Pressan - 02.07.1992, Page 10

Pressan - 02.07.1992, Page 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 2. JÚLI 1992 06 VIOSKIP Jóhann J. Ólafsson, núverandi stjórnarformaður Stöðvar 2. Hans valdatími styttist óðum. Jón Ólafsson, einn fjór- menninganna. Viðskipti hans við Stöð 2 eru meðal þeirra sem eru til skoðunar hjá sérstakri nefnd. HLUTHAFA í RANNSÚK Með kaupum Áramóta hf. á hlut Eignarhaldsfélags Verslunarbankans er treystur í sessi meirihlutinn naumi sem myndaðist á síðasta aðal- fundi. Fjórmenningarnir undir forystu Jóns Ólafssonar í Skífunni sem réðu meira en helmingi atkvæða ráða nú einungis yfir um fjörutíu pró- sentum. Á næstunni verður haldinn hluthafafundur til að skipta út stjórnarmönnum og kjósa nýjan formann í stað Jóhanns J. Ólafssonar. Kaup Aramóta hf. á hundrað milljóna króna hlut Eignarhalds- félags Verslunarbankans í Stöð 2 virðast vera endanleg staðfest- ing þess að fjórmenningarnir, sem áður höfðu meirihluta í stjóm félagsins, hafi misst þar völdin. A næstunni má reikna með að boðað verði til hluthafa- fundar til að kjósa nýja stjóm og að í kjölfarið verði kjörinn nýr stjómarformaður. I stjóm Stöðvar 2 sitja nú Jó- Itann J. Olafsson stórkaupmað- ur, sem er formaður, Jón Ólafs- son í Skífunni og Haraldur Haraldsson í Andra og em þeir þrír af Fjórmenningum sf. sem haft hafa tögl og hagldir í stjóm- inni síðustu misseri. Auk þeirra eru fulltrúar Eignarhaldsfélags- ins Páll Kr. Pálsson og Pétur Guðmundarson og fulltrúar „annarra“ þeir Jóhann Óli Guð- mundsson í Securitas og Stefán Gunnarsson í Teppabúðinni. Að Áramótum hf„ sem keypt hafa hlut Eignarhaldsfélagsins, standa Hekla hf., Hagkaup, Sambíóin, Vífilfell og Prent- smiðjan Oddi. Hlutabréfakaupin áttu sér tiltölulega stuttan að- draganda, en lengi hefur verið ljóst að Eignarhaldsfélagið vildi selja sinn hlut og að þessi fyrir- tæki höfðu áhuga á að eignast hann. Kaupverð hlutabréfanna hefur ekki fengist staðfest, en skömmu iyrir aðalfund Stöðvar 2 í apríl, þegar eftirspurn var sem mest, seldust bréf á genginu 1,2 tíl 1,5. Forkaupsrétt að hlut Eignar- haldsfélagsins átti Fjölmiðlun Ingimundur Sigfússon í Heklu. Einn aðalhvatamaður- inn að baki hlutafjárkaupun- um. Verður hann næsti stjórnarformaður? sf., sameignarfélag með 150 milljóna króna hlut þar sem íjór- menningamir höfðu meirihluta. Forkaupsrétturinn rann út íyrsta maí síðastliðinn. Ennfremur hef- ur verið óánægja með samstarf- ið í Fjölmiðlun, þar sem meiri- hlutinn hefir ráðstafað atkvæð- um allra samkvæmt sérstökum samningi. Sá samningur rann út í gær og eru því bæði Eignar- haldsfélagið og minnihlutinn í Fjölmiðlun laus undan skuld- bindingum sínum við fjórmenn- ingana. NÝ HLUTFÖLL 60 Á MÓTI 40 Virkt hlutafé í Stöð 2 er rúm- lega 500 milljónir og skiptist þannig að Fjórmenningar sf. eiga um 100 milljónir, Fjölmiðl- Páll Kr. Pálsson. í stjórn nú sem fulltrúi Eignarhaldsfé- lagsins. Situr áfram sem framkvæmdastjóri Vífilfells. un um 150 (100 í höndum fjór- menninga en 50 hjá öðmm) og Áramót hf. eiga nú 100 milljón- ir. Fjöldi annarra skiptir á milli sín afgangnum. Nú þegar minnihlutinn í Fjölmiðlun er laus undan skuldbindingum sín- um við fjórmenningana hafa þeir því einungis tíl ráðstöfunar um 200 milljónir í atkvæðum, en hin blokkin um 300 milljónir. Miðað við eignarhlutínn ættu Áramót að eiga tvo fulltrúa í stjórn, en eftir því sem næst verður komist er ekki endanlega frágengið hveijir þeir verða. Þó er næsta víst að Páll Kr. Pálsson mun sitja áfram, enda fram- kvæmdastjóri Vífilfells, en helst er rætt um að Ingimundur Sig- fusson í Heklu taki sætí Péturs Guðmundarsonar og verði jafn- framt nýr stjórnarformaður. Ingimundur er stjómarformaður Áramóta hf. Segja má að liðskönnun fyrir þennan nýja meirihluta hafi far- ið fram á aðalfundi Stöðvar 2, sem haldinn var í óvæntum flýtí þann fyrsta apríl. Þá var látíð á reyna hvort Eignarhaldsfélagið og aðrir en „fjórmenningaklík- an“ gætu náð saman um meiri- hluta. Það tókst, þótt með naum- indum væri. Fjórmenningamir fóru með eigin atkvæði upp á 100 milljónir og atkvæði Fjöl- miðlunar fyrir 150 milljónir. Reikningslega höfðu þcir naum- an meirihluta atkvæða, en klaufaskapur við stjórnarkjör olli því að þeir náðu ekki nema þremur mönnum í stjóm. Með því vom fjórmenningar komnir í minnihluta, en að ósk Eignar- haldsfélagsins var ákveðið að Jóhann Olafsson yrði áfram stjórnarformaður, að minnsta kosti þar til samkomulag um sameiginlega tilnefningu í stjóm rynni út nú í vor. MÐSKIFI I HLUTHAFA TIL RANNSÓKNAR Ákvarðanir stjómar eftír aðal- fund þykja hafa borið merki þessara breyttu valdahlutfalla. Sem dæmi er nefnt að fjór- menningarnir höfðu þegið þóknun vegna ábyrgða sem þeir gengu í fyrir Stöð 2, sem nam einu prósenti af upphæðinni á mánuði. Mörgum óx þessi tala í augum, enda höfðu þeir félagar umtalsverðar tekjur af þessu. Af hundrað milljóna króna ábyrgð væm tekjur af slíkum ábyrgðum ein milljón á mánuði. Fyrir skömmu ákvað stjóm Stöðvar 2 að lækka þóknunina um helm- ing, niður í hálft prósent á mán- uði. Skömmu eftir aðalfund var einnig ákveðið að kanna við- skipti hluthafa við stöðina, en þau hafa verið umtalsverð í gegnum tíðina, einkum í formi auglýsinga- og vöruskiptasamn- inga. Þetta starf annast af hálfu stjórnar Jóhann J. Ólafsson, Stefán Gunnarsson og Bolli Kristinsson. I takt við þá tor- tryggni, sem ríkt hefur á milli stjómarmanna, líta margir svo á að þessi „rannsóknamefnd" hafi verið stofnuð sérstaklega tíl höf- uðs Jóni Ólafssyni, en ýmis fyr- irtæki hans hafa átt veruleg við- skipti við Stöð 2. Vitað er að viðskipti með tæki, bíómyndir og myndbönd hafa verið tíl sér- stakrar skoðunar, en aðrir vilja gera lítíð úr því, þar á meðal Jó- hann sjálfur. Hefur verið tekin ákvörðun um að athuga viðskipti Stöðv- ar 2 og Skífunnar? „Nei.“ Hefur það komið til tals? „Nei, nei.“ Þessari skoðun, sem stjóm- in ákvað að skyldi fara fram, á að vera lokið fyrir næsta stjórnarfund, sem haldinn verður í lok mánaðarins. ÓSAMMÁLA UM FOR- KAUPSRÉTTINN Samkvæmt samningi Eignar- haldsfélagsins og Fjölmiðlunar átti Fjölmiðlun forkaupsrétt að hlut Eignarhaldsfélagsins, en sá samningur var uppsegjanlegur frá 1. maí síðastliðnum. Einhver ágreiningur virðist vera uppi um túlkun á uppsagnarákvæðinu og þá því hvort rétt hafi verið stað- ið að sölu bréfanna nú. Upp- sagnarákvæðið er svohljóðandi: „Samningur þessi er uppsegjan- legur með sex mánaða fyrirvara ffá 1. maí 1992, en framlengist til eins árs í senn, sé honum ekki sagt upp.“ Túlkunardeilan snýst um hvort Eignarhaldsfélagið gat sagt samningnum upp í lok október síðastliðins, eins og gert var, eða hvort bíða þurfti til fyrsta maí og þá tæki gildi nefndur sex mánaða uppsagnar- ffestur. Eignarhaldsfélagið sendi Fjölmiðlun uppsögnina í lok október og leit svo á að upp- sagnarfrestur yrði þá liðinn í byijun maí. Engar athugasemdir bámst frá Fjölmiðlun fyrr en nú í apríl. Eignarhaldsfélagið lýsti þá aftur sínum skilningi á ákvæðinu, en ekkert hefur heyrst aftur frá Fjölmiðlun. Jóhann J. Ólafsson, einn að- standenda Fjölmiðlunar, sagði í samtali við PRESSUNA að ekki væru allir á einni skoðun um hvernig ætti að túlka þetta ákvæði. Hann sagði ekki hafa verið ákveðið hvemig tekið yrði á því og eftir væri að ræða hvort Fjölmiðlun gerði athugasemdir við þessi hlutafjárkaup. kari in. tiirgisson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.