Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 9

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRBSSAN 2. JÚLÍ 1992 9 Kaup Páls Þorgeirssonar á Asiaco Páll Þorgeirsson er nú á leiðinni til útlanda til að ná í erlent fjármagn til að bjarga Asiaco. Það er vonum seinna því lítil sem engin starfsemi er eftir hjá þessu fyrrum umsvifamikla fyrirtæki. Stórlaxinn Páll Hver er þessi Páll Þorgeirs- son? Fyrir nokkrum árum starf- aði hann hjá Asiaco en var lát- inn hætta eftir ágreining við þá feðga. Þá sneri hann sér að ýms- um viðskiptum sem hafa meðal annars leitt til gjaldþrots hans sjálfs og einkafyrirtækis hans, Strandavarar. Heildarkröfur í bú hans námu um 40 milljónum króna. Áður hafa verið rakin í PRESSUNNI viðskipti hans með íyrirtækið Strandanaust hf. sem hann átti í félagi við Skúla Pálsson hrl. Það rak viðskipti með sumarhús á Hólmavík og hafði stofnað til gífurlegra skulda við íslandsbanka og var meðal annars 23. milljóna skuldabréf komið í vanskil vegna þess. Einnig var Páll kærður til Rannsóknarlögregl- unnar vegna meintrar saknæmr- ar notkunar á greiðslukorti, en þar voru ógreiddar úttektir komnar hátt í fjórar milljónir króna. Sömuleiðis lenti Bílaumboðið hf. í hremmingum í viðskiptum sínum við Pál. Hann keypti 5 milljóna króna BMW á síðasta ári og greiddi með 1,5 milljóna króna innstæðulausri ávísun. Eftir mikið þref náðist bíllinn afturaf honum. Þá setti hann á stofn fyrirtæk- ið Stórlax hf. árið 1986, sem ætlaði að hasla sér völl í laxa- rækt. Lengst af rak hann það í samfloti með Sigurði Péturs- syni. Var það skráð í Ölfusi og átti þar rétt í borholu. Ekki fer miklum sögum af viðskiptum í laxeldinu en hins vegar hefur blaðið frásögn af viðskiptum Páls á Norðurlandi í nafni fyrir- tækisins. Þar tók hann meðal annars á leigu splunkunýjan jeppa í heilt sumar af Bílaleig- unni Eminum. Eigandi fyrirtæk- isins upplýsti að þó að Páll hefði verið með bílinn á leigu heilt sumar í nafni Stórlax hefði hann aldrei greitt krónu fyrir leiguna en skilað inn ónýtum pappímm þegar eftir var gengið. Eigand- inn taldi að tjón hans vegna þessara viðskipta hefði verið hátt á aðra milljón og átt stóran þátt í því að fyrirtækið varð gjaldþrota. Þá em til margar frásagnir af viðskiptum Páls þar sem hann hefur boðist til að hafa milli- göngu um erlent fjármagn. Ekki er PRESSUNNI kunnugt um eitt einasta tilvik þar sem það hefur gengið eftir. PENINGUM Lítil sem engin starfsemi er eftir hjá fyrirtækinu Asiaco sem nú er komið úr þriggja mán- aða greiðslustöðvun. Óvíst er hver framtíðin verður en Páll Þorgeirsson hefur nú fengið lokafrest til að uppfylla skilyrt kauptilboð sitt. seminni var á sviði umboðs- verslunar í fiskútflutningi. Þegar sú starfsemi náði hámarki var um að ræða umboðsviðskipti upp á 500 milljónir króna á ári. Strax á miðju ári í fyrra fór reksturinn að þyngjast og varð þá dráttur á greiðslu til feðg- anna. Um leið spratt ágreiningur út af því hvort kaupendurnir hefðu fengið rétta mynd af stöðu fyrirtækisins. Kjartan R. neitaði að tjá sig um málið en þeir feðgar hafa eftir því sem næst verður komist ekki fengið nema hluta kaupverðsins greiddan. Húsnæðið, þar sem Asiaco er til húsa, er leiguhús- næði, en fyrirtækið átti skemm- ur úti á Granda sem Jóhannes Jónsson í Bónus hefur nú tekið á leigu. Ljóst var að bág staða sjávar- útvegs og ókunnugleiki nýju stjórnendanna höfðu sitt að segja þannig að fljótt fjaraði undan fyrirtækinu. NÁNAST ENGIN STARF- SEMIEFTIR En hafi verið eftir einhverju að slægjast í Asiaco þá er spum- ing hve mikið stendur eftir af því nú. Hafí erlendir fjárfestar viljað leggja inn fé virðist besú ú'minn liðinn, nema hugmyndin sé að fá það fyrir lítið. Lykil- starfsmenn fyrirtækisins hafa hætt og margir hverjir tekið verðmæt umboð og viðskipta- sambönd með sér. Undir það síðasta munu um 8 til 10 starfs- menn hafa verið hjá fyrirtækinu en vom 30 til 40 þegar best lét. Eins og áður hefur komið fram stofnaði höfuð rekstrar- vörudeildarinnar, Eyjólfur Karlsson, nýtt fyrirtæki, Mön- dul hf., um rekstrarvömþáttinn. Fékk hann meðal annars hið vinsæla Tork-umboð. Lítið er eftir af veiðivömdeildinni og nú hefur Magnús Ó. Schram, sem sá um fiskútflutning, stofnað nýtt fyrirtæki, Fiskileiðir. Er hann þar í samstarfi við Skag- strending um útflutning, en áður lét Skagstrendingur Asiaco í té mestallan fisk sem fyrirtækið flutú út. Greiðslustöðvun Asiaco hf. rann út nú um mánaðamótin án þess að tekist hefði að greiða úr fjárhagserfiðleikum fyrirtækis- ins. Það verður hlutverk kröfu- hafa og aðstandenda fýrirtækis- ins að ákveða framtíð þess en fátt virðist standa eftir af þessu áður fornfræga þjónustufyrir- tæki við sjávarútveginn. Engin starfsemi fer nú fram í húsakynnum fyrirtækisins við Vesturgötu og úlkynning hefur verið hengd upp um lokun vegna sumarleyfa til 4. ágúst. Á símaborðinu verður símsvari fyrir svörum með samskonar yfirlýsingu. PÁLL Á LEIÐ TIL ÚT- LANDA EFTIR PENINGUM Eins og áður hefur komið fram kom Páll Þorgeirsson inn í fyrirtækið í lok febrúar. Gerði hann þá skilyrtan kaupsamning við þáverandi eigendur, Eyjólf Brynjólfsson og Gunnar Ósk- arsson. Tók hann þá við fram- kvæmdastjórastólnum og varð einnig stjórnarformaður fyrir- tækisins. Gunnar gekk alveg út úr samstarfinu en Eyjólfur hélt sæti í stjóm fyrirtækisins. Þetta gerðist allt án þess að séð yrði að Páll setti eina einustu krónu í íyrirtækið. í samtölum við PRESSUNA hafa menn kunnugir íyrirtækinu haldið því fram að afskipti Páls af því hafi hafist mun fyrr því þegar í upphafi, þegar Eyjólfur og Gunnar keyptu fyrirtækið, var hann búinn að gefa þeim fyrirheit um erlent fjánuagn. Sú þriggja mánaða greiðslu- stöðvun sem hófst 1. apríl var fyrst og fremst réttlætt út frá því að enn á ný ætti að freista þess að fá erlent fjármagn inn í fýrir- tækið. Það tókst hins vegar ekki á meðan á greiðslustöðvuninni stóð. Staðfesti Eyjólfur það í samtali að frestur Páls úl að út- vega fjármagnið hefði verið framlengdur til júlfloka. Sagði Eyjólfur að Páll væri á leið til útlanda að sækja féð og allir væru vongóðir um að sú ferð yrði árangursrík. „Eg veit ekki betur en að þeir sem hafa séð þau gögn sem hann lagði fram séu ánægðir með þau,“ sagði Eyjólfur og bætti því að viðskiptabanki fyrirtækisins, Landsbankinn, hefði veitt sam- þykki sitt. GREIÐSLUR TIL FEÐG- ANNA í ÓVISSU Nú 26. júní barst tilkynning til Hlutafélagaskrár um að Páll fengi prókúruumboð fyrir Asi- aco um leið og önnur prókúru- umboð voru afturkölluð. Ekki er þó annað vitað en að Gunnar og Eyjólfur séu enn hluthafar vegna þess að hinn skilyrti kaupsamningur hefur ekki verið uppfylltur. Þeirra starf í fyrir- tækinu var reyndar fremur stutt. Þeir keyptu fyrirtækið 1. október 1990 af þeim feðgum Kjartani R. Jóhannssyni og Kjartani Erni Kjartanssyni. Hafði þá Kjartan R. rekið Asi- aco í áratugi og byggt upp vold- ugt og vel stætt fýrirtæki. Sölu- verðið hefur ekki verið gefið upp, en tala nálægt 300 milljón- um króna hefur verið nefnd. Það er hátt verð en þegar horft er til þess að árið 1990 voru eignir bókfærðar á 190 milljónír króna að núvirði má ef til vill finna sanngimi í því. Það ár velú fýr- irtækið 450 milljónum en rétt er að taka fram að mikill hluti af starf- Úr greiðslu- stöðvun í sumar- frí. Þessi til- kynning er kom- in upp hjá Asi- aco á Vestur- götu 2. ÚR GREIÐSLUSTÖBVUN í SUMARLEYFIUR PÁLL VL UTLANDA El
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.