Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 56

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 56
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 NORÐURLAND/HIIDHflLENDIÐ \JUwM Neslandavík — grunn vík, eða öllu heldur vogur, nær þrír kílómetr- ar að lengd og hálfur til einn kíló- metri að breidd, sem skerst inn í norðvesturströnd Mývatns, en austan við víkina gengur Neslandatangi fram í vatnið og skiptir því nærri því í tvennt. A Neslandavík heldur sig jafnan mikil mergð anda og álfta. Vakin er sérstök athygli á því að þarna er friðlýst varpsvæði og um- ferð utan vegar ekki leyfileg á tíma- bilinu 15. maí til 20. júlí. Reykjahlíðarheiði — um 20 fer- kílómetra landsvæði norður af Reykjahlíð. Þar skiptast á malarhólar og ásar og veí grónar lautir og dal- verpi á milli, víða gróin birkikjarri og víði. Sumstaðar finnast myndar- leg birkitré og stöku reynitré. Reykjahlíðarheiði er talin mótuð í lok síðasta jökulskeiðs fyrir u.þ.b. tíu þúsund árum og hefur leysingavatn þá grafið þar geysimikla farvegi. Þarna er kjörið land til útivistar og á vetrum er þetta frábært skíðagöngu- land. Sauðahellir — hraunhellir inni í Reykjahlíðarþorpi, skammt frá versl- un kaupfélagsins, um sjötíu metrar á lengd og sumstaðar manngengur. Fyrr á öldum var hellirinn notaður til geymslu á sauðfé og dregur nafn sitt af því. Seljahjallagil — stórfenglegt klettagil vestan í Bláfjallsfjallgarði um sjö kílómetra suðaustur frá Mý- vatni. Gilið endar í háum stuðla- bergshömrum. Fyrir um 3800 árum rann mikill hraunstraumur frá Ketil- dyngju niður um gilið, yfir mikinn hluta Mývatnssveitar og langleiðina til sjávar. Hraun þetta hefur verið nefnt Laxárhraun eldra. I gilinu hefur leysingavatn síðan smátt og smátt sorfið djúpan farveg í hraunið og gefur þar á að líta marga furðusmíð. Skútustaðagígar — þyrping gervigíga rétt við Skútustaði, sunnan Mývatns. Þeir eru taldir athyglis- verðasta gervigígasvæðið við vatnið og voru friðlýstir árið 1973. Gervi- gígar myndast þegar hraun rennur út í vatn eða votlendi. Vatnsgufa brýtur sér þá leið upp í gegnunt hraunkvik- una, þeytir gjalli upp í loftið og gíg- arnir hlaðast upp. Slútnes — láglend og mjög gróð- ursæl eyja nyrst í Mývatni, í landi Grímsstaða. Þar er og mikið fugla- varp. Stóragjá — jarðsprunga rétt sunn- an við þorpið í Reykjahlíð. I henni er vatn, sem hitnaði úr 26 gráðum árið 1977 og er nú um 38 gráður. Þarna hefur lengi verið baðstaður en þar sem vatnið endurnýjast hægt er fólki nú ráðið frá því að baða sig þar af heilbrigðisástæðum. I gjánni var mikill og fjölskrúðugur gróður en vegna umferðar ferðamanna á undan- fömum árum hefur hann látið mjög á sjá. Syðrivogar — fjölbreytilegir hraunvogar í suðausturhorni Mý- vatns. Afrennsli Mývatns er að meg- inhluta neðanjarðar, þ.e. í lindum við austurströndina. Langvatnsmestu lindimar em í Syðrivogum, einkum í Grjótavogi, sem er örskammt frá veginum og mjög svo skoðunarverð- ur. Vindbelgjarfjall — stakt mó- bergsfjall, 529 metra yfir sjávarmáli vestan Mývatns, um einn kílómetra frá þjóðveginum. Auðveld gönguleið er vestan á fjallið, sem er ágætur út- sýnisstaður. Þrengslaborgir — röð klepra- og gjallgíga, fimm til sex kílómetra suð- austur frá Mývatni. Gígaröð þessi er í heild um 8,5 kílómetrar að lengd, syðri hluti hennar ber nafnið Þrengslaborgir en nyrðri hlutinn nefnist Lúdentsborgir. Þarna er afar margt skoðunarvert og sumt má með sanni telja hrein listaverk náttúmnn- ar. Þarna má finna vatn í a.m.k. þremur gígskálum og snjór leynist sums staðar í djúpum gígum og gjám allt sumarið. Gígaröðin Lúdentsborg- ir-Þrengslaborgir myndaðist í geysi- miklu eldgosi fyrir um 2000 ámm og flæddi þá hraun, sem nefnt hefur ver- ið Laxárhraun yngra, yfir suðurhluta Mývatnssveitar, niður Laxárdal og Aðaldal og alla leið til sjávar. Hinn mikli fjöldi gervigíga í Mývatnssveit myndaðist þegar þetta hraun rann út í vatn og votlendi. I þessum eldsum- brotum er talið að Mývatn hafi myndast í núverandi mynd. ÞJÓÐÚARÐURINN í JÖKULS- ÁRGUÚFRUM Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfmm var stofnaður árið 1973. Ári síðar var hann stækkaður og aftur árið 1978 þegar meginhluti Ásbyrgis bættist við. Þjóð- garðurinn er nú um 150 ferkílómetrar. Jökulsárgljúfur eru stærstu og hrikaleg- ustu árgljúfur á íslandi. Þau em um 25 kílómetrar á lengd, um hálfur kilómetri á breidd og dýptin er víða um 100 metrar. Efst í Jökulsárgljúfrum, um þijátíu ki'Iómetra í norðaustur frá Mý- vatni, er Dettifoss, sem oft er talinn voldugasti og hrikalegasti foss Evrópu. Hann er 45 metra hár og um 100 metra breiður. Meðalvatnsmagn í fossinum er talið 193 rúmmetrar á sekúndu. Skammt ofan við Dettifoss er Selfoss, úu til fjórtán metra hár, og nokkm neð- ar í gljúfrinu Hafragilsfoss, um 27 metrar. Þessi fossasamstæða á óvíða sinn líka. ÁSBYRGI — HÓFFAR SLEIPNIS Ásbyrgi er stórbrotið náttúmfyrir- brigði, hamrakví með 100 metra háum hamraveggjum. Þar er mikill birkiskóg- ur. Þjóðsaga segir Ásbyrgi vera hóffar eftir Sleipni, hest Óðins, og sé Eyjan eftir hóftunguna. Vegur liggur inn í botn Ásbyrgis og er þar vinsæll áning- arstaður. Við Ásbyrgi er þjónustumið- stöð náttúruverndarráðs með ýmiss konar aðstöðu fyrir ferðamenn. HUÓÐAKLETTAR Hljóðaklettar em klettaþyrping við Jökulsá. Þar em hellar, skútar og kynja- myndaðir stuðlaklettar þar sem stuðl- amir liggja á ýmsa vegu. MERKAR JARÐMYN DANIRÁ TJÖRNESI Á allri vesturströnd Tjömess em ein- hverjar merkustu jarðmyndanir á ís- landi. Þar skiptast á hraunlög, ár-, vatna- og sjávarset ásamt jökulmðning- um. Af þeim má rekja breytingar á loftslagi, gróðri og sædýrah'ft um millj- ónir ára. Auðveldast er að komast að Tjömeslögunum við svonefndan Hall- bjarnarstaðakamb. Þar liggur vegur niður á bakkana rétt norðan við bæinn Ytri-Tungu, en þar eru lögin þykkust og skeljaauðugust. Á Tjömesi við bæ- inn Héðinshöfða er minnismerki um Einar Benediktsson skáld eftir Ríkharð Jónsson myndhöggvara, reist 1972. Við Imbuþúfu, Hafnarbjörgum, á Tjömesi austanverðu, er útsýnisskífa og sér þaðan vítt um Öxarfjörð. MIÐHÁLENDIÐ HERÐUBREIЗ DROTTNINC FJALLANNA Herðubreið er eitthvert fegursta fjall á íslandi, regluleg í lögun og tignarleg þar sem hún gnæfir, 1682 metrar að hæð, yfir Mývatnsöræfum. Hún hefur oft verið nefnd drottning íslenskra flalla. Útsýn af fjallinu er geysimikil. Þaðan má sjá alla meginjökla landsins, yfir Austfjarðahálendi sunnan frá Vatnajökli og um Norðausturland og á haf út og vestur til Eyjafjarðarfjalla. Ganga á Herðubreið er erfið. Algengt er að gengið sé á fjallið norðvestanvert. Herðubreið er móbergsstapi og er talið að fjallið sé myndað í gosi sem byrjað hefur undir jökli og brætt geil upp í gegnum jökulinn. Smám saman hafa laus gosefiii hlaðist upp í geilinni og tsveggir hennar haldið að meðan á upphleðslunni stóð. Loks hefur gígur- inn náð upp úr leysingavatninu í geil- inni og jafnframt tekið fyrir myndun lausra gosefha en hraun farið að renna og orðið til hraunhella efst á stapanum. Lausu gosefnin í neðri hluta stapans hafa með úmanum límst saman og orð- ið að móbergi og þegar jökullinn bráðnaði stóð stapinn eftir með sínum snarbröttu skriðmnnu hliðum og þver- hníptu móbergshömmm jafnlangt upp og jökullinn náði, en þar fyrir ofan með hraunbungu og gíg á hvirflinum. HERÐUBREIÐARLINDIR CRÓDURVIN Á MIÐHÁLEND- INU Herðubreiðarlindir hafa löngum þótt ein fegursta gróðurvin miðhálendisins, þar sem blátærar lindir og lygnar tjamir umvafðar gróskumiklum gróðri eru sem paradís mitt í auðn sanda og blás- inna hrauna. Einnig er gróskulegt í Grafarlöndum eystri þó að þau séu ekki eins rómuð fyrir fegurð og Herðubreið- arlindir. Þessi svæði vom bæði, ásamt fjallinu Herðubreið, lýst ffiðland sam- kvæmt nátúímvemdarlögum árið 1974 og nefnist Herðubreiðarfriðland. I friðlýsingu Herðubreiðarfriðlands felst meðal annars að öllum er frjálst að fara um svæðið og dveljast þar, en ætl- ast er til að fylgt sé merktum ökuslóð- um, tjaldað á merktum tjaldsvæðum en forðast sé að spilla vatni, skerða gróður og skaða dýralíf. ASKJA Askja er sigketill, 45 úl 50 ferkíló- metrar, í Dyngjufjöllum norður af Vatnajökli. I hluta sigketilsins er Öskjuvatn, sem myndaðist í miklum náttúruhamförum í tengslum við stór- gos árið 1875. Öskjuvatn er dýpsta vatn landsins, 220 metrar á dýpt, og stærð þess er tólf ferkílómetrar. Rétt við vatn- ið er sprengigígurinn Víti, um 100 metrar að þvermáli og fimmúu til sex- úu metrar að dýpt. I botni jsess er volgt vatn. Askja er megineldstöð og þar hafa orðið mörg eldgos, hið síðasta 1961. Hægt er að aka til Öskju á háum bílum með fjórhjóladrifi en ganga þarf nokkum spöl úl að komast inn að vatn- inu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.