Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 58

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 58
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚU 1992 AUSTURLAND GISTING Hótel Snæfell Seyöisfjörður. Sími 97-21460 BÍLALEIGA Geysir bílaleiga Egilsstaðir GISTING Hótel EDDA Hallormsstabur Sími 97-11705 GISTING Hótel Bláfell Sólvellir 14 Breiðdalsvík Sími 97-56771 VEITINGAR Hótel Bláfell Sólvellir 14 Breiðdalsvík Sími 97-56771 ÞJONUSTA Hárgreibslustofa ngibjargar Borgarslóð 12 Hafnarbraut 40 780 Höfn, Hornafirði GISTING Hótel EDDA Eiðar Sími 97-13803 BILALEIGA Geysir bílaleiga Höfn í Hornafirði Vopnafjörður gengur inn í norðaust- urströnd landsins og inn af firðinum liggur samnefnt hérað. Það skiptist í þrjá dali. Syðstur er Hofsárdalur, í miðjunni Vesturárdalur og nyrstur Sel- árdalur en út af honum er svokölluð Strönd. Suðaustan héraðsins gnæfa Krossavíkurfjöll og Smjörfjöll yfir þús- und metra há. Þar segir sagan að búi jólasveinar. Til vesturs og norðurs eru lægri heiðar með stökum fjöllum og eru Syðri- og Ytri-Hágangur einna mest áberandi. Við fjarðarbotninn er Kolbeinstangi en austan í honum er þéttbýliskjami byggðarlagsins, í dag- legu tali nefndur Tangi. í sveitarfélaginu öllu búa um eitt þúsund manns, þar af um 700 í þéttbýl- inu og um 220 í sveitinni. Fiskveiðar og fiskvinnsla eru aðalatvinnugreinar en allmargir sinna iðnaði, verslun og annarri þjónustu. Bændabýli eru um fjörutíu. Vegasamband er við Vopnafjörð til þriggja átta. Um Vopnafjarðarheiði á hringvegi í nánd við Mörðudal, um Sandvíkurheiði til Bakkafjarðar og með norðurströndinni til Húsavíkur. Einnig er sumarfær jeppavegur yfir Hellisheiði til Fljótsdalshéraðs. Utsýnisskífa er á brún Burstafells og sést þar vel yfir hér- aðið og af Hellisheiði er ævintýralegt útsýni, bæði yfir Vopnafjörð og utan- vert Fljótsdalshérað. VEÐURSÆLDÁ HÉRAÐI Fljótsdalshérað er eitt veðursælasta svæði fslands. Loftslagið er mjög milt, líkist meginlandsloftslagi. Það er til- tölulega kalt á vetmm og hlýtt á sumr- in. Fljótsdalshérað er víða skógi vaxið og hefur það meðal annars að geyma eina af perlum íslenskrar náttúm, Hall- ormsstaðarskóg, sem er stærsd skógur landsins. f Lagarfljóti er eitt stærsta stöðuvatn landsins. Þar em heimkynni Lagarfljótsormsins sem sést hefur af og til í gegnum aldimar. EGILSSTADIR — MIDSTÖD SAMCANÚNA Á AUSTUR- LANDI Kaupstaðurinn Egilsstaðir er á Fljótsdalshéraði við Lagarfljót og er hann byggður í landi samnefnds stór- býlis. Einungis em um fimmtíu ár síðan þéttbýliskjami tók að myndast á þess- um slóðum og brátt reis þar sjúkrahús auk verslunar og þjónustufyrirtækja. íbúar Egilsstaða hafa lífsviðurværi sitt af þjónustu, landbúnaði og iðnaði. Menntaskóli tók til starfa á Egilsstöð- um árið 1979. Kaupstaðurinn er mið- stöð samgangna og ferðaþjónustu á Austurlandi. Hringvegurinn liggur um kaupstaðinn og þar er flugvöllur sem er mikilvægur fyrir samgöngur um Aust- firði. BORCARFJÖRÐUR EYSTRI Borgarfjörður er nyrstur hinna eigin- legu Austfjarða, næsti fjörður sunnan Héraðsflóa. Undirlendi er nokkurt með ströndinni og inn af fjarðarbotninum er breiður og grösugur dalur. Yfir honum gnæfir fallegur og margbreytilegur fjallahringur. Nokkur byggð er í daln- um, en við fjarðarbotninn stendur kaup- túnið Bakkagerði. Kirkja er í Bakkagerði, vígð 1901. í henni er altaristafla eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval sem sýnir Krist flytja fjallræðuna í borgfirsku landslagi. Hann stendur á Alfaborginni með Dyr- fjöll í baksýn. Við norðvestanverðan Borgarfjörð ber Dyrfjöll (1136 m) við himin en þau er ein hæstu og tígulegustu fjöll á norð- anverðum Austfjörðum. Mörg fleiri sérstæð fjöll em í nágrenni Borgarfjarð- ar. Einkum em það hin litríku ljósgrýt- isfjöll í austanverðum firðinum sem grípa athygli aðkomumanna. Staðaifjall er þar mest áberandi með ljósbleikar skriður og dökka hamra. Innarlega í Borgarfirði liggur fjall- vegur yfir Húsavíkurheiði, milli Hvít- serks og Náttmálafjalls. Frá Húsavík liggur jeppaslóð yfir Nesháls til Loð- mundarfjarðar sem er í eyði. Þótt menn hyggi ekki á ferð til Loðmundarfjarðar er vel þess virði að fara upp á Húsavík- urheiði til að njóta útsýnis þaðan og skoða fjallið Hvítserk. Hvítserkur er úr ljósgrýti með rauðleitum blæ og um suðurhlíðar fjallsins greinast ótal dökkir basaltgangar. SEYDISFJÖRDUR Kaupstaðurinn Seyðisfjörður stendur við botn samnefnds fjarðar. Höfnin er talin ein besta hérlendis. Þéttbýli tók að myndast á Seyðisfirði um miðja ní- tjándu öld í kringum erlendar verslanir á staðnum. Norskir útvegsmenn og síldarsaltendur höfðu mikil umsvif á Seyðisfirði á nítjándu öld. Umsvifa- mestur þeirra var Otto Wathne. Bretar og Bandaríkjamenn voru með herbúðir á Seyðisfirði í síðari heimsstyrjöldinni. Á ámnum frá 1950 til 1970 vom oft mikil umsvif á Seyðisfirði í tengslum við síldarsöltun og síldarbræðslu. Þegar síldarævintýrinu lauk hófust menn handa við að koma á laggimar útgerð og fiskvinnslu, sem gengið hefur mis- vel eins og víðar. Elsta landsímastöð hérlendis er á Seyðisfirði og íyrsta riðstraums- og há- spennustöð hér á landi var reist í Fjarð- arseli fyrir ofan kaupstaðinn árið 1913. FYRSTIÍSLENSKI KAUPA\AD- URINN VERSLADI Á ESKI- FIRDI Kaupstaðurinn Eskifjörður stendur við samnefndan fjörð á Austurlandi sem skerst norðvestur úr Reyðarfirði. Eskifjörður varð löggiltur verslunar- staður árið 1786. Verslunarrekstur hef- ur verið á staðnum ailar götur ffá árinu 1798 er danska verslunarfyrirtækið Ör- um & Wulff reisti verslunarhús á Eski- firði. Eitt verslunarhúsanna hefur verið endurbyggt í uppmnalegri mynd og þar er nú safn sem hefur að geyma sjóminj- ar auk minja frá atvinnu- og iðnaðar- sögu Eskifjarðar. Fyrsti íslenski kaupmaðurinn, Kjart- an Þorláksson ísfjörð, hóf að versla á Eskifirði árið 1802. Fyrsta fríkirkja á íslandi var reist á Eskifirði árið 1884. Mikil umsvif vom á Eskifirði í lok síðustu aldar í tengslum við síldveiðar Norðmanna úti fyrir Austfjörðum og einnig á sfidarámnum á sjötta og sjö- unda áratug þessarar aldar. Þá barst óhemjumagn af sfld til Eskifjarðar og vom reknar þar margar sfidarsöltunar- stöðvar auk sfidarbræðslu og netaverk- stæðis. Aðkomumenn á Eskifirði á sfld- arámnum skiptu oft hundmðum. NESKAUPSTADUR Neskaupstaður stendur við Norð- fjörð norðanverðan þar sem áður var landnámsjörðin Nes. Kaupmenn á Eskifirði hófu fiskverkun í Neslandi 1884 og ellefu ámm síðar var þar lög- giltur verslunarstaður. Vélbátaútgerð hófst árið 1905 og voru fbúar Nes- þorps, eins og þéttbýliskjaminn nefnd- ist þá, orðnir hátt á fjórða hundraðið. Á öðmm og þriðja áratug aldarinnar var blómleg útgerð frá Nesþorpi og fjölgaði íbúum þar ört. Þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindi árið 1928 vom íbúamir orðnir liðlega ellefu hundmð. Á ámnum eftir síðari heimsstyrjöld- ina var gert mikið átak í atvinnumálum. Togarar og stórir bátar vom keyptir til bæjarins og hraðfrystihús tekin í notk- un ásamt dráttarbraut. Þá var mikið um að vera í Neskaupstað á síldarárunum á sjötta og sjöunda áratugnum. Sfldar- vinnslan hf. var stofnuð í Neskaupstað árið 1957 og er eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki á landinu. Mikil snjóflóð féllu í Neskaupstað í desember 1974. Tólf manns biðu bana og miklar eignaskemmdir urðu. í Neskaupstað er starffækt fjölbreyti- legt náttúmgripasafn. OÖNGULEIÐIR í NORDFIRÐI OC NÁGRENNI Ferðafólk á leið frá Eskifirði um Oddsskarð og Oddsskarðsgöng ætti þegar veður er bjart að gefa sér tíma til að stansa við Skíðamiðstöðina í Odds- skarði og bregða sér í útsýnisferð á tindana sinn hvoru megin við Odds- skarðið. Þegar komið er fram á sumar er oftast hægt að aka upp á Oddsskarð- ið, en það styttir að sjálfsögðu leiðina. Á vinstri hönd er Svartafjall, 1021 metri. Auðveldast er að ganga á tindinn sunnan við skarðið. Á hægri hönd em svo Magnúsartindur, 774 metrar, og Goðatindur, 912 metrar, en þar upp liggur skíðalyftan. Frá öllum þessum tindum er útsýnið fagurt og stórbrotið. Fólkvangur Neskaupstaðar er undir Norðfjarðarnípu. Þegar komið er á tjaldstæðið á Bakkábökkum blasir við hið fegursta útsýni. Til vesturs og suð- urs eyðifirðimir Hellisfjörður og Við- fjörður, Suðurbæir, Rauðubjörg og Barðsneshom og til austurs óendanlegt hafið. Frá tjaldstæðinu er svo auðveld- ast að velja sér leið f fólkvanginn út með sjónum um Haga allt að Hunds- vík. Önnur leið er ofar út Hálsa að Þúfu við Breiðuvík. Á milli Haga og Hálsa má komast um Skálasnið eða Skála- gijót upp af Páskahelli. Nípukollur er hæsti kollur á Norð- fjarðarnípu, 819 metrar. Skást er að klifra upp klettabeltin rétt innan við Bakkalæk og upp undir brún, þaðan sniðhallt út á kollinn. Á fjallgarðinum milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar em ýmsar fomar og færar gönguleiðir, en allar erfiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.