Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRCSSAH 2. JÚLÍ 1992 25 Á<t l eLdhúdi e3jökuLL í hjarta Hafþór Ólafsson er kokkur á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Hann er sposkur á svip og í til- svörum, virkar dreymandi og jarðbundinn. Og Hafþór er frá- bær kokkur. Maturinn sem hann býr til er bæði gómsætur og spennandi. Ég dvaldi á Búðum í nokkra daga, í því ríki fegurðar sem Snæfellsnesið er, og borð- aði Eilífðarlamb í döðlusósu og Bárðar súpu Snæfellsáss. Og þegar maður lifir á svona kónga- fæði líður manni auðvitað eins og drottningu. Hafþór hefur m.a. eldað á Þremur Frökkum, Hominu og þetta er fjórða sumarið hans á Hótel Búðum. Öm Karlsson (Öddi), sem kemur hér við sögu, er annar kokkur. En Hafþór seg- ist vera orðinn háður sveitinni. Hvað gerir mann háðan sveitinni „Það að vera ekki í borginni. Snæfellsnesið er heldur ekkert venjuleg sveit. Jökullinn og allt það. Þetta er indælt samfélag á sumrin, gestir sem sækja Búðir og starfsfólkið. Þetta er heimur út af íyrir sig. Ég er aldrei í eins miklu stuði til að gera eitthvað sniðugt og á Búðum. Það er allt fimm sinnum skemmtilegra. Ég er allt sumarið að skemmta mér í eldhúsinu. Það er auðvelt að þakka þetta jöklinum en það er líka heillandi að fá fiskinn beint uppúr bátunum frá þorpunum í kring. Ég er í sambandi við Sló- vena á rækjubát sem safnar öll- um skrýtnum fiskum fyrir mig. Ég fæ hjá honum tindabikkju og rottufisk. Rottufiskur þykir ekki nógu fínt nafh á matseðlana fyrir sunnan og er uppnefndur geir- nyt. Ég kalla hann bara sínu rétta nafni á mínum matseðli, þetta er ljómandi fínn fiskur. Svo fæ ég fisk í írystihúsinu á Rifi og víðar. Það er gott að spjalla við sjóar- ana og finna lyktina niðrá bryggju." BREYTIST í ENGIL Á JÖKLINUM En hvað er þetta eiginlega með þennan jökul? „Eitthvað er það. Þetta er ekki alveg eðlilegt. Snæfellsjökull er náttúmlega ofboðslega fallegur. Ég er allur annar maður í sveit- inni, nálægt jöklinum. En kannski er þetta bara Mælifellið. Það er fjall rétt hjá Búðum. Mað- ur veit kannski ekki alltaf hvaða fjall hefur hvaða áhrif. Ég verð þreyttur íyrst eftir að ég kem vestur á vorin, eins og jökullinn sé að afhlaða mig, en svo safnast orka í mig og það er orka sem hægt er að treysta á. Ég er búinn að ganga á jökulinn nokkmm sinnum og það er alltaf jafngaman. Ég fer í jöklavímu. Hún er rosaleg skemmtileg en skrýtin." Breytist maður í engil uppi á jöklinum? „Ég er ekki frá því. Maður breyúst í engil án þess að maður finni það, en um leið og maður uppgötvar það lokar maður á engilinn. Ég fer alltaf fótgangandi upp. Mér finnst þessi vélsleðaskrímsli ósniðug og það koma ljótir blett- ir eftir þau. Trafffldn á jöklinum er stundum eins og á Laugaveg- inum. Ég hef ekki lent í hremm- ingum en spmngumar em ógn- ardjúpar þótt yfirleitt megi hoppa yfir þær. En mér finnst að annaðhvort labbi maður upp eða sleppi því. Vellíðanin verður meiri þegar líkaminn tekur þátt í ferðinni. Það er til nóg af ódýr- um lausnum þótt ekki þurfi að nota þær til að komast upp á Snæfellsjökul. Ég trúi því að því meiri sem lflcamleg áreynsla er, þeirn mun dýrðlegra verði útsýn- ið.“ MÉR FINNST GAMAN AÐ GLEÐJA FÓLK Hvað er heillandi við elda- mennsku? „Mér finnst gaman að gleðja fólk. Gaman að búa til mat sem er góður og fallegur. Ég held að matargerðarlist sé kúnst sem ekki er gott að útskýra ofaní kjöl- inn. Það er spuming um viðhorf. Sko, þér þarf að þykja vænt um matinn. Þú ert með fjársjóð undir höndum sem verður að fara var- lega með og klappa ástúðlega. Það verður að vera ást í matar- gerðarlist. Stundum hitti ég kokka sem ég spyr hvers vegna þeir eldi svona og þegar þeir segja: ,J2g hef alltaf gert það svona,“ finnst mér það bera vott um kulda sem ég felli mig ekki við. Ég verð að leggja mig allan fram við mat- seldina til að vera hamingjusam- ur. Það háir mér stundum að ég er svo mikill perfeksjónisti að ég vil sjá hvem einasta disk áður en hann fer inn í salinn. Það getur verið erfitt þegar „flotin“ koma. Við Öddi köllum það svo þegar allt íyllist af gestum. í íyrra vann ég í skemmúleg- asta eldhúsi sem ég hef unnið í. Það var á Búðum, þá var Öddi með sitt „Tæ“ (tælenskur mat- ur), Eduardo, Spánverji sem bakaði kökur, og Maggi, nýút- skrifaður úr nýlistadeild, sá um að skreyta diskana. Það gefur mér meira að vinna með svona mönnum en venjulegum kokk- um. Menn nota hugmyndir hver frá öðmm og áhrifin verða ólík- ari. Þegar ég er að kokka með öðmm kokki er ég bara að gera sama og hann og ekkert gerist." ÉG HEF LÆRT MIKIÐ AF MÖMMU ,Ég útskrifaðist á sínum tíma úr Hótel- og veitingaskóla ís- lands, öðm nafni Grautarskóla íslands. Það er hörmulegur skóli og gott dæmi um hvemig má gera allt leiðinlegt. Þar er kennt uppúr dönskum kokkabókum síðan 1950. Algjör þurrkur. Maður má þakka fyrir að kokka- gáfan er ekki drepin niður. Ég hef lært mest af sjálfmenntuðum kokkum, Matta á Þremur Frökk- um, Rúnari Marvins á Við Tjömina, Ödda Karls á Búð- um og svo hef ég náttúrulega lært ofboðslega mikið af mömmu. Hún er kokkur af guðs náð. Eldamennska snýst mikið um að gera tilraunir. Það verða stundum „slys“. Þá verður eitt- hvað gott til óvart. Það er helst jregar ekkert er til í kælinum. Þá geta stórbrotnir hlutir gerst. Þannig varð Eilífðarlambið til. Þá var ekkert til í eldhúsinu nema lambakjöt, döðlur og rauð- vín. En það er þessi „Tæ-hugs- un“ og naglasúpuheimspeki sem á vel við mig; að elda eitthvað gómsætt úrengu." En geturðu nefnt eitthvað sem passar alls ekki saman? „Ég er forréttaffldll. Þegar ég fer út að borða vil ég helst fá þrjá forrétti. Þeir em oft bæði for- vitnilegir og fjölbreyttir. Mér finnst mest gaman að búa þá til og verð oft að halda aftur af mér í forréttagleðinni. Ég fór til Spán- ar í apríl. Sú ferð var kölluð Tapazferð og gekk mest útá það að smakka á öllum þeim ljúf- fengu smáréttum sem Spánveij- ar em snillingar í að matbúa. Á Hótel Búðum er ég með forrétti Talað við Haf- þór á Búðum um matarást og þagnarást, að breytast í engil á Snæfellsjökli og veiða með álfum eins og bakaða öðuskel, snigla, rétt sem heitir „Bláskelin bliða með dýfu“ og „Mamma Gracia", en það er hrár saltfiskur með ap- pelsínum og ólífum. Mér finnst gaman að geta fengið hráefni úr nágrenninu, sóknarnefndarformaðurinn reykir fyrir mig lax, við fömm í kræklingaferðir, safnað er í poka, geymt við bryggju á Búð- um og síðan náð í krækling þeg- ar þess er óskað. Gestir kunna vel að meta þetta. Við tínum líka birkilauf og blóðberg úr Búða- hrauni. Bakaður lax með birki- laufi, blóðbergi og jafnvel blá- berjalyngi er afbragð. Laufið er best að úna á vorin og snemm- sumars og frysta. Þannig helst þessi fallegi litur á laufi og lyngi.“ MATUR ER HEILAGUR Hvað finnst þér um að henda mat og matvendni? „Ég borða allan mat. Mér finnst matvendni vera virðingar- leysi. Matur er heilagur. Mér finnst fáránlegt þegar fólk fer með bömin sín út að borða og pantar hamborgara fyrir þau. Böm sem koma að Búðum fá sama mat og fullorðnir. Það er oft sem böm læra ekki að bera virðingu fyrir mat. Ég held að það sé ömurlegt hlutskipti að vera matvandur og maður fari mikils á mis ef maður fær svo slæmt uppeldi. Ég borða oft bara einfaldan mat heima. Það er ekki bara maturinn sem skiptir máli heldur líka með hvaða hugarfari er eldað. Og ég hendi mat helst ekki, mér finnst fátt leiðinlegra. Hænur sóknamefndarformanns- ins fá allar matarleifar af hótel- inu.“ Svo yrkirþú Ijóð? ,Ég bý til söngljóð. Ég og vin- ur minn Gunnar Öm Jónsson kokkur stofnuðum dúettinn Súkkat. Hann er hljómsveitar- stjóri, spilar á gítar og semur lög- in en ég syng ljóðin. Þau era t.d. um „þreyjarana á Snæfellsnesi, það þarf ekki að ljósta þá ham- ingjupesi". Það erum við sem þreyjum frammá haustið á Búð- um þegar flestir aðrir era famir. Svo ætlaði ég að semja ljóð unt brennivínsdrauginn á Kolviðar- hóli, þar vora margir draugar en þessi var ákaflega vel klæddur með pfpuhatt og hélt til uppá háalofti með púrtvín í fötu. Ljóð- ið varð svo um Hansakaupmenn. Við kontum fram á óháðri lista- hátíð í Héðinshúsinu og urðum þess heiðurs aðnjótandi að fá að slíta hátíðinni. Það er erfitt en skemmtilegt að troða upp. Ég er auðvitað drepfeiminn, áður en ég fer á sviðið er ég í ægilegu kasti en svo smellur það þegar á hólminn er komið. Ég hef líka gaman af því að veiða, bæði á stöng og með byssu. Ég veiði gæsir og skarfa á haustin. Skarfaveiðar era eins og | indíánaleikurfýrirfullorðna. Það ^ er opið frammí miðjan septem- 2 ber á Búðum. Það er góður tími, * þá eram við „þreyjaramir“ eftir jj og við borðum ekld, heldur era | gj stöðugar veislur eins og þær gerðust bestar í íslendingasög- unum, veislur sem standa dög- um saman.“ HEILMIKIL TÆKNI — AÐ ÞEGJA Hvað er hægt að gera á Búðum fyrir ferðamann? „Það era ferðir um allar triss- ur, inní hella, uppá fjöll, útá sjó, hægt að liggja útá túni eða reika um hraunið. Ég hef aldrei séð álfa í hrauninu en mér skilst það fylgi mér lítill álfur. Álfurinn kemur með mér á veiðar enda er ég dálítið lunkinn veiðimaður. Ég hef alltaf verið myrkfælinn en finn aldrei fyrir því á Búðum, samt er mikið af fortíð á þessum stað. En ef ég kæmi sem ferða- maður að Búðum myndi ég bara sitja útá hól og þegja. Mér finnst það fyrirtaks afþreying. Öddi er snillingur í að þegja. Hann þegir mjög vel. Fólk þarf alltaf að vera að tala og svo segir það kannski bara tóma þvælu og fær aldrei ráðrúm til að hugsa um hvað það raunveralega vill segja.“ Hvað er gott við þögnina? „Þögnin er ekki svo vitlaus. Fyrst þegar Öddi var að þegja á mann varð ég bara stressaður og vandræðalegur. En nú fíla ég þögnina í botn. Þetta er heilmikil tækni — að þegja.“___________ Elísabet Jökulsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.