Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 2. JÚU 1992 Á L I T Lögleiðing notkunar hvarfa- kúta í bifreiðír Nú um mánaðamótin tók gildi ný mengunarreglu- gerð. Samkvæmt henni skulu allar bifreiðir vera búnar svokölluðum hvarfakútum. Mjög skiptar skoðanir eru um gagnsemi þessara kúts RUNOLFUR OLAFSSON framkv.stj. Félags íslcnskra bifreiðacigéndá' ,JÞað fylgir þessu óhemjukostnaður fyrir bifreiða- eigendur og þá er óvissan í sambandi við virkni kút- anna alltof mikil. Eg tel að ráðamenn hafi hlaupið á _______________ sig með því að láta reglugerðina taka gildi hér á und- an mörgum löndum í Vestur-Evrópu, þar sem mengun frá útblæstri bifreiða er vandamál. Hér er hún ekki vandamál sem betur fer.“ EGILL JÓHANNSSON framkvæmdastjóri Brimborgar: , Jvfér fínnst þetta jákvætt, sérstaklega þar sem þetta er eina mengunarvömin sem virðist vera til í dag og úr mengun þarf að draga. f öðm lagi er þess að gæta _______________ að við hefðum í rauninni ekki getað fengið bfla án þessara kúla. Það má því segja að þessi umræða sem hefur verið í gangi um kútana sé nokkurn veginn óþörf því bflaffamleiðendur em hættir að bjóða þessa bfla, nema kannski framleiðendur austantjalds.“ KARL RAGNARS forstjóri Bifreiðaskoðunar Islands: , Jvlér finnst sjálfsagt að bflar á íslandi séu búnir þess- um hvarfakútum því það ber brýna nauðsyn til að hreinsa til í veröldinni og við þurfunt og eigum að _______________ vera þátttakendur í þeirri tiltekt. Eg held að það sé ekki slíkur kostnaður fólginn í þessu sem sumir vilja vera láta; ég hef fylgst vel með þróun í verðmyndun á bflum erlendis og þar hefur ekki orðið vart sérstakra verðhækkana. En eins og kunnugt er em hvarfa- kútar í vesturheimi, auk Astralíu og Japans, orðnir almennir. Það hef- ur farið dálítið í taugamar á mér að þeir sem hafa gagnrýnt hvarfakút- ana, til dæmis kostnaðinn, hafa sýknt og heilagt vitnað ranglega í skýrslu sem ég skrifaði um kútana með því að slíta orð úr samhengi." INGIBERGUR ELÍASSON kennari í bifvélavirkjun við Iðnskólann í Reykjavík: „Ég held að það sé alveg einsýnt að í löndum þar sem heitara og þéttbýlla er er notkun hvarfakúta __ kostur. En í löndum þar sem háttar til eins og hjá okkur, er strjálbýlt, mikill blástur og litlar vegalengdir keyrðar, er þetta trúlega ókostur. Bæði dýrt og veldur lfldega meiri eyðslu. Þetta er ákveðin tregða á útblásturinn og kostar mikla peninga því þetta ger- ir þær kröfur til bflsins að hann sé með ákveðna stýringu á eldsneytis- kerfinu. Það þarf að halda eldsneytisblöndunni við ákveðið mark; blönduhlutfall. Því þarf skynjara í kerfið sem skynjar samsetningu út- blástursins og ef hún breytist þarf kerfið að geta breytt blöndunni sjálft. Kúturinn kemur ekki að fullu gagni nema svona kerfi sé til stað- ar. Það var til dæmis hægt að fá h varfakúta í eldri gerðir Volvo en þeir höfðu ekki þessa sjálfvirkni og gerðu því ekki nema hálft gagn. Ef við ætlum að spara peninga er þetta ekki mjög skynsamlegt og það er líka spuming hversu aðkallandi þetta er hér hjá okkur.“ RAGNAR RAGNARSSON framkvæmdastjóri Jöfurs: „Þetta er að koma alls staðar annars staðar og því er kannski ekki óeðlilegt að við tökum þetta upp. Miðað við það sem ég hef kynnt mér er mér til efs að það gagn sé að þessu sem menn vilja vera láta. Eg skil ekki af hveiju við látum þessa reglu taka gildi 1. júlí þegar hún tekur almennt ekki gildi í Evrópubandalagslöndunum fyrr en um ára- mót. Við áttum að bíða eins lengi og hægt var. Miðað við aðstæður hér er, að mínu mati, um mikinn kostnað en lítinn ávinning að ræða. Allt tal um að þetta hafi ekki í för með sér hækkun á verði bfla er nátt- úrlega fásinna. Þessi útbúnaður kostar heilmikla peninga og það er fá- ránlegt að ætla að einhver annar en neytandinn borgi fyrir hann.“ INGIMUNDUR SIGFUSSON er stjórnarformaður Heklu en mikill styr hefur staðið um svo- kallaðan svartan blett fyrir fram- an fyrirtækið sem talinn er hafa mikla slysahættu í för með sér. Hann segir forsvarsmenn fyrir- tækisins ekki hafa mótmælt lok- un en hins vegar gert athuga- semd við framkvæmd mála. Hvergi beitt brýstin Þið mótmœltuð lokun á um- ræddum bletti. „Við mótmæltum engu. Þegar við fféttum af því á skotspónum að loka ætti þessu gati gerðum viðvið það athugasemdir. Aður hafði verið lokað gati á vestari innkeyrslu hjá okkur án alls samráðs við okkur. Manni líka svona vinnubrögð ekki vel og þá hafði ég samband við Inga U. Magnússon og kvartaði yfir því að svona væri að málum staðið. Þá bað ég um að við fengjum að fýlgjast með ef fram- kvæmdir af þessu tagi yrðu aftur. Við höfðum því samband við viðeigandi yfirvöld þegar við heyrðum að til stæði að loka þessu gati, vegna slysa sem þama höfðu orðið. Við hittum Þórarin Hjaltason, sem þá var yfirverkfræðingur í umferðar- deild, og Harald Blöndal og bár- um meðal annars fram kvörtun okkar um að ekki hefði verið haft samband við okkur um fyr- irhugaðar framkvæmdir. Hann upplýsti okkur um að þeir ynnu á þann hátt að þeir framkvæmdu hlutina án samráðs við fólk, en ef einhver gerði at- hugasemdir væru þeir mjög lipr- ir að koma til móts við sjónarmið aðila, í það minnsta ef einhver skynsamleg rök lægju að baki. Það kemur fram í greinargerð sem Þórarinn sendi tíl umferðar- nefndar, og sýndi okkur, að þetta var hvorki talinn „svartblettur“ né „áhættustaður" í nýloknum svartblettarannsóknum. Eftir þann fund skrifuðum við Borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem farið var þess á leit að ráðið endurskoðaði ákvörðun sína og gerðum einnig tillögur um úr- bætur, því ekki höfum við áhuga á neinu öðru en að öryggi geti verið eins mikið og mögulegt er. Það er einnig óskaplega ósanngjamt að ráðast á einstaka stjómmálamenn í sambandi við þetta mál, því það var ekki haft samband við neinn slíkan heldur snerum við okkur einungis til réttra yfirvalda og þessi mál vom rædd. Eftir að hafa hitt þessa tvo menn, sem tóku mér afar vel, sögðust þeir mundu afgreiða þetta mál eins og vani væri.“ Nú er talað um að þið hafið beitt þrýstingi til að fá máli ykkarframgengt. „Það er ósatt. Við höfum ekki gert það og höfum gögn til að sýna að svo er ekki. Það liggja fyrir bréf í þessu máli sem sumir vilja ef til vill túlka sem þrýstíng. Þórarinn og Haraldur sögðu að þeir ynnu svona og verið getur að þeim finnist það þægilegast. Mér finnst það hins vegar mjög ókurteist að láta menn vakna upp við það að búið sé að breyta um- hverfinu í kringum þá, og sagði þeim það líka. Þeir gátu svosem fallist á það en sögðust nota þessa vinnureglu. Við vildum ræða málin og höfum hvergi beitt neinum þrýstíngi. Aldrei." Er mikið í húfi fyrir fyrir- tœkið? BÆTIFLÁKAR ÍSLENSK DÓNABLÖÐ „Lesefnið tekur líka stökk- breytingum og íslensk tímarit eru ekki eftirbátar erlendra sem höfða einkum til lágstétta og vanþroska sálna í skemmti- og listabransanum. Islensk tímarit eins og t.d. Heimsmynd og Mannlíf bera með sér vissa úr- lcynjun í þessa átt. Uppistaðan er greinar um homma, lesbíur og myndir af berum rössum og klofstórum kerlingum. Klám- vœðingin er hafin af fullum krafti." Sigurður Guðmundsson í DV. Árni Þórarinsson, ritstjóri Mannlífs: „Það er auðvitað ánægjulegt fyrir okkur að geta höfðað til Sigurðar Guðmunds- sonar og að hann finni hjá sér hvöt til að lýsa því hvaða efni hann les í blaðinu. En það er auðvitað fjarri öllu lagi að við séum að breyta einhverjum áherslum. Það er viðfangsefni allra fjölmiðla að fjalla um mannlífið í öllum sínum óend- anlegu tilbrigðum og er þar ekk- ert undanskilið. En að Mannlíf sé með sérstaka áherslu á þessi viðfangsefni sem Sigurður nefnir er alrangt, ég verð að hryggja hann með því.“ FASTEIGNASALAR OKRA „Þeir (fasteignasalar) geta t.d. fengið 300 þúsund krónur fyrir að selja eina íbúð í rað- húsi. Fyrir að skreppa heim til fólks og meta íbúð fá þeir 9.500 krónur en þar er oftast um litla vinnu að rœða. Fólk verður sjálft að greiða auglýsingamar og fasteignasalinn skiptir sér ekkert af því hvort kaupandinn stendur í skilum eftir að sala hefur farið fram. Miðað við þá þjónustu sem fasteignasalar veita finnst mér sölulaun þeirra allt ofhá. Hver staðfestir þessa háu taxta sem fasteignasalar hafa komið sér upp?“ Ingibjörg Ottósdóttir í Morgunblað- Þórólfur Halldórsson, for- maður Félags fasteignasala: „Það eru landslög sem segja til unt hver söluþóknun getur verið. Ég vísa því á bug að það sé engin vinna að fara heim til fólks og verðmeta íbúðir, þetta getur skipt sköpum um hvaða verð fólk fær fyrir eignir stnar og það em engir aðrir en fast- eignasalar sem hafa sérfræði- jrekkingu til þess að meta það. Gjaldið er 9.089 krónur með virðisaukaskattí þannig að fast- eignasalinn fær ekki alla þessa upphæð og hún er hlægileg þeg- ar bflasalar taka lágmark 12.000 krónur fyrir að selja bfl. íslensk lög um fasteignasölu em þýdd úr dönsku. í Danmörku em ekki verðlagshöft á þjónustu fast- eignasala eins og hér. Fasteigna- salar á Islandi vinna verk þrigg- ja manna í Danmörku, verk fast- eignasalans og verk lögmanns kaupenda og seljenda. Fast- eignasalinn fær þar 3,5 prósent og hvor lögmaður 1 prósent. Seljandinn borgar allar auglýs- ingar, öll vottorð og allan út- lagðan kostnað. Þó að við séum að spila eftir sömu lögum og Danir veitum við mun meiri þjónustu og tökum margfalt minna íyrir.“ HVAÐ KOSTAR ÞÁSALTBÐ? „Ekki er öll sagan þar með sögð, því tveir úr hópnum báðu um grœnan pipar á sín- ar pizzur og þegar kom að uppgjöri kom á daginn að piparkornin örfáu voru verðlögð á 100 krónur! Þegar grennslast var fyrir um það hjá af- greiðslustúlkunni hvort hér hefðu ekki átt sér stað mistök sagði hún að hver skammtur af auka- fyllingu kostaði eitt- hundrað krónur. Við lauslega athugun komst Víkverji að þeirri niður- stöðu að Brúarsporðurinn seldi viðskipatvinunum jyllinguna, þegar um aukaskammt er að ræða, á u.þ.b. 20þúsund krónur kílóið...“ Víkverji Morgunblaðsins Stefán Einarsson, veitinga- maður Við brúarsporðinn: „Við emm með margar teg- undir af pizzum með allt að fimm mismunandi teg- undurn af áleggi. Þegar fólk breytir út af því sem við bjóð- um uppá og pantar sérstaklega þá kost- ar hver aukahlutur 100 krónur. Við tök- um einfaldlega meðaltalsverð og fyrir það sem pantað er aukalega á pizz- una borgar fólk 100 krónur. Sumir veit- ingastaðir em með mismunandi verð á áleggi eftir hvað það er, en hjá okkur er verðið það sama á öllu.“ PRESSAN/Jim Smart „Við teljum að mjög sé þrengt að okkur og engin sérstök rök tíl þess að loka þessu gatí. Þó vil ég segja það að mun betra væri að setja frárein í opið til að auka ör- yggið sem mest. Við ætlum hins vegar ekki að fara að halda þvf tíl streitu að fara að skapa þama einhveija slysagildru. En þetta er mikið mál fyrir fyrirtækið.“ Slys hafa verið tíð þarna. „Eg vil taka það fram að ég er mjög hryggur yfir því hörmu- lega slysi sem þama varð. En því miður var um afar gáleysislegan akstur að ræða og svona slys hefði getað gerst hvar sem var í umferðinni. I bréfi frá Þórami til umferðamefndar stendur: „I tölvugagnabankanum er þessi staður ekki færður sérstaklega, heldur er hann hlutí af götukafl- anum G-0553, Laugavegur milli Nóatúns og Laugarnesvegar. Þessi kafli kemur ekki fram sem „svartblettur“ eða „áhættustað- ur“ í nýloknum svartblettarann- sóknum fyrir 1991, enda átti að- eins eitt slysanna sér stað á því tímabili, sem lá til gmndvallar. Á þessu stígi er ekkert hægt að segja til um það, hvort þessi kafli muni koma út sem „svartblettur“ eða „áhættustaður" í svartbletta- rannsókn á næsta eða þamæsta ári. Á hinn bóginn er op í mið- eyju fjögurra akreina götu talinn galli—“ En getur umrœðan um rnálið ekki skaðað fyrirtækið? , Jú, en ég get ekkert við henni gert og skil þetta í raun ekki. Mér finnst eins og einhver pólitík sé í þessu, sem við emm vamarlausir fyrir." Fullyrðingar Margrétar Sœ- mundsdóttur um að hagnaðar- sjónarmið séu meira metin en lífog limir vegfarenda eru þá úr lausu lofti gripnar? „Ég skil ekki svona tal og finnst það afar ósanngjamt að leyfa sér að tala svona. Svo er spuming um það hvort maður getur látið sér lynda að vera ásakaður með svo grófum hættí. Mér finnst að þessi gagnrýni komi fyrst og fremst frá fólki sem alltaf er að tala um að hafa samráð og sýna lipurð í sam- skiptum. Það gildir ekki í þessu tilviki."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.