseta hennar, í broddi fylkingar. Vafasöm fortíð Áköf gagnrýni hefur komið fram á Samaranch. Hann á að baki 40 ára vafasaman feril sem háttsettur stjómmálamaður inn- an fasistaríkis Francos á Spáni. Hann var formaður íshokkífé- lags, þar í landi, en íþróttir á þeim tíma voru nátengdar stjómmálum; öflug íþróttahreyf- ing bar vott um gott stjómarfar. Hann komst til hærri metorða; fyrst sem borgarfulltrúi og síðar sem fylkisstjóri, ráðherra íþróttamála og ríkisstjóri Kata- lóníu. Hann varð síðar sendi- herra Spánar í Sovétríkjunum en varð forseti Alþjóða ólympíu- nefndarinnar árið 1980. Á tólf ára setu hefur hann eflt þróun viðskiptahagsmuna íþrótta- heimsins verulega með nýjum samböndum sem hann hefur stofnað til, meðal annars við Horst Dassler, fyrrum forstjóra Adidas, stærsta íþróttavömfram- leiðanda í heimi. Dassler hafði mikil völd innan íþróttaheimsins en Samaranch tók fáar ákvarð- anir án ráðgjafar hans. Samaranch heldur því fram að hann hafi verið öflugur tals- maður íþróttaandans og hefur reynt að skapa sér ímynd hug- sjónamannsins. I dag á hann hins vegar 60 milljónir banda- ríkjadala, sem samsvarar þrem- ur og hálfum milljarði íslenskra króna, inni á bankareikningi í Sviss. Aðrir nefndarmenn fara ekki varhluta af fjárstyrkjum og þyk- ir sumum nóg um. Það má nefna að fyrirtækið Coca Cola reiddi af hendi 30 milljónir doll- ara í fjárstuðning, en hluti fjár- ins er sagður hafa farið beint til nefndarinnar, og stórir auð- hringir leggja til tæknibúnað ýmiss konar. Frá höfuðstöðvun- um í Sviss em hugsjónir íþrótt- anna seldar hæstbjóðanda á hin- um alþjöðlega markaði. Keppni um millj- arðasamninga Aljóðlega ólympíunefndin tekur ákvarðanir um hvaða borgir hljóta útnefningu til að halda leikana og hverjir fá að leggja nafn sitt við þá með styrkjum og auglýsingum. Einn- ig hefur hún í hendi sér hvaða sjónvarpsstöðvar öðlast útsend- ingarrétt. í ár veltir hún um 2 milljörðum dollara en það vant- ar aðeins eitt í kokkteilboðin og stórveislumar; íþróttamennina sjálfa. Andrew Craig markaðsstjóri segir keppni milli borganna ekki lengur snúast um heiðurinn af að fá að halda leikana heldur um þá milljarðasamninga sem í húfi eru. Fyrir útnefninguna 1996 eyddu borgirnar fimm, sem um hana kepptu, samtals um 40 milljónum dala í ,,mark- aðssetninguna". Sumt af því fór í að kaupa atkvæði nefndarmeð- lima, en ofan á það bættist gjafaflóð mikið sem streymdi inn á gólf glæsilegs hótels nefndarmannanna á meðan á út- nefningu stóð. Að auki var flog- ið með nefndarmeðlimi á ein- kaflugvélum á fótboltaleiki og golfmót til fjarlægra staða. „Þetta er aðeins toppurinn á ís- jakanum," segja kunnugir. Vikublaðið Time segir frá því að þegar fulltrúum frá borginni Anchorage í Alaska mistókst að fá útnefningu fyrir vetrarólymp- íuleika var það vegna þess að þarlendir aðilar vildu ekki kaupa atkvæði meðlima Alþjóðlegu ólympíunefndarinnar. Varaforseti nefndarinnar, Ke- vin Gosper, fer varlega í yfirlýs- ingar og sagði í sjónvarpsvið- tali: „Það getur verið að um misnotkun sé að ræða hjá ein- stökum aðilum en reglur hafa verið hertar til muna þannig að meðlimir mega ekki taka við stórum fjárhæðum. Það eru þó til dæmi þess að menn hafi reynt að brjóta þær.“ Banda- ríkjamaðurinn Robert Helmick, fyrrum meðlimur sem þurfti að segja af sér vegna fjármála- hneykslis, segir að hugsjón fyrri tíma sé horfin og neíhdin orðin það sjálfstæð að hætta á spill- ingu sé veruleg. Fjármálahneyksli í bandarísku ólymp- íunefndinni Nefndarmeðlimir sveija þann eið við inngöngu að starfa óháð- ir viðskiptahagsmunum en nú þykir sýnt að undir handleiðslu Samaranch hafi þetta verið brot- ið í hvívetna. Mikið hneyksli varð er upp komst að Robert Helmick, sem jafnframt var for- seti bandarísku ólympíunefndar- innar, hefði gróflega misnotað aðstöðu sína með því að útdeila embættum og þiggja mútufé til að koma ákveðnum íþrótta- greinum á framfæri. Þáði hann 25 þúsundir dollara til að reyna að koma keilunni inn á leikana, 37.500 dollara frá sjónvarps- kónginum Ted Turner, sem vildi fá útsendingarréttinn og 50 þúsund dollara ffá hagsmunaað- ilum í golfi. Hann er annar tveggja sem hafa sagt af sér á einnar aldar tímabili. Kosning í nefndina fer fram innan hennar sjálfrar og með- limir em ekki valdir af landi eða úr íþróttahreyfingu. Forseti Al- þjóða frjálsíþróttasambandsins (I.A.A.F.), Primo Nebiolo, hlaut til að mynda ekki útnefningu sem formaður ólympíunefndar- innar í heimalandi sínu, Ítalíu, vegna hneykslis árið 1987 þegar hann lét færa inn rangan árangur keppanda á stórmóti. Samar- anch tók hins vegar þá ákvörð- un að gera hann að meðlim Al- þjóðlegu nefndarinnar þrátt fyrir að honum hafi verið hafnað heima fyrir. „I nafni einingar- innar,“ segir Samaranch. Hins vegar er raunveruleg ástæða útnefningarinnar talin vera sú að Nebiolo hafi í krafti embættis síns hótað að meina íþróttamönnum eldri en 23 ára að taka þátt í Ólympíuleikunum, sem hefði haft þær afleiðingar í för með sér að bestu íþrótta- mennirnir væru fjarri góðu gamni, leikamir myndu missa gildi sitt og völdum og glæsileg- um lífsstíl nefndarmeðlimá væri ógnað. Lyfjanotkun og við- skipti Auk þess að sitja undir ámæli fyrir græðgi í viðskiptum hefur Álþjóða ólympíunefndin verið „Þetta kemur ósköp lítið við okkur. Eg þekki þessa gagnrýni ekki nægilega vel en þessi mað- ur er afar duglegur, ósérhlífinn og vinnur mikið. Hann hefur gjörbreytt Alþjóða ólympíu- nefhdinni og í raun gert hana að stórveldi. Ég get því ekki annað sagt en að maðurinn sé afar dugmikill og hafi starfað mjög vel og heiðarlega,“ segir Gísli Halldórsson, formaður íslensku ólympíunefndarinnar. Gísli segir Samaranch mjög áhugasaman um eflingu íþrótta- andans. „Hann hefur einnig eflt ólympíuhreyfinguna mjög mik- ið fjárhagslega. Það er nýlunda að alþjóðlega nefndin sé farin gagnrýnd fyrir að loka augunum fyrir gífurlegri lyfjanotkun með- al íþróttamanna, jafnframt því að hafa ekki beitt sér nóg í bar- áttunni við þau. Margir líta á íþróttamenn sem gangandi til- raunastofur fyrir lyfjaframleið- endur og segja vandamálið gíf- urlegt. Robert Woy, fyrrum meðlimur bandarísku ólympíu- nefndarinnar, segir það hlutverk alþjóðlegu nefndarinnar að beita sér fyrir rannsóknum á þessu sviði og birta niðurstöður úr lyfjaprófum. Hann telur jafn- framt að hún hafi ekki staðið sig sem skyldi og jafnvel gerst brot- leg um að hylma yfir með ákveðnum íþróttamönnum. Lyfjanotkun er beintengd við- skiptaheiminum því án nýrra sigra og glæsilegrar frammi- stöðu dregur úr spenningi leik- anna, áhorfendur missa áhugann og stórir peningar tapast. Vegna þessara tengsla og óttans við að missa þau völd og þau fríðindi sem nefndin nýtur telja sumir að að styrkja ólympíunefndir um heim allan til námskeiðahalds og annars slíks. Það virkar al- rnennt hvetjandi á hreyfmguna. Ég þekki nú ekki þetta ljúfa líf sem talað er um, og það er lítið um veislur í kringum Samar- anch. Hann er allur í vinnunni." Um gagnrýni vegna slaks lyfjaeftirlits hafði Gísli þetta að segja: „Hjá Alþjóða ólympíu- nefndinni er mjög mikið eftirlit og hún hefur beitt sér fyrir því að íþróttamenn snerti ekki á lyfjum. Hlutverki nefndarinnar er lokið eftir að leikamir hafa farið fram og eftir það er eftirlit í höndum hvers lands um sig, en því hefur stundum verið ábóta- vant hjá stórþjóðunum. Vitað er hún fari hljótt með það gífurlega vandamál sem misnotkun lyfja hefur skapað innan íþrótta- heimsins. Samaranch neitar þessum ásökunum og segir ráð- ið vinna ötullega gegn óhóflegri lyfjanotkun. „Við þurfum íyrst og fremst sterkan, siðferðislegan stjóm- anda og afturhvarf til gamalla hugsjóna," er haft eftir einum nefndanneðlima, en nú standa fyrir dyrum kosningar um nýjan forseta. Svo kann að fara að Samaranch bjóði sig fram til setu í forsæti í fjórða sinn. en með framkomu sinni, stjómun- arleiðum og ákefð við að halda óbreyttu ástandi þykir mörgum sem vænlegri lausn felist í kosn- ingu nýs leiðtoga. Áframhald- andi seta Samaranch gæti valdið endanlegu andláti hinnar ólympísku hugsjónar. Telma L. Tómasson að ofnotkun lyfja hefur verið mikil á leikjunum og víðar. Segja má, að alþjóðanefndin sé eins konar yfirvald nefnda hverrar þjóðar. Það eru mjög miklir lagabálkar í kringum jxtta og farið mjög strangt eftir þeim. Þeim verðum við að hlýða og eitt gengur yfir alla.“ íslendingar eiga ekki fulltrúa í Alþjóða ólympíunefndinni en þar sat á árum áður Benedikt Waage. Hefur gjörbreytt nefndinni Maðurinn er dugmikill og hefur starfað heiðarlega, segir Gísli Hall- dórsson, formaður íslensku ólymp- íunefndarinnar. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.