Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 02.07.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLI 1992 06 VIOSKIP Jóhann J. Ólafsson, núverandi stjórnarformaður Stöðvar 2. Hans valdatími styttist óðum. Jón Ólafsson, einn fjór- menninganna. Viðskipti hans við Stöð 2 eru meðal þeirra sem eru til skoðunar hjá sérstakri nefnd. HLUTHAFA í RANNSÚK Með kaupum Áramóta hf. á hlut Eignarhaldsfélags Verslunarbankans er treystur í sessi meirihlutinn naumi sem myndaðist á síðasta aðal- fundi. Fjórmenningarnir undir forystu Jóns Ólafssonar í Skífunni sem réðu meira en helmingi atkvæða ráða nú einungis yfir um fjörutíu pró- sentum. Á næstunni verður haldinn hluthafafundur til að skipta út stjórnarmönnum og kjósa nýjan formann í stað Jóhanns J. Ólafssonar. Kaup Aramóta hf. á hundrað milljóna króna hlut Eignarhalds- félags Verslunarbankans í Stöð 2 virðast vera endanleg staðfest- ing þess að fjórmenningarnir, sem áður höfðu meirihluta í stjóm félagsins, hafi misst þar völdin. A næstunni má reikna með að boðað verði til hluthafa- fundar til að kjósa nýja stjóm og að í kjölfarið verði kjörinn nýr stjómarformaður. I stjóm Stöðvar 2 sitja nú Jó- Itann J. Olafsson stórkaupmað- ur, sem er formaður, Jón Ólafs- son í Skífunni og Haraldur Haraldsson í Andra og em þeir þrír af Fjórmenningum sf. sem haft hafa tögl og hagldir í stjóm- inni síðustu misseri. Auk þeirra eru fulltrúar Eignarhaldsfélags- ins Páll Kr. Pálsson og Pétur Guðmundarson og fulltrúar „annarra“ þeir Jóhann Óli Guð- mundsson í Securitas og Stefán Gunnarsson í Teppabúðinni. Að Áramótum hf„ sem keypt hafa hlut Eignarhaldsfélagsins, standa Hekla hf., Hagkaup, Sambíóin, Vífilfell og Prent- smiðjan Oddi. Hlutabréfakaupin áttu sér tiltölulega stuttan að- draganda, en lengi hefur verið ljóst að Eignarhaldsfélagið vildi selja sinn hlut og að þessi fyrir- tæki höfðu áhuga á að eignast hann. Kaupverð hlutabréfanna hefur ekki fengist staðfest, en skömmu iyrir aðalfund Stöðvar 2 í apríl, þegar eftirspurn var sem mest, seldust bréf á genginu 1,2 tíl 1,5. Forkaupsrétt að hlut Eignar- haldsfélagsins átti Fjölmiðlun Ingimundur Sigfússon í Heklu. Einn aðalhvatamaður- inn að baki hlutafjárkaupun- um. Verður hann næsti stjórnarformaður? sf., sameignarfélag með 150 milljóna króna hlut þar sem íjór- menningamir höfðu meirihluta. Forkaupsrétturinn rann út íyrsta maí síðastliðinn. Ennfremur hef- ur verið óánægja með samstarf- ið í Fjölmiðlun, þar sem meiri- hlutinn hefir ráðstafað atkvæð- um allra samkvæmt sérstökum samningi. Sá samningur rann út í gær og eru því bæði Eignar- haldsfélagið og minnihlutinn í Fjölmiðlun laus undan skuld- bindingum sínum við fjórmenn- ingana. NÝ HLUTFÖLL 60 Á MÓTI 40 Virkt hlutafé í Stöð 2 er rúm- lega 500 milljónir og skiptist þannig að Fjórmenningar sf. eiga um 100 milljónir, Fjölmiðl- Páll Kr. Pálsson. í stjórn nú sem fulltrúi Eignarhaldsfé- lagsins. Situr áfram sem framkvæmdastjóri Vífilfells. un um 150 (100 í höndum fjór- menninga en 50 hjá öðmm) og Áramót hf. eiga nú 100 milljón- ir. Fjöldi annarra skiptir á milli sín afgangnum. Nú þegar minnihlutinn í Fjölmiðlun er laus undan skuldbindingum sín- um við fjórmenningana hafa þeir því einungis tíl ráðstöfunar um 200 milljónir í atkvæðum, en hin blokkin um 300 milljónir. Miðað við eignarhlutínn ættu Áramót að eiga tvo fulltrúa í stjórn, en eftir því sem næst verður komist er ekki endanlega frágengið hveijir þeir verða. Þó er næsta víst að Páll Kr. Pálsson mun sitja áfram, enda fram- kvæmdastjóri Vífilfells, en helst er rætt um að Ingimundur Sig- fusson í Heklu taki sætí Péturs Guðmundarsonar og verði jafn- framt nýr stjórnarformaður. Ingimundur er stjómarformaður Áramóta hf. Segja má að liðskönnun fyrir þennan nýja meirihluta hafi far- ið fram á aðalfundi Stöðvar 2, sem haldinn var í óvæntum flýtí þann fyrsta apríl. Þá var látíð á reyna hvort Eignarhaldsfélagið og aðrir en „fjórmenningaklík- an“ gætu náð saman um meiri- hluta. Það tókst, þótt með naum- indum væri. Fjórmenningamir fóru með eigin atkvæði upp á 100 milljónir og atkvæði Fjöl- miðlunar fyrir 150 milljónir. Reikningslega höfðu þcir naum- an meirihluta atkvæða, en klaufaskapur við stjórnarkjör olli því að þeir náðu ekki nema þremur mönnum í stjóm. Með því vom fjórmenningar komnir í minnihluta, en að ósk Eignar- haldsfélagsins var ákveðið að Jóhann Olafsson yrði áfram stjórnarformaður, að minnsta kosti þar til samkomulag um sameiginlega tilnefningu í stjóm rynni út nú í vor. MÐSKIFI I HLUTHAFA TIL RANNSÓKNAR Ákvarðanir stjómar eftír aðal- fund þykja hafa borið merki þessara breyttu valdahlutfalla. Sem dæmi er nefnt að fjór- menningarnir höfðu þegið þóknun vegna ábyrgða sem þeir gengu í fyrir Stöð 2, sem nam einu prósenti af upphæðinni á mánuði. Mörgum óx þessi tala í augum, enda höfðu þeir félagar umtalsverðar tekjur af þessu. Af hundrað milljóna króna ábyrgð væm tekjur af slíkum ábyrgðum ein milljón á mánuði. Fyrir skömmu ákvað stjóm Stöðvar 2 að lækka þóknunina um helm- ing, niður í hálft prósent á mán- uði. Skömmu eftir aðalfund var einnig ákveðið að kanna við- skipti hluthafa við stöðina, en þau hafa verið umtalsverð í gegnum tíðina, einkum í formi auglýsinga- og vöruskiptasamn- inga. Þetta starf annast af hálfu stjórnar Jóhann J. Ólafsson, Stefán Gunnarsson og Bolli Kristinsson. I takt við þá tor- tryggni, sem ríkt hefur á milli stjómarmanna, líta margir svo á að þessi „rannsóknamefnd" hafi verið stofnuð sérstaklega tíl höf- uðs Jóni Ólafssyni, en ýmis fyr- irtæki hans hafa átt veruleg við- skipti við Stöð 2. Vitað er að viðskipti með tæki, bíómyndir og myndbönd hafa verið tíl sér- stakrar skoðunar, en aðrir vilja gera lítíð úr því, þar á meðal Jó- hann sjálfur. Hefur verið tekin ákvörðun um að athuga viðskipti Stöðv- ar 2 og Skífunnar? „Nei.“ Hefur það komið til tals? „Nei, nei.“ Þessari skoðun, sem stjóm- in ákvað að skyldi fara fram, á að vera lokið fyrir næsta stjórnarfund, sem haldinn verður í lok mánaðarins. ÓSAMMÁLA UM FOR- KAUPSRÉTTINN Samkvæmt samningi Eignar- haldsfélagsins og Fjölmiðlunar átti Fjölmiðlun forkaupsrétt að hlut Eignarhaldsfélagsins, en sá samningur var uppsegjanlegur frá 1. maí síðastliðnum. Einhver ágreiningur virðist vera uppi um túlkun á uppsagnarákvæðinu og þá því hvort rétt hafi verið stað- ið að sölu bréfanna nú. Upp- sagnarákvæðið er svohljóðandi: „Samningur þessi er uppsegjan- legur með sex mánaða fyrirvara ffá 1. maí 1992, en framlengist til eins árs í senn, sé honum ekki sagt upp.“ Túlkunardeilan snýst um hvort Eignarhaldsfélagið gat sagt samningnum upp í lok október síðastliðins, eins og gert var, eða hvort bíða þurfti til fyrsta maí og þá tæki gildi nefndur sex mánaða uppsagnar- ffestur. Eignarhaldsfélagið sendi Fjölmiðlun uppsögnina í lok október og leit svo á að upp- sagnarfrestur yrði þá liðinn í byijun maí. Engar athugasemdir bámst frá Fjölmiðlun fyrr en nú í apríl. Eignarhaldsfélagið lýsti þá aftur sínum skilningi á ákvæðinu, en ekkert hefur heyrst aftur frá Fjölmiðlun. Jóhann J. Ólafsson, einn að- standenda Fjölmiðlunar, sagði í samtali við PRESSUNA að ekki væru allir á einni skoðun um hvernig ætti að túlka þetta ákvæði. Hann sagði ekki hafa verið ákveðið hvemig tekið yrði á því og eftir væri að ræða hvort Fjölmiðlun gerði athugasemdir við þessi hlutafjárkaup. kari in. tiirgisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.