Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 23
FTMMTUDAGUR 2.JÚLÍ 1992 23 I R L I N T Á þessum stað árið 1992 gerðu hinar friðelskandi þjóðir heimsins alls ekki neitt... Kaupæði í fótboltanum Þegar bestu knattspyrnumenn Evrópu fóru til Svíþjóðar til að keppa í úrslitum Evrópumóts landsliða fylltust áhorfendastæðin velklæddum útsendurum ítalskra liða með fullar hendur fjár. Útsendarar stóru liöanna eru þegar á höttunum eftir leikmönnum danska landsliðsins. / Margar helstu stjömumar sem kepptu í Svíþjóð leika að vísu nú á Italíu. Hollendingamir Ruud Gullit, Marco van Basten og Frank Rijkaard leika hjá AC Milan. Helsta stjama Svía og einn besti leikmaður keppninnar, Tomas Brolin, hefur spilað hjá Parma síðustu tvö tímabil. Enski markahrókurinn David Platt lék síðast með Bari en er nú genginn til liðs við Juventus. Og ekki færri en sjö leikmenn í byrjunar- liði Þjóðverja leika með ítölsk- um liðum. Þegar er farið að ræða um að þeir leikmenn sem spiluðu vel í Svíþjóð en leika ekki á Ítalíu séu á leið þangað. Menn eins og Hollendingurinn Dennis Berg- kamp og Daninn Brian Laudrup fá næsta örugglega tilboð frá Ítalíu og sjálfsagt fá fleiri danskir landsliðmenn óviðjafhanleg til- boð þaðan. ÍTALIR BORGA LANGBEST ítölsku liðin hafa yfir að ráða frábæmm knattspymuvöllum og sæg áhangenda sem aldrei láta sig vanta. Það er því kannski engin furða að knattspymumenn vilji spila þar. En það sem gerir sjálfsagt útslagið em auðkýfing- amir sem stjóma liðunum — menn eins og Giavanni Agnelli, forseti Juventus, og Silvio Berl- usconi, forseti AC Milan — sem em tilbúnir til að leggja nær ómælt fé í sín hð. Launahæsti leikmaðurinn á Italíu er Marco van Basten en laun hans em talin nema rúm- lega 120 milljónum íslenskra króna á ári. John Barnes hjá Li- verpool er launahæsti maðurinn í ensku deildarkeppninni, en laun hans em ekki „nema“ rétt um 50 milljónir. í Þýskalandi em tekju- hæstu leikmennimir með í kring- um 60 milljónir á ári. Bestu leik- menn annarra heimsálfa em líka margir hverjir á Ítalíu, til dæmis Claudio Caniggia frá Argentínu og Brasilíumaðurinn Careca. ítalska fýrsta deildin með öll- um sínum stjömum frá ýmsum heimshlutum er alltaf að nálgast það meira og meira að verða heimsdeild. Meira að segja spænsku liðin tvö sem hafa yfir einhverju álíka fjánnagni að ráða og ítölsku lið- in — Barcelona og Real Madrid — finna fyrir því að menn hugsa fyrst og fremst til Italíu. Ekki endilega vegna peninganna, því Spánverjamir geta boðið jafn vel, heldur vilja jreir reyna sig í erfiðustu deildarkeppni sem um getur. Ríkasti klúbbur Frakka, Marseilles, hefur einnig mátt sjá á bak sinni skæmstu stjömu, Je- an-Pierre Papin, til AC Milan en varla hefur hann verið á sult- arlaunum. ÍTALSKIR KNATT- SPYRNUMENN HAFA ÁHYGGJUR Á meðan liðin í Frakklandi, á Englandi og í Þýskalandi hafa misst sína bestu spilara kaupa þau leikmenn frá öðmm þjóðum sem ekki em eins hátt skrifaðar á alþjóðlegum mælikvarða. Enska deildin er full af leikmönnum frá Norðurlöndunum og Austur- Evrópu og Frakkar hafa mikið keypt leikmenn frá Afríku. Samanburður á milli AC Mil- an og Tottenham í Englandi sýn- ir jtessa þróun vel. Utlendingam- ir þrír sem léku með Milan síð- astliðið tímabil, Lothar Matthaus, Andreas Brehme og Jiirgen Klinsmann, vom allir í liði Þjóðverja er varð heims- meistari 1990. Tottenham hefur aftur á móti selt sinn besta leik- mann og jafnframt besta leik- mann Englands, Paul Gasco- igne, til ítalska liðsins Lazio fyrir 560 milljónir króna. Útlending- amir hjá Tottenham em norskur markmaður, marokkóskur miðjumaður og íslenski vamar- maðurinn Guðni Bergsson. Kaupmennska ítalanna gleður hina hálaunuðu útlendinga en ítalskir knattspymumenn em ósáttir við Jressa þróun. Nú í lok síðasta keppnistímabils hótuðu ftalskir leikmenn að fara í verk- fall ef áform um að leyfa fleiri útlendinga hjá hverju liði yrðu að vemleika. Knattspymusamband Evrópu (UEFA) hefur einnig áhyggjur af jressari þróun. Á næsta tíma- bili verður liðum einungis heim- ilt að tefla ffam þremur erlend- um leikmönnum í Evrópu- keppnum í stað fjögurra áður. UEFA vill heldur ekki sjá deild- arkeppnir landanna missa sér- kenni sín og verða að einhvers konar alþjóðlegum hrærigraut. Hvemig það samræmist áform- um Evrópubandalagsins um Evrópu sem eitt vinnusvæði er síðan allt annað mál. ÝMSAR LEIÐIR TIL AÐ FARA í KRINGUM REGLURNAR En hvað svo sem gerist em hinir vellauðugu ítalir ekki lík- legir til að stinga veskjunum í rassvasana. Reglumar er líka auðvelt að sniðganga. Milan- menn til dæmis segjast einfald- lega ætla að hvíla einn útlending í Evrópuleikjunum. En það em fleiri leiðir til; að geyma menn og það sem kallað hefur verið vöggustuldur. Með geymslu er átt við að Iið láni leikmenn sína til annarra liða eftir að hafa fest kaup á jreim. Þeir em þá í geymslu hjá öðm liði, í öðm landi jafrivel, þar til jreirra er þörf. Milan á leik- mann frá Króatíu sem er í láni hjá Bari og í Sviss er brasilískur leikmaður í geymslu. Vöggustuldurinn er aftur á móti annars eðlis og að margra mati er hann tákn um mikinn galla á alþjóðareglum. Erlendir leikmenn sem gera samning við lið fyrir ákveðinn aldur teljast ekki útlendingar. Þessi var til dæmis raunin með Arnór Guð- johnsen er hann hóf atvinnu- mannaferil í Belgíu. Hann var einungis 16 ára og samkvæmt reglunum taldist hann Belgi en ekki útlendingur í fótboltanum. Franska liðið Auxerre nýtti sér jressa reglu á síðasta tímabili er það setti á stofri knattspymu- skóla og bauð til sín efriilegum enskum leikmönnum. Afleið- ingin varð sú að tveir efnilegir enskir drengir hófu að leika með unglingaliði Auxerre. Þeir munu ávallt teljast Frakkar í fótboltan- um í Frakklandi en ekki útlend- ingar. En útlendingar með svimandi laun tryggja liðunum ekki góðan árangur sjálfkrafa. Itölsk lið unnu engan Evrópumeistaratitil á síðasta tímabili. Og kaupæði ítalanna virðist einnig vera farið að standa þeim sjálfum fyrir þrif- um. ítalska landsliðið komst ekki til Svíþjóðar. Skýringuna segja margir þá að ítalskir knatt- spymumenn fái aldrei tækifæri til að verða afburðamenn í sínum stöðum. Þeim sem hafi hæfileik- ana og getuna sé oftar en ekki bolað burt af útlendingi á hátindi ferils sfns. S L Ú Ð U R Genesis auglýsirVW Imynd hljómsveitarinnar er „ekk- ert kynlíf, engin eitijrlyf, engin partí, engin hneyksli“, eða því sem næst. Þetta em semsagt heiðvirðir menn, ráðvandir og heilbrigðir. Þetta féll forraðamönnum þýska bílarisans Volkswagen svo vel í geð að jxir ákváðu að styrkja hljómleikaferð bresku hljómsveitarinnar Genesis urn Evrópu með litlum 700 milljónum íslenskra króna. Á móti þurftu meðlimir hljómsveitarinnar, Phil Collins, Michael Rutherford og Tony Banks reyndar að koma fram í auglýsingum og mæla með Volkswagen Golf-bílum. Það telja markaðsfræðingar hina heppileg- ustu samsetningu. Eins og bíllinn býður hljómsveitin upp á milda end- ingu, öryggi, en engar óvæntar uppákomur. Akademíafyr- irnektardans- meyjar Alla Permussova er 35 ára gamall 40 þokkadísir Moskvubúi og fyrrum ballettdansmær hefur ratað á leið út úr efriahagsþrengingunum sem hrjá flesta Rússa. Vitaskuld er það leið einkaíramtaksins, en Permussova er nýbúin að stofna sérstakan skóla fyrir nektardansmeyjar, þann fyrsta sinnar teg- undar þar eystra. Næstum þúsund ungar konur sóttu um skólavist, en úr jteim hópi valdi Permussova af kostkæfrii fjörutíu jrokkadísir. Inn- tökuskilyrðin vom ströng: „Fagurskapaður barmur, ávalur bossi, kyn- jxtkki, þrýstnar mjaðmir og auðvitað fallegt andlit.“ Skólagjöld fyrir tveggja mánaða námskeið em 2000 rúblur, sem mun nálægt mánaðar- launum verkakonu. Flestar námsmeyjamar munu hyggja á ffægð og frama í útlöndum, í ísrael, Þýskalandi og á Ítalíu. Ringo gerir kombakk Venjulega gerist þetta einhvem veginn svona. Gamall poppari, nálægt fimmtugu, sjænar sig til, fer kannski í meðferð, semur nokkur lög eða fær einhvem annan til að gera það, fær sér öflugan upptökustjóra, smalar saman vinum sínum, öðrum gömlum popp- stjömum, og gefur út plötu. Og það er einmitt svona sem gamli bítillinn Ringo Starr fór að því. Meðal jreirra sem stjóma upptökum á nýju plötunni hans em Jeff Lynne, Phil Ramone og Peter Asher. Meðal lagasmiða er Bryan Wilson úr Beach Boys. Hann ætlar í hljómleikaferð til að kynna plötuna með ekki minni mönn- um en Dave Edmunds, Todd Rundgren og Joe Walsh úr Eagles. Og svo em það tíðindin sem kannski einhver furðar sig á; Platan, Time Tak- es Time, hefur fengið afbragðsviðtökur gagnrýnenda og þykir full af stuttum og einföldum lögum sem mörg minna á gullöld Bítlanna. Fótboltamaður úr skápnum Margir áhugamenn um fótbolta muna ábyggi- lega eftir Justin Fashanu, krafitalegum jreldökk- um leikmanni sem skoraði frægt mark fyrir Nor- wich í leik gegn Liverpool, en lék síðar með Nott- ingham Forest. Nú er það helst að ffétta af jsess- um ágæta leikmanni, sem spilar með Torquay í neðri deildum enska boltans, að hann er kominn út úr skápnum. Hann fer semsagt ekki í launkofa með að hann er samkynhneigður. En hann er fyrstur manna til að við- urkenna að það sé ekki auðvelt að vera hvort tveggja svartur og sam- kynhneigður í hörðum karlaheimi fótboltans. Og hann telur að það sé talsvert af fótboltamönnum sem svipað er ástatt fyrir, Jrótt Jteir reyni að bæla kynhneigð sína. Verst mun þó Fashanu hafa þótt jregar yngri bróðir hans, markakóngurinn John Fashanu hjá fyrstudeildarliði Wimbledon, fór um hann háðlegum orðum í viðtali. Ekki auövelt 700 milljónir The Economist Seljið hvalina! Vandi þorsksins í Norður-Atlantshafi er sá að hann hefur kalt blóð og er fremur óspennandi. Breiðfylkingar umhverfisvemdarsinna blása ekki í herlúðra til jress að bjarga þorskinum þó svo að stofhinn kunni að vera í meiri útrýmingarhættu en hrefnan. Hvalurinn fær hins vegar fyrsta flokks græningjameðferð. Það er satt og rétt að þorskur- inn hrygnir mikið og vex hratt á meðan hvalir eignast aðeins einn kálf í senn, sem er lengi að ná þroska. Fjaðrafokið út af hvölunum má samt sem áður ffekar rekja til jress að hvalir eru falleg spendýr en jress að menn óttist um útrýmingu jteirra. Eftir átta ára langt hvalveiðibann virðist hrefnustofninn vel þola takmarkaðar veiðar. Japanir vilja ólmir hefja þær og íslendingar og Norðmenn sömuleiðis. Aðrar þjóðir verða hins vegar æ andsnúnari jjeirri hugmynd að drepa megi stórar, skynsamar skepnur. Fram að þessu hafa þeir getað veifað útrýmingarhætturöksemdinni. Nú er þrætan hins vegar komin í dagsljósið og hún snýst um hvort dýr skuli njóta réttinda gagnvart manninum. Bandaríkjamenn fengu Mexíkóbúa til að láta af túnfiskveiðum með fjárstuðningi vegna jjess hvað margir höfrungar drápust í tún- fisknetunum. Höfrungar eru hins vegar ekki í neinni útrýmingarhættu. Friðunamiönnum þótti þeir bara sætir. Er ekki lausnin fólgin í jtessu? Ef hvalakvótinn væri einfaldlega boðinn upp kæmi fljótlega í ljós hvort heimsbyggðin metur þá nieira syndandi í sjónum eða steikta á diski. Og ef hugsuðir í viðskiptaráðuneytum íslands, Noregs og Jap- ans beittu sér gæm Jteir vafalaust fengið notadrjúgar viðskiptaívilnan- ir og bjargað hvölunum í leiðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.