Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLÍ 1992 Þjóðviljinn dregur skuldahalann LOKAÁMB KOSmei 30 MILUðNIR Bjarki hf. skuldar á fjórða tug milljóna, Alþýðubandalagið greiðir tugmilljónir fyrir Útgáfufélag Þjóðviljans og Helgarblaðið segist eiga áskrifendalista sem það leigir þó líka. 155 mílljóna þrot glerverk- smiðjunnar Esju Þrotabú glerverksmiðjunnar Esju í Mosfellsbæ hefur verið gert upp, en félagið var tekið til skipta í febrúar 1990. Kröfur í búið hljóðuðu alls upp á 155 milljónir króna að núvirði. For- gangskröfur voru 12,3 milljónir og greiddust 2,4 milljónir upp í þær. Ekkert greiddist upp í af- ganginn eða upp í almennar kröfur upp á 142 milljónir króna. Esja rak glersamsetningar- verksmiðju, annaðist sölu á gler- vörum og skyldum vörum. Fyr- irtækið var stofnað 1984, en undir það síðasta var stjómarfor- maður félagsins og fram- kvæmdastjóri Magnús Ingi- mundarson og einnig hafði pró- kúru EggertA. Magnússon. Mikligarður af- skrifar hálfan milljarð króna Á aðalfundi Miklagarðs sl. mánudag var sú ákvörðun tekin að afskrifa 483 milljónir króna sem tapað fé. Þetta var gert með því að færa niður hlutafé Mikla- garðs um þessa upphæð „til að mæta ójöfnuðu rekstrartapi". Um síðustu áramót var eigið fé Miklagarðs neikvætt um 125 milljónir króna og frá þeim tíma hefur hallareksturinn haldið áfram, þótt nokkur árangur hafi náðst af því að sameina Mikla- garð og Verslunardeild SÍS. Jafnframt ákvörðuninni um að afskrifa nær hálfan milljarð króna samþykkti aðalfundurinn heimild til að auka hlutafé versl- unarinnar um 420 milljónir króna. Liggur nú íyrir það verk- efni að finna það fé. Hátekjufólk tók væna sneið af launakökunni Á örfáum árum hefur kaup- máttur 10 prósenta tekjuhæstu karla landsins hækkað um nær 20 prósent um leið og kaupmátt- ur 10 prósenta tekjulægstu karl- anna hefur minnkað um nær 10 prósent. Gögn Þjóðhagsstofnunar sýna að 10 prósent ffamteljenda sem hæstar hafa tekjumar hafa aukið hlutdeild sína af heildartekjum úr 26,14 prósentum árið 1986 í 28,25 prósent árið 1990 eða um sem nemur2,l 1 prósentustigum. Hver þessara framteljenda hefur á sama tíma aukið hlutdeild sína af heildartekjunum um 246 þús- und krónur yfir árið, eða liðlega 20 þúsund á mánuði, á meðan hlutdeild 80 prósenta framtelj- enda hefúr dregist saman. 10 prósent lægstlaunaðra kvæntra karla á aldrinum 25 til 65 ára voru árið 1986 með að meðaltali 58.700 krónur á mán- uði, að núvirði, en 10 prósent hæstlaunaðra vom á sama tíma með 323,5 þúsund á mánuði og munurinn því 5,5-faldur. Árið 1990 voru 10 prósent lægstlaun- aðra með 53.300 að meðaltali og hafði kaupmáttur þessa fólks því minnkað um 9,2 prósent. lOpró- sent hæstlaunuðu karlanna vom hins vegar komin upp í 384,5 þúsund á mánuði og jókst kaup- mátturinn því um 19 prósent. Um leið var munurinn milli þessara hópa orðinn 7,2-faldur. Á því rúmlega ári sem Út- gáfufélagið Bjarki hf. gaf út Þjóðviljann tókst því að tapa á fjórða tug milljóna. Það hefur nú verið.tekið til gjaldþrotaskipta, en ekki er fullljóst hversu stórt gjaldþrot þessa unga hlutafélags verður þegar öll kurl em komin til grafar. Skuldirnar, sem útgefendur málgagns launafólks skilja eftir sig, em einkum vangoldnar líf- eyrissjóðsgreiðslur, ógreidd staðgreiðsla skatta, orlofskröfur, skuldir við Útgáfufélag Þjóðvilj- ans (sem gaf Þjóðviljann út á undan Bjarka hf.) og viðskipta- skuldir við prentsmiðjuna Odda hf., samtals um þijátíu milljónir. Að auki stendur eftir y firdráttur á reikningum í Landsbanka ís- lands, en fyrir honum munu vera persónulegar ábyrgðir og hann því væntanlega afgreiðast utan skiptameðferðar. Eignir hlutafélagsins em eink- um vélar, tæki og hugbúnaður, sem Helgarblaðið hefur leigt af félaginu síðustu vikur. Erfitt er að leggja mat á þessar eignir, en um áramótin 1990-1991 voru þær metnar á um það bil 8 millj- ónir og töldust framlag Útgáfu- félags Þjóðviljans til hlutafélags- ins Bjarka. Olíklegt er talið að það sé raunvirði eignanna nú, en þess er að vænta að þær verði auglýstar til sölu á næstunni. Að auki á Bjarki útistandandi kröfur upp á um þijár milljónir, sem em ógreidd áskriftargjöld og auglýs- ingar. Árni Þór Sigurðsson á Helg- arblaðinu. „Við eigum áskrif- endalistann." Það er reyndar nokkuð síðan ljóst var að Bjarki hf. gæti ekki haldið áfram þeirri útgáfú Þjóð- viljans sem hafin var um áramót- in 1990-1991. Farið var fram á greiðslustöðvun aðeins hálfu ári effir að félagið tók við útgáfunni og í lok janúar kom síðasta tölu- blað Þjóðviljans út. Skráð hlutafé félagsins er 12,8 milljónir og á Útgáfufélagið meirihluta, en auk þess nokkrir einstaklingar. Stjórn félagsins skipuðu Arni Þór Sigurósson, Astráður Haraldsson, Guðrún Agústsdóttir, Helgi Guðmunds- son, Hrafii Magnússon og Olga Guðrún Arnadóttir. Fram- kvæmdastjóri var Hallur Páll Jónsson. Skiptastjóri þrotabús- ins er Elvar Örn Unnsteinsson héraðsdómslögmaður. EIGA LISTANN, EN LEIGJA HANN ÞÓ Tæki og búnaður gamla Út- gáfufélags Þjóðviljans vom orð- in eign Bjarka hf„ en þegar Þjóð- viljinn hætti að koma út í vetur tók hlutafélagið Helgarblaðið reksturinn og tækin á leigu. Leigan var í formi hlutfalls af tekjum, en Bjarki hf. reið ekki feitum hesti ffá þeim viðskipt- um. Útgáfa Helgarblaðsins stóð þar til í síðustu viku, í tæpa fimm mánuði, og var allan tímann í jámum. Svo kann jró að fara að þessi tuttugu vikna útgáfa Helgar- blaðsins skili hlutafélaginu óvæntri eign. Bjarki hf. hafði haft á leigu frá Útgáfufélagi Þjóðviljans nafnið Þjóðviljann og áskrifendalista. Þegar Bjarki hætti útgáfu tók Helgarblaðið á leigu þennan áskrifendalista og sendi út eftir honum fyrsta tölu- blað sitt. Honum hefur verið haldið við, eins og leigusamn- ingurinn gerir ráð fyrir, en nú ber svo við að aðstandendur Helgar- blaðsins telja sig eiga þennan lista með um 4.500 nöfnum. „Listinn verður hér hjá okkur,“ sagði Ámi Þór Sigurðsson í við- tali við PRESSUNA. Aðspurður um eignarrétt á listanum kvaðst hann líta svo á að listinn væri eign Helgarblaðsins, þrátt fyrir leigusamninginn sem enn er í gildi. Erfitt er að meta hvers virði nöfn hálfs fimmta þúsunds Þjóð- viljalesenda em, en í umræðum um hugsanlega stofnun dagblaðs í vetur var lisúnn meðal þess sem rætt var um sem hugsanlegt 20 milljóna króna framlag Alþýðu- Einar Kari Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins. „Skuldirnar halda okkur í spennitreyju." bandalagsmanna. Þá var hann enn talinn í eigu Útgáfufélags Þjóðviljans. 1 núverandi formi tók Helgar- blaðið hf. til starfa í apríl síðast- liðnum, en hlutafélagið sjálft var stofnað árið 1983. Skráð hlutafé er ein milljón króna og stjómar- menn em Arnar Guðmurtdsson, Ámi Þór Sigurðsson, Guðmund- ur Rúnar Heiðarsson, Sigurður Á. Friðþjófsson og Sœvar Guð- björnsson. Framkvæmdastjórn er í höndum þeirra Áma Þórs og Sævars. ALÞÝÐUBANDALAGEÐ BORGAR BRÚSANN Rekstur Helgarblaðsins var að líkindum einhvers staðar í kring- um núllið og Bjarki hf. tapaði á ijórða tug milljóna, en Útgáfúfé- lag Þjóðviljans er enn til og skuldar líklega hátt í hundrað milljónir. Eignir á það fáar á móú og virðist þeim fara fækk- andi, ef áskrifendalisúnn er líka glataður. Ekki hefur verið krafist skipta á félaginu, enda myndi stærsú kröfúhafinn, Landsbank- inn, væntanlega tapa tugmilljón- um við það. Skuldir Útgáfufélagsins vom meðal annars tryggðar með „veði“ í peningum sem Alþýðu- bandalagið fær úthlutað á Al- þingi til útgáfumála. Og flokkur- inn er byijaður að greiða niður þessar skuldir. „Alþýðubanda- lagið tók að sér að ábyrgjast skuldir Útgáfúfélagsins og borg- ar sex milljónir á þessu ári vegna skulda þess,“ sagði Einar Karl Haraldsson, ffamkvæmdastjóri flokksins. Töluvert meira er efúr sem ekki er enn fallið í gjald- daga. „Þetta heldur okkur í spennitreyju fjárhagslega og mun gera það eitthvað áfrarn," sagði hann. Að auki er flokkur- inn enn að greiða niður skuldir vegna kosningabaráttu á síðasta ári, sem samtals vom á bilinu 10 til 15 milljónir. Karl Th. Birgisson D E B E T „Helga er ákaflega glöggskyggn, fljót að átta sig á kjama málsins, kemur oft auga á það sem aðrir sjá ekki og getur komið því á ffamfæri. Hún er ákaflega heiðar- leg, hreinskipún og skemmtileg. Helga er mikil baráttu- kona og þrautseig, góður og vandaður fræðimaður,“ seg- ir Helga Sigurjónsdóttir, samherji í kvennabarátt- unni og kvennarannsóknum. „Helga er afskaplega hugmyndaríkur og vandaður fræðimaður, mjög frjór kennari og hefúr hvetjandi áhrif á marga af nemendum sínum. Henni fylgir mikill drifkraftur," segir SoffTa Auður Birgisdóttir, bókmcnntafræðingur og fyrr- verandi nemandi. „Það fyrsta sem maður fellur fyrir er þessi frábæri húmor sem hún hefur og það er aldrei logn- molla í kringum hana, hvorki í einkalífinu né út á við, og hún finnur oft nýja og ferska fleti á málum. Helga er hugsjónamanneskja og stendur við hugsjónir sínar. Sem vinur er hún ákaflega trygglynd, úlfinningarík og við- kvæm og undirferli eða heigulshátt þolir hún illa. Sem ffæðimaður er hún besú kennari sem ég hef haft,“ segir Ragnhildur Richter, bókmenntafræðingur og vin- kona. K R E D I T „Helga getur verið nokkuð þröngsýn og ekki alltaf tilbúin til þess að sjá sjónarhorn annarra. Hún getur verið dómhörð og á það jafnt við um menn og málefni," segir Helga Sigurjónsdóttir. „Helga hefur verið framherji í íslenskum kvennabókmenntarannsóknum og því miður mætt ansi mikilli andstöðu á því sviði. Má segja að það hafi gróðursett í hana mikla tortryggni, sem hefur svo kannski leitt til þess að hún er nokkuð eigingjörn á kvennafræðina og virðist óttast samkeppni. Helgu fylgir ákveðinn ein- strengingsháttur sem hefur aftur gert henni kleift að vera í sviðsljósinu," segir Soffía Auður Birgisdóttir. „Það kemur mér á óvart hvað hún á furðulega erfitt með að taka ákvarðanir í smá- málum, eins og til dæmis hvaða varalit hún eigi að nota. Þetta gildir hins vegar ekki um stærri málefni. Helga á örugglega stórt safn af mis- lukkuðum varalitum,“ segir Ragnhildur Richter. Helga Kress Helga Kress, prófessor og formaður menntamálaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.